Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 14

Morgunblaðið - 17.05.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Strætisvagnareru hluti afþeim kostum sem fólk stendur frammi fyrir þegar ferðalög innan höf- uðborgarsvæðisins eru annars vegar. Full ástæða er til að bjóða upp á þennan kost eins og gert hefur verið myndarlega í áratugi. Staðreyndin er þó sú að það er tiltölulega mjög lítill hópur sem nýtir þennan ferða- máta að einhverju marki og áherslur þeirra sem taka ákvarðanir um samgöngu- og skipulagsmál á svæðinu ættu að taka mið af því. Í umfjöllun Morgunblaðsins í gær má sjá að frá árinu 2011 hefur engin aukning orðið á fjölda þeirra sem nýta sér strætisvagna 3-6 sinnum í viku, um 3%, og fjöldi þeirra sem nýta strætó daglega hefur meira en helmingast og er nú einnig um 3%. Þeir sem ferðast aldrei eða nánast aldrei með strætó eru heldur fleiri nú en árið 2011. Samanburðurinn við árið 2011 er mikilvægur vegna þess að þá var undirrituð vilja- yfirlýsing ríkisins og sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu um tíu ára tilraunaverkefni um að efla almenningssamgöngur á svæðinu. Ætlunin var að „tvö- falda a.m.k. hlutdeild almenn- ingssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborg- arsvæðinu á samningstím- anum“. Enginn getur haldið því fram að þetta markmið hafi náðst. Þróunin hefur ekki einu sinni þokast í þessa átt, þvert á móti er þróunin frekar í hina áttina. Þessi þróun staf- ar ekki af því að viljayfirlýsingin hafi verið orðin tóm. Þvert á móti hefur verið unnið eftir henni með verulega hækkuðu framlagi ríkisins til strætó og er framlagið nærri einn milljarður króna árlega. Þetta eru háar fjárhæðir, og það sem meira er, þær voru teknar af öðrum samgöngum á svæðinu. Þetta hefur, ásamt þeirri stefnu borgaryfirvalda að leggja steina í götu einka- bílsins, orðið til þess að vega- kerfið hefur setið á hakanum, sem hefði að öðru jöfnu átt að ýta fólki yfir í aðra ferðamáta, einkum í strætó. Og það var einmitt ætlunin. Viðbrögðin við þessum öfug- snúna árangri hafa því miður verið á sömu lund. Í stað þess að draga rökréttar ályktanir af tilraunaverkefninu hefur verið ákveðið að ausa meira fé í al- menningssamgöngur. Ekki bara með því að bæta aðeins í og þétta strætisvagnakerfið, sem væri nógu sérkennilegt í ljósi áhugaleysis almennings, heldur með því að ákveða að setja milljarðatugi í nýtt risa- vaxið ofurstrætisvagnakerfi, svokallaða borgarlínu. Ekkert bendir til að árangurinn af þeim fjáraustri verði meiri en af því sem þegar hefur verið reynt, en fyrir liggur að út- gjöldin verða margföld. Hvernig má það vera að ábyrgir stjórnmálamenn rísi ekki á fætur og stöðvi þessa óráðsíu? Fjárausturinn í strætó hefur í besta falli skilað engu} Öfugsnúin viðbrögð Það hefur vissu-lega margt breyst í Íslend- ingabyggðum vest- ur í Ameríku síð- ustu áratugi og má þá horfa til beggja átta um landa- mærin á milli Kan- ada og Bandaríkjanna. Þar er sjálfsagt ekki lengur að finna stórskáld á borð við Stefán G, Guttorm J. eða Ká- inn eða rithöfunda á borð við Jóhann Magnús Bjarnason sem gladdi marga unga sem eldri með bókum sínum um Brazilíufarana, Eirík Hansson og Í Rauðárdalnum. Þó eru enn mörg dæmi um skapandi listamenn þar sem láta ekki hjá líða að geta tengsla sinna austur um haf. Kynslóðum frá landnemum fjölgar auðvitað. Og þeim hefur fækkað hratt sem tala enn málið. En þeir sem hafa tekið þátt í gleði Vestur-Íslendinga fram undir síðustu tíð eða far- ið í ógleymanlegar ferðir á slóðir feðra og mæðra þeirra gleyma því seint. