Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 14

Morgunblaðið - 13.05.2019, Side 14
BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Niðurstöður breskrar rann-sóknar, sem birtar vorunýlega, benda til þess, aðáhrif samfélagsmiðla á líf ungmenna séu takmörkuð og líklega afar lítil. Fjölskylda, vinir og skólar hafi mun meiri áhrif. Rannsóknin var gerð á vegum Oxfordháskóla og voru niðurstöð- urnar birtar í tímaritinu PNAS. Lagðar voru spurningar fyrir 12.672 börn á aldrinum 10 til 15 ára á ár- unum 2009 til 2017. Voru þau beðin að skrá tímann, sem þau vörðu á samfélagsmiðlum á venjulegum skóladögum og leggja einnig mat á það hve ánægð þau væru með ákveðna þætti í lífinu. Markmiðið með rannsókninni var að kanna, hvort unglingar, sem nota samfélagsmiðla mikið væru al- mennt óánægðari með lífið en þeir sem nota slíka miðla minna, eða hvort unglingar, sem líður ekki vel, notuðu samfélagsmiðla meira en aðr- ir. Niðurstaðan var sú, að í stórum dráttum væru afar lítil tengsl milli lífshamingju og samskiptamiðlanotk- unar. Andrew Przybylski, professor við Internetstofnun Oxfordháskóla, sem stýrði rannsókninni, segir við breska ríkisútvarpið BBC, að 99,75 af lífshamingju einstaklings tengist ekki með neinum hætti notkun þeirra á samfélagsmiðlum. Áhrifin voru ívið meiri hjá stúlkum en drengjum en al- mennt væri sá munur ekki tölfræði- lega marktækur. „Foreldrar ættu ekki að hafa áhyggjur af því hvað börn þeirra verja miklum tíma á samfélags- miðum – það er rangt að hugsa á þeim nótum,“ segir Przybylski við BBC. „Niðurstöðurnar benda ekki til þess að þetta sé mikið áhyggjuefni.“ Meira samtal og samvera Að sumu leyti kallast þessar niðurstöður á við þær niðurstöður, sem Þórhildur Stefánsdóttir hefur komist að í háskólanámi sínu í hag- nýtri menningarmiðlun. Þórhildur hefur rannsakað áhrif snjallsíma- notkunar á unglinga og lokaverkefni hennar fólst í því, að hún hélt fyrir- lestra og ræddi við nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu þar sem hún fjallaði meðal annars um hvernig samfélagsmiðla- og tæknifyrirtæki geri allt til að halda notendum við efnið og auka notkunina. Þórhildur segir, að krakkarnir hafi sýnt þessum fyrirlestrum mik- inn áhuga og í ljós hafi komið að þau vildu gjarnan nýta tímann til annars en að vera stöðugt í símanum. „Þetta er kynslóðin, sem nánast fæðist með símann í höndunum. En síðan kemur í ljós, að í þeirra huga er einkum þrennt sem þau óska sér. Það er að vera meira með vinum sín- um, tala við fjölskylduna og verja meiri tíma í útiveru,“ segir Þórhildur. Vilja aðgang að upplýsingum Bresku vísindamennirnir segja, að nú sé mikilvægt að greina hvaða ungmenni séu í meiri hættu en önnur á að verða fyrir tilteknum áhrifum frá samfélagsmiðum og hvaða aðrir þættir hafi áhrif á velferð þeirra. Þeir áforma að hitta fulltrúa samfélags- miðlaveitna og ræða við þá hvernig hægt sé að afla upplýsinga um hvern- ig fólk notar slíka miðla og smáforrit burtséð frá þeim tíma, sem það ver í slíka notkun. Aðgangur að slíkum upplýsingum sé lykillinn að skilningi á þeim margvíslegu hlutverkum, sem samfélagsmiðlar leika í lífi ung- menna. Fjölskylda og vinir mikilvægari en síminn Ljósmynd/Þórhildur Stefánsdóttir Í símanum Snjallsíminn hefur áhrif á samveru ungmenna með fjölskyldu og vinum. Krakkarnir á myndinni eru nemar í leiklist í grunnskóla í Kópavogi. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á dögunumspurði Guð- mundur Ingi Kristinsson, þing- maður Flokks fólksins, heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir bæklunar- aðgerðum. Guðmundur benti á að 1.000 manns væru enn á biðlista eftir slíkum aðgerðum og sagði svo: „Þegar fólk hef- ur verið á biðlista eftir bækl- unaraðgerðum í þrjá mánuði á það að hringja viðvörunar- bjöllum. Þegar fólk hefur ver- ið á biðlista í sex mánuði eru hlutirnir farnir að vera slæm- ir. Þegar fólk hefur verið á biðlista í níu mánuði þá eru orðnar 90% líkur á því við- komandi muni aldrei fara í vinnu aftur. Ef fólk er á bið- lista í heilt ár og gleypir þús- undir verkjataflna er það grafalvarlegt mál. Þá er verið að búa til lyfjafíkla.“ Þessar ábendingar eiga fullan rétt á sér og viðbrögð heilbrigðisráðherra við þess- um alvarlega vanda hafa hing- að til valdið vonbrigðum. Því hefur til dæmis verið hafnað að nýta krafta einka- aðila til að stytta biðlistana þrátt fyrir að sú leið sé augljóslega hagkvæm. Svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar voru líka vonbrigði. Ráðherra sagði fleiri komast hraðar í aðgerð en áður, en þó fer því víðs fjarri, samkvæmt svari ráðherra, að ástandið sé ná- lægt því að vera viðunandi. Ekkert bendir til að ráð- herra hyggist breyta afstöðu sinni til einkarekstrarins en þó má segja að veik von sé í því að ráðherrann viðurkennir vandann og lýsti í svari sínu áhyggjum af því „hvað fjölgar mikið á biðlistunum“. Ráðherrann telur að það verði að „ná betur utan um biðlista í liðskiptum“, en ætli það sé ekki enn brýnna að leggja fordóma gegn einka- rekstri til hliðar og gera það sem dugar til að ná biðlist- unum niður. Vitað er hvað þarf til að bæta ástandið}Fjölgun á biðlistum S íðdegis í dag verður fóstureyðinga- frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tekið til loka- atkvæðagreiðslu á fundi Alþingis. Þar verður að öllu óbreyttu heimilt að eyða ófullburða börnum í móðurkviði fram að 23. viku meðgöngu og það án nokkurra skilyrða, sbr. 1. málsliður 1. mgr. 4. gr. frum- varpsins en þar segir: Heimilt er að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku þungunar. Þetta verður mæðradagsgjöf þings til þjóðar. Ég hvet alla sem geta til að fylgjast með því þegar atkvæðagreiðslan um frumvarpið fer fram. Ég get lofað því að hún mun fara fram að viðhöfðu nafnakalli þar sem hver og einn viðstaddur þingmaður mun þurfa að gefa upp afstöðu sínu í heyranda hljóði frammi fyrir alþjóð, og það verður líka eftir því tekið ef einhver og þá hver kýs að greiða at- kvæði með fótunum og láta sig vanta í atkvæðagreiðsl- una. Andstaða okkar í Flokki fólksins gegn þessu frum- varpi er þekkt og hún hefur ekkert breyst. Þetta er átak- anlegasta þingmál sem ég hef staðið frammi fyrir síðan ég settist á þing. Frumvarpið kom á sínum tíma sem þruma úr heiðskíru lofti. Umræðan um það í þinginu hef- ur verið í skötulíki. Meðhöndlun málsins er Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og formanni í velferðar- nefnd, sem ber ábyrgð á því innan nefndarinnar, ekki til sóma. Ekkert var rætt um það í kosningabaráttunni haustið 2017 að einhverjir flokkar hygðust leggja þetta mál fram. Hvergi sér þess stað í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Hvaða öfl standa á bak við það að þrýsta frumvarpinu í gegn og það í nafni kvenfrelsis? Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag kemur fram að engin umræða hef- ur átt sér stað í grasrót Sjálfstæðisflokksins um þetta viðkvæma mál. Ég veit ekki hvernig staðan er í hinum stjórnarflokkunum. Sjálf hef ég aldrei heyrt af slíkri umræðu innan Framsóknarflokksins. Afstaða Vinstri grænna til aukinnar heimilda til fóstureyð- inga þarf hins vegar ekki að koma á óvart og gildir vísast einu um hvort þau mál hafi verið rædd í starfi þess flokks eða ekki. Tölfræðin sýnir að fimmti hver getnaður hér á landi endar með fóstureyðingu. Fram- kvæmdar