Morgunblaðið - 13.05.2019, Page 32
Margverðlaunaðar
þýskar innréttingar
Verið velkomin í
sýningarsalinn að
Suðurlandsbraut 26
Suðurlandsbraut 26 – S: 587 2700
a a www.alno.is
Vortónleikar Kvennakórs Garða-
bæjar verða haldnir í kvöld kl. 20 í
Neskirkju. Á tónleikunum verða
sungin lög frá Noregi, Finnlandi og
Danmörku auk laga frá Bandaríkj-
unum, Kanada og Lettlandi. Stjórn-
andi er Ingibjörg Guðjónsdóttir og
píanóleikari Sólveig Anna Jóns-
dóttir en einnig koma fram með
kórnum Berglind Stefánsdóttir
flautuleikari og Þorgrímur Jónsson
kontrabassaleikari.
Kvennakór Garðabæjar
heldur vortónleika
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 133. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Reykjavíkurliðin KR og Fylkir gerðu
1:1 jafntefli í Frostaskjóli í gær í
Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu
en liðin eru taplaus eftir fyrstu þrjá
leikina. Íslandsmeistarar Vals hafa
hins vegar tapað tveimur leikjum í
röð í deildinni og eru aðeins með
eitt stig. Nýliðarnir af Akranesi
byrja af krafti og eru taplausir eftir
þrjá leiki. »26-27
KR og Fylkir taplaus
eftir jafntefli í gær
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Manchester City hélt sjó í loka-
umferð ensku úrvalsdeildarinnar og
tryggði sér meistaratitilinn annað
árið í röð með stórsigri á Brighton á
útivelli. Enn á ný mistókst Liverpool
að landa sigri í ensku úrvalsdeild-
inni eftir að hafa verið á toppi
deildarinnar yfir jólahátíðarnar. Lið-
ið þurfti að gera sér annað sætið að
góðu þótt það hafi aðeins tapað
einum leik í deildinni. »24
Annað árið í röð hjá
Manchester City
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við verðum vonandi farnir úr skíta-
gallanum og komnir í huggulegri föt
eftir tvær vikur. En þessu miðar vel,“
segir Ragnar Eiríksson matreiðslu-
maður.
Ragnar undirbýr nú opnun nýs
veitingastaðar á Laugavegi 27 ásamt
félögum sínum, þeim Ólafi Erni
Ólafssyni og Braga Skaftasyni. Stað-
urinn verður í húsnæðinu þar sem
kaffihúsið Tíu dropar var um árabil
en hefur að undanförnu hýst asíska
veitingastaðinn Pho. Á nýja staðnum
verður lögð áhersla á gott vín og því
þótti þeim félögum vart annað koma
til greina en að nefna hann Tíu sopa.
„Það var reyndar bara í gríni fyrst
en fólk er hrifið af þessu svo við not-
um nafnið. Við ætluðum upphaflega
að kalla þetta Vínstúkuna en það er
gamalt orð fyrir vínbar. Núna notum
við þetta sitt á hvað, Vínstúkan og Tíu
sopar.“
Létt og kósí matreiðsla
Ragnar segir að á Tíu sopum verði
gott úrval af víni og vínvænum smá-
réttum með. „Þetta verða litlir bitar
sem gott er að grípa með vínglasi. Þú
kemur ekki hingað í steik, þetta verð-
ur létt og kósí.“
Hann segir að vínsérfræðingurinn
Ólafur Örn sé að setja saman vegleg-
an vínseðil og á honum verði gott úr-
val af náttúruvíni og víni frá minni
framleiðendum.
Báðir tengjast þeir veitingastaðn-
um Dill. Ólafur var einn stofnenda
staðarins og Ragnar var yfirkokkur
þegar Dill hlaut Michelin-stjörnu.
Hann segir þó að matseldin á Tíu
sopum verði ekki í líkingu við Dillið
og matseðillinn einfaldur.
„Ég ætla ekkert endilega að binda
mig við nýnorræna eldhúsið. Þetta
verður bara einfalt, 3-4 atriði eru al-
veg nóg á disk. Það voru þrír gæjar í
Nirvana og það dugði,“ segir hann og
hlær.
Þriðji maðurinn, Bragi, stofnaði
síðast Veður á Klapparstíg og rak.
„Hann er forstjórinn. Það er gott að
hafa einn fullorðinn með,“ segir
Ragnar.
„Einhver sál í þessu húsi“
Hann kveðst sannfærður um að
markaður sé fyrir vínbar í miðborg
Reykjavíkur. Þetta sé raunar akk-
úrat staðurinn sem vantað hafi. „Við
erum samt bara að smíða stað sem
okkur langar sjálfa að vera á. Þetta er
svona staður sem við færum á í út-
löndum. En svo er þetta líka svo
þægilegt og kósí húsnæði. Það er ein-
hver sál í þessu húsi.“
Morgunblaðið/Hari
Góður (vín)andi Ragnar Eiríksson, Ólafur Örn Ólafsson og Bragi Skaftason eru að standsetja húsnæðið.
„Það voru þrír gæjar í
Nirvana og það dugði“
Kunnir veitingamenn hyggjast opna vínbarinn Tíu sopa