Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 HANDBOLTI Þýskaland Erlangen – Bietigheim ....................... 27:25  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Argentína 16-liða úrslit, fyrsti leikur: Regatas – San Martin.......................... 90:95  Ægir Þór Steinarsson skoraði 6 stig fyr- ir Regatas og tók 4 fráköst en hann lék í 19 mínútur. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, fyrsti úrslitaleikur: Milwaukee – Toronto ....................... 108:100 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Hleðsluhöllin: Selfoss – Haukar (1:0) . 19.30 KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Eimskipsv.: Þróttur R. – Víkingur Ó.. 19.15 Nettóvöllur: Keflavík – Afturelding ... 19.15 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Njarðvík.. 19.15 2. deild karla: Samsung-völlur: KFG – Þróttur V ..... 19.15 Hertz-völlur: ÍR – Selfoss.................... 19.15 3. deild karla: Fagrilundur: Augnablik – Skallagrímur. 20 Í KVÖLD! Noregur Tromsö – Bodö/Glimt ............................. 1:2  Oliver Sigurjónsson var á meðal vara- manna Bodö/Glimt allan leikinn. Mjöndalen – Lilleström........................... 2:2  Dagur Dan Þórhallsson var á meðal varamanna Mjöndalen alla leikinn.  Arnór Smárason kom inn á sem vara- maður hjá Lilleström á 46. mín. Vålerenga – Strömsgodset..................... 2:0  Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga. Viking – Stabæk ...................................... 3:0  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn fyrir Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla. Staða efstu liða: Molde 9 6 1 2 20:9 19 Odd 8 6 1 1 12:6 19 Bodø/Glimt 8 5 2 1 18:11 17 Vålerenga 9 5 2 2 17:10 17 Kristiansund 9 5 1 3 11:10 16 Viking 8 4 2 2 12:8 14 Brann 9 4 2 3 12:11 14 Haugesund 8 3 2 3 12:8 11 Mjøndalen 8 2 3 3 12:14 9  295 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði frá 365 Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greinaklippur frá 595 695 Strákú á tann verði Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali frá 995 Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali 3.995 Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hj með 100 kg burðargetu 999 Barna- garðverk- færi frá 395 Ruslatínur frá 295 Laufhrífur frá 999 Laufsugur 7.495 Úðabrúsar í mörgum stærðum frá 995 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson landsliðs- maður í knattspyrnu hefur náð góð- um bata í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné í byrjun nóvember. Hann var skorinn upp 13. nóvember og nú sex mánuðum síðar er hann byrjaður að æfa að nýju með liði sínu, Levski Sofia í Búlgaríu, og er bjartsýnn á að geta spilað með því á ný frá og með byrjun næsta tímabils. Krossbandaslit hafa oft í för með sér 11 til 12 mánaða fjarveru en Hólmar sagði við Morgunblaðið að endurhæfingin hefði gengið að ósk- um. „Ég fór í aðgerðina í Barcelona og var þar í fyrstu endurhæfingunni í um það bil mánuð. Síðan fór ég heim til Íslands og hef verið í meðferð hjá Róberti Magnússyni sjúkraþjálfara í allan vetur, alveg þangað til í síðustu viku þegar ég fór aftur til Búlgaríu. Róbert tók vel á mér og kom mér í gott stand til að byrja af krafti þegar ég verð algjörlega tilbúinn til þess. Það var virkilega gott að vera heima á Íslandi í endurhæfingunni og hafa fjölskylduna og vinina til að dreifa huganum á meðan ég gat ekki spilað fótbolta,“ sagði Hólmar, sem er að ljúka öðru tímabili sínu með Levski en hann gerði fjögurra ára samning við félagið árið 2017. Kominn í heilmikinn bolta Hólmar er byrjaður að sparka bolta á æfingum hjá Levski. „Já, ég er kominn í heilmikinn bolta og tek þátt í þeim æfingum þar sem ekki er farið í líkamleg átök. Ég reikna með að geta byrjað af fullum krafti þegar undirbúningstímabilið byrjar um miðjan júní,“ sagði Hólmar sem hafði spilað 12 af fyrstu 13 leikjum Levski í deildinni í haust og skorað tvö mörk þegar hann slasaðist. Lið Levski er að vanda í toppbar- áttunni í Búlgaríu en vantaði í vetur herslumuninn til að skáka Ludogo- rets Razgrad og CSKA Sofia í slagn- um um titilinn, eins og oftast áður undanfarin ár. Liðið er í þriðja sæti, sjö stigum á eftir Ludogorets og fjórum á eftir CSKA þegar fjórar umferðir eru eftir en ljóst að liðið fer í undankeppni Evrópudeildarinnar í sumar, mögulega beint í riðlakeppn- ina ef það nær öðru sætinu. Alltaf stefnt á efsta sætið „Stefnan hér er alltaf að vinna deildina þó það sé orðið langt síðan það tókst síðast. Það verða líklegast einhverjar breytingar hjá klúbbnum í sumar þannig að það verður spenn- andi að sjá hvernig næsta tímabil þróast,“ segir Hólmar sem kveðst kunna vel við sig í Sofia, höfuðborg Búlgaríu. Meiðslin kostuðu Hólmar þátt- töku í tveimur síðustu landsleikjum ársins 2019 og í það minnsta fjóra fyrstu leikina í undankeppni EM en hann á samkvæmt stöðunni núna möguleika á að koma inn í landsliðs- hópinn á ný í september þegar Ís- land mætir Moldóvu á heimavelli og Albaníu á útivelli. „Það er að sjálf- sögðu markmiðið,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. Hraður bati hjá Hólmari  Byrjaður að æfa með Levski Sofia sex mánuðum eftir uppskurð vegna slitins krossbands í hné  Endurhæfingin fór fram í Barcelona og á Íslandi í vetur Ljósmynd/Levski Sofia Búlgaría Hólmar Örn Eyjólfsson vinnur skallaeinvígi í leik með Levski Sofia. Hann er samningsbundinn félaginu í tvö ár til viðbótar. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sumarið 2004 lék átján ára piltur hálft tímabil í vörn Víkings í ís- lensku úrvalsdeildinni. Hann mun nú fara fyrir liði Derby á Wembley mánudaginn 27. maí þegar leikið verður til úrslita um sæti í ensku úr- valsdeildinni. Richard Keogh kom til Víkings í júnímánuði 2004 sem lánsmaður frá Stoke City, ásamt félaga sínum Jer- maine Palmer, og þeir léku með Fossvogsliðinu undir stjórn Sig- urðar Jónssonar út tímabilið. Keogh vann sér fast sæti í stöðu miðvarðar og lék þar við hlið Grétars Sigfinns Sigurðarsonar seinni hluta tímabils- ins en þurfti þó að snúa aftur til Stoke þegar tveimur umferðum var ólokið. Hann spilaði níu leiki í deild- inni, helming leikja Víkings en þá voru tíu lið í úrvalsdeildinni. Gríðarlega vinsæll Keogh, sem nú er 32 ára, er í dag fyrirliði Derby County sem mætir Aston Villa í umræddum úrslitaleik sem oft er kallaður „verðmætasti fótboltaleikur í heimi“ vegna þess hve mikið er undir. Keogh hefur leikið með Derby í sjö ár, er gríðar- lega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins og er búinn að spila á fjórða hundrað leiki með liðinu í ensku B-deildinni. Þá á hann að baki 21 leik með landsliði Írlands, tvo þeirra á þessu ári. Keogh lagði upp eitt marka Derby í mögnuðum 4:2 útisigri á Leeds í seinni umspilsleik liðanna í fyrra- kvöld en Derby hafði tapað fyrri leiknum á sínum heimavelli, 0:1. Keogh hefur leikið rúmlega 550 leiki í ensku deildakeppninni en hann spilaði með Coventry, Carlisle og Bristol City eftir að hann yfirgaf Íslendingafélagið Stoke City árið 2005 án þess að hafa fengið tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur enn ekki spilað í úrvalsdeildinni en fær nú tækifæri til að taka þátt í að koma Derby þangað. Leeds líka með Víking Víkingar „áttu“ leikmenn í báðum liðum í þessu einvígi því sigurmark Leeds í fyrri leiknum skoraði Kemar Roofe. Hann lék þrjá leiki með Vík- ingum sem lánsmaður frá West Bromwich Albion vorið 2011 og skoraði eitt mark í bikarkeppninni, gegn KV á gervigrasvelli KR-inga. Leeds keypti hann af Oxford United fyrir þremur árum og Roofe hefur gert 28 mörk í 110 leikjum fyrir fé- lagið í B-deildinni. Gamall Víkingur á leið á Wembley sem fyrirliði Morgunblaðið/ÞÖK Víkingur Keogh í leik árið 2004. AFP Derby Keogh er fyrirliði liðsins. Vignir Svavarsson lýkur löngum ferli sem atvinnumaður í handknattleik um helgina þegar hann tekur þátt í úrslita- helgi EHF-bikarsins í handknattleik sem fram fer í Kiel í Þýskalandi. Vignir sem leikið hefur með danska liðinu TTH síðustu þrjú ár leikur í kvöld til undanúrslita í keppninni við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Kiel. Í hinni viðureign undanúrslitanna í kvöld mæta Bjarki Már El- ísson og samherjar í Füchse Berlin portúgalska liðinu Porto. Sigurliðin leika til úrslita á morgun en áður mætast tapliðin úr leikjunum í viðureign um bronsverðlaunin. Vignir ákvað í vetur flytja heim eftir keppnistímabilið en hann hefur leikið með félagsliðum í Danmörku og í Þýskalandi í 14 ár. Þar sem TTH er úr leik í úrslitakeppninni í Danmörku verða leikirnir í dag og á morgun þeir síðustu hjá Vigni fyrir danska liðið. Síðustu leikir Vignis í Kiel Vignir Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.