Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Vegan Vítamínúði Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. ð Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð ogmikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna • Vegan D3• B12• Járn & Jo Pepsi Max-deild karla ÍBV – Grindavík ....................................... 2:2 Valur – ÍA.................................................. 1:2 KR – Fylkir............................................... 1:1 Staðan: Haukar 22 15 4 3 620:579 34 Selfoss 22 16 2 4 629:578 34 Valur 22 15 3 4 618:529 33 FH 22 11 5 6 605:571 27 ÍBV 22 10 4 8 627:624 24 Afturelding 22 9 5 8 593:583 23 ÍR 22 7 5 10 591:599 19 Stjarnan 22 8 2 12 586:621 18 KA 22 7 3 12 570:591 17 Fram 22 7 1 14 567:595 15 Akureyri 22 5 2 15 562:623 12 Grótta 22 3 2 17 502:577 8 Inkasso-deild karla Haukar – Víkingur Ó ............................... 0:0 Njarðvík – Þór .......................................... 0:2 Magni – Keflavík ...................................... 1:3 Staðan: Þór 2 2 0 0 5:1 6 Keflavík 2 2 0 0 5:2 6 Víkingur Ó. 2 1 1 0 2:0 4 Leiknir R. 2 1 0 1 5:3 3 Fjölnir 2 1 0 1 4:4 3 Fram 2 1 0 1 4:4 3 Afturelding 2 1 0 1 3:4 3 Njarðvík 2 1 0 1 3:4 3 Þróttur R. 2 0 1 1 4:5 1 Haukar 2 0 1 1 1:2 1 Grótta 2 0 1 1 2:4 1 Magni 2 0 0 2 2:7 0 2. deild karla Selfoss – Fjarðabyggð ............................. 3:0 Leiknir F. – Víðir...................................... 2:2 Völsungur – Vestri ................................... 3:1 Tindastóll – ÍR.......................................... 0:2 KFG – Dalvík/Reynir............................... 1:0 Staðan: Kári 2 1 1 0 5:1 4 ÍR 2 1 1 0 4:2 4 Víðir 2 1 1 0 4:3 4 Selfoss 2 1 0 1 4:2 3 Fjarðabyggð 2 1 0 1 3:3 3 KFG 2 1 0 1 2:2 3 Vestri 2 1 0 1 3:4 3 Völsungur 2 1 0 1 3:5 3 Leiknir F. 2 0 2 0 4:4 2 Þróttur V. 2 0 2 0 3:3 2 Dalvík/Reynir 2 0 1 1 2:3 1 Tindastóll 2 0 0 2 0:5 0 3. deild karla Höttur/Huginn – Vængir Júpíters ......... 0:2 Augnablik – KF ........................................ 1:3 Sindri – Einherji....................................... 2:1 Staðan: Kórdrengir 2 2 0 0 6:2 6 KV 2 2 0 0 4:2 6 Álftanes 2 1 1 0 6:2 4 KF 2 1 1 0 4:2 4 Reynir S. 2 1 0 1 4:3 3 Vængir J. 2 1 0 1 3:2 3 Sindri 2 1 0 1 3:4 3 Skallagrímur 2 1 0 1 3:6 3 Augnablik 2 0 1 1 4:6 1 KH 2 0 1 1 4:7 1 Einherji 2 0 0 2 2:4 0 Höttur/Huginn 2 0 0 2 1:4 0 KNATTSPYRNA FÓTBOLTINN Bjarni Helgason Kristján Jónsson Þórður Yngi Sigursveinsson Fylkismenn voru stálheppnir að sleppa með stig úr Vesturbænum þegar liðið heimsótti KR í 3. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í knattspyrnu á Meistaravöllum í gær. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði jöfn- unarmark Fylkis í uppbótartíma eft- ir að hafa komið inn á sem varamað- ur á 73. mínútu. Pálmi Rafn Pálmason fékk upp- lagt tækifæri til þess að koma KR yfir strax á 16. mínútu þegar KR fékk vítaspyrnu en Aron Snær í marki Fylkis varði frá Pálma. Á 33. mínútu átti Óskar Örn Hauksson frábæra fyrirgjöf frá vinstri á Tobi- as Thomsen sem var einn og óvald- aður í markteig Fylkismanna og hann skoraði af stuttu færi, hans fyrsta mark í sumar fyrir KR. Það virtist allt stefna í sigur KR þegar Valdimar Þór fékk frábært færi til að jafna metin í uppbótartíma en Beitir Ólafsson í marki KR varði meistaralega frá honum og bjargaði í horn. Daði Ólafsson tók hornspyrn- una sem fór beint á fjærstöngina þar sem Valdimar var einn á auðum sjó. Valdimar gerði engin mistök og setti boltann yfir marklínuna af stuttu færi og liðin skiptu með sér stig- unum. KR-ingar gerðu mjög vel í 88. mínútur í leiknum í gær. Þrátt fyrir að þeir hafi fært sig aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyft Fylk- ismönnum að vera með boltann voru þeir með fulla stjórn á leiknum. Fylkismenn sköpuðu sér ekki mark- tækifæri í 88. mínútur. Pressa KR í leiknum var mjög vel útfærð og leik- menn liðsins voru mjög samstiga, allan leikinn. Þeir ýttu Fylk- ismönnum í erfiðar stöður á vell- inum og neyddu þá í langa og leið- inlega bolta fram völlinn, sem varnarmenn KR áttu auðvelt með að eiga við enda vindasamt í Vest- urbænum í gær. Vesturbæingar fengu nokkur góð tækifæri til þess að gera út um leikinn með álitlegum skyndisóknum en alltaf klikkaði síð- asta sendingin. KR-ingar misstu hins vegar einbeitinguna í nokkrar mínútur í gær, kannski vegna þess