Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 4

Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Svo virðist sem óprúttnir aðilar séu að svíkja fé af fólki á íslenskum leigu- markaði gegnum falsaða Airbnb- heimasíðu. Morgunblaðið hefur verið í samskiptum við þrjá aðila sem hafa orðið fórnarlömb sama svindlsins, þar af tveir sem töpuðu hundruðum þúsunda króna. Meðal þeirra eru vesturíslensk hjón sem voru í leit að leiguíbúð hér- lendis. Þau vilja ekki koma fram und- ir nafni, en í samtali við Morgunblað- ið segjast þau hafa lagt fram tryggingu fyrir íbúðinni inn á reikn- ing sem bar öll ummerki þess um að vera reikningur á vegum Airbnb. Hjónin svöruðu auglýsingu fyrir leiguíbúð á Hringbraut 65 en þau fundu auglýsinguna á fasteignavef mbl.is. Póstinum þeirra svaraði kona sem sagðist heita Urha Polona. Hún sagðist vera fráskilin einstæð móðir sem byggi með dóttur sinni í Berlín og að hún hefði eignast íbúðina við Hringbraut eftir skilnað. Þar sem hún væri búsett erlendis vildi hún fá tryggingu lagða inn á reikning svo hún gæti ferðast til Íslands og sýnt hjónunum íbúðina. Í samtali við Morgunblaðið segir vesturíslenska konan að þeim hjón- um hafi fundist þetta tortryggilegt en þegar hún bauð þeim að borga í gegn- um Airbnb töldu þau að þetta væri í lagi. Þeim var sagt að þau gætu hætt við hvenær sem væri og þá myndi Airbnb endurgreiða þeim trygg- inguna. Það sem þau vissu ekki var að svindlarinn sendi þau á falsaða Airbnb-síðu sem í fljótu bragði virðist afar lík alvöruheimasíðu Airbnb. „Ég var svikin því ég sýndi samúð með aðstöðu eiganda íbúðarinnar og var svo ákveðin að finna góða íbúð til að leigja á viðráðanlegu verði. Ég lét meira að segja vini og fjölskyldumeð- limi skoða fölsuðu Airbnb-síðuna og engum af þeim fannst hún grunsam- leg heldur. En þremur dögum eftir að ég millifærði peningana tilkynnti eig- andi íbúðarinnar mér að íbúðin væri ekki lengur til leigu því fjölskyldu- meðlimur ætlaði leigja íbúðina í stað- inn,“ segir konan í samtali við Morg- unblaðið. Urha tilkynnti þeim að þau gætu fengið trygginguna endur- greidda frá Airbnb eftir eina til tvær vikur. Hjónunum fannst tímaramm- inn grunsamlegur þar sem í skilmál- um Airbnb segir að hægt sé að fá tryggingu endurgreidda innan þriggja daga. Við nánari skoðun kom- ust hjónin að því að um svindl hefði verið að ræða, heimasíðan væri ekki á vegum Airbnb og hafa þau ekki feng- ið fé sitt endurgreitt. Sama saga – önnur íbúð Sami einstaklingur, undir nafninu Urha, reyndi einnig að svíkja fé úr 29 ára gömlum íslenskum karlmanni. Morgunblaðið fékk send tölvupósts- amskipti þeirra á milli en þar er sama saga sögð. Urha segist vera búsett í Berlín og að hún hafi fengið íbúðina eftir skilnað við eiginmann sinn Þar er um að ræða íbúð í Bláhömrum í Grafarvogi og er óskað eftir 180.000 kr. í tryggingu. Í tölvupósti frá sama netfangi segir Urha að hún muni skrá íbúðina á heimasíðu Airbnb og leigj- andinn geti bókað hana þar. „Eftir að þú greiðir trygginguna til Airbnb verður hún í öruggum hönd- um hjá Airbnb,“ segir í tölvupósti Urha. Í tölvupóstinum er tekið fram að það sé ekki hægt að fá að skoða íbúð- ina þar sem Urha er í Berlín en þegar Airbnb hefur staðfest að búið sé að millifæra trygginguna þá mun hún fljúga til Íslands og afhenda honum íbúðina. Íslendingnum sem um ræðir fannst heldur grunsamlegt að milli- færa fé án þess að hafa séð íbúðina og hætti því við að taka hana á leigu. Pólsk kona að nafni Ada Szuba segir á Facebook-hópnum „Leiga“ að hún hafi verið í samskiptum við aðila undir nafninu Urha Polona og að hún hafi tapað 400.000 kr. í tryggingarfé gegnum samskonar svindl. Morgun- blaðið hafði samband við hana og staðfestir hún frásögn sína. Þegar netfangið sem Urha notar er sett inn í leitarvél Google kemur það upp sem tengiliður í auglýsingu fyrir íbúð á leiga.is sem hefur verið fjarlægð sem