Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT „Æ, GERÐU ÞETTA BARA – ÓKEI? ÞAÐ SKEMMIR FYRIR MÉR AÐ ÚTSKÝRA HVERS VEGNA.” „LÍKAR ÞÉR VIÐ FLÍSARNAR SEM ÉG SETTI UPP INNI Á BAÐI?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fjársjóðirnir þínir. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER TILBOÐ Á GOUDA-OSTI HJÁ OSTABÚÐINNI! ÞURRKIÐ AF SKÓNUM! HRÓLFUR ER ALLTAF SVONA FYRSTU DAGANA EFTIR AÐ HANN FÆR NÝTT SKIP! GRETTIR! HVAÐ ER Í GANGI?! ar Reyr Ágústsson framkvæmda- stjóri, bús. í Mosfellsbæ, f. 18.3. 1983. Maki: Guðmundur David Terrazas, grafískur hönnuður, f. 9.4. 1982. Systkini: Hermann Óskarsson prófessor, bús. í Mosfellsbæ, f. 7.2. 1951. Kvæntur Karínu Sveinbjörns- dóttur kennara; Knútur Óskarsson viðskiptafræðingur, bús. í Mosfells- bæ, f. 23.2. 1952. Kvæntur Guðnýju Jónsdóttur, sjúkraþjálfara og fram- kvæmdastjóra; Una María Ósk- arsdóttir varaþingmaður, bús. í Kópavogi, f. 19.9. 1962. Gift Helga Birgissyni hæstaréttarlögmanni. Foreldrar: Hjónin Óskar Ágústs- son, íþróttakennari, hótelstjóri og póstmeistari á Laugum í Þingeyj- arsýslu, formaður HSÞ í 19 ár, f. 8.11. 1920, d. 27.7. 2011, og Elín Frið- riksdóttir, hússtjórnarkennari á Laugum í Þingeyjarsýslu, f. 8.8. 1923, d. 15.5. 2017. Úr frændgarði Ágústs Óskarssonar Ágúst Óskarsson Halldóra Halldórsdóttir bóndi og húsmóðir í Kambakoti Sigurður Árni Davíðsson bóndi í Kambakoti á Skagaströnd Una Sigurðardóttir bóndi og húsmóðir á Sunnuhvoli Elín Friðriksdóttir hússtjórnarkennari á Laugum Eiríkur Ágústsson verslunarmaður í Rvík Einar Ágústsson eildsali í Reykjavíkh Ágúst Einarsson prestur í Gautaborg Björgvin Eyjólfur Ágústsson bifreiðarstjóri í Rvík Guðbjartur Björgvinsson fv. bóndi á Sveins- stöðum á Skarðsströnd Þorgrímur Guðbjartsson bóndi á Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum Sigurjón Ágústsson deildarstjóri hjá Ríkisendurskoðun Friðrik Hallgrímsson bóndi á Sunnuhvoli í Blönduhlíð, Skag. Helga Jóhannsdóttir bóndi og húsmóðir á Sunnuhvoli Hallgrímur Friðriksson bóndi á Sunnuhvoli Árni Hallgrímsson ritstjóri í Reykjavík Friðrik Friðriksson múrari í Mosfellsbæ Hallgrímur Friðriksson húsasmíðameistari í New York Halldóra Ingibjörg Friðriksdóttir þróttakennari og klíníkdama í Rvík í Davíð Ingason lyfjafræðingur í Rvík Sigríður Eiríksdóttir bóndi og húsmóðir á Stóra-Klofa Jóhann Jónsson bóndi á Stóra-Klofa í Landsveit, Rang. María Jóhannsdóttir bóndi og húsmóðir í Sauðholti Ágúst Jónsson bóndi í Sauðholti í Holtum, Rang. Björg Eyjólfsdóttir bóndi og húsmóðir á Heiði Jón Jónsson bóndi á Heiði í Holtum, Rang. Óskar Ágústsson íþróttakennari, hótelstjóri og póstmeistari á Laugum í Reykjadal, S-Þing. Davíð Hjálmar í Davíðshagaskrifaði á Leirinn á miðviku- dag: „Lífið heldur áfram þótt kóln- að hafi í bili.“ Leika fuglar, liggur enginn bakk, lóur syngja, stelkarnir sig bukka og hrossagaukur segir tikki-takk tímum saman eins og pendúlklukka. Baldur Hafstað skrifaði mér og sagði að það mætti kalla þetta um- hverfisvísu: Út frá málstað umhverfis ætti að teljast hæpið að fljúga á örfund erlendis. Oft má nota skæpið. Síðan bætti Baldur við: „Skæpið (Skype) er merkilegt fyrirbæri, maður sér viðmælendur eins og þeir séu í komnir í kaffi og þarf ekkert að borga fyrir þjónustuna. Gott t.d. fyrir þá sem eiga börn og barnabörn í útlöndum. Ég er einn slíkur.“ Ýmsum til ánægju segist Páll Imsland á Leir hafa látið lítið bera á limrugerð undanfarið – hér sé þó ein að tilefnislausu. Frækinn hann Torfi á Tjörn með tilþrifin aldrei í vörn. Hann geystist að Ökrum á góðhesti vökrum og gerði’ henni Lóu tvö börn. Ármann Þorgrímsson telur að takmarka þurfi barneignir: Ef menn vilja áfram „spreða“ ætti að viðurkenna það, fækka verðum fólki eða finna annan samastað. Og síðan spyr Ármann: „Heims- endir?“: Mengar græðgin lög og láð um loftið fúlir straumar berast. Heimsendi menn hafa spáð ég held það núna sé að gerast. Palestínumenn semja og Ólafur Stefánsson yrkir: Vonarglætu víða finn, – varpa frá mér leiða, því fisktitt líkt og frelsarinn fá þeir nú að veiða. Guðmundur Arnfinnsson yrkir í vorblíðunni: Gullin sindra sólarblik, sveipa tindinn háa, gróa rindar, kát og kvik kliðar lindin bláa. Þar sem áin ljúflingslög leikur á bláa strengi, og við sjávar ölduslög una má ég lengi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hrossagaukur, pendúl- klukka og skæpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.