Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ástandið í loftslagsmálum, sem
birtist okkur m.a. í hlýnun and-
rúmsloftsins, kallar á róttækar
aðgerðir og nýja hugsun í um-
hverfismálum. Efst á blaði er
auðvitað sú breyting á lífsháttum
okkar og neyslumenningu sem
verður að koma til. Það helst svo
í hendur hvernig við umgöng-
umst og nýtum landið,“ segir
Árni Bragason landgræðslustjóri.
„Þegar kemur að endur-
heimt votlendis er nærtækast að
fylla í skurði, en þannig má efla
kolefnisbindingu í gróðri og jarð-
vegi. Úr hverjum hektara fram-
ræsts lands fara 20 tonn á ári af
kolefni út í andrúmsloftið. Á síð-
asta ári var meira ræst fram af
votlendi á Íslandi en endurheimt-
ist og því verður að breyta.
Framræsla á svæðum sem er
stærri en tveir hektrarar er leyf-
isskyld af hálfu sveitarstjórna,
sem fylgjast þó lítið með þessu
málum. Í sumum tilvikum getur
verið þörf á framræslu og fyrir
henni gildar ástæður, en stund-
um ekki.“
Samstarf við 600 bændur
Umræða og áherslur í land-
græðslumálum hafa breyst mikið
á undanförnum árum. Eitt sinn
var tóninn sá að endurheimta
skyldi gróðurlendi í einskonar
skuldaskilum fólksins við landið.
Í dag er einnig litið svo á að
vegna loftslagsbreytinga sé
nauðsynlegt að græða upp ör-
foka land. Að því er líka unnið
með ýmsu móti. Undir merkjum
verkefnisins Bændur græða land-
ið er Landgræðslan í samstarfi
við um 600 bændur víða um land
sem græða upp jarðir sínar. Er
hátturinn þá sá að stofnunin
leggur bændunum til áburð, en
þeir sjálfir vinnu og vélar. Sam-
starfsverkefnin eru fleiri, en
nærri lætur að á hverju ári séu
18.000-19.000 hektrarar undir í
uppgræðsluverkefnum.
„Ef við tökum landið allt þá
þarf að huga að uppgræðslu á
meira en einni milljón hektara.
Slíkt er verkefni sem tekur um
eina öld og miklu þarf að kosta
til. Þegar mólendi og beitarlönd
rofna fýkur lífrænn jarðvegur
burt. Því fylgir niðurbrot líf-
rænna efna og um helmingur
þeirra breytist hratt í kol-
tvísýing,“ segir Árni sem telur
mikilvægt að bregðast við þessu
með til dæmis takmörkun beitar
á verst farna landinu.
„Já, það kemur alveg til
greina að stöðva að fé sé rekið til
sumarbeitar á vissum afréttar-
svæðum. Vissulega hefur verið
dregið úr því álagi með gæða-
stýringu í sauðfjárrækt og eins
því að færra fé fer á afrétt. En
það þarf lítið til svo jafnvægið
raskist, jarðvegurinn á gosbelt-
inu sem liggur þvert yfir landið
er viðkvæmur og lítið þarf til svo
gróðureyðing fari af stað. Við
þurfum heldur ekki að nýta af-
réttina inni á hálendinu með
sama hætti og var. Í byggð er
nóg af grasgefnu landi sem nýta
má til beitar. Í Grindavík er hefð
fyrir sauðfjárbúskap frístunda-
bænda sem nú beita fé í ákveðiðn
hólf sem hafa þol til beitar. Út-
koman af þessu er góð, auk þess
sem bændurnir ná að halda í
hefðir til dæmis varðandi smölun
og réttir sem skiptir marga
miklu.“
Banki með framræstu landi
Frá miðri 20. öld og í ára-
tugi eftir það voru tugir þús-
undir hektarar mýrlendis víða
um land ræstir fram sem hélst í
hendur við sóknarhug meðal
bænda. „Í dag er tiltækur á Ís-
landi stór banki af framræstu
landi, en aðeins um 15% af inni-
stæðunni er nýtt til ræktunar.
