Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ÝmislegtHúsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Leikfimi með Maríu kl. 9-9.45. Opin handavinnustofa kl. 9 - 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt og 18. holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaf- fisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Mánudagur: Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur Boðans kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaumshópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Vorferð félagsstarfsins verður farin þann 15. maí kl 13. frá Bústaðakirkju. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Hólmfríði djákna og Ásbirni kirkjuhaldara í sima 5538500 og hægt að senda Hólmfríði tölvupóst, holmfridur(hjá)kirkja.is Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8:50. Listasmiðja opin kl. 9-16. Línudans kl. 10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhprnið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Kóræfing kl. 19:30-21:45. Skráning hafin í vor- ferð Hollvina. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Furugerði 1 Mánudagur: Bókmenntahópur kl. 10. leikfimi kl. 11. hádegismatur kl. 11.30-12.30. ganga kl. 13, botsía kl. 14. kaffisala kl. 14.30-15.30. Annan hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir botsía. Annan hvern mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda / opin fjöliðja frá kl. 10-16. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Liðstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15 fellur niður. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhv kl. 16.15. Gjábakki kl. 9. Handavinna, kl. 9. Boccia, kl. 9.30 Postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Mánudagur: Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handav- inna/ Bridge kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunsel Kl. 9. myndmennt, kl. 11. Gaflarakórinn, kl. 13. félagsvist Hjallabraut, kl. 10-16 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30 jóga með Carynu kl. 9. útvarpsleikfimi kl. 9.45. jóga með Carynu kl. 10. og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30. tálgun og listasmiðja kl. 13. frjáls spilamennska kl. 13. liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9. í Borgum, gönguhópar kl. 10. frá Borgum og Grafarvogskirkju. Prjónað til góðs í Borgum frá kl. 13. í dag og félagsvist í Borgum kl. 13 í dag. Tréútskurður kl. 13. á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45 Lesið upp úr blöðum kl. 10.15 Upplestur kl 11-11.30. Hádegisverður kl. 11.30. Tréútskurður kl. 13-15. Bókabíllinn kl. 14.15-15, Gönguhópur kl. 14. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsh. við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna salnum Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimií kl. 18.30. Á morgun þriðjudag verður púttað úti á golfvelli kl. 13.30. Munið vorhátíðina í salnum nk. fimmtudag kl.18.00. Skráning í síma 8939800 Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Al- lir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Ég man þegar við fjölskyldan fylgdum afa mín- um og ömmu frá Rútsstöðum til grafar, þrátt fyrir að nokkrir áratugir séu síðan það gerðist. Mér þótti afskaplega vænt um afa og ömmu og þótti gott að vera hjá þeim. Þegar þau létust voru þau rétt tæplega 100 ára gömul. Þau voru án efa orðin hvíldinni fegin eftir langa og far- sæla ævi. Ég man að ég upplifði þá ekki mikla sorg heldur frekar söknuð, þakklæti og væntum- Margeir Dire Sigurðarson ✝ Margeir DireSigurðarson fæddist 12. apríl 1985. Hann lést 30. mars 2019. Útför hans fór fram 17. apríl 2019. Minningarathöfn fór fram frá Akur- eyrarkirkju 7. maí 2019. þykju. Einhvern veginn skynjaði maður dauðann eðlilegan við þessar aðstæður. Það sama verður ekki sagt þegar við fylgjum bróðursyni mínum, Margeiri Sigurðssyni, til grafar. Við erum slegin djúpum harmi og sárri sorg. Margeir lést á heimili sínu í Berlín 30. mars síðastliðinn að- eins