Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 24
KSÍ Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það er margt spennandi við þetta starf. Eitt af því er að fá tækifæri til þess að móta starfið að nokkru leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að formlega var tilkynnt um ráðn- ingu hans í nýtt starf hjá Knatt- spyrnusambandi Íslands, KSÍ, yfir- maður knattspyrnumála. Starfið var eitt helsta tromp Guðna Bergssonar þegar hann sóttist fyrst eftir kjöri sem formaður KSÍ fyrir rúmum tveimur árum. Arnar Þór er 41 árs gamall uppal- inn FH-ingur en lék lengst af sínum atvinnumannsferli í fótbolta í Nor- egi, Hollandi og í Belgíu frá 1997 til 2014. Hann á að baki 52 A-landsleiki og hefur síðustu ár verið við þjálfun hjá Lokeren í Belgíu þar sem hann var lengi vel leikmaður. Ráðning Arnars hafði talsverðan aðdraganda. Hann segist ekki hafa leitt hugann að því fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Hann hafi verið í starfi hjá Lokeren í Belgíu sem síð- an varð breyting á. Í aðdraganda ráðningar Arnars Þórs sem þjálfara U21 árs landsliðsins, en ekki síst eft- ir að hann var ráðinn, hafi hann oft rætt við Guðna og þeir velt upp hug- myndum hvernig þeir sæju starf yfirmanns knattspyrnumála fyrir sér. „Ég verð í tveimur hlutverkum. Þar á ofan mun starf yfirmanns knattspyrnumála skiptast í tvennt. Annars vegar verður starfið í kring- um öll yngri landsliðin hjá KSÍ, það er að segja skipulagning og vinna í kringum stefnumótun fyrir þau. Þess vegna verðum við að fara í vinnu til þess að sjá til þess að sem flest af okkar efnilegasta knatt- spyrnufólki af yngri kynslóðinni verði A-landsliðskonur og -karlar í framtíðinni. Hinsvegar sé ég starfið þannig fyrir mér að ég vinni mikið með að- ildarfélögum KSÍ. Aðildarfélögin hafa og eru að búa til landsliðsfólkið okkar. Ég verð tilbúinn að veita fé- lögunum alla þá aðstoð sem þau vilja þiggja af mér. Þess vegna verð ég út um allt í þessu starfi, á völlunum að ræða við fólk. Ég er líka tilbúinn að sætta mig við það ef menn vilja ekki þiggja aðstoð mína. Við ætlum ekki að þröngva aðstoð upp á félögin,“ segir Arnar Þór. „Við viljum og ætlum að fara út í félögin og bjóða þeim aðstoð við skipulagningu eða hvað annað sem þau telja sig vanta. Ég er undir það búinn að lenda á veggjum og gera mistök á leiðinni,“ sagði Arnar Þór. Auðveldast að gera ekki neitt Knattspyrnuhreyfingin hefur átt mikilli velgengni að fagna um langt árabil sem hefur endurspeglast hvað best í þátttöku A-landsliða karla og kvenna í lokakeppni stórmóta á síð- ustu árum. Arnar Þór segir mikil- vægt að þrátt fyrir að vel gangi þá verði menn að vera óhræddir að stíga næsta skref fram á við til að viðhalda velgengninni. „Það er auð- veldast að sitja úti í horni og halda að árangurinn verði til af sjálfu sér eða að það haldi áfram að ganga vel af því að það hefur verið raunin undanfarin ár. Nú er hinsvegar lag að gera enn betur en gert hefur ver- ið,“ sagði Arnar Þór. Að mati Arnars Þórs er mikið starf óunnið hér á landi í afreks- þjálfun yngra knattspyrnufólks. Grasrótarstarfið sé gott á meðal fé- laganna. „Afreksþjálfun meðal yngri iðkenda er nánast ekki til en ég veit að félögin vilja stíga skref í þá átt. Það sem ég á við þegar ég segi að grasrótin sé sterk þá á ég við sam- fellu í skólastarfinu og æfingum yngstu flokkanna. Allir sem vilja æfa fótbolta geta það. Hinsvegar þurfum við að horfa betur til þeirra sem skara framúr í fótbolta eins og ann- ars staðar í lífinu. Þess vegna verð- um við að tryggja að þeim sem eru betri í fótbolta verði sinnt aðeins betur en nú er gert,“ sagði Arnar Þór. Mikið hefur verið rætt og ritað um að Arnar Þór verði í þessu nýja starfi yfirmaður landsliðsþjálfara karla og kvenna. Arnar Þór undir- strikar að svo verði alls ekki. „Það væri út í hött ef svo væri. Ég verð til aðstoðar og ráðgjafar fyrir A- landsliðsþjálfarana ef þeir óska eftir því. Landsliðsþjálfarar A-liðanna verða að fá að sinna sínu starfi eins og þeir vilja. Það gengur ekki að fyr- ir ofan þá sé einhver maður að fjar- stýra þeim. Starf mitt verður að hluta til fólgið í að móta yngri landsliðin upp að 21 árs aldri. Mitt starf snýst meðal ann- ars og fremst um að búa til sem flestar landsliðsstelpur og -stráka fyrir framtíðina til að koma í hend- urnar á A-landsliðsþjálfurunum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Snýst um framtíðina  Yfirmaður knattspyrnumála KSÍ ekki yfirfrakki A-landsliðsþjálfara Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Yfirmaður Arnar Þór Viðarsson segir að stór hluti af starfinu verði að hjálpa til við að finna og undirbúa landsliðsfólk framtíðarinnar. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Mjólkurbikar karla Bikarkeppni KSÍ, 32ja liða úrslit: Keflavík – Kórdrengir ............................ 1:0 Tómas Óskarsson 18. Grindavík – Afturelding......................... 4:1 Aron Jóhannsson 17., 86., Josip Zeba 67., Patrick N’Koyi 85. – Alexander Aron Da- vorsson 33. Ægir – Þróttur R ..................................... 0:4 Aron Þórður Albertsson 57., Daði Bergs- son 60., Hreinn Ingi Örnólfsson 65., Gústav Kári Óskarsson 80. Fram – Njarðvík ............................. (frl.) 1:3 Helgi Guðjónsson 90.(víti) – Stefán Birgir Jóhannesson 8., 101., Andri Gíslason 115. Rautt spjald: Marcus Vinicius Mendes (Fram) 90. ÍR – Fjölnir ............................................... 1:3 Ágúst Freyr Hallsson 67. – Guðmundur Karl Guðmundsson 17., 88., Jóhann Árni Gunnarsson 63. Meistaradeild karla Undanúrslit, fyrri leikur: Tottenham – Ajax.................................... 0:1 Donny van de Beek 15. England B-deild: Millwall – Bristol City.............................. 1:2 Staða efstu liða: Norwich 45 26 13 6 91:56 91 Sheffield Utd 45 26 10 9 76:39 88 Leeds 45 25 8 12 71:47 83 WBA 45 23 11 11 86:59 80 Aston Villa 45 20 16 9 81:59 76 Derby 44 19 13 12 65:52 70 Middlesbro 45 19 13 13 47:40 70 Bristol City 45 19 12 14 58:52 69 Sheffield Wed. 45 16 16 13 59:60 64  Norwich og Sheffield United hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni.  Leeds, WBA og Aston Villa fara í umspil um eitt sæti en fjórða liðið verður Derby, Middlesbrough eða Bristol City.  Rotherham, Bolton og Ipswich eru fallin en Luton og Barnsley eru komin upp í B- deildina í staðinn. Portsmouth, Sunderland og Charlton fara í umspil um eitt sæti ásamt Doncaster eða Peterborough. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 32 liða úrslit: Ásvellir: KÁ – Víkingur R ........................ 14 Húsavíkurv.: Völsungur – Mídas ............. 14 Kórinn: HK – Fjarðabyggð ...................... 14 Fífan: Augnablik – ÍA ............................... 14 Würth-völlur: Fylkir – Grótta.................. 14 Alvogen-völlur: KR – Dalvík/Reynir ....... 15 Sindravellir: Sindri – KA.......................... 16 Boginn: Magni – Breiðablik ..................... 16 Hásteinsvöllur. ÍBV – Stjarnan ............... 16 Origo-völlur: Valur – FH ..................... 16.30 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, annar úrslitaleikur: Digranes: HK – Víkingur (0:1)................. 16 Í DAG! Hollensku meistararnir Ajax eiga góða möguleika á að komast í úr- slitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 23 ár eftir útisigur á Tottenham, 1:0, í fyrri viðureign liðanna í London í gærkvöld. Donny van de Beek skoraði sig- urmarkið strax á 15. mínútu og Ajax hélt fengnum hlut af nokkru öryggi eftir það. Liðið átti stang- arskot í seinni hálfleiknum og var þar hársbreidd frá því að bæta við forskotið. Þar með var þriðji útisig- urinn í röð í útsláttarkeppninni að veruleika en Hollendingarnir unnu bæði Real Madrid og Juventus á úti- völlum í 16- og 8-liða úrslitum. Ajax varð Evrópumeistari 1971, 1972, 1973 og 1995 og tapaði úr- slitaleiknum 1996 fyrir Juventus. Ajax tapaði líka sínum fyrsta úr- slitaleik árið 1969, gegn AC Milan. Seinni leikur liðanna fer fram í Amsterdam á miðvikudaginn í næstu viku.  Í kvöld mætast Barcelona og Liverpool í fyrri leiknum í hinu undanúrslitaeinvíginu en viðureign þeirra fer fram á Camp Nou í Barcelona. vs@mbl.is Biðin langa á enda? AFP Skoraði Donny van de Beek hjá Ajax í baráttu við Danny Rose. Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, tilkynnti í gær að hún hefði skrifað undir nýjan samn- ing við Val og yrði því með liðinu næstu tvö keppnistímabil en samn- ingurinn gildir til vorsins 2021. Helena kom til Vals í nóvember 2018, þegar hún hætti í atvinnu- mennsku í Ungverjalandi, og Hlíð- arendaliðið var nær ósigrandi með hana innanborðs, vann alla þrjá titl- ana sem í boði voru og varð Íslands- meistari í fyrsta skipti. Hún var val- in besti leikmaður úrslita- keppninnar í mótslok. Helena samdi við Val til 2021 Morgunblaðið/Hari Framlengdi Helena Sverrisdóttir verður áfram á Hlíðarenda. DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.