Morgunblaðið - 13.05.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019
Ramadanmánuður, ein heilagasta hátíð íslamstrúar, stendur yfir um þess-
ar mundir. Hér sjást egypskir múslimar samankomnir í Al-Aszhar-
moskunni í Kaíró í tilefni hátíðarinnar. Einnig var haldið upp á að 1079 ár
eru liðin frá því að moskan var byggð. Moskan er ein sú virtasta í landinu.
AFP
Haldið upp á ramadan
Egyptaland
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Vígamenn réðust inn í kaþólska
kirkju í bænum Dablo í norðurhluta
Afríkuríkisins Búrkína Fasó klukk-
an níu í gær-
morgun og skutu
sex manns innan-
dyra til bana í
miðri messu, þar
á meðal prestinn.
Vígamennirnir,
sem voru um 20
til 30 talsins,
lögðu síðan eld að
kirkjunni og
komust undan.
Eldurinn barst til
fleiri bygginga í bænum og víga-
mennirnir létu greipar sópa um heil-
brigðismiðstöð þar í nágrenninu í
óðagotinu.
Ousmane Zongo, bæjarstjóri
Dablo, sagði í viðtali við AFP að
skelfingarástand ríkti í bænum.
„Fólk hefur lokað sig af inni á
heimilum sínum, öll starfsemi hefur
verið lögð niður. Búðir og verslanir
eru lokaðar. Þetta er nánast drauga-
bær,“ sagði hann.
Árásir jihadista hafa færst í
aukana í Búrkína Fasó frá árinu
2015. Fyrir tveimur vikum réðust
hryðjuverkamenn á mótorhjólum á
mótmælendakirkju í Silgadji og
myrtu prestinn og fimm sóknarbörn.
Aðeins tveimur dögum áður en
árásin í Dablo var gerð höfðu
franskir hermenn bjargað fjórum
gíslum úr haldi hryðjuverkamanna í
norðurhluta landsins. Tveir her-
menn létu lífið í björgunaraðgerð-
inni. Um 4.500 franskir hermenn eru
í Búrkína Fasó, Malí, Níger og Tjad
til þess að hjálpa stjórnvöldum að
vinna bug á hryðjuverkaógninni sem
stafar af öfgasamtökum á svæðinu.
Samkvæmt talningu Sameinuðu
þjóðanna hafa um 100.000 manns
hrakist að heiman vegna árása á
þessu ári.
Sex drepn-
ir í árás
á kirkju
Skelfing grípur um
sig í Búrkína Fasó
Her Franskur her-
maður við landa-
mæri Malí og Búrk-
ína Fasó í mars.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Haldið var til kosninga til að velja
nýjan forseta í Litháen í gær. Dalia
Grybauskaite, forseti landsins frá
árinu 2009, mun láta af embætti eftir
kosningarnar þar sem forseti Lithá-
ens getur aðeins setið í tvö kjör-
tímabil. Grybauskaite er vinsæl með-
al Litháa og hefur gjarnan verið
kölluð litháíska járnfrúin, bæði vegna
hörku sinnar í stjórnmálum og vegna
þess að hún er með svart belti í kar-
ate.
Forseti Litháens getur haft áhrif á
útnefningu í embætti dómara, ríkis-
saksóknara og seðlabankastjóra.
Jafnframt er forsetanum heimilt að
beita neitunarvaldi gegn lagasetn-
ingum og tekur þátt í að móta utan-
ríkisstefnu ásamt ríkisstjórninni.
Forsætisráðherra
og tveir hagfræðingar
Forsetakosningin er haldin í tveim-
ur umferðum. Í hinni seinni verður
valið milli tveggja atkvæðahæstu
frambjóðendanna frá því í gær. Önn-
ur þeirra er Ingrida Simonyte, sem
var fjármálaráðherra Litháens frá
2009 til 2012. Þegar efnahagskreppa
gekk yfir álfuna á þeim tíma stóð hún
fyrir verulegum lækkunum á ríkisút-
gjöldum.
