Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Aðalgata 10, Fjallabyggð, fnr. 213-0062, þingl. eig. Joachim ehf.,
gerðarbeiðendur Birta lífeyrissjóður og Fjallabyggð, fimmtudaginn
23. maí nk. kl. 10:30.
Vetrarbraut 4, Fjallabyggð, fnr. 213-1009, þingl. eig. Joachim ehf.,
gerðarbeiðendur Birta lífeyrissjóður og Fjallabyggð, fimmtudaginn
23. maí nk. kl. 10:45.
Hvammur, Akureyri, fnr. 215-6376, þingl. eig. Kristján Ingimar Ragn-
arsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Akureyrarkaupstaður,
fimmtudaginn 23. maí nk. kl. 12:00.
Freyjunes 10, Akureyri, fnr. 229-8384, þingl. eig. Halldór Jóhannsson,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Akureyrarkaupstaður og Sýslu-
maðurinn á Norðurlandi eys, þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 10:30.
Goðanes 8-10, Akureyri, fnr. 236-5344, þingl. eig. Vodexx ehf., gerðar-
beiðendur Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys og Arion banki hf. og
Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 10:15.
Dalbraut 13, Dalvíkurbyggð, eignarhluti gerðarþola, fnr. 215-4776,
þingl. eig. Gunnlaugur Antonsson, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn
á Norðurlandi eys og Festi hf., miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 14:15.
Bakkavegur 9, Langanesbyggð, fnr. 216-7726, þingl. eig. Grétar
Jósteinn Hermundsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norður-
landi eys, miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 12:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
16. maí 2019
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Bingó kl. 13.30, síðasta
skiptið fyrir sumarfrí. Spjaldið kostar 250 krónur. Kaffi kl. 15.
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnusýning Boðans laugardaginn 18. maí og sunnu-
daginn 19. maí kl. 13-17. Vöfflukaffi á boðstólnum allir velkomnir.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Listasmiðja opin kl. 9-16. Thai chi kl. 9-10. Botsía kl.
10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Zumba kl. 12.30. Hæðargarðsbíó
kl. 13.30. Gáfumannakaffi kl. 14.30.Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16.
Skráning í vorferðina stendur yfir. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Furugerði 1 Íslenskumorgnar kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl.
11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30–15.30. Föstudagsfjör: Alltaf
mismunandi.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Vorsýning í Jónshúsi kl. 10.30-16. Kaffiveitingar frá kl. 13-15.30.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Undirbúningur og uppsetning á handverki fyrir sýningu.
Athugið! Um helgina, 18. og 19. maí verður hin árlega handverks-
sýning kl. 13 til 17 báða dagana.
Gullsmári Handavinna kl. 9 / Handverkssýning eldri borgara helgina
18.-19. maí 2019 kl. 13-17.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og ný-
liðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 11.30 línu-
dans, kl. 13 brids, kl. 13 botsía, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl. 11.30
leikfimi Bjarkarhúsi.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bíó kl. 13.15 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í
Grafarvogssundlaug. Opið hús í Borgum í tilefni 5 ára afmælisins kl.
13 til 16 í dag, sýningar, tónlistaratriði, nafnasamkeppni, gleði og
gaman. Allir hjartanlega velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
tréútskurður kl. 9-12, opin listasmiðja án leiðbeinanda kl. 9-12, upp-
lestur kl. 11-11.30, hádegisverður kl. 11.30, föstudagsskemmtun kl. 14.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Spilað í króknum kl.
13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. ATH. Síðasti skráningardagur í dag
vegna sameiginlegrar ferðar félagsstarfsins og kirkjunnar sem farin
verður nk. þriðjudag 21. maí. Skráningablöð liggja frammi á Skóla-
braut og Eiðismýri. Einnig má nálgast allar nánari upplýsingar hjá
Kristínu í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó
kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Spænskunámskeið kl. 13.00. Kennarar frá Spænsku-
skólanum Háblame. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit
hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Smá- og raðauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Sigríður Kon-ráðsdóttir
fæddist 12. mars
1920 á Miðjanesi í
Reykhólasveit.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands 3. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Konráð
Sigurðsson bóndi
og Ingveldur Pét-
ursdóttir ljósmóðir.
Systkini hennar voru Torfi,
fæddur 1916, látinn 1988, Þor-
björg, fædd 1924, látin 2015,
Petrea Guðný, fædd 1931, látin
2007.
Sigríður ólst upp á Miðjanesi
fram til átta ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan að Finnmörk í
Fitjárdal. Ári síðar að Böðvars-
hólum í Vesturhópi þar sem
hún ólst upp með fjölskyldu
sinni fram á fullorðinsár.
