Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 6

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 félaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðina og birt í apríl í fyrra, að fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 22% frá 2011 til 2017 en bílaumferð á hvern íbúa um 21%. Bendir þessi töl- Fram kom í samkomulaginu að samningsaðilar væru „sammála um að vinna að samningi um uppbygg- ingu og rekstur almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæðinu, markvissar stuðningsaðgerðir og frestun stórra vegaframkvæmda í 10 ára tilraunaverkefni“. Umferðin átti að minnka Meðal meginmarkmiða var að „skapa forsendur til frestunar á stórum framkvæmdum í samgöngu- mannvirkjum með öflugri almenn- ingssamgöngum sem dragi úr vexti bílaumferðar á stofnbrautakerfinu á annatímum“. Vegagerðin mælir umferð um þrjú mælisnið á höfuðborgarsvæðinu. Vísitala þeirra mælinga miðast við árið 2005, og er þá 100. Vísitalan var 109,18 stig árið 2012 en var 143,43 stig í fyrra. Vísitalan hækkaði því um 31,4% frá undirritun samningsins. Fram kom í skýrslu Mannvits, sem unnin var fyrir Samtök sveitar- Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á árunum 2012 til 2018 fékk Strætó bs. alls 5,6 milljarða styrk frá ríkinu. Á sama tímabili lögðu eigendur fyrirtækisins, sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu, því til 21 milljarð. Þetta má lesa úr ársreikningum félagsins en sá nýjasti var undirrit- aður um miðjan marsmánuð. Framlag ríkisins á tímabilinu er hluti af samkomulagi milli ríkissjóðs og eigenda Strætó sem undirritað var árið 2012. Markmið þess var meðal annars að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að hlutfall fólks sem notar Strætó daglega hafi haldist í 3-7% frá árinu 2012 og hlutfall fólks sem tekur Strætó minnst vikulega jafnvel lækkað. Virðist því nokkuð í land með að það markmið að tvöfalda notkunina náist á samningstíman- um. Rennur samningurinn út 2022. fræði til að notkun strætó hafi aukist álíka mikið og notkun bíla síðan vilja- yfirlýsing um áðurnefnt samkomu- lag var undirrituð haustið 2011. Þá má nefna að ferðamönnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Eigendur Strætó bs. eru sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörð- ur, Garðabær, Mosfellsbær og Sel- tjarnarnes. Þar af á Reykjavíkur- borg 60,3% hlut í fyrirtækinu. Strætó fékk 5,6 milljarða frá ríkinu  Heildarframlag árin 2012 til 2018  Vegaframkvæmdir voru settar á ís Rekstrartekjur Strætó bs. árin 2012 til 2018* *Samkvæmt ársreikningum félagsins. **Haustið 2011 var undirrituð viljayfi rlýsing af hálfu innanríkisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Vegagerðarinnar og SSH um að efl a almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í maí 2012 var áritaður sam- starfssamningur milli ríkissjóðs og eigenda Strætó bs. og eru markmið og tilgangur samningsins m.a. að tvöfalda a.m.k. hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu. Til að ná fram markmiðum samningsins mun Strætó bs. fá mánaðarlegt framlag frá ríkissjóði fram til ársins 2022. 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Samtals Fargjöld - Strætó 1.277 1.422 1.477 1.655 1.821 1.890 1.952 11.494 Rekstrarframlög eigenda 2.586 2.712 2.823 2.952 3.032 3.226 3.557 20.888 Ríkisframlag** 350 903 822 806 890 890 905 5.566 Sértekjur þjónustudeilda 4 4 Útseld þjónusta 34 78 112 Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra 1.334 1.538 1.522 4.394 Akstursþjónusta fatlaðs fólks 1.593 1.593 Aðrar tekjur 32 24 104 196 198 213 310 1.077 Samtals 4.283 5.139 5.226 6.943 7.479 7.741 8.317 45.128 Hagnaður (tap) 295 496 370 23 180 10 -123 1.251 Upphæðir eru í milljónum kr. 5 HLEMMUR Þetta gríðarstóra skemmti- ferðaskip, Celebrity Silhouette, gerði sér lítið fyrir í vikunni og tyllti sér á bragga við Sundahöfn. Bragginn er þó ekki hinn eini sanni, sá í Nauthólsvík sem hefur verið á milli tannanna á fólki í fleiri mánuði, en risanum virtist standa á sama. Þetta skemmtiferðaskip er eitt af þeim fjölmörgu sem sækja Ísland heim á árinu en markaðsstjóri Faxaflóahafna, Erna Kristjáns- dóttir, sagði í samtali við Morgun- blaðið í byrjun árs að árið 2019 yrði tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í skemmti- ferð á göml- um bragga Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ársafkoma Deildardalsjökuls reynd- ist lítillega jákvæð á milli áranna 2017 og 2018 en lítillega neikvæð á Búrfellsjökli og Hausafönn. Nokkrir smájöklar á Tröllaskaga hafa verið mældir í um áratug. Skafti Brynj- ólfsson, jarðfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, er að vinna úr gögn- unum og telur að það mörg ár hafi verið neikvæð að afkoman í heild sé neikvæð á þessu tímabili þótt þessir jöklar hopi ekki eins hratt og stóru jöklarnir í landinu. Skafti nýtur aðstoðar Sveins bróð- ur síns og Brynjólfs Sveinssonar föð- ur þeirra við athuganir á þessum þremur jöklum sem allir eru í ná- grenni Svarfaðardals og Dalvíkur þar sem þeir búa. Náttúrufræði- stofnun hefur gefið út skýrslu Skafta um niðurstöður athugana á þróun jöklanna milli áranna 2017 og 2018. Misjafnt eftir staðsetningu Mælingar og athuganir á ástandi fanna og jökla á haustdögum benda til nokkuð neikvæðrar ársafkomu ut- an til á skaganum en að hún hafi ver- ið nærri jafnvægi og jafnvel jákvæð miðsvæðis og innarlega á Trölla- skaga. Þótt mælingarnar nái aðeins til þriggja smájökla af rúmlega 150 sem eru á Tröllaskaga dregur Skafti þær ályktanir að afkoma þeirra í heild sé nálægt jafnvægi. „Afkoman virðist hafa verið meiri inn til skag- ans frekar en utanvert. Það gæti tengst tíðum suðlægum og suðvest- lægum áttum sem skila oft miklum snjó innarlega á skaganum en minni út með,“ segir Skafti. Smájöklarnir minnka minna en stóru jöklarnir á hálendi Íslands. Skafti nefnir þá skýringu að jöklarn- ir á Tröllaskaga séu litlir og sitji gjarnan í skuggsælum skálum eða botnum þar sem mikill snjór geti safnast saman. Smájöklarnir á Tröllaskaga hopa  Jöklarnir í jafnvægi á síðasta ári Jöklar á Tröllaskaga Kortagrunnur: OpenStreetMap Hausafönn Deildardalsjökull Búrfellsjökull ALRÆÐISHUGTAKIÐ Heimspekingarnir Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn skiptast á skoðunum um ALRÆÐISHUGTAKIÐ Hannes notaði hugtakið í formála nýútkominnar bókar, Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958, en höfundar eru Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson, Guðmundur G. Hagalín, Sigurður Einarsson í Holti og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Stefán efast hins vegar um, að alræðishugtakið komi að notum í stjórnmálaumræðum. Ólafur Þ. Harðarson er fundarstjóri. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands RNH, Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt. Málstofa í Stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands kl. 16–17:30 föstudaginn 17. maí 2019

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.