Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.2019, Blaðsíða 10
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir áratugi við fiskveiðar á Ís- landsmiðum mun Jökull ÞH 259 fá ný verkefni í Noregi, m.a. í þjón- ustu við olíuiðnaðinn í Norðursjó og lagningu sæstrengja milli norskra fjarða, samkvæmt upplýs- ingum blaðsins. Þegar skipið kom til landsins 1964 bar það nafnið Súlan EA 300, en er það kom nýverið úr slipp mátti lesa nafnið Nord á síðunni og heimahöfn Grindavík. Íslenskir aðilar eru meðal kaupenda að Jökli, sem áður var í eigu GPG Seafood ehf. Byggðarráð Norðurþings fjallaði um sölu skipsins 11. apríl og sam- þykkti að nýta ekki forkaupsrétt að skipinu. GPG Seafood ehf. keypti skipið 2010 og var það ým- ist á trolli eða netum. Hörður Björnsson ÞH 260 leysti Jökul af hólmi 2015 og hefur skipið að mestu legið við bryggju á Húsavík síðan. Jökull kom blámálaður í slipp í Reykjavík á dögunum, en fór niður nokkrum dögum síðar í rauðum litum nýrra eigenda. Margmenni fagnaði skipinu Jökull ÞH 259 var smíðaður fyr- ir Leó Sigurðsson, útgerðarmann á Akureyri, í Sandefjord í Noregi árið 1964 og hét upphaflega Súlan EA 300. Talsvert var fjallað um komu skipsins til landsins í febr- úar fyrir rúmum 55 árum. Í Morg- unblaðinu sagði meðal annars að múgur og margmenni hefði kom til að fagna skipinu, er það lagðist að bryggju. „enda hefir skipaflota Akureyringa hér bætzt glæsilegur og vandaður farkostur.“ Í blaðinu segir ennfremur: „Súl- an er 233 lestir að stærð, byggð í Framnæs Mekanisk Værksted í Sandfjord í Noregi. Ganghraði var 11 mílur í reynsluferð og 10 mílur til jafnaðar á heimsiglingu. Skipið er búið öllum venjulegum sigl- inga-, fjarskipta- og fiskileitar- tækjum af nýjustu og fullkomn- ustu gerð og er traustlegt og vandað í alla staði. Íbúðir skips- hafnar eru sérlega smekklegar og Verður þjónustu- skip í olíuiðnaði  Kom til lands sem Súlan EA fyrir 55 árum  Hét síðast Jökull ÞH 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég öfunda ekki íþróttafélög á Íslandi af þeirra rekstrargrundvelli. Það eru stórir kostnaðarliðir sem þarf að standa undir og eðlilegt að menn leiti allra leiða til fjáröflunar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Íslandsmótið í knattspyrnu er ný- hafið og athygli hefur vakið að sífellt fleiri vellir virðast nefndir eftir fyrir- tækjum eða vöru- merkjum sem styrkja liðin. Það er af sem áður var að knattspyrnu- unnendur fóru á Hlíðarenda eða á Valbjarnarvöll. Nú er leikið á Origo-vellinum eða Eimskipsvellinum. Sitt sýnist hverjum en ljóst virðist að þessi markaðsvæðing er komin til að vera. Klara segir að augljóst sé af þeim fjölda valla sem nú bera heiti kost- enda að félögin sjá sér akk í þessu fyr- irkomulagi. KSÍ hafi þó ekki neinar upplýsingar um hversu miklum tekjum það geti skilað liðum að selja nafn vallarins með þessum hætti. Aðspurð segir Klara að engar reglugerðir séu hjá KSÍ um nafngiftir valla. Þær þurfi vitaskuld að vera í samræmi við landslög og eðlilegt sé að þær vinni ekki gegn hugsjón íþróttanna. Leggja sitt af mörkum Talsverður munur er á því eftir hvers konar fyrirtækjum vellirnir eru nefndir. Þannig virðast liðin í efstu deildunum laða að sér stórfyrirtæki. Í