Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég las um málið í fjölmiðlum árið 2010 og fékk þá strax brennandi áhuga á því að koma því til skila í verki. Þetta er því búið að vera níu ára vegferð, frá hugmynd að veru- leika,“ segir Gunnar Karel Másson, höfundur, leikstjóri og tónskáld, um tónleikhúsverkið Iður sem leikhóp- urinn Óþekkt frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Í kynningu kemur fram að verkið byggist á sönnum atburðum frá 2010 þegar upp komst að breski lögreglu- maðurinn Mark Kennedy hefði njósnað um liðsmenn Saving Iceland sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun. „Efnið talar sterkt inn í samtím- ann. Fólkið sem Mark Kennedy var að njósna um á sínum tíma var að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta er fólk sem við í dag myndum telja að við ættum að vera í liði með. Öflugustu aðgerðasinnar í loftslags- málum í dag eru grunnskólabörn,“ segir Gunnar og tekur fram að hann sé ekki í neinum vafa um að njósna- aðferðir Marks Kennedy séu enn viðhafðar þó almenningur viti kannski ekki af því. „Sem unglingur tók ég virkan þátt í mótmælaaðgerðum bæði hérlendis og í Danmörku. Af þeim sökum tengdi ég sterkt við efnið og velti fyrir mér hvernig mér myndi líða ef einhver hefði verið að njósa um mig,“ segir Gunnar sem var í meist- aranámi í tónsmíðum við Konung- legu akademíuna í Kaupmannahöfn þegar hann heyrði fyrst um fram- ferði Marks Kennedy. „Ég eyddi töluverðum tíma í að skoða viðbrögð aðgerðasinna við uppljóstruninni, allt frá því þeir gerðu sér grein fyrir að njósnari væri meðal þeirra og þar til þeir komust að því hver það væri,“ segir Gunnar og bendir á að umræður að- gerðasinna á spjallþráðum rati að nokkru inn í handrit verksins. „Það var þeim reiðarslag að komast að því að Mark væri uppljóstrarinn, því hann hafði komið svo vel fyrir að hann var orðinn einn af hópnum.“ Hvers vegna talaði þessi efniviður svona sterkt til þín? „Það var hugmyndin um tvöfalda lífið sem heillaði mig. Það var svo mikil dramatík í kringum þessar að- stæður. Þetta er maður sem er fjöl- skyldufaðir og lögreglumaður. Hann hafði ekki tekið þátt í svona stórum aðgerðum áður, þó hann hefði unnið við að leggja gildrur fyrir dópsala,“ segir Gunnar og tekur fram að sér hafi þótt áhugavert hvernig Mark Kennedy útskýrði fyrir aðgerða- sinnum á Englandi langar fjarverur sínar þegar hann fór heim til fjöl- skyldu sinnar á Írlandi. „Hann hefur lýst því í viðtölum hvers konar af- sakana hann þurfti að grípa til þegar hann fór heim til fjölskyldunnar í jafnvel heilan mánuð og slökkti á farsímanum og öllum samfélags- miðlum.“ Framsækið á köflum Tók tíma að finna leið að efninu? „Já, það gerði það. Á þessum tíma hefur endurreisnarskáldið John Donne reglulega skotið upp koll- inum í minni skapandi vinnu,“ segir Gunnar og tekur fram að það tengist aftur tvöfalda líferninu, en John Donne var ljóðskáld og klerkur. „John Donne átti í miklum erfið- leikum með sína trú og var að mörgu leyti efasemdamaður sem birtist fyrst og fremst í ljóðum hans, en ekki í predikunum hans. Fimm af nítján heilögum sonnetum hans mynda nokkurs konar rauðan þráð í gegnum sýninguna. Ég sá sterka tengingu milli þessara tveggja manna sem voru að berjast við mis- munandi yfirvald og ólíka tvöfeldni gagnvart yfirvaldinu annars vegar og sjálfum sér hins vegar,“ segir Gunnar og bendir á að leit mann- anna tveggja að sjálfum sér hafi tengt þá sterkum böndum. „Fyrsta hugmyndin var að gera einhvers konar kórverk með sögu- manni,“ segir Gunnar og tekur fram að verkið hafi þróast töluvert í vinnslu fyrir fjórum árum þegar hann fékk