Skynsamlegast er að geyma
landið áfram sem votlendi og
moka ofan í skurðina. Hægja
þannig á bruna lífrænna efna og
losun. Á Íslandi hefur verið hefð
fyrir því að þegar lagðir eru nýir
vegir úti á landi að beggja vegna
þeirra séu grafnir djúpir skurðir
til óþarfrar framræslu. Mikil
hætta fylgir svo skurðunum ef
bílar lenda út af og þannig hafa
mörg slys orðið - sem fyrirbyggja
hefði mátt,“ segir Árni Bragason.
Huga þarf að uppgræðslu á einni milljón hektara lands
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umhverfi Til greina kemur að stöðva að fé sé rekið til sumarbeitar á
vissum afréttarsvæðum, segir Árni Bragason, landgræðslustjóri.
Jafnvægi náttúrunnar
Árni Bragason er fæddur
1953. Líffræðingur frá HÍ að
mennt og tók seinna doktors-
gráðu í jurtaerfðafræði frá
Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn með erfða-
fræði og lífeðlisfræði sem
aukafög. Landgræðslustjóri frá
2016.
Að baki á Árni fjölbreyttan
feril. Var forstöðumaður rann-
sóknastöðvar Skógræktarinnar
á Mógilsá, forstjóri Náttúru-
verndar ríkisins, forstöðu-
maður hjá Umhverfisstofnun,
starfaði hjá verkfræðistofunni
Eflu og var í nokkur ár forstjóri
Norrænu erfðaauðlindastofn-
unarinnar.
Hver er hann?
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Lokaatkvæðagreiðsla um stjórnar-
frumvarp um þungunarrof, sem
heimilar slíkar aðgerðir fram til 22.
viku meðgöngu, er á dagskrá Alþing-
is í dag en atkvæðagreiðslunni var
frestað í síðustu viku. Eins verða
greidd atkvæði um tvær breytingar-
tillögur sem lagðar hafa verið fram
við frumvarpið, eina sem kveður á
um að mörkin liggi í 20 vikum og
aðra um að mörkin liggi í 18 vikum.
Meirihluti velferðarnefndar
þingsins hefur lagt til að frumvarpið
verði samþykkt.
Í umræðuþættinum Þingvöllum á
K100 í gær hvatti Sólveig Anna
Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri
siðfræði við Guðfræði- og trúar-
bragðafræðideild Háskóla Íslands,
þingmenn til þess að sýna varúð og
taka sér meiri tíma til að gaumgæfa
málið, líkt og Siðfræðistofnun HÍ
hefði þegar lagt til í sinni umsögn.
„Það er alls engin samfélagsumræða
búin að fara fram um þetta, að mín-
um dómi,“ sagði hún.
Í samtali við Morgunblaðið kvaðst
hún auk þess túlka málið sem svo að
verið væri með frumvarpinu að
ganga lengra en gert er annars stað-
ar á Norðurlöndum.
„22 vikur eru mörkin sem eru
dregin til þess að maður geti verið
viss um að fóstrið sé ekki lífvænlegt,
ekki einu sinni með gjörgæslumeð-
ferð,“ sagði Sigurlaug Benedikts-
dóttir, fæðingar- og kvensjúkdóma-
læknir, sem einnig var gestur í
þættinum. Hún sagði að árleg tilfelli
þess að þungunarrof ættu sér stað
svona seint á meðgöngu væru telj-
andi á fingrum annarrar handar. 3-5
konum á ári væri meinað að rjúfa
meðgöngu eftir 16 vikur. Þar liggja
mörkin nú.
Herdís Þorgeirsdóttir, mannrétt-
indalögmaður og varaforseti Fen-
eyjanefndar Evrópuráðsins, var
gestur í þættinum. Hún sagði að
þegar kæmi að því að skilgreina rétt-
inn til lífs „treysti Mannréttinda-
dómstóll Evrópu sér ekki til þess að
setja fram abstrakt skilgreiningu á
því hvort fyrir hendi sé réttur til
lífs“.