að yfirburðir þeirra í leiknum sjálf- um voru það miklir, og það kostaði þá tvö stig. Fylkismenn mættu ekki vel stemmdir til leiks en hvort það var leikmönnum liðsins að kenna eða þjálfarateyminu skal látið ósagt. Eftir á að hyggja stillti Helgi Sig- urðsson, þjálfari Fylkismanna, upp vitlausu liði í gær. Fylkisliðinu gekk ekkert að spila sig út úr pressu KR- inga, þrátt fyri að þeir Ólafur Ingi Skúlason og Helgi Valur Daníelsson, djúpir miðjumenn Fylkis, hefðu ver- ið mjög hreyfanlegir í leiknum. Kol- beinn Birgir Finnsson átti ekki góð- an leik á hægri kantinum og var ekki í neinum takti við leikinn og sókn- arleikur liðsins var eftir því. Geoff- rey Castillion var rangur maður á röngum stað, mestallan leikinn, en hann var mikið í því að falla til baka og reyna að fá boltann í lappir í stað þess að koma sér inn í teiginn í þau fáu skipti sem Árbæingar fóru upp kantana og freistuðu þess að senda boltann fyrir. KR-ingar mega ekki misstíga sig svona á lokamínútunum ef liðið ætl- ar sér að að blanda sér í alvörutopp- baráttu en vinnuframlag leikmanna liðsins var til fyrirmyndar í gær. Fylkismönnum fór að ganga betur þegar að þeir breyttu til og fóru í 3- 5-2 leikkerfið og þjálfarar liðsins þurfa að bregðast hraðar við þegar liðið er undir á öllum sviðum leiksins eins og í Vesturbænum í gær því með réttu hefði KR átt að vera löngu búið að gera út um leikinn. Risi rumskar Knattspyrnurisinn ÍA rumskar nú svo hressilega í upphafi Íslandsmóts að það heyrist vel á höfuðborgar- svæðinu. Skagamenn fóru á Hlíð- arenda á laugardagskvöldið og unnu Íslandsmeistarana síðustu tvö ár 2:1. Valsmenn hafa ekki lagt það í vana sinn að tapa heimaleikjum und- ir stjórn Ólafs Jóhannessonar. ÍA varð fyrsta liðið til að vinna Val á Hlíðarenda í deildinni síðan Breiða- blik gerði það 15. september 2016. Valur hafði leikið tuttugu og fjóra deildarleiki á Hlíðarenda í röð án þess að tapa. Valur hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur umferðunum. Fyrir lið sem ætlar sér að berjast um tit- ilinn setur þessi staða lið í talsverðan vanda í jafn stuttu móti og Íslands- mótið er. Hins vegar eru menn ekki búnir að spila frá sér Íslandsmótið með því að tapa tveimur leikjum að því gefnu að liðið finni taktinn og nái góðri sigurgöngu til að rétta sig af. Eins og staðan er núna eru engar sérstakar vísbendingar um slíkt. Er það væntanlega vægt til orða tekið í ljósi þess að Valur hefur tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Mér finnst liðið vanta útsjónar- saman og skapandi leikmann sem getur brotið upp varnir og gefið úr- slitasendingar. Ekki síst í leikjum eins og gegn ÍA sem spilaði með fimm manna vörn. Valsmönnum gekk illa að opna þá vörn en liðið saknar auðvitað Kristins Freys Sig- urðssonar og Sigurðar Egils Lár- ussonar í sókninni. Liðið fékk á sig bæði mörkin eftir hornspyrnur Tryggva Hrafns Har- aldssonar frá vinstri. Sá erfði spyrnugetu úr báðum ættum og get- ur matað samherjana við slíkar að- stæður. Skagamenn nýttu föstu leik- atriðin vel og löng innköst Stefáns Teits Þórðarsonar sköpuðu einnig hættu. Flottur liðsbragur var á Skagaliðinu í leiknum og sigurinn var eftir atvikum sanngjarn. ÍA er ekkert venjulegur nýliði í efstu deild. ÍA er risi í íslenski knatt- spyrnu hvort sem horft er til árang- urs liðsins í gegnum áratugina eða alls þess fjölda Skagamanna sem spilað hafa landsleiki og orðið at- vinnumenn. Á hliðarlínunni eru Jó- hannes Karl Guðjónsson og sjálfur Sigurður Jónsson. Samanlagt búa þeir yfir aldarfjórðungsreynslu úr atvinnumennsku og þar er þekking sem vegur upp á móti því að leik- Rán á Meistara- völlum  Varamaðurinn gerði gæfumuninn  Annað tap Vals  Fyrsta stig ÍBV Morgunblaðið/Ómar Skoraði Miðvörðurinn Óttar Bjarni með boltann í leiknum. 1:0 Tobias Thomsen 33. 1:1 Valdimar Þ. Igmundarson 90. I Gul spjöldBjörgvin Stefánsson (KR) Daði Ólafsson (Fylki) Ólafur Ingi Skúlaon (Fylki) Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki) I Rauð spjöldEngin. KR – FYLKIR 1:1 M Aron Snær Friðriksson (Fylki) Ari Leifsson (Fylki) Valdimar Þór Ingimundars. (Fylki) Daði Ólafsson (Fylki) Finnur Orri Margeirsson (KR) Gunnar Þór Gunnarsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Björgvin Stefánsson (KR) Kennie Chopart (KR) Dómari: Helgi Mikael Jónasson, 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.