Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Þegar vetrinum
sleppti og sumarið
tók við lést góður
vinur minn, fyrrv.
eiginmaður minn
og barnsfaðir á heimili sínu.
Við vorum unglingar þegar
við kynntumst og unglingar
þegar við áttum dóttur okkar
Hildi.
Garðar vakti strax athygli
mína vegna þess að hann gat
verið manna kátastur og
skemmtilegastur. Við höfðum
kynnst í leiklistarklúbbi MT en
vinkona mín úr MH hafði verið
meðlimur í klúbbnum. Síðan
hittumst við þegar við vorum
bæði að skila skattaskýrslunum
okkar, ég minni fyrstu og hann
sinni annarri. Það má því segja
að hægt sé að kenna skatt-
manni um að samband okkar
hófst, eins rómantískt og það nú
hljómar.
Það kom fljótt í ljós hversu
fjölhæfur og úrræðagóður
Garðar var þegar von var á
einkabarni okkar beggja. Hann
var með mömmu sína í fullri
vinnu við að útbúa barnaföt sem
hann hannaði í samvinnu við
hana. Enginn hefði getað sýnt
óléttunni meiri áhuga og hann
beið með óþreyju eftir barninu.
Svo rammt kvað að áhuganum
að hann kynnti sér allt um
ástandið, líffærafræði og inn-
yflastaðreyndir og undirritaðri
þótti nóg um, en líffræði var
eitt aðaláhugasvið hans í æsku.
Allt lék í höndunum á honum
hvort sem það var að setja
permanett eða rúllur í hárið á
mömmu sinni, skreyta tertur
með henni, sjá um garðinn eða
seinna að smíða eða gera við
gamla hluti. Hann saumaði út í
frábæra hippakápu sem gerð
var úr gærubútum á dóttur
okkar þegar hún var á fyrsta
árinu, húfur og gallapils á mig
svo aðeins fátt sé nefnt.
Þó að Garðar hafi haft mik-
inn áhuga á lífræði og nátt-
úrufræði fór svo að hann valdi
listina sem sinn feril en hann
hafði ekki tök á að sinna henni
af alvöru fyrr en á seinni árum
þar sem lífsbaráttan krafðist
launavinnu. Hann vann fjöl-
mörg störf framan af með skóla
og við gerðum upp húsið okkar
líka. Hann hafði unun af skipu-
lagi hússins og vílaði ekki fyrir
sér að gera húsið allt upp í einu
sem stundum var ekki okkur
mæðgum að skapi þar sem við
bjuggum í húsinu óíbúðarhæfu
um tíma. Húsið varð að lokum
fallegt en þá tók við hjá Garðari
að breyta öllu og stundum þeg-
ar ég og dóttir okkar komum
heim eftir heimsóknir til ætt-
ingja vissum við ekki okkar
rjúkandi ráð því það gat verið
að svefnherbergi sem var í
kjallara væri komið upp í ris,
svo snöggur var hann að breyta
öllu. Alltaf voru þetta útpældar
breytingar og oftast kunnum
við vel við breytingarnar sem
alltaf voru mjög fallegar en
okkur fannst stundum að við
hefðum átt að vera spurðar.
Garðar fylgdist vel með frétt-
um og málefnum líðandi stund-
ar og meira að segja íþróttum
sem hann hafði ekki haft áhuga
á sem ungur maður. Kom sá
áhugi til vegna barnabarnanna
okkar tveggja sem bæði leggja
stund á íþróttir og standa sig
þar með prýði.
Þegar Garðar var ungur var
hann einstaklega kátur, hress
og brosmildur sem honum tókst
Garðar Bjarnar
Sigvaldason
✝ Garðar Bjarn-ar Sigvaldason
fæddist 26. janúar
1954. Hann lést 25.
apríl 2019.
Útför hans fór
fram 10. maí 2019.
furðanlega að halda
í þrátt fyrir erfiða
sjúkdóma sem
hann glímdi við á
seinni árum.
Það er með
söknuði að ég kveð
minn kæra vin
Garðar Bjarnar
Sigvaldason og
ljóst er að símtölin
verða ekki fleiri á
milli okkar.
Sigríður Tómasdóttir.
Tveir níu ára peyjar sitja og
sauma í púða með móður ann-
ars þeirra. Það lá mun betur
fyrir þeim gestkomandi að
sauma í og lá listfengi hans
þegar í augum uppi, hann not-
aði hverja stund til að mála og
teikna, hæfileikinn var þegar
kominn fram ... hinn helgaði sig
fuglum himinsins og m.a. að
festa þá á filmu.