rétt tæplega 32 ára að aldri, og ég nefni hér í upphafi afa minn og ömmu til þess að varpa ljósi á hversu ólíkt dauðinn getur sótt að. Margeiri var ekki ætluð auð- velda leiðin í lífinu. Á unglings- aldri gekk hann listagyðjunni á hönd og þau slitu aldrei samvist- um. Það er stundum talað um að taka hlutina alla leið. Það gerði Margeir í list sinni. Lengra og dýpra í helgun til viðfangsefnis er ekki hægt að fara. Fyrir um tveimur árum flutti hann búferlum til Berlínar sem segja má að sé höfuðborg sam- tímamyndlistar í Evrópu. Þar var myndlistin hans eina við- fangsefni og atvinna. Gæði list- málara samanstanda í grunninn af nokkrum þáttum. Margeir þroskaðist hratt síðustu árin í list sinni og réð yfir öllum þessum þáttum. Hann var kominn í úr- valsflokk þegar örlögin tóku ráð- in. Það þurfti ekki kunnáttufólk um myndlist til að sjá hæfni Mar- geirs. Á sama tíma og tækni hans var krefjandi og flókin þá var myndefnið öllum skiljanlegt og það sem ekki síður er mikilvægt, þá veittu verk hans fólki bæði hughrif og gleði. Ef eitthvert eitt hugtak ætti að lýsa Margeiri þá væri það elskulegheit. Hann hafði hlýja nærveru þess sem ekkert þarf að sýnast eða látast. Hann kom frá hjartanu sjálfu. Svolítið barns- legur í útliti og fasi. Sú elska sem fólk hafði á honum var án efa vegna persónu hans. Hann fór ekki fram á neitt frá neinum, dæmdi engan og var einfaldlega einstakur ljúflingur. Þeir sem gerðu sig að vinum hans voru óteljandi og óvildarmann hefur hann engan átt. Tenging hans við veraldlega hluti var ekki mikil og hann virti þá yfirleitt lítils. Verð- mætin í kringum hann voru fyrst og fremst fólkið og listin. Því miður er það svo að snill- ingar verða ekki alltaf langlífir. Það þekkjum við. Það hlýtur að geta verið erfitt og einmanalegt fyrir viðkvæmar sálir að fóta sig á átakasvæðum daglegs lífs þar sem allt snýst um fé og verald- lega hluti. Stórviðri geta gengið yfir sál og huga og í einhverjum djúpum öldudal hvarf hann okk- ur sjónum. Sorgin er allsráðandi og dagarnir verða þungir fyrir foreldra og systkini. Við, hans nánasta skyldfólk, munum minnast hans hvern dag hér eftir með trega og sorg í huga. Ef til vill er lífshlaup okkar í einhverri mynd skrifað í skýin og að við fáum minna ráðið en við sjálf höldum. Guð blessi Margeir og ferð hans úr þessum heimi. Hjalti Gestsson. Elsku bróðir og mágur, minning um góðan og traustan dreng lifir. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisinn, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Bjarni og Arna. Elsku Röggi minn, ég er bara ekki að trúa því að þú sért farinn frá okkur, að ég sitji hérna og sé að skrifa minningargrein um þig. Þú varst besti vinur minn síðast- liðin 15 ár. Ég man það eins og Rögnvaldur Helgi Guðmundsson ✝ RögnvaldurHelgi Guð- mundsson fæddist 14. nóvember 1978. Hann lést 30. apríl 2019. Útför Rögnvald- ar Helga fór fram 10. maí 2019. það hefði gerst í gær þegar við byrjuðum að vera saman, það var í byrjun árs 2004, þá var ég ný- orðin 15 ára og þú að verða 25 ára. Ég gleymi aldrei svipn- um á mömmu og pabba þegar ég sagði þeim að ég væri komin með kærasta sem væri 10 árum eldri en ég, en svipurinn fór nú strax eftir að þau kynntust þessum ljúfa og góða dreng. Það gerðist allt svo hratt hjá okkur, tveimur árum seinna vorum við búin að trúlofa okkur, þremur ár- um seinna varð ég ólétt og stuttu seinna keyptum við okkur fyrstu íbúð okkar, á Bölunum á Patró. Besti dagur lífs okkar var 22. jan- úar 2007, þá eignuðumst við litla fullkomna prinsessu sem lét held- ur betur hafa fyrir og bíða eftir sér, en það gleymdist um leið og við fengum hana í fangið. Ég sá strax hvað þú elskaðir þessa litlu stelpu mikið, og frá fyrsta degi í lífi hennar varstu besti pabbi sem til var og gerðir allt fyrir hana. 10. mars 2007, á 19 ára afmælisdag- inn minn, skírðum við hana Sig- urbjörgu Helgu. Þú hefur alltaf verið svo stoltur af henni. Eftir ca átta ára samband slitnaði upp úr hjá okkur og fórum við sitt í hvora áttina en ekki langt frá hvort