Morgunblaðið - 01.05.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 01.05.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félag hesthúseigenda í Víðidal Aðalfundur félagsins verður haldinn í C-tröð 4, reiðhöllinni hjá Sigurbirni, miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 19.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á aðalskrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, sem hér segir: Brynjar BA-128, Barðastrandasýsla, (fiskiskip), fnr. 1947, þingl. eig. Mardöll ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Sýslumaðurinn á Vestfjörðum, mánudaginn 6. maí nk. kl. 13:15. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 30. apríl 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is Vantar þig pípara? FINNA.is Jóhanna mág- kona mín er látin eftir mikil og lang- varandi veikindi. Hún gifti sig ung og flutti frá heimahögunum í Keflavík með manni sínum Erling Garðari. Þau bjuggu m.a. árum saman í útlöndum og síðan úti á landi þar sem þau ráku stórt heimili þar sem allir voru boðnir vel- komnir til lengri eða skemmri tíma. Oft fannst manni heimilið vera eins og umferðarmiðstöð þar sem góðgerðir stóðu öllum til boða hvenær sem var. En það voru ekki aðeins gestir sem dvöldu hjá þeim Garðari heldur einnig börn og ungmenni sem þurftu á að halda og veittu þau þeim heimili til lengri eða skemmri tíma. Jóhanna missti föður sinn ung að árum af slysförum og syrgði hann mjög alla tíð. Hún hafði líka séð á eftir þrem systkinum sem hún tók nærri sér. Það var síðan mikið áfall þeg- ar Þorbjörn sonur hennar lést fyrir fjórum árum og enn eitt áfallið þegar eiginmaðurinn til 63 ára féll frá á síðasta ári. Jóhanna var stórbrotinn per- sónuleiki og virkaði eins og nokkurs konar ættarhöfðingi, svo ræktarsöm var hún. Mundi t.d. alla afmælisdaga. Ekki bara systkina sinna heldur líka syst- kinabarnanna og jafnvel barna þeirra. Hún var einstaklega góð og ræktarsöm við fólkið sitt. Fylgdist með öllum alltaf. Hún var afkastamikil prjónakona og varla er til það barn í fjölskyld- unni sem ekki á einhverja flík sem hún hefur prjónað og gefið þeim, enda var hún alltaf með eitthvað á prjónunum. Hvert sem hún for var prjónapokinn með. Hent er gaman að því í fjölskyldunni að hún hafi eitt sinn dregið upp prjónana á árshátíð. „Ég vissi að það yrði lítið gaman þarna,“ sagði hún til skýringar. Hún var einstaklega orðhepp- in og flutti afar skemmtilegar og hnyttnar tækifærisræður þegar sá gállinn var á henni. Hún hafði líka á takteinum ýmis Jóhanna J. Guðnadóttir ✝ Jóhanna J.Guðnadóttir fæddist 13. nóv- ember 1937. Hún lést 17. apríl 2019. Útför Jóhönnu fór fram 30. apríl 2019. orðatiltæki sem oft eru rifjuð upp við ýmis tækifæri. Hún tók mikið af mynd- um við hin ýmsu tækifæri og þótti börnunum okkar Steinars oft nóg um. Langt er síðan þau uppgötvuðu hversu dýrmætar minningar þessar myndir Jóu frænku vekja. Ég vil þakka elsku Jóu inni- lega fyrir samveruna öll þessi ár sem við höfum verið samferða. Þakka henni ræktarsemina við okkur og börnin okkar sem ég hef alltaf kunnað að meta. En nú er hún laus úr viðjum veik- indanna og búin að hitta allt sitt fólk og lífgar upp á samkvæmið hinum megin. Þórdís Þormóðsdóttir. Kærleikskonan og húmorist- inn Jóhanna hefur kvatt og skil- ið eftir sig hafsjó af góðum minningum sem munu lifa með okkur systkinum og börnum okkar um langan aldur. Hún snart okkur með velvild sinni og manngæsku og öll áttum við með henni margar skemmtileg- ar samverustundir. Jóhanna var algjörlega hisp- urslaus manneskja og kom eins fram við alla. Það var sama hvort það voru börn eða full- orðnir, háir eða lágir. Hún var einkar hlýleg og næm gagnvart öðrum og hafði lag á því að láta aðra njóta sín. Þrátt fyrir að hún segði óhikað hug sinn, þá gerði hún það án þess að styggja aðra. Heimili þeirra Garðars varð gestkvæmt mjög fljótlega eftir að fjölskyldan flutti í Egilsstaði. Þau voru gestrisin og hún af- burðaflink í eldhúsinu, vippaði