neðri deildunum og á landsbyggðinni eru styrktaraðilarnir gjarnan smærri og oft tengdir viðkomandi liði eða bæjarfélagi með einhverjum hætti. KA keppir á Greifavellinum, Víðir í Garði á Nesfisk-vellinum, Fjarða- byggð á Eskju-vellinum og Grótta á Vivaldi-vellinum. Sú tenging er komin frá því að stofnandi netvafrafyrirtæk- isins Vivaldi, Jón von Tetzchner, er af Seltjarnarnesi og vill leggja sitt af mörkum til íþróttastarfs í bænum. Samfélagið er þakklátt Eitt vallarnafn sker sig nokkuð úr þetta árið. Völlur Þróttar í Vogum kallast nú Vogaídýfuvöllur. Klara segir aðspurð að nafnið hafi óneitanlega vakið athygli. „Þessi nafngift kom á óvart. Sumir brostu út í annað,“ segir hún. Marteinn Ægis- son, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum, segir að völlurinn hafi síðustu ár kallast Vogabæjarvöllur, eftir fyrirtækinu sem framleiðir Vogaídýf- una, en þetta sé fyrsta árið sem hann kallast Vogaídýfuvöllurinn. Samstarf og stuðningur fyrirtækisins við íþróttastarf í bænum eigi sér langa sögu og þetta sé mikilvæg tekjulind. „Vogabær var upphaflega stofnað í Vogunum og við höfum verið svo lán- söm að eigendur fyrirtækisins hafa haldið tengslunum þó að fyrirtækið hafi flutt héðan árið 2006. Þau hafa stutt við starfið hér og fyrir það eru við þakklát. Við í Þrótti erum sverð og skjöldur fyrir ungmenni í sveitarfé- laginu og þetta er rosalega góður stuðningur við forvarnarstarfið,“ seg- ir Marteinn. Hann segir að aldrei hafi komið neinar athugasemdir við umrætt samstarf, jafnvel þótt mæjónesídýfa sé ekki beint það fyrsta sem maður tengir við íþróttir. „Við höfum alltaf verið ótrúlega stolt af Vogaídýfunni. Hún er sko til á hverju heimili hér og rennur aldrei út. Samfélagið okkar er þakklátt ef íþróttastarfið nýtur góðs af þessum tengslum við uppruna Vo- gaídýfunnar.“ „Ótrúlega stolt af Vogaídýfunni“  Sífellt fleiri knattspyrnuvellir nefndir eftir styrktaraðilum  Mikilvæg tekjulind fyrir félögin  Einn völlurinn nefndur eftir mæjónesídýfu  Vogamenn stoltir af styrktaraðilanum  Engar reglur hjá KSÍ Vogaídýfa Marteinn Ægisson í Vogaídýfu-treyju frá árinu 1990. Morgunblaðið/Ómar Vel merktur Íþróttavöllur Vals á Hlíðarenda í Reykjavík er ekki kenndur við félagið heldur fyrirtækið Origo. Klara Bjartmarz Eins og rakið er hér á síðunni laða stóru klúbbarnir gjarn- an til sín stóra styrktaraðila. Þannig má sjá í efstu deild- um, sem kallast raunar Pepsi Max-deildir, að Valsliðin leika á Origo-vellinum, ÍA leikur á Norðurálsvellinum, Stjarnan á Samsungvellinum, KA á Greifavellinum, Fylkir á Würth-vellinum. Í Inkasso-deildinni má sjá að Þróttur leikur á Eimskipsvellinum, Fjölnir leikur á Extra-vellinum, Keflvíkingar á Nettóvellinum og Grótta á Vivaldivellinum. Í annarri deild leikur ÍR á Hertz-vellinum, Selfoss á JÁ- VERK-vellinum, Þróttur Vogum á Vogaídýfuvellinum, Fjarðabyggð á Eskjuvelli og Vestri á Olísvellinum. Í þriðju deild karla leikur Reynir Sandgerði á Europcarvellinum og í þeirri fjórðu leikur KFR á SS-vellinum. Verktakar, bílaleiga og tyggigúmmí FJÖLMARGIR KNATTSPYRNUVELLIR BERA NÖFN STYRKTARAÐILA Morgunblaðið/Ómar Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ———

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.