Við kynntumst í 9 ára bekk,
Garðar kom úr Ísaksskóla og
lenti ég og fleiri nemendur í
Breiðagerðisskóla í bekk með
þeim sem komu þaðan. Faðir
Garðars var fullorðinn og hann
var einbirni móður sinnar. Það
var alltaf gott að koma á Soga-
veginn til Sigvalda og Rögnu,
en þó sótti Garðar meira í Mel-
gerðið. Enda sagði móðir mín
stundum að hún gæti átt okkur
báða, það voru sléttir 11 mán-
uðir á milli okkar. Á þeim tíma
vorum við fremur svipaðir út-
lits, lítt íþróttamannlega vaxnir
og með gleraugu.
Við Garðar uxum úr grasi og
bættist þriðji vinurinn, Baldur, í
hópinn eftir landspróf. Ýmislegt
var brallað á þeim árum og eitt
skammarstrikið var að senda út
falskan spurningalista um
heilsufar fólks. Þá komumst við
á forsíðu Vísis.
Garðar var skrefi á undan
okkur hinum í þroska, þegar
hann hitti Sillu sína. Samband
þeirra bar fljótt ávöxt, þau
eignuðust dótturina Hildi, enn á
táningsaldri. Eftirminnilegt var
þegar við skunduðum á Laug-
arvatn um verslunarmannahelgi
1972 á blöðruskóda, sem Baldur
átti. Hann gekk meira fyrir
handafli en vélarafli, eins og títt
var um bifreiðar ungra manna á
þessum árum. Við Baldur vor-
um frekar hneykslaðir á því hve
Garðar hlífði Sillu við að ýta
bílnum, en þá vissum við ekki
að hún bar barn undir belti.
Ég átti alltaf athvarf hjá
Garðari og Sillu, hvort sem var
í Rauðagerðinu eða Grettisgöt-
unni. Bjó meira að segja um
tíma í kjallaranum á Grettisgöt-
unni í einhverri húsnæðiskrísu
á rótleysisárum kringum 1980.
Síðan hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar og hver stundað
sitt. Garðar veiktist í blóma lífs-
ins, en hélt þó sínu striki í list-
sköpuninni og var af og til með
sýningar. Hann keypti stórt hús
í miðbænum, þar sem hann
hugðist reka gistiheimili og
jafnframt að búa móður sinni
stað í ellinni. Því miður runnu
þau áform út í sandinn.
Við félagarnir þrír hittumst
óreglulega eða hringdum hver í
annan. Ég ætlaði einmitt að hóa
í þá félaga í málsverð hingað á
Stokkseyri þegar ég kæmi heim
úr vinnuferð að utan. Þangað
bárust mér þær sorgarfregnir,
að Garðar væri látinn. Þetta var
áminning um að fresta ekki
samfundum við kæra vini.
Garðar kemst nú í návígi við
englana, sem hann var svo ötull
við að mála á síðustu árum.
Ég votta Hildi og fjölskyldu
og öllum ættingjum og vinum
samúð mína. Hvíl í friði, kæri
vinur.
Jóhann Óli.
✝ Sigurður JónKristjánsson
fæddist í Reykja-
vík 29. mars 1939.
Hann lést 27. apríl
2019 á gjörgæslu-
deild Landspítal-
ans í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Kristján Jó-
hannsson frá
Skógarkoti í Þing-
vallasveit, f. 8.
febrúar 1908, d. 20. desember
1986, og Gróa Jónsdóttir, f. í
Reykjavík 14. desember 1912,
d. 19. maí 1985.
Systkini Sigurðar: Sverrir
Bragi, f. 23. febrúar 1934, d.
Þau bjuggu á Víðilæk í Skrið-
dal.
Börn Sigurðar og Guðrúnar
eru: 1) Jón Bjarki, f. 24. apríl
1965, eiginkona hans er Lauf-
ey Sigurðardóttir, f. 26. apríl
1967, og eiga þau drengina
Sigurð Björn, f. 31. ágúst
1991, og Arnór Inga, f. 25.
apríl 1993. Sigurður Björn og
kærasta hans, Sigurbjörg Ósk
Kristjánsdóttir, f. 17. maí
1991, eiga soninn Elmar
Trausta, f. 27. september
2016. Kærasta Arnórs Inga er
Lina Marija Balèiûnaitë, f. 9.
júní 1994. 2) Aðalbjörg Erna,
f. 9. ágúst 1967, gift Einari
Sigurðssyni, f. 9. janúar 1965,
þau eiga börnin Sigurð Jó-
hann, f. 28. janúar 1993, og
Lovísu Guðrúnu, f. 5. apríl
2000.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 13. maí 2019,
klukkan 15.