eru rúmlega eitt þúsund fóstureyðingar árlega eða 4 fóstureyðingar hvern virkan dag ársins. Engri konu hefur verið neitað um aðgerðina. Það eru einungis um 4.000 fæðingar hérlendis á ári hverju. Fæðingar- tíðnin hefur aldrei mælst lægri en nú. Í jafn þróuðu og vel upplýstu samfélagi og við státum af dagsdaglega er algerlega óásættanlegt að um 20% allra þungana ljúki með því að fóstri sé eytt. Fóstureyð- ingar fela iðulega í sér harm og þjáningar fyrir alla þá sem hlut eiga að máli. Hvernig sem atkvæðagreiðslan um fóstureyðingafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer í dag, þá er víst að við verðum að taka umræðuna og hefja þjóðarátak í fækkunum fóstureyðinga og um leið að lækka þetta skelfilega hlutfall. Inga Sæland Pistill Mæðradagsgjöf þings til þjóðar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Vera meira úti. Lesa. Hitta fleiri. Vera meira með fjölskyldu. Fara oftar út að hreyfa sig. Gera meira af því sem er skemmtilegt. Syngja meira í sturtu. Vera úti. Fara í sund. Sofa meira. Tala við fólk. Þetta eru nokkur dæmi um það sem grunnskólanemar skrif- uðu niður þegar Þórhildur Stef- ánsdóttir spurði hvað þeir vildu helst gera ef snjallsíminn og samfélagsmiðlar væru ekki þeir tímaþjófar, sem raun ber vitni og þau vildu nýta tímann til annars. Hitta fleiri og tala við fólk SAMVERA Óskir Óskalisti grunnskólanema. Eftir því semmeira erfjallað um störf hæfnis- nefndar vegna vals landsréttardóm- ara kemur betur í ljós að dómsmálaráðherra og Alþingi höfðu ríkar ástæður til að sam- þykkja tillögu nefndarinnar ekki óbreytta. Fram hefur komið að excel-aðferðin sem nefndin notaði var afar ófull- komin og röðunin sem hún skilaði kom jafnvel nefndar- mönnum sjálfum í opna skjöldu. Þeir virðast ekki hafa verið sáttir við röðunina en ákváðu þó að hreyfa ekki við því sem tölvan mataði þá á. Ráðherra og Alþingi geta ekki leyft sér slík vinnubrögð. Í Morgunblaðinu á laugar- dag var svo sagt frá viðhorfum sem fram komu hjá hluta nefndarmanna um að ráðherra hefði verið gerður greiði með því að afhenda honum lista með aðeins 15 umsækjendum til að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af valinu, gæti ein- faldlega gert tillögu nefndar- innar að sinni. Hæfnisnefndir eru notaðar til að auðvelda ráðherrum að leggja mat á umsækjendur. Og í þessu tilviki var ekki aðeins um það að ræða að ráðherra þyrfti að leggja mat á umsækj- endur, það var Alþingi sjálft sem ákvað hverjir yrðu skipaðir í Landsrétt. Þetta gleymist stundum í umræðunni, jafn- vel hjá þingmönn- um sem sjálfir tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni um málið. Hæfnisnefndir eru hins veg- ar ekki hugsaðar til að taka völdin af ráðherrum eða Al- þingi, enda bera þeir sem í nefndunum sitja enga ábyrgð á skipan í embætti og starfa að mestu eða öllu leyti fjarri aug- um almennings. Umræðan um val á dómur- um í Landsrétt hefur varpað skýru ljósi á nauðsyn þess að endurskoða hvernig hæfnis- nefndir eru notaðar og skerpa á því hvert hlutverk þeirra á að vera. Af ummælum sem fallið hafa má sjá að ekki er öllum sem í hæfnisnefndum starfa ljóst að skipunarvaldið er annars eða annarra og að hæfnisnefnd á ekki að reyna að seilast til áhrifa umfram þau sem henni eru ætluð. Hæfnisnefndir geta gegnt mikilvægu hlutverki við að auðvelda val á hæfustu ein- staklingunum í laus embætti. Þegar þeim verða á mistök, eða er jafnvel misbeitt eins og hætta er á þegar hlutverk þeirra er ekki nægilega skýrt, eru þær ekki til gagns heldur ógagns. Nauðsynlegt er að skerpa á hlutverki hæfnisnefnda} Ákvörðunarvald og ábyrgð fari saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.