upp veisluréttum úr dönskum bókum og blöðum, eða bara eft- ir því sem henni datt sjálfri í hug og naut þess að gleðja. Einhver kallaði heimilið fé- lagsmálastofnun Jóhönnu í sam- tali við Garðar, sem greinilega hafði gaman af þessari nafngift. Jóhanna kunni líka að virkja fólkið í kringum sig og það var gaman að vinna undir hennar stjórn. Sumarið 1982 kom Krist- ín austur og leit inn í kaffi hjá Jóhönnu á leið á útihátíð. Jó- hanna var þá ráðskona í vinnu- búðum á Reyðarfirði og Kristín og vinkona hennar drógust inn í eldhúsamstrið og vissu ekki fyrr en tveir dagar voru liðnir við bakstur og fleira, þar sem þær skemmtu sér ábyggilega betur en flestir á útihátíðinni. Jóhanna var húmoristi af guðs náð og hafði ekki síst húm- or fyrir sjálfri sér og sínu hlut- skipti. Eitt sinn var hún spurð hvort hún væri að fara í frí og svaraði þá á þá leið að hún væri á leið upp í hjólhýsið sem fjöl- skyldan var með við Stóra- Sandfell og að hún yrði varla komin þar inn úr dyrunum þeg- ar kjötsúpan væri farin að malla á eldavélinni: „En kallaðu það endilega frí,“ sagði Jóhanna og brosti sínu bjarta brosi. Jóhanna lífgaði upp á öll sam- kvæmi með frásagnargáfu, gam- ansemi og ræðum sem voru jafnan eftirminnilegar. Hún prjónaði sokka og vettlinga og aðrar flíkur á börn og fullorðna og gaf frá sér. Við fórum sann- arlega ekki varhluta af þessari rausn, né heldur þeirri ástúð, hvatningu og uppörvun sem henni var svo eiginlegt að veita. Þó að glaðværð og hlátur hafi fylgt Jóhönnu fékk hún sinn skerf af mótlæti og sorg. Hún missti æskuvinkonu sína á ung- lingsárum og sinn kæra föður fyrir tvítugt. Fjölmargir úr hennar innsta hring dóu langt um aldur fram, sonur þeirra, Tobbi, uppeldisbörn og systkini og hún tók öllu þessu af ótrú- legu æðruleysi. Þegar Garðar féll frá á síð- asta ári missti hún mikið, hún var þá farin að tapa heilsu og hann hafði annast hana af stakri alúð. Jóhanna og Garðar eiga stór- an og glæsilegan hóp afkom- enda sem færðu þeim ómælda gleði. Við sendum þeim og öðr- um aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna auðgaði líf okkar allra, við kveðjum með sorg og þakklæti. Gunnar, Sigrún, Halldór, Ragnar, Kristín, Sturla og Ragnheiður Pálsbörn. Ég kynntist Jóhönnu fyrir rúmum 50 árum skömmu eftir að Garðar tók við embætti raf- veitustjóra á Austurlandi og þau settust að í Rarik með börnin sín þrjú en tvö bættust í hópinn á Egilsstöðum. Ég man vel okk- ar fyrstu kynni og hvað mér féll vel við þessa fallegu og þrótt- miklu konu sem átti eftir að verða ein af mínum bestu vin- konum. Það var steinsnar milli heimila okkar og börnin á svip- uðu reki og fyrr en varði voru okkar börn orðin heimagangar í Rarik og ég farin að líta inn á leiðinni úr eða í kaupfélagið. Hvert sem leið Jóhönnu lá eignaðist hún vini. Hún ræktaði vináttuna af stakri alúð, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Hún virkaði eins og segull á fólk og laðaði það að sér með hlýju við- móti og lífsþrótti sem geislaði af henni. Oft var setinn bekkurinn í eldhúsinu hennar, mikið skeggrætt og hlegið yfir rjúk- andi kaffi og nýbökuðum klein- um eða pönnukökum. Þau hjónin voru með afbrigð- um gestrisin en fyrir utan gesti og gangandi dvöldu ættingjar og vinir langdvölum á heimili þeirra. Húsmóðirin var hamhleypa til allra verka og listakokkur og bakari. Henni varð því ekki skotaskuld úr að halda veislur eða taka á móti fólki, stundum með litlum fyrirvara, og þannig var það á meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. Matarveislur og kaffiboð hjá þeim hjónum eru minnisstæð. Þrátt fyrir annir á stóru heimili var alltaf eins og Jóhanna hefði nægan tíma. Hún tók virkan þátt í starf- semi Kvenfélagsins Bláklukku og lét ekki sitt eftir liggja í bakstri og prjónaskap þegar fjáröflun var í gangi. Í sauma- klúbbnum okkar var hún hrókur alls fagnaðar. Móðir mín hafði miklar mæt- ur á Jóhönnu, enda sýndi Jó- hanna henni mikla umhyggju. Hún hlakkaði alltaf til að fá hana í heimsókn. Jóhanna