19. febrúar 2018.
Maron Hafsteinn,
f. 6. maí 1936. Sig-
ríður, f. 26. ágúst
1941. Jóna, f. 26.
júlí 1952.
Sigurður kvænt-
ist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Guð-
rúnu Aðalbjörgu
Björgvinsdóttur,
20. október 1962.
Foreldrar hennar
voru Níels Björgvin Sigfinn-
son, f. 28. mars 1894, d. 11.
október 1974, og eiginkona
hans Aðalbjörg Metúsalems-
dóttir Kjerúlf, f. 16. apríl
1906, d. 2. nóvember 1949.
Að eiga góðar minningar frá
æskuárum er dýrmætt. Og að
leita í sjóð minninganna og finna
þar allskyns perlur sem gott er
að ylja sér við.
Fjögur systkinanna eru fædd
í Reykjavík þar sem foreldrar
okkar bjuggu. Síðasta barnið
bættist í hópinn eftir að við
fluttum í Þingvallasveitina. Við
fluttum austur í Árnessýslu, að
Hlemmiskeiði á Skeiðum og
þaðan í Þingvallasveitina.
Faðir okkar var alinn upp í
Skógarkoti í miðju Þingvalla-
hrauni. Hann vildi alltaf komast
aftur á þær slóðir og að vori
1949 fluttum við að Mjóanesi.
Húsið stóð næstum því á vatns-
bakkanum. Þetta varð ævintýra-
heimur fyrir okkur krakkana.
Æskuheimilið iðaði að lífi.
Það var nóg við að vera allan
daginn. Það voru forréttindi að
alast upp í sveit. Á sumrin bætt-
ist heldur betur við heimilisfólk-
ið sem dvaldi hjá okkur um
skemmri eða lengri tíma. Öll
sumur voru hjá okkur börn sem
send voru í sveit eins og tíðk-
aðist í þá daga. Alltaf virtist
vera nóg pláss í húsinu fyrir alla
gestina. Ef húspláss þraut þá
vorum við krakkarnir settir út í
hlöðu og það þótti spennandi að
fá að sofa í heyinu. Á sumar-
björtum kvöldum var allur hóp-
urinn úti að leika í „kílóbolta, yf-
ir, fallin spýta“ eða hvað sem
okkur datt í hug. Bræðurnir út-
bjuggu gryfjur til að geta stund-
að langstökk og þrístökk. Einnig
voru settar upp slár til þess að
geta verið í hástökki. Fótboltinn
var líka stundaður. Ekkert raf-
magn var í húsinu og á haustin
og veturna var notast við svo-
kallaða Aladdin-lampa sem gáfu
mjög góða birtu. Ekkert renn-
andi vatn var heldur til staðar.
Bera þurfti allt vatn í stórum
brúsum þessa stuttu leið frá
vatninu, vatnið var líka okkar
matarkista.
Á hverjum degi var farið að
vitja um netin sem lögð höfðu
verið og aldrei varð neinn mat-
arskortur. Þegar hausta tók var
farið rétt út fyrir túngarðinn til
að ná sér í eftirréttinn sem voru
bláber og þau borðuð með þeytt-
um rjóma. Á daginn sinntum við
þeim störfum sem okkur voru
falin að vinna sem allt voru
hefðbundin sveitastörf.
Árið 1956 fluttum við að Gjá-
bakka í sömu sveit og þar
bjuggum við til ársins 1960. Síð-
ustu tuttugu ár og ríflega það
nutu Siggi og Lilla sín í sum-
arbústaðalandinu sínu í Hæðar-
endalandi í Grímsnesi þar sem
þau ásamt börnum sínum og
tengdabörnum byggðu sér
myndarlegan sumarbústað og
ræktuðu upp landið sitt.
Þegar eftirlaunaaldri var náð
voru þau í sveitinni sinni eins
mikið og mögulegt var og nutu
alls þessa fallega umhverfis sem
þau voru búin að koma sér upp.
Snyrtimennskan var þeim báð-
um í blóð borin og alúð lögð í
hvert handartak sem gert var.
Barnabörnin og litli langafa-
drengurinn nutu þess að vera
með þeim og fjölskyldunni.
