Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sjáum til þess að allar yfirhafnir
komi hreinar undan vetri
STOFNAÐ 1953
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Snorri Másson
Þórunn Kristjánsdóttir
„Þetta hús er mjög, mjög, mjög illa
farið. Það er bara þannig,“ sagði
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
Seljaskóla í Breiðholti í Reykjavík,
síðdegis í gær. Þá var fjölmennt lið
tiltekarmanna að störfum við að
dæla vatni úr þeim hluta skólans þar
sem eldur logaði í þaki í fyrrinótt.
Magnús sagði að á meðan mest lét
hefði vatnið náð honum upp að ökkla
inni í kennslustofum.
Eldur kom upp í millilofti í einu af
nokkrum húsum skólans sem kallað
er hús 4. Steypt þak þess húss
hrundi ekki heldur hélt og sagði
Magnús að um tíma hefði verið tví-
sýnt um hvort svo yrði. „Það sem fór
niður var reykur og vatn, ekki eldur.
Þannig að þakið hefur staðið sig,“
sagði hann. Ef þakið hefði hins vegar
hrunið segir Magnús að voðinn hefði
verið vís því þá hefðu eldtungurnar
náð að breiða úr sér yfir í aðrar
byggingar skólans. Í staðinn eyði-
lagði eldurinn aðeins bárujárnið sem
lá ofan á steypuþakinu.
Í húsi 4 eru sex kennslustofur,
nokkuð rúmgott miðrými og nokkrar
sérkennslustofur. Ljóst var að nærri
allir innanhúsmunir þar voru svo
gott sem ónýtir. Þar á meðal var ný-
legur tölvubúnaður, stólar og borð,
bækur, örbylgjuofnar og fleira.
Tjónið hleypur að minnsta kosti á
tugum milljóna, taldi Magnús við
fyrstu sýn en eftir er að meta það til
fullnustu. Húsnæðið var allt mjög
illa leikið. Ekki var unnt að mynda
það vegna rannsóknarhagsmuna.
Í stuttu samtali við Morgunblaðið
sagði talsmaður tryggingafélagsins
VÍS, sem Reykjavíkurborg er
tryggð hjá og þar með skólinn, að
umfang tjónsins yrði metið í dag,
mánudag, en fyrir lægi að það væri
verulegt. Sú fullyrðing er í samræmi
við eyðilegginguna sem blasti við á
vettvangi en bara borð og stólar í
eina kennslustofu sagði Magnús að
kostuðu skólann 2-2,5 milljónir.
Komið út yfir velsæmismörk
Eldur kviknaði einnig í hluta skól-
ans í mars. „Að fá svona fréttir með
tveggja mánaða millibili er sláandi.
Við höfum fengið loforð um að þetta
verði virkilega skoðað og farið verði
ofan í kjölinn á málinu. Eftirlitsaðil-
ar borgarinnar og þeir sem taka út
svona byggingar,“ sagði Magnús
sem kvaðst vel skilja áhyggjur for-
eldra yfir að tvisvar hefði brunnið á
sama ári í byggingum skólans.
Foreldrar barna við skólann hafa
gagnrýnt að sökum plássleysis sé
kennt á göngunum. Það hefur verið
sagt gera flóttaleiðir ógreiðfærar.
Ragnheiður Davíðsdóttir, foreldri
barns í Seljaskóla og formaður for-
eldrafélagsins, sagði í samtali við
mbl.is í gær að brýnt væri að gera
öryggisúttekt á skólanum. Hún segir
að skólastjórnendur hafi ítrekað
kallað eftir fjármagni frá yfirvöldum
til að sinna viðhaldi en ekkert gerist.
„Þetta er komið virkilega á þann
stað að það er ekki hægt að sinna
viðhaldi. Það þarf að setja umtals-
vert fjármagn í viðhald. Þetta er
komið svo langt út yfir öll velsæm-
ismörk,“ segir hún.
Skammt stórra högga á milli
Úttekt nauðsynleg Skólastjórinn segir eld tvisvar á ári vekja ugg.
Annar bruninn í ár í Seljaskóla Vatnsskemmdir í fjölda kennslustofa Ekki
kennt í dag Tryggingafélag segir tjón verulegt Öryggismálum ábótavant
Morgunblaðið/Ómar
Slangan munduð Menn gátu staðið uppi á þaki á meðan eldur logaði í því, enda sterkbyggt. Allt tiltækt slökkvilið og meira til var kallað út í gær.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn Reykjavík-
ur, kallar eftir úttekt á meintu einelti
hjá Félagsbústöðum.
