Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Mörgum þótti skrítið hve sam-tök um viðskipti voru á
skjön við fólkið í landinu í Ice-
save-málum en fylgdu Steingrími
og Jóhönnu sem höfðu horn í síðu
atvinnulífs eins og 100 skatta-
hækkanir þeirra sýndu. Og nú
virðast slík sam-
tök aftur upp á
kant við al-
menning. Hvers
vegna?
Gunnar Rögn-valdsson
bendir á orð
leiðtoga í at-
vinnulífi í Finn-
landi: „Björn
Wahlroos, stjórnarformaður Nor-
dea-bankans og Sampo Group-
samsteypunnar, segir að það hafi
verið stór mistök að Finnland
skyldi hafa tekið upp myntina
evru. En Finnar hafa verið læstir
fastir inni í evru frá og með
1999.
Finnland hefur næstum enganhagvöxt haft frá og með
árinu 2007.“ En síðan þá eru liðin
12 ár. „Á þessu tímabili hefur
sænska hagkerfið hins vegar vax-
ið um meira en 20 prósent,“ segir
Wahlroos.
Það hefur kostað Finnland of-boðslegt fé að sitja uppi með
þýska mynt á finnskum vinnu-
markaði,“ segir hann. „Þegar þú
ert með vonlausa verkalýðshreyf-
ingu á vonlausum vinnumarkaði
eins og í Finnlandi, þá verður þú
að hafa þína eigin mynt.“
Fjárfestar vilja ekki festa fésitt í svona landi, sagði
Wahlroos.
Sem sagt: evran hefur kostað
Finnland heilt heilbrigðiskerfi
plús allt skólakerfið, á aðeins 12
árum, eða sem svarar til eins
fimmta af stærð hagkerfisins.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Skrítið daður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Starfsmenn vitadeildar Vegagerðar-
innar hafa unnið að því undanfarna
daga að koma fyrir nýjum ljósabún-
aði í nýjasta vita Íslands. Vitinn
stendur við Sæbraut í Reykjavík,
skammt frá Höfða.
Vitinn er samstarfsverkefni
Reykjavíkurborgar og Faxaflóa-
hafna og tekur við hlutverki vitans á
toppi Sjómannaskólans sem leitt
hafði sæfarendur rétta leið inn í
Reykjavíkurhöfn. Bygging á Höfða-
torgi skyggir á þann vita.
Rafvirkjar vitadeildarinnar, þeir
Guðmundur Jón Björgvinsson og
Ástþór Ingi Ólafsson, verða að störf-
um í vitanum næstu daga en vonir
standa til að hann verði tekinn í
notkun um og eftir miðjan mánuð-
inn.
Vitinn er nú þegar orðinn mikið
aðdráttarafl ferðamanna sem rölta
meðfram sjónum líkt og Sólfarið hef-
ur verið. „Hér er nú þegar margt
fólk að taka sjálfur með vitanum,“ er
haft eftir Guðmundi á vef Vegagerð-
arinnar.
Töluverð vinna er fólgin í því að
setja upp ljós í slíkan vita og hafa
starfsmenn vitadeildarinnar mikla
sérfræðiþekkingu í því. Stilla þarf
ljósið nákvæmlega svo skipin geti
varist hættulegum svæðum.
Þegar rafvirkjarnir hafa lokið
störfum og stillt ljósið með upplýs-
ingum frá verkfræðistofunni Hnit,
mun siglingasvið Landhelgisgæsl-
unnar taka næsta skref og taka ljós-
in út og staðfesta að þau lýsi rétta
leið. Þá verður hægt að gefa út lög-
leg sjókort og vitinn tekinn í notkun.
sisi@mbl.is
Taka „sjálfur“ við nýja vitann
Morgunblaðið/Ómar
Nýr viti Verið er að koma ljósabún-
aði fyrir í vitanum við Sæbraut.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Vonast er til þess að kríustofninn á
Íslandi verði öflugri í ár heldur en
undanfarið. Jóhann Óli Hilmarsson
fuglafræðingur segir að afkoma krí-
unnar á sunnan- og vestanverðu
landinu hafi versnað vegna ætis-
skorts frá árinu 2005. Krían sé nú á
válista Náttúrufræðistofnunar yfir
fugla í nokkurri hættu.
Ætisskortur kríunnar var í sam-
ræmi við vandamál fjölmargra ann-
arra sjófugla sem byggja afkomu
sína á sandsíli. Stofn sandsíla beið
hnekki á þessum tíma og hefur ekki
rétt úr sér síðan. Jóhann segir að
kríustofninn hafi hins vegar rétt úr
kútnum árið 2015 og kríuvarp á Sel-
tjarnarnesi var í meðallagi það ár.
Varpið var einnig gott árið 2016 en
því hrakaði nokkuð árið 2017. Kríu-
varpið var með svipuðu móti við
Reykjavíkurtjörn en þar mistókst
varpið í fyrrasumar.
Varp sjófugla hefur síðustu ár
gengið betur á norðanverðu Íslandi,
norðan línu sem dregin er frá Arnar-
firði til Stöðvarfjarðar. Þar er meira
um sandsíli og fjölbreyttari fæða
fyrir sjófuglana.
Krían er langförulust allra fugla
og á sér varpstaði allt í kringum
norðurheimskautið. Vetrarstöðvar
kríunnar eru í Suður-Atlantshafi við
Suður-Afríku og í Suður-Íshafinu
við Suðurskautslandið. Kríurnar
nýta sér staðvinda til þess að auð-
velda sér þetta langa farflug og
fylgja ætisríkum hafsvæðum á leið-
inni. Jóhann Óli segir að reiknað hafi
verið út að gamlar kríur fljúgi um
það bil þrefalda vegalengdina til
tunglsins yfir ævina. Flughraði
fuglanna sé um 45 til 60 km á klst. í
um sex til sjö tíma á hverjum degi.
Alls séu þetta um 300 km á dag.
Erfitt varp vegna
skorts á sandsílum
Hægur bati ís-
lenska kríustofnsins
frá árinu 2015
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fuglar Kríur á Seltjarnarnesi árið
2018. Varpinu þar hrakaði ári áður.