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhann- esson og frú Eliza Reid eru lögð af stað til Winni- peg í Manitoba, sem er vina- bær Reykjavíkur, til að taka þátt í aldarafmæli Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Vestur- heimi. Þar mun forsetinn flytja há- tíðarræðu af þessu góða tilefni og eiga fundi, jafnt með fyrir- mennum og „löndum“ okkar. Þeir sem notið hafa gest- risni í Íslendingabyggðum vita að myndarlega verður tekið á móti forsetahjónunum. Er sérstaklega viðeigandi að forsetahjónin taki, fyrir hönd „gamla landsins“, þátt í þess- um atburðum og gleðjist þar með góðum. Enn vilja frændur okkar í Vesturheimi halda virku sam- bandi við gamla landið og það er gagnkvæmt} Fagnaðarefni F rumvarp um þungunarrof var samþykkt sem lög frá Alþingi í vikunni. Lögin marka þáttaskil þar sem konur á Íslandi fá loks sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama og um það hvort þær vilji ganga með og eiga barn. Ný lög fela ekki í sér rýmkun á tímaramma. Heimilt hefur verið að rjúfa þungun til loka 22. viku meðgöngu að fengnu leyfi nefndar í þeim tilfellum sem meðganga ógnar lífi konu eða fósturs eða ef miklar lík- ur eru taldar á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Breytingin sem felst í nýju lögunum er sú að nú er það konan sem tekur þessa ákvörð- un, enda er hún best til þess fallin. Í um- sagnarferli þessa máls kom fram skýr af- staða fagfólks á þessu sviði um að hrófla ekki við þeim tímamörkum sem nú er miðað við. Var í því samhengi vakin athygli á því að þær konur sem eru í einna verstu félagslegu aðstæðunum eru oft einmitt þær konur sem ekki átta sig á að þær eru þungaðar fyrr en mjög seint og hafa því jafnvel þurft að leita út fyrir landsteinana eftir heilbrigðisþjónustu. Í umræðum um málið á þinginu og í fjölmiðlum hef- ur verið tekist á um ólík sjónarmið, ekki síst hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt kvenna gagnvart rétti fósturs. Það er gömul saga og ný að konur hafi þurft að berjast fyrir rétti sínum til sjálfræðis og ábyrgðar. Um það vitnar bar- átta kvenna fyrir rétti til menntunar og launa að ógleymdri baráttunni fyrir kosn- ingarétti og kjörgengi kvenna. Á þessum tímamótum er því óhjákvæmilegt annað en að minnast þeirra kvenna sem í gegnum aldirnar hafa barist fyrir og náð fram þeim mikilvægu samfélagsbreytingum sem skipa Íslandi í fremstu röð á sviði kynjajafnréttis á heimsvísu. Þetta hefur verið löng vegferð en í dag höfum við eignast eina framsæknustu lög- gjöf á þessu sviði. Með breiðum stuðningi þingsins við málið hefur löggjafinn sýnt þann skýra vilja að Ísland skipi sér áfram í fremstu röð í heiminum varðandi stöðu kvenna og sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Þótt umræður um málið í þinginu hafi á köflum tekið á bliknar það í samanburði við þá kvennasamstöðu sem ríkti á þinginu við meðferð málsins. Slík kvenna- samstaða þvert á flokkslínur er dýrmæt og gefur fyr- irheit um frekari umbætur á sviði jafnréttismála á komandi árum. Svandís Svavarsdóttir Pistill Áfram stelpur! Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Öldungadeild Alabamasamþykkti í vikunni aðherða reglur um heimildtil þungunarrofs. Ríkis- stjórinn Kay Ivey staðfesti í kjöl- farið lögin sem eru þau hörðustu í Bandaríkjunum. Í stuttu máli er þungunarrof nú bannað á öllum stigum þungunar og læknar sem framkvæma þungunarrof eiga yfir höfði sér refsingu, allt að lífstíðar- fangelsi. Þungunarrof er aðeins heimilt ef líf móður er í hættu eða ef fóstrið mun fæðast andvana. Öfugt við mörg önnur ríki í Banda- ríkjunum heimila lögin ekki þung- unarrof þó svo konan