„Við þurfum að fá málið á borð
borgarinnar. Annaðhvort þarf stjórn
Félagsbústaða að axla ábyrgð með
því að kanna þessi mál til hlítar eða
að borgin sem eigandi geri það.“
Tilefnið er umfjöllun í laugardags-
blaði Morgunblaðsins en þar lýstu
þrír fyrrverandi starfsmenn Félags-
bústaða vanlíðan sem þeir rekja til
framkomu Auðuns Freys Ingvars-
sonar, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra félagsins. Einn fullyrti að um
einelti hefði verið að ræða en hinir
tveir telja rétt að fagfólk meti það.
Umræddum starfsmönnum var
sagt upp störfum hjá Félagsbústöð-
um en Auðun Freyr hætti sl. haust.
Sendi formlega kvörtun
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, segir rétt að
mannauðsdeild borgarinnar kanni
málið. „Þessir einstaklingar eiga að
senda formlega kvörtun og í kjölfar-
ið á að rannsaka málið. Þetta er
fyrirtæki í eigu borgarinnar.“
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, segir að innan borgar-
kerfisins hafi verið vitneskja um
meint einelti hjá Félagsbústöðum.
„Málið var þaggað niður. Sagt var
að ekkert einelti væri í gangi hjá
fyrirtækinu. Þetta væru aðeins
dylgjur hjá starfsmönnum og um að
ræða árásir gegn félaginu.“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
baðst undan viðtali. Sagði „eðlilegt
að ræða starfsmannamál við fyrir-
tækið“. Þá sögðust Sanna Magda-
lena Mörtudóttir, borgarfulltrúi
Sósíalistaflokksins, og Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Við-
reisnar, ekki hafa upplýsingar til að
tjá sig um málið að svo stöddu.
Gerð verði úttekt á meintu
einelti hjá Félagsbústöðum
Sjálfstæðismenn vilja athugun Málið sagt þaggað niður
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Alls óku 24 af hverjum 10.000 öku-
tækjum á móti rauðu ljósi yfir
gatnamót Kringlumýrarbrautar og
Háaleitisbrautar í Reykjavík í
tveimur umferðarstraumum milli
klukkan 16 og 19 á þriggja daga
tímabili í desember í fyrra.
Þetta kemur
fram í niður-
stöðum rann-
sóknar, sem
verkfræðistofan
EFLA vann fyr-
ir Vegagerðina
um tíðni aksturs
gegn rauðu ljósi.
Niðurstöður
rannsóknarinnar
sýndu að tíðni
aksturs gegn rauðu ljósi á gatna-
mótum Háaleitisbrautar og
Kringlumýrarbrautar er á sam-
bærilegu bili og niðurstöður er-
lendra rannsókna. Þá sýndu þær
einnig að algengara er að vinstri
beygja sé ekin á móti rauðu ljósi.
Há tíðni árekstra á svæðinu
Gatnamót Kringlumýrar- og
Háaleitisbrautar voru valin í verk-
efnið vegna hárrar tíðni árekstra
vegna aksturs gegn rauðu ljósi.
Notaðar voru upplýsingar úr um-
ferðartölvu höfuðborgarsvæðisins
frá Reykjavíkurborg. Út frá þeim
upplýsingum var hægt að sjá hve-
nær dags umferðarljósin breyttust
úr gulu yfir í rautt. Sjónræn
myndgreining fól í sér að starfs-
maður EFLU horfði á mynd-
böndin og greindi hvort fremra
dekk ökutækja var komið yfir eða
var á stöðvunarlínu á því augna-
bliki sem rautt ljós byrjaði að
loga.
Einstök rannsókn hérlendis
Rannsóknin er sú fyrsta á Ís-
landi sem rannsakar tíðni aksturs
gegn rauðu ljósi með myndbands-
greiningu. Myndbandsbúnaði var
komið fyrir á tveimur stöðum við
gatnamótin þriðjudaginn 3. desem-
ber til föstudagsins 6. desember.
„Samtals óku 11 ökumenn gegn
rauðu ljósi (þ.e. yfir stöðvunarlínu
eftir að rautt ljós kviknaði) og 58
voru á stöðvunarlínu þegar rautt
ljós kviknaði yfir talningartíma-
bilið frá 16.00-19.00,“ segir í nið-
urstöðum EFLU.
Akstur á
móti rauðu
ljósi mældur
Fyrsta rannsókn
sinnar tegundar hér
Mælingar Akstur
gegn rauðu ljósi.