Skólagangan var ekki mikil
mundardóttur. 2) Konráð Ingi,
f. 1944, giftur Þórhildi Elías-
dóttur en var áður giftur Vil-
borgu Eddu Lárusdóttur og
eiga þau þrjár dætur. Sigríður,
f. 1967, gift Sverri Bergssyni.
Unnur, f. 1972. Björk, f. 1982, í
sambúð með Unnari Reynis-
syni. 3) Birna, f. 1951, var í
sambúð með Guðna Vigni Jóns-
syni og þeirra sonur er Jón
Vignir, f. 1979, giftur Elsu
Dórótheu Kjartansdóttur. 4)
Aðalsteinn, f. 1956, d. 2015, var
giftur Þuríði Halldórsdóttur og
eiga þau tvær dætur. Andrea
Ágústa, f. 1991. Sigríður
María, f. 1993. Aðalsteinn var
áður giftur Ólöfu Kristjáns-
dóttur. Langömmubörnin eru
13.
Eftir að Torfi og Sigríður
brugðu búi 1999 fór Torfi á
sjúkrahúsið á Hvammstanga en
Sigríður leigði íbúð þar uns
hún flutti í Nestún árið 2000.
Hún dvaldi í Nestúni fram til
haustsins 2013 er hún fór inn á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
þar sem hún dvaldi fram til
dauðadags.
Útför hennar fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 17.
maí 2019, klukkan 15.
eins og títt var á
þessum tíma en
einhverja vetrar-
parta var Sigríður
í farskóla á Grund
í Vesturhópi. Eftir
fermingu var hún
síðan tvo vetur við
nám í Reykjaskóla
í Hrútafirði.
Sigríður giftist
29. desember 1940
Torfa Óldal Sig-
urjónssyni frá Hörgshóli í
Vesturhópi, f. 1918, d. 2002.
Sama ár hófu þau búskap á
Hörgshóli en 1942 fluttu þau að
Stórhóli í Línakradal og
bjuggu þar allt fram til ársins
1999 er jörðin var seld.
Sigríður og Torfi eignuðust
fjögur börn. 1) Sigurjón, f.
1940, d. 2015, giftur Vilborgu
Þórðardóttur. Synir þeirra:
Torfi, f. 1969, giftur Grétu
Garðarsdóttur, og Þórður, f.
1973, giftur Karenu Ingi-
Með þessari vísun í ljóðið fal-
lega eftir Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi kveð ég ömmu mína
og nöfnu og óska henni friðar og
blessunar.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn,
og dregur andann djúpt og rótt,
um draumabláa júlínótt.
[...]
Nú dreymir allt um dýrð og frið
við dagsins þögla sálarhlið,
og allt er kyrrt um fjöll og fjörð
og friður drottins yfir jörð.
Tenging mín við ömmu og
nöfnu var í raun kaflaskipt. Fyrir
og eftir pönk og diskó. Á fyrra
tímabilinu var ég lítil malbiks-
drottning úr Árbænum í heim-
sókn hjá ömmu á Stórhóli. Þótti
mjög vænt um nafnið og sveitina
en viðkvæm sál og ekki mikill
bógur. Hún var þá húsfreyja í
sveit og hugsaði um menn og dýr
frá morgni til kvölds. Þrotlaus
vinna og ekki mikil hjálp í mér.
Þó mér hefði kannski átt að vera í
blóð borið að hafa sérstakt lag á
dýrum eða líða í það minnsta
þokkalega innan um þau þá var
það ekki raunin. Ég gat sótt
kýrnar með fylgdarmanni. Hékk
í pilsfaldinum á ömmu og var út-
hlutað huggulegum inniverkum
við nestisgerð, bakstur o.fl. þegar
annað var fullreynt. Ég gat
hlaupið á eftir rollum en alls ekki
staðið fyrir þeim og í réttunum
leið mér mun betur með ömmu og
öðrum kvenfélagskonum í réttar-
kaffinu heldur en nokkurn tíma
inni í rétt með rollunum.
Líf hennar var tileinkað því að
hugsa um aðra eins og svo al-
gengt var hjá konum af þessari
kynslóð. Ótrúleg nægjusemi og
úthald í víðum skilningi.
En svo koma kaflaskilin og þá
var sveitarómantíkin ekki í há-
vegum höfð. Ég var svo lánsöm
að vera unglingur á blómaskeiði
pönksins. 15 ára þegar Rokk í
Reykjavík kom út í bíó. Fór beint
úr hermannaklossunum yfir í
grænbláan fúskpels á diskótíma-
bilinu.
