Morgunblaðið - 13.05.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 13.05.2019, Síða 29
Þór og tekur fram að sér hafi á síð- ustu árum liðið mjög vel í Helsinki þar sem vel fari um hann. Spurður hvernig það hafi komið til að hann sótti upprunalega um stöðu erlendis segir Ari Þór það í raun ekki hafa komið til af góðu. „Ég ákvað að leita út fyrir landsteina eftir fremur leiðinlegt tímabil með Sinfóníunni. Ár- ið 2011 sótti ég um stöðu konsert- meistara og þá fór í gang mjög sér- stakt ráðningarferli sem tók hálft annað ár. Við vorum tvö sem fengum prufuvikur, en samtímis var staðan auglýst erlendis og haldið prufuspil í London. Þegar loks var ráðið í stöð- una leituðum við bæði, sem fengið höfðum prufuvikur, til umboðsmanns Alþingis sem komst, hálfu öðru ári seinna, að þeirri niðurstöðu að máls- meðferðin við ráðningu í starfið hefði ekki verið í samræmi við reglur hljómsveitarinnar. Í raun var allt ráðningarferlið ólöglegt. Mér þótti gott að fá þessa afdráttarlausu niður- stöðu umboðsmanns Alþingis. Þetta var afar erfiður tími og mér sárnaði þetta mjög. Ég sá því ekki fyrir mér að ég gæti starfað áfram innan hljóm- sveitarinnar og ákvað að leita fyrir mér erlendis, sem endaði með ráðn- ingunni í Helsinki,“ segir Ari Þór og tekur fram að mótlætið hér heima hafi opnað augu hans fyrir tækifærum er- lendis sem hafi reynst honum til góðs þegar upp var staðið. Nýjar dyr opnuðust „Lífið heldur áfram og maður tekst á við næstu áskorun. Ég hef fengið fleiri tækifæri úti, verið gestakonsert- meistari í Stokkhólmi í sex vikur og einnig gestakonsertmeistari í Tou- louse í Frakklandi í þrjár vikur. Þetta hefði aldrei gerst ef ég hefði starfað áfram á Íslandi. Þannig hafa opnast fyrir mér dyr sem ég hefði aldrei bankað á ella. Það er bæði spennandi og mikil viðurkenning að fá að spila með frábærum hljómsveitum úti í heimi sem maður hafði fram að því að- eins dáðst að á Youtube. Það hefur líka verið frábært að fá tækifæri til að kynnast annarri menningu og fólki í ólíkum löndum,“ segir Ari Þór og tek- ur fram að í ljósi forsögunnar þyki sér sérlega vænt um að fá tækifæri til að leika einleik með SÍ og vonar að fleiri tækifæri gefist til þess í framtíðinni. Spurður hvar hann sjái sjálfan sig eftir tíu ár segist Ari Þór sannfærður um að hann muni enn búa og starfa erlendis. „Ég er ekki að fara að flytja heim neitt á næstunni. Mér líður vel úti, sem skýrist kannski af því að ég ólst að hluta til upp erlendis,“ segir Ari Þór og rifjar upp að hann hafi búið í Bandaríkjunum frá því hann var fimm til tíu ára meðan foreldrar hans voru þar í námi. „Mamma er frá Mexíkó þannig að ég á stóra fjöl- skyldu þar. Ég hef því alltaf haft sterk tengsl við útlönd frá því ég man eftir mér. Það er aldrei að vita nema ég flytji heim seinna, en það verður ekki í bráð.“ Morgunblaðið/Hari góðu spilaformi“ Áskorun „Lífið heldur áfram og maður tekst á við næstu áskorun,“ segir Ari Þór. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2019 Útgefandinn Guðrún Vilmundardóttir, Gauti Kristmannsson þýðandi og gagnrýnandi og Hrefna Haraldsdóttir hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. r Hallgríms Helgasonar í Tveimur hröfnum »Hallgrímur Helgason opnaði myndlistarsýn- ingu sína KLOF & PRÍ$ í Tveimur hröfnum list- húsi á föstudaginn. Hall- grímur er horfinn frá raunsæi fyrri málverka yfir í meiri fantasíustíl en umfjöllunarefnið að þessu sinni er staða og barátta kynjanna. Gaman Jón Kalman Stefánsson, Ágústa Skúladóttir, Guðrún Vilmundardóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og málarinn. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Gagnrýnandi Opera Now, Neil Jon- es, skrifar afar lofsamlega um upp- færslu Íslensku óperunnar á La Traviata eftir Verdi og gefur upp- færslunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rýnir hrósar sér- staklega aðalsöngvurunum, Herdísi Önnu Jónasóttur, sem hafi sungið óaðfinnanlega og túlkað Víólettu með lifandi hætti, og Elmari Gil- bertssyni er einnig hrósað fyrir söng og sviðsframkomu. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir „Hnökralaus“ Elmar Gilbertsson og Herdís Anna Jónasdóttir í hlutverkum sín- um – hún er sögð „hnökralaus Violetta“. Rýnir Opera Now hrósar La Traviata Sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu, í leikstjórn Sig- urðar Líndal Þórissonar, hefur ver- ið valin af Þjóðleikhúsinu athyglis- verðasta áhugaleiksýning leik- ársins 2018-2019. Sýningin þótti unnin af miklum metnaði og hvergi var slegið af kröfum við uppfærsl- una. Önnur sýning sama leikflokks, Snædrottningin, kom einnig sterk- lega til greina við val á sýningu árs- ins. Val Þjóðleikhússins á athyglis- verðustu áhugaleiksýningu leikárs- ins fór fram í tuttugasta og sjötta sinn. Að þessu sinni sóttu fimmtán leikfélög um að koma til greina við valið með sautján sýningar. Í umsögn dómnefndar kemur fram að sýningin sé unnin af mikl- um metnaði og hvergi slegið af kröfum, og þar segir m.a.: „Stór leikhópurinn er skipaður hæfi- leikafólki sem nýtur sín í botn… Af- slappaður leikurinn skilar frásögn- inni á einlægan og einfaldan máta þannig að húmor og boðskapur verksins komast vel til skila.“ Venju samkvæmt býður Þjóðleik- húsið leikhópnum að koma og setja verkið upp á Stóra sviði leikhússins og verður verkið sýnt þann 14. júní. Hárið „Afslappaður leikurinn skilar frásögninni á einlægan og einfaldan máta…“ Hárið athyglisverðasta áhugasýningin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.