Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2019
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn
7. júní 2019 og hefst hann kl. 09:00 áHilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður
fram til samfiykktar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2018/19.
4. Ákvörðun um fióknun til stjórnarmanna og undirnefnda.
5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
6. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar.
7. Kosning tilnefningarnefndar.
8. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.
9. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum.
10.Tillaga um samkeppnisstefnu Haga hf.
11. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt
upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og
framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins,
http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/
Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, fi.e.
forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra
hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar
beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.
Stjórn Haga hf.
Óðinn Viðskiptablaðsins fjallaði ígær um ört vaxandi kostnað
við hælisleitendur. Þar kemur fram
að árið 2013 hafi kostnaðurinn ver-
ið 468 milljónir króna en árið 2017
hafi hann verið
kominn í 3.437
milljónir.
Það ár hafi1.096 sótt
um hæli, en í
fyrra hafi dreg-
ið úr og um-
sóknirnar verið
800. Útlit sé fyrir svipaðan fjölda í
ár og sé styttri vinnslutími um-
sókna talinn ástæða fækkunar.
Vonandi dregur þetta úr útgjöld-
unum en enn er fjöldinn þó gríðar-
legur og útgjöldin sömuleiðis.
Óðinn vitnaði meðal annars tilorða Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur frá árinu 2015 sem
hefði sagt að hún skildi ekki þá
stöðu sem upp væri komin og hún
hefði bent á að Makedónía og Alb-
anía væru ekki átakasvæði „og því
fullkomlega óeðlilegt að verja tíma
og fjármunum í að skoða hundruð
hælisumsókna frá þessum löndum
meðan þúsundir kvenna, karla og
barna eru í neyð á átakasvæðum
heimsins“.
Óðinn nefnir að Ísland eigi aðleggja sitt af mörkum til að
„hjálpa þeim sem eru í neyð og
koma frá átakasvæðum. Það verður
að gera af skynsemi og við megum
ekki byggja upp kerfi þar sem auð-
velt er fyrir hvern sem er að setjast
upp á.“
Þetta er mikilvæg umræða semþví miður hefur ekki farið mik-
ið fyrir, sennilega aðallega af ótta
við ómálefnalegar árásir. Það er
hins vegar full ástæða til að ræða
þessi mál af þeirri alvöru sem þau
eiga skilið.
Kerfið á ekki að
vera til að spila á
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur
verið ráðin ritstjóri Frjálsrar fjöl-
miðlunar ehf., sem m.a. á og rekur
DV og dv.is. Lilja er annar tveggja
ritstjóra sem ráðnir verða til fé-
lagsins.
Lilja Katrín er með BA-gráðu í
leiklist, hún hefur starfað í fjöl-
miðlum síðustu fimmtán árin og var
ma. ritstjóri Séð og heyrt. Lilja
mun vinna náið með Guðmundi
Ragnari Einarssyni, markaðs- og
þróunarstjóra DV, að þróun DV og
undirmiðla. Einar Þór Sigurðsson
verður áfram aðstoðarritstjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar ehf.
Lilja er nýr ritstjóri
Þóra Friðriksdóttir
leikkona, lést 12. maí
síðastliðinn á 87. ald-
ursári.
Þóra fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1933, dóttir hjónanna
Láru M. Sigurðar-
dóttur, húsfreyju og
Friðriks V. Ólafs-
sonar, skipherra hjá
Landhelgisgæslunni
og síðar skólastjóra
Sjómannaskólans.
Þóra var yngst fjög-
urra systkina og er
eftirlifandi systir hennar Þórunn
Friðriksdóttir.
Þóra lærði leiklist í London
School of Speech and Drama og
lærði einnig í Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins, þaðan sem hún útskrif-
aðist 1955. Hún steig fyrst á svið
það sama ár í hlutverki Billie Dawn
í leikritinu Fædd í gær og markaði
það upphafið að fimmtíu ára far-
sælum ferli hennar hjá
Þjóðleikhúsinu. Meðal
leikrita sem hún lék í
voru Sólarferð eftir
Guðmund Steinsson,
Blanche DuBois í
Sporvagninum Girnd,
Mary Tyrone í Dag-
leiðinni löngu inn í
nótt. Síðasta hlutverk
Þóru á sviði var 1998 í
leikriti Arnmundar
Backman, Maður í
mislitum sokkum þar
sem voru saman
komnir helstu leikarar
af hennar kynslóð. Þóra lék einnig
fjölmörg hlutverk í sjónvarpi og í
kvikmyndum og má þar nefna Á
hjara veraldar, Sódóma Reykjavík
og Atómstöðin.
Þóra giftist Jóni Sigurbjörnssyni,
leikara, leikstjóra og óperusöngv-
ara, 1956 og eignuðust þau tvær
dætur, Láru og Kristínu, en Þóra
og Jón slitu samvistir 1981.
Andlát
Þóra Friðriksdóttir
Atvinna