Frú Sigríði var hlíft við þess-
um ósköpum. Hún var barn síns
tíma og kunni best að meta það
þegar dömur voru í pilsi og með
vel greitt hár. Hún hafði stíl-
hreinan smekk og hafði orð á því
ef henni fannst eitthvað alveg
laust við að vera fallegt.
Lífið gekk sinn vanagang í
sveitinni meðan við unga fólkið
hlustuðum á ACDC og Donnu
Summer og okkur tekið fagnandi
þegar við byrjuðum að venja
komur okkur í sveitina aftur.
Sameiginlegur áhugi á handa-
vinnu og ýmsu tengdu börnum og
heimilishaldi tengdi okkur saman
þegar ég var sjálf komin með fjöl-
skyldu og langömmubörnin
fengu að njóta samvista við hana
eftir að hún hætti að búa. Þeim
var strokið um vanga og drukku
heitt kakó meðan móðir þeirra
fékk orð í eyra ef hún fékk sér
bara kaffi í bolla en skildi bónda
sinn eftir kaffilausan og í ein-
hverju reiðileysi.
Amma var greind kona og
fylgdist vel með þjóðmálum og
líka því hvernig gekk við sveita-
störfin löngu eftir að hún hætti
sjálf að búa.
Þessi næstum hundrað ár sem
hún lifði eru umhugsunarefni á
kveðjustundu. Og það hvaða dýr-
mætu eiginleika hennar væri gott
að tileinka sér og bera áfram.
Nægjusemina og æðruleysið hef
ég í blóðinu vonandi, þó eitthvað
hafi vantað upp á hugrekkið og
seigluna.
Blessuð sé minning hennar
Sigríður Konráðsdóttir.
Sigríður
Konráðsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sigríður Konráðs-
dóttir bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Sigrún Jó-hannesdóttir
fæddist í Ólafsfirði
13. ágúst 1923.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð 9.
maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Unnur
Sveinsdóttir, f. 8.
ágúst 1889, d. 7.
maí 1930, og Jó-
hannes Hólm
Steinsson, f. 9. apríl 1876, d.
10. október 1931. Þau voru
ábúendur á Hrúthól í Ólafs-
firði. Eftir lát foreldranna fór
Sigrún til Ingibjargar móður-
systur sinnar og manns hennar
Friðriks Jónssonar og ólst þar
upp.
Systkini Sigrúnar samfeðra
voru; Steinn Guðni, f. 1901, d.
2003, og Halldóra, f. 1906, d.
1995. Alsystkini voru Ólöf, f.
1915, d. 2008, og Sveinn, f.
Eftir að Bjarni lést bjó Sigrún
þar áfram þar til hún fluttist á
Dvalarheimilið Hlíð í október á
síðasta ári.
Þegar hefðbundinni skóla-
skyldu þess tíma lauk vann Sig-
rún við fiskvinnslu og ýmis
önnur tilfallandi störf. Hún var
síðar í vist í Ólafsfirði, á Akur-
eyri og í Reykjavík. Veturinn
1944-1945 nam hún í Hús-
mæðraskólanum á Laugalandi
en var síðan húsmóðir á Akur-
eyri næstu árin. Er barnaupp-
eldi lauk fór Sigrún á vinnu-
markaðinn og starfaði m.a. hjá
Þvottahúsinu Mjallhvít og
Kaffibrennslu Akureyrar, en
eftir fráfall eiginmanns hjá
Dvalarheimilinu Hlíð uns hún
lét af störfum þegar sjötíu ár-
um var náð.
Eftirlaunaárin voru Sigrúnu
býsna gæfurík og heilsan
lengstum góð. Hún fylgdist vel
með fréttum og umræðum um
þjóðfélagsmál í fjölmiðlum og
naut samskipta með sínu fólki.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 17.
maí, klukkan 13.30. Jarðsett
verður í Kirkjugarði Akur-
eyrar á Naustahöfða.
1929, d. 2011.
Sigrún giftist
Bjarna Kristins-
syni þann 24. maí
1946. Bjarni fædd-
ist á Húsavík 30.
desember 1916 og
lést í Reykjavík 15.
júlí 1975.
Sigrún og
Bjarni eignuðust
þrjú börn: 1) Guð-
rún, f. 1947, gift
Birni Sigmundssyni og eiga
þau þrjú börn og sjö barna-
börn. 2) Jóhannes, f. 1949,
kvæntur Þóreyju Eddu Stein-
þórsdóttur. Þeirra börn eru
fjögur og barnabörnin eru
fimm. 3) Unnur, f. 1955, eign-
aðist fjögur börn, eitt er látið,
og barnabörnin eru fimm.