Á síðari árum stunduðu þau
saman golf og skutust á golfvell-
ina sem voru þarna í kring.
Einnig var farið til útlanda til að
spila golf. Við eigum einungis
góðar minningar frá öllum þess-
um tíma. Fjölskyldurnar fóru
saman í tjaldútilegur og veiði-
túra. Við ferðuðumst líka saman
til útlanda að kanna nýjar slóðir.
Þakklæti er okkur efst í huga.
Siggi var ávallt boðinn og búinn
að leggja lið hvar sem þörf var
á. Við kveðjum kæran bróður,
mág og frænda og biðjum Guð
að blessa fjölskylduna hans sem
honum var svo annt um.
F.h. okkar systkina og fjöl-
skyldna okkar,
Sigríður Kristjánsdóttir.
Sigurður Jón
Kristjánsson
✝ Guðný Bernd-sen (Dídí)
fæddist 3. janúar
1922 á Bergstaða-
stræti 8a í Reykja-
vík. Hún andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ í
Reykjavík 26. apríl
2019.
Foreldrar
þeirra voru Sig-
urður Berndsen
kaupmaður frá Skagaströnd og
Margrét Pétursdóttir hús-
freyja frá Mýrdal í Kjós.
Systkini Guðnýjar voru Ed-
wald Ellert (Lilli), Pétur, Her-
mann, Margrét (Maggý) Sól-
veig og Brynhildur Olga (Úlla).
Eiginmaður Guðnýjar var
Viðar Sigurðsson, síðast for-
stjóri Sjóklæðagerðar Íslands,
66°N, frá Borgarnesi, f. 27.2.
1915, d. 20.9 1985. Börn Guð-
nýjar og Viðars eru Margrét,
vann hún við verslunar- og
módelstörf og sýndi tískufatn-
að á Hótel Borg.
Fyrstu árin bjó hún í Reykja-
vík en flutti seinna með fjöl-
skylduna í Kópavog.
Guðný var alla tíð mjög bók-
hneigð og var í bókmennta-
klúbbi en 1973 bauð hún sig
fram til bæjarstjórnar Kópa-
vogs og var kosin ritari Sjálf-
stæðisflokksins. Lengi vel var
hún dagmamma ásamt því að
sinna heimili og börnum. Árið
1980 fluttu hjónin í Krumma-
hóla í Breiðholti, Guðný gekk
til liðs við kvenfélag Breiðholts
og var gerð að heiðursfélaga
árið 2002.
Seinni árin vann Guðný ýmis
störf utan heimilis, meðal ann-
ars í mötuneyti Borgarspít-
alans til 72 ára aldurs, enn við
nokkuð góða heilsu. Síðustu ár-
unum eyddi hún í kór við Ás-
kirkju Vesturbrún og í dansi á
Vesturgötu.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 13. maí
2019, klukkan 13.
Jóhanna Erla, Sól-
veig, Sigrún, Elín
og Sigurður
Bjarni.
Barnabörnin eru
Berglind og
Guðný. Guðný Sól-
ey, Hafsteinn Við-
ar, Helga, Kristinn
Þór og Eva. Rakel,
Elfar, Rebekka og
Úlfar. Daníel og
Helena Sól. Ásdís
Ósk, Sara Rún og Signý Rut.
Elfa og Viðar. Barnabarna-
börnin eru orðin alls 18.
Guðný gekk í Miðbæjar- og
Austurbæjarskólann, stundaði
nám við Verzlunarskóla Ís-
lands en síðan lá leið hennar í
leiklistarnám hjá Lárusi Páls-
syni leikstjóra. Eftir útskrift
þaðan 1941 tók hún þátt í upp-
færslu Gullna hliðsins í Leik-
félagi Reykjavíkur (Iðnó) sam-
fleytt í þrjú ár. Samhliða því
Elsku amma mín hefur kvatt
þennan heim. Amma sem alltaf
var svo fín og flott, gekk ávallt
bein í baki með nýlagt hárið og
vel til höfð. Þegar maður hugsar
til baka í gegnum tímann þá
man maður alltaf eftir því hvað
við vorum lánsöm að geta farið í
heimsókn til ömmu og afa í Dal-
brekku. Ég á ótrúlega margar
og skemmtilegar minningar um
elsku ömmu.
Í barnæsku heimsótti ég hana
mikið og gisti þá oftar en ekki
hjá henni. Ávallt var mikill
gestagangur á fallega heimilinu
hjá ömmu og afa en öllum þótti
gott að koma til þeirra í heim-
sókn. Við fjölskyldan nutum
gestrisni og kærleika einna mest
enda var amma dugleg að bjóða
okkur öllum í mat og þar var
alltaf mikið spjallað og hlegið.
Hún amma mín gaf mér
meira en mat, hún gaf mér hlýju
og skjól sem ég gat alltaf leitað
til hvar og hvenær sem var. Hún
kenndi mér ýmislegt sem fylgir
mér í dag og hún kenndi mér að
vera þakklát fyrir það sem fyrir
mig er gert. Hún var engin
venjuleg kona hún amma, hún
var amma mín. Ég gæti skrifað
og skrifað og sagt hve góð hún
amma var því þeir sem til henn-
ar þekktu vita hve góð persóna
hún var. Hún var einstök kona
og gaf sér alltaf tíma fyrir hvern
sem var.
Elsku amma mín, ég er svo
þakklát fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, fyrir allt
sem þú kenndir mér og fyrir alla
þá góðvild sem þú sýndir mér.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kveðja þig
áður en þú sofnaðir svefninum
langa.
Takk fyrir allan kærleikann
sem þú gafst mér og mínum.
Hvíldu í friði, elsku amma, þú
verður alltaf í hjarta mínu, ég
mun aldrei gleyma þér.
Þín
Helga.
Guðný Berndsen
Við fráfall vinar
míns Guðjóns Jós-
epssonar, sem and-
aðist á Hrafnistu
30. apríl sl., er mér bæði ljúft og
skylt að minnast hans með fáein-
um orðum. Kynni okkar hófust
fyrir nokkrum áratugum þegar
ég falaðist eftir að fá afnot af
fjárhúsum fyrir kindur mínar hjá
honum ásamt jarðnæði o.fl. Guð-
Guðjón Jósepsson
✝ Guðjón Jóseps-son fæddist 9.
september 1932.
Hann lést 30. apríl
2019.
Guðjón var jarð-
sunginn 10. maí
2019.
jón tók beiðninni vel
og hófst þá hjá okk-
ur góð samvinna.
Vorum við þarna
saman með kindur
okkar og hafði Guð-
jón forystu um alla
hirðingu og gjöf.
Fór honum það vel
úr hendi enda alinn
upp innan um
skepnur frá barn-
æsku.
Guðjón var glæsimenni og
stundaði líkamsrækt frá ung-
lingsaldri, t.d. fjallgöngur, lyft-
ingar og sjóböð, einnig var hann
mikill sóldýrkandi. Við heyskap
sat hann gjarnan á sundskýlunni
á dráttarvélunum ef sólar naut
við. Það voru mikil forréttindi
fyrir mig að taka þátt í bústörf-
unum með Guðjóni ásamt véla-
viðhaldi og ýmsu sem til féll á
heimilinu. Hann var hagur á tré
og járn og margt handverk eftir
hann vekur aðdáun. Ég held að
hann hafi sjaldan þurft utanað-
komandi vinnuafl varðandi smíð-
ar og viðhald vélanna. Guðjón
var ekki fyrstur manna að til-
einka sér nýjustu tækni heldur
nýtti sér efni og verkfæri þó að
gamalt væri.
Fyrir nokkrum árum fór
heilsu Guðjóns að hraka nokkuð
og að því kom að hann hafði ekki
mátt til útiverka. Það var honum
þung raun að geta ekki farið í
fjárhúsin eða á verkstæðið sitt
en við tók innivera. Hann bað
ævinlega um fréttir úr fjárhús-
inu þegar ég kom frá því að gefa
kindunum, hvort þær hefðu étið
vel og hvaða glugga ég hefði skil-
ið eftir opinn, t.d. ef illviðri var í
aðsigi.
Fyrir ári varð Guðjón að
leggjast á sjúkrahús og átti ekki
þaðan afturkvæmt.
Guðjóni var annt um köttinn
sinn, sem heitir Svartur, og fékk
ég það ábyrgðarmikla hlutverk
að hugsa um hann og vildi hann
fá fréttir af honum í hverri í
heimsókn minni á spítalann, hvar
hann hefði sofið í nótt og hvað
hann hefði étið, sem ber vott um
hversu góðan mann hann hafði
að geyma en Guðjón var umfram
allt skemmtilegur og hafði góða
nærveru.
Ég þakka Guðjóni fyrir allt
sem hann gerði fyrir mig og
mína fjölskyldu og ekki síst kind-
urnar.
Megi Guðjón hvíla í friði.
Guðmundur Ólafsson.