Andstæðingar hennar gagnrýna
hana látlaust fyrir að hafa lækkað líf-
eyri og laun opinberra starfsmanna á
þeim tíma en stuðningsmenn hennar
halda því fram að hún hafi leikið lykil-
hlutverk í því að leiða Litháen út úr
kreppunni.
Hinn frambjóðandinn sem kemst í
seinni umferð kosningrainnar er Git-
anas Nauseda. Nauseda er hagfræð-
ingur sem hefur unnið hjá litháíska
samkeppniseftirlitinu, Landsbanka
Litháens og síðast sem fjármála-
ráðgjafi bankastjóra SEB bankans,
stærsta banka í Litháen. Nauseda er
þjóðkunnur sem álitsgjafi fjölmiðla í
efnahagsmálum og þekktur fyrir að
gæta yfirvegunar og hófsemi í orð-
ræðu sinni. Saulius Skvernelis, for-
sætisráðherra Litháens úr flokki
bænda og græningja, var einnig í
framboði. Á forsætisráðherratíð sinni
hefur Skvernelis lengi átt í deilum við
Grybauskaite forseta. Skvernelis náði
ekki nægu fylgi til að komast í aðra
umferð kosninganna og hefur lýst því
yfir að hann hyggist segja af sér sem
forsætisráðherra vegna ósigursins.
Mikið hefur verið rætt um ójöfnuð
og fátækt í aðdraganda forsetakosn-
inganna. Í nýlegri skýrslu Evrópu-
sambandsins kom fram að um 30 pró-
sent Litháa ættu á hættu fátækt eða
jaðarsetningu. Fátækt í Litháen er
með því mesta í Evrópusambandinu
og landsmenn hafa áhyggjur af því að
það leiði af sér fólksflótta þar sem
fjöldi ungmenna hefur á síðustu árum
flust til Vestur-Evrópu í von um
betra líf.
Samhliða forsetakjörinu var kosið
um breytingar á stjórnarskrá lands-
ins um að fækka þingmönnum úr 141
í 121 og leyfa Litháum að hafa tvö-
faldan ríkisborgararétt.
Litháar velja sér
nýjan forseta
Forsætisráðherra Litháen segir af
sér eftir ósigur í forsetakosningunni
AFP
Litháen Ingrida Simonyte greiðir
atkvæði sitt á sunnudaginn í Vilníus.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Kosningar voru haldnar í Nýju-
Kaledóníu, frönskum eyjaklasa í
Suðvestur-Kyrrahafi, um helgina.
Sjálfstæðissinnum sem vilja rjúfa
tengsl eyjaklasans við Frakkland
mistókst þar að vinna meirihluta á
þingi líkt og þeir höfðu vonast til.
Íbúar Nýju-Kaledóníu kusu í
þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember í
fyrra um það hvort þeir vildu skilja
sig frá Frakklandi og stofna sjálf-
stætt ríki en höfnuðu því með 56,4
prósentum atkvæða. Naum útkoman
úr atkvæðagreiðslunni hafði þó veitt
sjálfstæðissinnum í Þjóðfrelsisfylk-
ingu kanaka og sósíalista (Front de
libération nationale kanak et socia-
liste) von um að geta unnið meiri-
hluta á nýkaledónska sjálfstjórnar-
þinginu. Eftir kosninguna er niður-
staðan hins vegar sú að flokkar sem
hlynntir eru áframhaldandi sam-
bandi við Frakkland hafa hreppt
rúman helming þingsæta, eða 28 af
54. Bandalag miðhægriflokka sem
tengjast franska Repúblikana-
flokknum (Les Républicains) vann
16 þingsæti og mun líklega mynda
næstu stjórn eyjaklasans.
Kyrrahaf Íbúar Nýju-Kaledóníu höfnuðu sjálfstæði í atkvæðagreiðslu í
fyrra. Nýja-Kaledónía nýtur nokkurs sjálfræðis innan Frakklands.
Kaledónsk kosning
Sjálfstæðissinnum mistekst að
vinna meirihluta á sjálfstjórnarþingi