Hún sagði Mannréttindadómstól-
inn gefa aðildarríkjum sínum ákveð-
ið svigrúm til lagasetningar, svo þau
megi skilgreina mörkin sjálf, þ.e.
hvenær fóstur öðlist réttinn til lífs.
Því væri Íslandi samkvæmt því
frjálst að setja þessar reglur um
svigrúm til fóstureyðinga fram til 22.
viku. Herdís tók samt í sama streng
og Sólveig Anna og lagði auk þess til
að svigrúm yrði veitt til undanþága
frá lögunum þegar nauðsyn krefði,
frekar en að lagabókstafnum sjálfum
yrði breytt, eins og stendur til.
Með nýju frumvarpi er gengið lengra en í öðrum norrænum löndum, segir pró-
fessor Íslendingum þó frjálst að breyta lögunum að mati Mannréttindadómstóls
Atkvæðagreiðsla um frumvarp
um þungunarrof á dagskrá í dag
Í frumvarpinu er ævinlega tal-
að um þungunarrof. Sólveig
Anna benti á að það orð væri
um sumt meira í takt við orða-
notkun erlendis, eins og á
ensku þar sem talað er um
„abortion“. Hins vegar þyki
sumum að orðið þungunarrof
„dylji það sem fram fer“ og
sagði Sólveig að því væri
„fóstrið ekki nálægt í þessu
frumvarpi. En það er það nátt-
úrlega í þessu máli.“
Fóstureyðing/
þungunarrof?
HUGTAKANOTKUN
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Páll Björgvin Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),
segir að áformað sé að fram-
kvæmdir hefjist við borgarlínu í
mars árið 2021 að undangengnu út-
boði, en nú unnið er að fjármögnun
undirbúningsvinnu fyrir útboðið.
Reykjavíkurborg samþykkti í þessu
skyni fjárútlát á fundi borgarráðs í
síðsutu viku.
„Þetta er margþætt verkefni en
nú er að störfum stýrihópur og
verkefnahópur sem vinnur að því
með ríkinu hvernig náð verði utan
um fjármögnun borgarlínu. Kostn-
aður við hana er áætlaður um 102
milljarðar,“ segir Páll Björgvin.
„Samhliða því er unnið að undir-
búningsvinnu,“ segir hann, en í
henni felst meðal annars umferðar-
greining, forhönnun, skipulags-
vinna, umhverfismat og vinna við
gerð leiðakerfis. „Með þessu er ver-
ið að leggja línurnar að þessu verk-
efni. […] Þessar forsendur þurfa að
liggja fyrir áður en boðið verður út
og verkið hafið,“ segir Páll Björgvin,
en áformað er að framkvæmdir við
fyrsta áfanga borgarlínu hefjist í
mars árið 2021. Allt að fimmtán ár
gæti þó tekið að ljúka verkinu öllu.
Reykjavík er
enn sem komið er
eina sveitarfélag-
ið sem hefur sam-
þykkt fjárútlát
vegna undirbún-
ingsvinnu í
tengslum við
borgarlínu. „Nú
eru hin sveitar-
félögin að taka
þetta fyrir og við
munum kynna þetta fyrir þeim í
næstu viku. Vonandi verður þetta
samþykkt þar líka,“ segir hann.
Samstaða um samgöngubætur
Spurður hvernig verkefnið hafi
mælst fyrir kveðst hann halda að
samstaða sé um að koma verkefninu
á dagskrá. „Þetta snertir í rauninni
þrennt. Þetta snýst um loftslagsmál,
að umferð gangi greiðlega fyrir sig
og að búa til valkosti fyrir fólk þann-
ig það geti nýtt hágæða almennings-
samgöngur, bíla, að það geti hjólað
og gengið. Ég held að sveitarfélögin
séu sammála um að ganga í þetta
verk,“ segir hann. „Það er komið
fjármagn frá ríkinu og sveitar-
félögin þurfa nú að ræða hvernig
þau mæta því þannig það verði farið
af stað í þetta verkefni af ein-
hverjum þunga,“ segir Páll Björg-
vin.
Borgarlínan er
margþætt verkefni
Páll Björgvin
Guðmundsson
Umferðargreining m.a. á döfinni