Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 1

Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 1
1,6 milljarðar í undirbúning  Borgin leggur 452 milljónir í undirbúning útboðs borgarlínu næstu tvö ár  Til samþykktar hjá sveitarfélögunum  Framkvæmdir hefjist árið 2021 tengslum við verkefnið. Annars veg- ar milli sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og hins vegar milli Vega- gerðarinnar og sveitarfélaganna. Í verkefninu felst að sveitarfélögin leggja til samtals 800 milljónir á ár- unum 2019 og 2020 og leggur ríkið til jafnhátt framlag. Reykjavíkurborg leggur til rúmlega 136 milljónir króna á þessu ári og 56,5% heildar- fjárins yfir árin tvö. Að því er fram kemur í greinargerð með tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð verður kostnaðarskipting milli sveitarfélaga í samræmi við íbúafjölda, en Reykja- víkurborg greiðir þó hlutfallslega meira en önnur sveitarfélög á árinu 2019. Önnur sveitarfélög greiða hlut- fallslega meira árið 2020. Samstaða hjá sveitarfélögum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), kveðst vonast til þess að hin sveit- arfélögin samþykki að koma að fjár- mögnuninni, en Reykjavík er enn sem komið er eina sveitarfélagið sem hefur afgreitt málið. Hann segir að samstaða sé meðal sveitarstjórnar- fólks um að koma verkefninu á legg til að umferð gangi greiðlega, búnir verði til valkostir fyrir íbúa sveitar- félaganna í samgöngum. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sameiginleg fjármögnun undirbún- ings fyrir útboð fyrsta hluta borg- arlínu er til kynningar hjá sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku, en meirihluti borgarráðs samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að veita borgarstjóra umboð til að samþykkja og undirrita tvo samn- inga vegna undirbúningsverkefna í MBorgarlínan er margþætt »6 M Á N U D A G U R 1 3. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  111. tölublað  107. árgangur  HLUTVERK EINLEIKARANS REYNIR Á FÓTBOLTAVELLIR NEFNDIR EFTIR STYRKTARAÐILUM Í HELGAFELLS- SVEIT ERU AÐEINS 58 ÍBÚAR VOGAÍDÝFUVÖLLUR 10 GUÐRÚN KARÓLÍNA 11ATLI ÞÓR FIÐLULEIKARI 28 Hljómsveitin Hatari vekur mikla athygli á Eurovision- söngvakeppninni í Tel Aviv enda skrautlegur hópur þar á ferð með sterkar skoðanir. Allir sérfræðingar spá því að þeir fljúgi inn í úrslit keppninnar. Yrði það í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland kæmist í úrslitin, eða frá því Pollapönk lenti í 15. sæti í Kaupmannahöfn árið 2014. Hljómsveitin stígur á svið í undanriðlinum annað kvöld og þá kemur í ljós hvort Íslendingar geta haldið áfram að láta sig dreyma um Eurovision á Íslandi 2020. »4 Morgunblaðið/Eggert Styttist í stóru stundina Kennslustofur alls 7. bekkjar og tveggja 6. bekkja í Seljaskóla í Reykjavík verða sennilega ónothæfar í mánuð að minnsta kosti. Hluti skól- ans er mjög illa leikinn eftir eld, sem kviknaði þar aðfaranótt sunnudags og tjónið sem af hlaust nemur tugum milljóna króna. Fyrir rúmum tveimur mánuðum kviknaði í öðrum hluta húsnæðis Seljaskóla og er börnum, sem þar voru, enn kennt í húsnæði utan skól- ans. Engin kennsla verður í skólanum í dag en fjöldi nemenda þar er 660. Magnús Þór Jónsson skólastjóri segir að dagurinn í dag fari í að finna húsnæði fyrir þá nemendur sem kennt var í húsinu sem brann. „Það eru allir boðnir og búnir að hjálpa okkur. Kirkjan er búin að bjóða okkur aðstöðu, félagsmiðstöðin er búin að bjóða okkur húsnæði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Magnús. Hann segir ljóst að þegar eldur komi með þessum hætti upp með tveggja mánaða millibili í skólahús- næði þurfi að gera ítarlega úttekt á húsinu. „Þetta eru ekki fréttir sem þú átt að venjast, með tveggja mánaða millibili. Því er eðlilegt að fólk sé sleg- ið,“ segir Magnús. Hann segir of snemmt að fullyrða um eldsupptök en að hann óttist að þau geti tengst raf- magni, eins og raunin var í mars. »2 Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Hreinsað til Rífa þurfti járnplötur af þakinu til að komast að eldinum. Brunatjón nemur tugum milljóna  Seljaskóli brennur í annað sinn í ár  Útvega þarf 250 nemendum húsnæði Huga þarf að uppgræðslu á einni milljón hektara lands í verkefnum sem taka eina öld í framkvæmd. Þetta segir Árni Bragason land- græðslustjóri sem telur koma til greina að stöðva upprekstur á ákveðnum afréttum. Slíkt hafi þegar gerst í nokkrum mæli með gæða- stýringu í sauðfjárrækt. Lítið þurfi þó til svo jafnvægið í náttúrunni raskist og gróðureyðing fari af stað. Árni telur ennfremur að geyma skuli ræktarland framtíðar áfram sem mýrlendi í stað þess að ræsa það fram. Þá megi gjarnan moka ofan í skurði samsíða vegum því þeir skapi slysahættu. »6 Verkefni í landgræðslu taka eina öld  Snjallsíminn er mikill tímaþjófur en íslensk ung- menni vilja gjarnan verja tímanum til að vera meira með vinum sínum og tala við fjölskyld- una. Þetta er niður- staða Þórhildar Stefánsdóttur sem hefur haldið fyr- irlestra fyrir unglinga um snjall- símanotkun í tengslum við meist- araverkefni í menningarmiðlun. Ný bresk rannsókn bendir til þess að fjölskyldan, vinir og skólinn hafi mun meiri áhrif á líf ungmenna en snjallsímanotkun. »14 Vilja tala meira við fjölskylduna Sími Samfélags- miðlar taka tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.