átti ekki kost á langri skólagöngu en var greind að eðlisfari og gædd ótrúlegu minni. Hún mundi afmælisdaga allra sinna ættingja og vina og fékk útrás fyrir sína miklu gjaf- mildi með afmælisgjöfum sem gjarnan voru handprjónaðar flíkur. Hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og heim- ilið bar þess merki. Börnin í Rarik voru alin upp á erilsömu heimili en nutu ást- úðar og umhyggju og þeirra þarfir settar í fyrirrúm. Þannig var það alla tíð og það sama gilti um barnabörnin þegar þau komu til sögunnar. Þau hjónin urðu fyrir þeirri sorg að missa elsta son sinn fyrir aldur fram. Fjölskyldan flutti suður þremur árum á eftir okkar og það var mikið gleðiefni fyrir mig og mína. Vináttuböndin styrkt- ust að nýju og varla leið sá dag- ur að við Jóhanna hefðum ekki samband. Síðustu árin voru erfið mann- eskju sem aldrei hafði setið auð- um höndum og eftir lát Garðars á síðasta ári þvarr lífsþrótturinn smátt og smátt. Ég mun saka þess að hún hringi og spyrji hvort nokkuð sé að frétta. Í dag myndi ég svara játandi og segja að hér ríki sár söknuður og sorg. Ég votta fjölskyldunni allri innilega samúð mína. Ragnheiður. Það var fallegt veður nóttina sem pabbi minn kvaddi. Stjörnubjart, norð- urljósum prýddur himinn og blankalogn. Lognið var engan veginn til marks um lífshlaup hans enda margt gerst á langri ævi. Kannski var sveifla og ókyrrð norðurljósanna frekar lýsandi. Hann byrjaði ungur að vinna og vann mikið. Hann var dug- legur til vinnu og hrókur alls fagnaðar á vinnustað. Hann orti Baldur Ingimar Sigurðsson ✝ Baldur Ingi-mar Sigurðs- son fæddist 21. febrúar 1932. Hann lést 9. apríl 2019. Baldur var jarð- sunginn 17. apríl 2019. vísur og fór með gamanmál fyrir vinnufélagana. Meðan hann keyrði mjólkurbílinn sinnti hann margs konar erindum fyr- ir sveitunga sína og var bóngóður og greiðvikinn. Hann átti því miður einn vin sem var líka hans versti óvinur en það var Bakkus. Það eru ekki margir sem fara vel út úr náinni vináttu við þann harð- stjóra. Hann glímdi við þunglyndi og erfiðar minningar úr æsku sem aldrei var unnið úr eða mátti tala um. Ég man eftir að hafa farið með pabba í ferðir á mjólk- urbílnum eða til að sinna erind- um á sveitabæi í kring og þá birtist allt annar maður en sá sem ég þekkti heima. Allt hans fas og viðmót var annað út á við og fæstir vissu um skuggahlið- ina sem hann átti heima, þar hjálpaði Bakkus ekki. Ég erfði frá honum þrjósku og þver- móðsku og við áttum því ekki alltaf skap saman. Mér fannst ekki sanngjarnt að strákarnir mættu bara leggja sig þegar við komum inn úr verkunum en ég átti þá að fara að hjálpa mömmu við matargerð og heimilisstörf. Ég vildi fara í nám en honum fannst það óþarfi. Úr því urðu nokkrar rimmur. Við pabbi lærðum með tím- anum að vera sammála um að vera ósammála og þegar mér gekk vel í skólanum var hann stoltur af mér og sagði að gáf- urnar hefði ég frá honum. Eftir að börnin mín fæddust komu þau mamma og voru hjá okkur nokkur jól og það gekk alveg átakalaust. Pabbi hafði gaman af því að smíða og dunda sér og hann smíðaði stóra vörubíla fyrir nokkra afastrákana sína. Það var ekki lítil gleði hjá Ragnari mínum að opna þannig jóla- pakka og geta knúsað afa fyrir. Hann hafði gaman af að ferðast um landið og þau fóru víða með tjaldvagninn og síðar á húsbílnum. Hann var fróður um stað- hætti og gat nafngreint hvert fjall og laut á leiðinni. Það eru margar minningar sem leita á hugann þegar komið er að kveðjustund og eins og alls staðar eru þær ekki allar glamúr og glimmer. Ég held í þær góðu en blæs hinum burt. Mig langar að lokum að þakka starfsfólki deildar 5 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauð- árkróki fyrir einstakt viðmót og hlýju við hann þessi tvö ár sem hann dvaldi þar og að vera okk- ur endalaus styrkur og stoð þegar hann lá banaleguna. Góða ferð pabbi minn og megi þér líða sem allra best í sumarlandinu. Sigrún J. Baldursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.