sé þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell. Alabama er ekki eina ríki Bandaríkjanna þar sem breytingar eru gerðar á þungunarrofslögum. Í ár hafa 28 ríki af 50 boðað eða kynnt ný lagaákvæði sem takmarka munu rétt kvenna til þungunarrofs. Vilja umfjöllun hæstaréttar Í umfjöllun AFP-fréttaveit- unnar kemur fram að þessi þróun eigi sér fyrst og fremst stað í ríkj- um þar sem repúblikanar halda um stjórnartaumana. Ætlunin sé að snúa við dómi hæstaréttar frá 1973, Roe gegn Wade, þar sem úrskurðað var að konu væri heimilað þung- unarrof. „Refsingar fyrir lækna sem framkvæma þungunarrof í Ala- bama eru svo harðar að þeir þora ekki að taka ákvörðun um að bjarga lífi móður. Þeir gætu verið ákærðir fyrir að deyða fóstrið sem hún gekk með. Í Alabama hefur þegar fækk- að þeim heilsugæslustöðvum sem bjóða upp á þungunarrof úr þrettán í þrjár á nokkrum árum. Konur þurfa nú að ferðast langa leið til að ganga að þessari þjónustu,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í al- þjóðasamskiptum við Stjórnmála- fræðideild HÍ. „Þetta er allt til að svipta þær möguleikanum á að nýta sér þenn- an rétt sem enn þá er stjórnar- skrárvarinn. Það kom fram við lagasetninguna í Alabama í máli þeirra sem studdu frumvarpið að þeir gerðu sér grein fyrir því að þetta væri stjórnarskrárbrot. Markmiðið er að koma þessu í hæstarétt. Lagasetningin í Alabama og víðar skapar fjölda leiða að hæsta- rétti til að fá Roe gegn Wade snúið við. Með því væri afnumin alríkis- vernd á þessum réttindum og hvert ríki mætti setja lög fyrir sig eftir pólitískum veðrum og vindum hverju sinni. Í dag mega ríkin ekki takmarka réttinn til þungunarrofs. En nú, eftir að Trump skipaði tvo íhaldssama dómara við hæstarétt, sjá andstæðingar þungunarrofs sér leik á borð til að fá þessu snúið við.“ Áformin mæta andstöðu Viðbúið er að þessi áform mæti andstöðu. Stærstu mannúðarsam- tök Bandaríkjanna, ACLU, hafa til dæmis heitið því að höfða mál til að koma í veg fyrir að frumvarpið í Alabama verði að lögum. Sama er uppi á teningnum í öðrum ríkjum. „ACLU mun fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Silja Bára. Hún segir að lagasetningin sé markvisst skipulögð hjá andstæð- ingum þungunarrofs. Ekki sé ástæðulaust að lögum sé breytt í svo mörgum ríkjum. Með því aukist líkurnar á að koma málinu til um- fjöllunar í hæstarétti. „Lobbíista- hóparnir samræma það sem er að gerast á mörgum stöðum. Þeir hafa markvisst ekki farið af stað fyrr en núna þegar hæstiréttur er þannig samsettur að þessi möguleiki er fyrir hendi. Þetta er auðvitað áhugavert fræðilega en um leið mjög ógnvekjandi.“ Réttur til þungunar- rofs víða takmarkaður AFP Mótmæla þungunarrofi Öldungadeild Alabama samþykkti í vikunni að skerða rétt til þungunarrofs. Fleiri ríki Bandaríkjanna hafa gert hið sama. Silja Bára seg- ir að réttur til þungunarrofs hafi verið tak- markaður með lögum í sjö ríkjum Bandaríkj- anna það sem af er ári. Auk þess hafi slíkt verið til umfjöllunar í nítján öðr- um ríkjum og gæti dregið til tíð- inda víðar á næstunni. Hún nefn- ir sem dæmi að í Utah hafi réttur til þungunarrofs verið færður úr 28 vikum niður í 18 vikur. Í Ark- ansas sé sömuleiðis miðað við 18 vikur nú. Á sama tíma sé verið að rýmka rétt kvenna til þung- unarrofs á Íslandi, Írlandi, Kýpur og í Norður-Makedóníu. „Þetta sýnir hvernig tog- streitan er með þessi mál sem hefði átt að vera búið að útkljá á áttunda áratugnum. Þetta er bakslag í kvenfrelsisbarátt- unni.“ Bakslag í baráttunni KVENFRELSISBARÁTTA Silja Bára Ómarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.