og auglýsingu fyrir Hringbraut 65 á fasteignavef mbl.is sem einnig hefur verið fjarlægð. Þá er netfangið einnig skráð fyrir leigu- íbúðum í Ítalíu. Ekki náðist í tals- mann Airbnb á Ísland né rannsókn- ardeild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Leigusvindl gegnum falsaða Airbnb-síðu  Erlendur aðili nýtir sér íslenskan leigumarkað til að svíkja fé af fólki  Auglýsir íbúðir í Reykjavík  Óskar eftir tryggingafé gegnum falsaða Airbnb-síðu  Fórnarlömb tapað hundruðum þúsunda króna Falsað Svindlarinn notar heimasíðu sem er afskaplega lík síðu Airbnb. stjóri Marels, veitti verðlaununum viðtöku við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum. Við sama tilefni var Hallfríði Ólafsdóttur, höfundi Maxímús Músíkús, veitt heiðursviðurkenning fyrir að hafa með starfi sínu borið hróður Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land og þjóð. Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt í 31. skipti í gær og að þessu sinni var það Marel sem hlaut verðlaunin. Árni Oddur Þórðarson, for- Morgunblaðið/Árni Sæberg Marel hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands Með þéttingu byggðar við Hverfis- götu er eðlilegt að endurmeta fyrir- komulag umferðar m.t.t. hraða. Þetta er mat Daníels Þórs Magn- ússonar, sjóðsstjóra Fasteignaauðs, sem er sjóður í umsjón Kviku banka. Sjóðurinn byggði fjölbýlishús með 38 íbúðum á Hverfisgötu 94-96 en 16 þeirra eru seldar eða fráteknar. „Samtöl við verðandi íbúa við göt- una benda til að það sé vilji fyrir því að setja upp einhvers konar hraða- hindranir og hægja á umferðinni. Strætó keyrir oft á tíðum ansi hratt eftir götunni. Þá eru inngangarnir aðeins þrjá metra frá götunni. Um- ferðarhraðinn hlýtur því að verða endurskoðaður,“ segir Daníel Þór. Tilefnið er samtal við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, formann skipu- lags- og samgönguráðs, í Morgun- blaðinu í gær. Sagði hún til skoðunar að breyta stefnu umferðar á Hverfis- götu. „Þar verður tvístefna en spurningin er hvort hún verði aðeins fyrir almenningssamgöngur eða bæði almenningssamgöngur og einkabíla. Það er ekki komið á hreint,“ segir Sigurborg Ósk. Fjöldi nýrra íbúða Mikil uppbygging er nú við Hverfisgötu og koma vel á annað hundrað nýjar íbúðir á markað í ár. Það einkennir íbúðirnar að bíla- stæði í nýjum bílakjallara fylgir þeim flestum. Ekið er inn í kjallara frá Hverfisgötu á Frakkastígsreit, Brynjureit og Hverfisgötu 94-96 en frá Vitastíg á Barónsreit. Daníel Þór rifjar aðspurður upp að borgin hafi gert kröfu um bílakjall- ara. Því myndi það skjóta skökku við að takmarka bílaumferð. Útfæra þurfi slíkar breytingar vel svo mark- mið um bílageymslur og akstursleið- ir stangist ekki á. baldura@mbl.is Hægt verði á umferðinni  Nýir íbúar við Hverfisgötu sagðir vilja hraðahindranir  Borgin gerði kröfu um bílakjallara en vill breyta umferð Teikning/Onno Nýjar íbúðir Hverfisgata 94-96. Vestmannaeyingar þurfa að bíða enn um óákveðinn tíma eftir að mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít muni koma til Eyja. Enn er stefnt að því að flytja dýrin hingað til lands í lok maí eða byrj- un júní. Mjaldrarnir, sem koma í sér- útbúinni flutningavél frá Sjanghæ, áttu upphaflega að koma hingað til lands 16. apríl. Því var frestað vegna veðurs og lokunar Land- eyjahafnar, en ekki er talið treyst- andi að leggja þriggja tíma sigl- ingu á dýrin frá Þorlákshöfn. Ekki er komin ný dagsetning á flutn- inginn. Þegar mjaldrarnir loks koma til Eyja verður þeim að endingu kom- ið fyrir í Klettsvík þar sem að- stæður verða tryggðar sem eru mun líkari náttúrulegum heim- kynnum þeirra en steypukerin í skemmtigarðinum í Sjanghæ þar sem þeir hafa dvalið. Enn óvíst hvenær mjaldrarnir munu loks koma til Eyja Mjaldrarnir Dýrin sem munu flytjast til Eyja nefnast Litla-Hvít og Litla-Grá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.