Morgunblaðið - 13.05.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.05.2019, Qupperneq 28
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mjög flott verk og fjöl- breytt og á sama tíma krefjandi og skemmtilegt,“ segir Ari Þór Vil- hjálmsson fiðluleikari um konsert fyrir fiðlu og selló eftir Johannes Brahms sem hann leikur einleik í ásamt Sigurgeiri Agnarssyni selló- leikara á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu á fimmtudag kl. 19.30 undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnason- ar. Á efnisskránni er einnig Aka- demískur hátíðarforleikur eftir Brahms, Sinfónía nr. 3 eftir Louise Farrenc og España eftir Emmanuel Chabrier. „Við Sigurgeir höfðum fyrst orð á því við stjórnendur Sinfóníunnar fyrir um tíu árum að okkur langaði til að spila þennan konsert Brahms með hljómsveitinni,“ segir Ari Þór og rifjar upp að þá hafi þeir Sigur- geir báðir verið aðstoðarleiðarar hvor í sinni hljóðfærarödd. „Það kom alltaf eitthvað upp á sem frestaði áformunum og í millitíðinni spiluðum við Beethoven-þríkonsertinn með hljómsveitinni árið 2013. Þegar okk- ur loks bauðst að flytja þetta núna stukkum við á tækifærið.“ Óhræddir við að gagnrýna Aðspurður segir Ari Þór þá Sigur- geir hafa unnið mikið saman í gegn- um tíðina. „Við höfum spilað mikið af kammertónlist, unnið saman í kennslu og erum góðir vinir,“ segir Ari Þór og tekur fram að þeir Sigur- geir séu býsna sammála í nálgun sinni á konsertinn þegar komi að hraðavali og styrkleikabreytingum. „Lykillinn að góðu samstarfi okkar er að við erum óhræddir við að tjá skoðun okkar hvor við annan og koma með uppbyggilega gagnrýni þegar við á. Við höfum verið að bera saman bækur okkar með hjálp nú- tímatækninnar og sent hvor öðrum smáskilaboð og upptökur af völdum köflum til að stilla saman strengi. Flutningurinn byggist á góðu samtali okkar tveggja,“ segir Ari Þór og tekur fram að mikilvægt sé fyrir spilara í sinfóníuhljómsveitum að fá reglulega tækifæri til að spreyta sig sem ein- leikarar. „Krefjandi verkefni eins og að leika einleik halda manni í mjög góðu spilaformi. Það er líka mjög hollt að þurfa að hugsa sem einleikari en ekki bara sem hluti stórs hóps. Hlut- verk einleikarans reynir á mann á allt annan hátt en að sitja í hljómsveitinni. Því fleiri og meira krefjandi verkefni sem maður fær því betri spilari verð- ur maður sem aftur gagnast hljóm- sveitinni.“ Þar sem Ari Þór býr og starfar er- lendis í dag liggur beint við að spyrja hvaða þýðingu það hafi fyrir hann að fá tækifæri til að koma heim og leika fyrir landsmenn. „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig. Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik einleik með Sinfóní- unni frá því ég hætti í henni, en ég sagði upp árið 2015. Mér finnst skipta miklu máli að halda góðum tengslum við tónlistarlífið hérlendis og fá að spila fyrir íslenska áheyrendur. Frá því ég flutti út hef ég lagt mig fram um að halda góðum tengslum við tón- listarlífið hérlendis og kem mjög reglulega til landsins, allt frá þremur til tíu sinnum á ári, til að sinna tónlist- arverkefnum,“ segir Ari Þór sem á umliðnum árum hefur reglulega kom- ið fram á tónleikum Kammermús- íkklúbbsins, sinnt kennslu og komið fram á Reykholtshátíð ásamt því að vera framkvæmdastjóri fyrir Tón- listarakademíuna í Hörpu sem árlega stendur fyrir sumarnámskeiðum. Skemmtilegt ævintýri Ari Þór lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2001 og stundaði frekara nám í Bandaríkj- unum. Á árunum 2006-2014 starfaði hann hjá SÍ og var meðal annars leið- ari 2. fiðlu hljómsveitarinnar. Fyrir fimm árum söðlaði hann um, flutti til Helsinki og hefur síðustu ár verið leið- ari 2. fiðlu Fílharmóníusveitarinnar í Helsinki. Í mars tók hann síðan við sem leiðari 2. fiðlu hjá Fílharmóníu- sveit Ísraels til eins árs. „Ég bý núna í Tel Aviv og mér líður mjög vel þar,“ segir Ari Þór og tekur fram að hann finni ekki fyrir þeim átökum sem í landinu geisa. „Ég upplifi Tel Aviv sem frjálslynda borg í anda Evrópu og upplifi mig öruggan þar,“ segir Ari Þór og rifjar upp að hann hafi skropp- ið til borgarinnar í frí í fyrra og umsvifalaust heillast af staðnum. „Þegar þessi eins árs staða var aug- lýst stuttu síðar ákvað ég að slá til, enda gaman að breyta til. Ég fór í prufuspilið og þau buðu mér stöðuna. Þetta er mjög skemmtilegt ævintýri,“ segir Ari Þór og viðurkennir að ekki sé alveg eins auðvelt að skreppa heim til Íslands frá Ísrael, þar sem ekki sé lengur beint flug í boði, samanborið við Helsinki þar sem daglega sé boðið upp á beint flug. „Meðan ég dvel í Ísr- ael mun ég því sennilega ekki koma alveg eins oft heim og áður,“ segir Ari „Krefjandi verkefni halda manni í mjög  Ari Þór leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands á fimmtudag kl. 19.30  Starfar erlendis sem leiðari 2. fiðlu 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Smart lands blað Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. maí Í Smartlandsblaðinu verður fjallað um tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólar- kremum, sólgleraugum, sumarskóm og sundfatnaði PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 27. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ ið - Af- n- a ik- ja ns ní. ir ín- . Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarmaður Jón Óskar ásamt Halldóri Birni Runólfssyni listfræðingi. Myndlistarsafnararnir Skúli Gunnlaugsson og Bragi Guðlaugsson. Fjölmennt var við opnun myndlistarsýninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.