Sigrún og Bjarni bjuggu á
Akureyri allan sinn búskap,
fyrst í Brekkugötu 8 en frá
árinu 1961 í Byggðavegi 88.
Í dag kveðjum við ömmu í
Byggó eins og hún var alltaf köll-
uð af okkur systkinunum. Það
voru forréttindi að búa í þar-
næsta húsi við hana í Byggðaveg-
inum í nokkur ár þegar við vor-
um börn. Það var notalegt að líta
inn til hennar og fá ömmukleinur
eða annað góðmeti í gogginn.
Hún vann 17 ár í eldhúsinu á
Dvalarheimilinu Hlíð og var hún
flink við alla eldamennsku og
bakstur; lærissneiðarnar, kon-
fektkakan hennar og kleinurnar
sem enginn gerir eins, koma
strax upp í hugann. Það var stutt
fyrir hana í vinnuna frá heimili
hennar Byggðavegi 88 og kom
hún oft við hjá okkur á heimleið
og áttum við góðar stundir og
spjall.
Amma var fædd í Ólafsfirði og
bjó þar æskuárin. Henni þótti
alla tíð mjög vænt um staðinn og
talaði svo fallega um hann. Mun-
um við systkinin eftir mörgum
skemmtilegum bíltúrum með
henni, m.a. að heimsækja skyld-
fólk hennar í Ólafsfirði og einnig
eftir bíltúrum í Vaglaskóg en
þangað þótti henni líka gaman að
fara.
Amma var mjög mikið snyrti-
menni og voru rykkornin ekki
mörg í hennar lífi. Heimili henn-
ar var ævinlega nýstrokið og allt
í röð og reglu. Við höfðum stund-
um á orði að hennar áhugamál
væri að þrífa. Hún meira að
segja þurrkaði sjálf af eftir að
hún fór á dvalarheimilið þrátt
fyrir afar takmarkaða sjón. Hún
vissi nákvæmlega hvar allt var
og hreinlega þurrkaði af eftir
minni.
Amma fylgdist afar vel með
öllum afkomendum sínum,
mundi alla afmælisdaga og var
alveg með á hreinu hvað allir
voru að fást við. Hún hafði líka
alltaf tíma fyrir fólkið sitt, alltaf
var hægt að kíkja við í Byggó og
eiga skemmtilegt spjall við hana.
Hún var með alveg ótrúlega gott
minni alla tíð og fylgdist yfirhöf-
uð vel með öllu. Var með allar
fréttir á hreinu og sagði okkur
hinum frá og var stundum reynd-
ar hissa á að við sem yngri vorum
fylgdumst ekki nógu vel með.
Spurði oft: „Ertu ekkert að fylgj-
ast með?“ Seinni ár fékk hún
mikinn áhuga á íþróttum, hand-
boltanum sérstaklega. Hún mátti
vart missa af leik í sjónvarpinu
og gilti þá einu hvort félagslið
eða landslið kvenna eða karla
öttu kappi. Það varð henni því
mikið áfall er sjónin dofnaði og
gerði henni erfitt fyrir að fylgjast
með. Hún færði stólinn bara nær
sjónvarpinu, eiginlega alveg upp
að því og hækkaði í tækinu og
hélt áfram að fylgjast með. Hún
fylgdist líka aðeins með fótbolt-
anum og þremur dögum fyrir
andlátið spurði hún t.a.m. hvern-
ig leikur KA-Vals hefði farið.
Amma var mannblendin og
vissi fátt skemmtilegra en að
setjast inn á kaffihús og fá sér
gott kaffi og kökusneið og fylgj-
ast með mannlífinu. Gaman var
að fá hana í kaffi og mat þar sem
hún var mikill sælkeri og kunni
að meta góðar kökur og mat.
Í hennar huga voru dvalar-
heimilin fyrir aldrað fólk og
þangað var hún ekkert að fara 95
ára gömul. Eftir að sjóninni
hrakaði varð erfitt fyrir hana að
búa áfram ein heima og í október
síðastliðnum fór hún á Dvalar-
heimilið Hlíð og undi hag sínum
vel þar.
Nú skilja leiðir. Amma hefur
fengið hvíldina og afi tekið vel á
móti henni í sumarlandinu. Far
þú í friði, elsku amma, og takk
fyrir allt, blessuð sé minning þín.
Sigmundur, Sigrún
og Anna Elín.
Sigrún
Jóhannesdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar