Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 32
Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið Porcelain souls nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Norræna hús- inu. Byggist hún á bók eftir græn- lenska listamanninn Inuuteq Storch. Á sýningunni deilir lista- maðurinn myndum og bréfa- samskiptum vina sinna og fjöl- skyldu frá árunum 1960-1980. Með því vill hann gefa fólki innsýn í það hvernig vinir hans og fjölskylda upplifðu það að búa á Grænlandi á þessum árum, samband þeirra við náttúruna og hvert annað. Innsýn í líf Grænlend- inga í máli og myndum MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Selfoss vann Val í framlengdum há- spennuleik liðanna í fyrstu umferð undanúrslita Íslandsmóts karla í handknattleik á Selfossi í gær- kvöld, 36:34, í leik þar sem Haukur Þrastarson skoraði 14 mörk fyrir Selfoss-liðið. Haukar lögðu ríkjandi Íslandsmeistara ÍBV, 35:31, á Ás- völlum. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslit. »26, 27 Selfoss og Haukar hrepptu vinning ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Valur lét ekki nægja að vinna Ís- landsmótið heldur varð einnig deildar- og bikarmeistari. Ekki er því neinn vafi á því að liðið var það sterkasta á Íslandi í vetur,“ segir m.a. í fréttaskýringu um magnaðan árangur kvennaliðs Vals í hand- knattleik á nýliðnu keppnistímabili. Valsliðið var sannfær- andi í allan vetur og tapaði aðeins þremur leikjum af tuttugu og einum í deilda- keppninni. »25 Ekki neinn vafi að Val- ur var sterkasta liðið Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Betur fór en á horfðist eftir að 10. bekkur á Þórshöfn tapaði ferðasjóði sínum í gjaldþroti WOW air en skólaferðalagið hafði verið stað- greitt til flugfélagsins rétt fyrir gjaldþrot þess. „Við vorum mjög pirruð og sár þegar það leit út fyrir að við kæm- umst ekki í ferðina sem við vorum búin að eyða svona löngum tíma í að safna fyrir. Svo kom frétt um málið í Morgunblaðinu og við fengum rosa- lega góð viðbrögð – algjörlega óvænt en auðvitað frábær,“ sögðu krakk- arnir í 10. bekk. Í kjölfar fréttarinn- ar höfðu ótrúlega margir samband við Grunnskólann á Þórshöfn og vildu hjálpa þessum krökkum sem misstu fimm ára söfnunarfé sem ætlað var í skólaferðalag þeirra til Tenerife. „Viðbrögð almennings við þessum fréttaflutningi voru stórkostleg og hafði fólk samband að fyrra bragði og vildi hjálpa til svo nemendur kæmust í útskriftarferð,“ sagði Ás- dís Hrönn Viðarsdóttir skólastjóri. „Bæði ég og annað starfsfólk skól- ans vorum hreinlega með tárin í augunum yfir gjafmildi og vænt- umþykju fólks.“ Hugmynd að opnun styrktar- reiknings hafi í raun komið frá al- menningi. „Eftir opnun hans létu viðbrögðin ekki á sér standa, stórar og smáar upphæðir bárust og velvilji fólks var ótrúlegur,“ sagði Ásdís og á einni viku náðist að safna fyrir nýrri ferð með þessari góðu hjálp frá fólki og fyrirtækjum víða um landið. Gefendur voru af ýmsu tagi, bæði fólk með tengsl til Þórshafnar og einnig bláókunnugt fólk og fyrirtæki sem vildu rétta hjálparhönd. Nefndu flestir að bestu þakkirnar væru stað- festing á að ungmennin hefðu komist í sitt útskriftarferðalag, sem þau sannarlega gerðu. „Kærar þakkir til ykkar allra“ „Þetta er frábært, við erum búin að fara í dýra- og skemmtigarða, vatnsrennibraut og Kínabúðir þar sem úrvalið er stjarnfræðilegt! Við viljum þakka öllum sem styrktu okk- ur og einnig Heimsferðum sem sýndu skjót viðbrögð og gerðu ferð- ina okkar að veruleika, kærar þakkir til ykkar allra, við förum öll glöð og vel „tönuð“ inn í síðasta mánuðinn í grunnskólanum,“ sögðu alsælir ung- lingar á Tenerife. Á þessum síðustu metrum grunn- skólagöngu á Þórshöfn hafa krakk- arnir upplifað að veröldin er fallvölt og viðskiptaheimurinn viðsjáll en það sem upp úr stendur er að góð- vild og hjálpsemi finnst einnig víða. Tenerife Alsælir unglingar í 10. bekk í Grunnskólanum á Þórshöfn í útskriftarferðinni sem varð að veruleika. Ljúka grunnskólanum himinsæl og sólbrún  Skólaferðalag 10. bekkjar á Þórshöfn varð að veruleika

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.