öðru, bara í næsta hús. Í öll þessi 15 ár sem við höfum þekkst höf- um við alltaf verið svo góðir vinir og verð ég ævinlega þakklát fyrir það, það var oft sem við fengum að heyra hvað við ættum gott samband og settum við alltaf stelpuna okkar í fyrsta sætið, ekki okkur, og gerðum allt það sem var best fyrir hana. Þú varst elskaður af allri fjölskyldunni minni, þó svo að við værum hætt saman eyddir þú nánast öllum hátíðisdögum með okkur og eftir að þú fluttir frá Patró var alltaf herbergi fyrir þig hjá mömmu og pabba. Þau elskuðu að hafa Rögga sinn hjá sér, alltaf svo hjálpsamur og alltaf komstu færandi hendi með fisk fyrir okkur af sjónum. Finnst svo vænt um hvað þú tókst strax Friðriki vel og stelpunni okkar Friðriks, henni Hrafnhildi Sölku, alltaf spurðirðu hvernig hún væri og hafðir miklar áhyggjur af veik- indum hennar. Ég gæti setið og skrifað í alla nótt en ætla að geyma þær minn- ingar fyrir mig og dóttur okkar. Elsku Röggi minn, ég lofa þér að passa vel upp á elsku gullið okkar og mun ég halda minningunni um þig þar til minn dagur kemur. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar. Hvíldu í friði, elsku engill. Þín vinkona og barnsmóðir, Petrína Sigrún Helgadóttir. Elsku hjartans Rögnvaldur minn. Það var mikið reiðarslag að fá fréttirnar af andláti þínu, þú svona ungur og í blóma lífsins. Við minnumst þeirrar stundar er hún dóttir mín, þá aðeins 15 ára, kom og kynnti þig fyrir okkur. Okkur hefur stundum verið strítt á því að svipurinn á okkur hafi verið eitthvað skrítinn, en þú varst 10 árum eldri en hún. En sá svipur breyttist fljótt við nánari kynni. Þú varst okkur alltaf jafn kær og okkar eigin synir. Okkar heimili hefur alltaf staðið þér opið og hjá okkur hefur þú gist síðastliðin ár þegar þú varst hér til sjós. Þið Petrína eigið saman yndislega dóttur og ég veit að hún var auga- steininn þinn. Litla stúlkan þín hefur alltaf verið númer eitt hjá þér. Það sannast oft að þeir deyja ungir sem guð elskar. Takk, elsku Röggi, fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar sem við höfum átt saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Sigurbjörg mín, Halla, Guðmundur, systkini og fjöl- skyldur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi algóður Guð styrkja ykkur öll. Minning um góðan dreng lifi. Hvíldu í friði, elsku vinur. Þínir fyrrverandi tengdafor- eldrar Sigurbjörg Pálsdóttir og Helgi Auðunsson. Uppáhalds frændi minn er látinn. Þrátt fyrir að hafa nýlega fagnað 80 ára afmælinu sínu varð Hjalti móður- bróðir minn aldrei gamall. Alltaf teinréttur, hjólaði um allan bæ og synti oft í viku. Hjalti var ræktandi. Hann hafði gaman af því að rækta garðinn sinn, setti niður græn- Hjalti Ragnar Ásmundsson ✝ Hjalti RagnarÁsmundsson fæddist 26. apríl 1939. Útför hans fór fram 10. maí 2019. meti og jarðarberin hans voru einstök, mikil uppskera og ákaflega bragðgóð. Hann ræktaði líka fólkið sitt, var dug- legur að kíkja í kaffi til systkina sinna og aðstoða þau þegar þurfti. Hlynur son- ur hans og Anna Kristín nutu einnig dyggrar aðstoðar hans við endurbætur á Stekkum. Hjalti hafði gaman af veiði enda alinn upp á bökkum Stóru- Laxár. Síðustu árin hafði hann endurbyggt gamla veiðikofann á eyrunum við Hólakot til að nota sem sumarhús og síðustu vinnu- stundirnar voru við að klára pall- inn við bústaðinn. Ég naut þess sem barn að vera í miklum samskiptum við Hjalta þegar ég dvaldi í Hóla- koti, bæði hjá ömmu og afa og síðar sem barnapía hjá honum og Jónínu. Það eru margar góð- ar minningar frá þessum árum bæði úr daglegum störfum þar sem oft var slegið á létta strengi. Einnig eru minnisstæðar ferðir á Álfaskeið og í sundlaugina í Þjórsárdal. Hjalti hafði gaman af djassi og mér er minnisstætt stóra segulbandið hans sem hann spilaði oft djass af á kvöld- in. Takk fyrir samfylgdina, kæri frændi. Innilegar samúðarkveðj- ur kæra Jónína, Gísli, Ásmundur Páll, Hlynur, tengdadætur og barnabörn. Þín frænka, Brynja Hjálmtýsdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.