listamannaaðstöðu í Tjarnarbíói þar sem hann skrifaði drög að fyrsta handriti. „Niður- staðan varð verk sem byggist fyrst og fremst á töluðum texta með söng inn á milli,“ segir Gunnar og bendir á að tónlistin, sem hann er höfundur að, þjóni aðeins framvindu leiksins. „Við skilgreinum þetta sem tón- leikhúsverk vegna þess hversu mikil áhersla er á sönginn þegar hann kemur inn í verkið. Hljóðheimurinn er stór partur af dramatúrgíu verks- ins,“ segir Gunnar og bætir við: „Án þess að ljóstra upp of miklu þá get ég sagt að tónlistin byrji í fortíðinni og færist sífellt nær nútímanum. Ég vann tónlistina út frá leikhúslegum forsendum þannig að tónlistin þjón- ar verkinu en ekki öfugt. Það litar val á tónefni. Að mörgu leyti er þetta íhaldssamt, en fer á köflum út í að vera mjög framsækið,“ segir Gunnar og tekur fram að til að undirstrika að verkið sé einleikur sé tónlistin leikin af upptöku. Flytjendur eru söngkonurnar Edda Björk Jóns- dóttir, Sara Grímsdóttir og Alda Úlfarsdóttir ásamt félögum úr Drengjakór Reykjavíkur. Hvers vegna valdir þú að leik- stýra eigin verki? „Það kemur til af því að ég vildi sjálfur hafa puttana í öllu. Kosturinn við langan meðgöngutíma verksins er að ég var kominn með ákveðna fjarlægð frá efninu sem hefur auð- veldað mér að krukka í textann. Ég hef í gegnum tíðina fyrst og fremst unnið með samsköpunarhópum,“ segir Gunnar sem starfað hefur með sviðslistahópnum 16 elskendum síð- asta áratuginn. „Fyrsta leikverkið sem ég gerði tónlistina við var Gang- verkið sem Nemendaleikhúsið sýndi í Borgarleikhúsinu haustið 2008 í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur og hef mikið fengist við leikhús síðan þá sem nýtist mér í þessari upp- færslu,“ segir Gunnar sem naut þar aðstoðar Sögu Sigurðardóttur sem er dramatúrg sýningarinnar. „Mér fannst mikilvægt að hafa sem dramatúrg manneskju sem hefur vit á sviðshreyfingum,“ segir Gunnar. Leikmynd og búninga hannar Tinna Ottesen og lýsingu hannar Jóhann Friðrik Ágústsson. Hvernig ber að skilja titilinn? „Iður þýðir innyfli og vísar til þess að í verkinu er Mark Kennedy að rekja úr sér garnirnar,“ segir Gunn- ar og bendir á að verkið, sem tekur um klukkutíma í flutningi, gerist ár- ið 2010. „Sögusvið sýningarinnar er yfirheyrsla aðgerðasinna yfir Mark Kennedy eftir að þau komust að því að hann væri uppljóstrari en ekki raunverulega einn af hópnum,“ segir Gunnar og tekur fram að leikhóp- urinn afbyggi manneskjuna í nálgun sinni. Með eina leikhlutverk upp- færslunnar fer Hlynur Þorsteinsson, sem bregður sér í hlutverk Marks Kennedy. „Ég kynntist Hlyni árið 2015, áður en ég byrjaði á handrita- vinnunni, þar sem hann vann sem sviðsmaður í uppfærslu 16 elskenda á Minnisvarða. Hann var þá nýkom- inn inn í leiklistarnám Listaháskóla Íslands og ég var að segja honum frá þessari hugmynd minni sem ég hafði gengið með í fimm ár. Fyrir ári hitti ég hann og þá var hann að klára leik- aranám sitt og fór þá að ganga eftir því að verkið rataði á svið. Í raun má orða það þannig að þegar fyrstu drögin að handritinu voru tilbúin var leikarinn byrjaður að mennta sig til að geta leikið þetta,“ segir Gunnar að lokum. Njósnari á meðal vor Ljósmynd/Árni Már Erlingsson Garnir Hlynur Þorsteinsson lætur rekja úr sér garnirnar í hlutverki Marks Kennedy í tónleikhúsverkinu Iður.  Leikhópurinn Óþekkt frumsýnir tónleikhúsverkið Iður eftir Gunnar Karel Másson í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20 Gunnar Karel Másson Kvikmyndahátíðin í Cannes hefur hlotið harða gagnrýni fyrir að meina breskum kvikmyndaleik- stjóra, Gretu Bellamacina, aðgang að hátíðarsvæðinu af því hún var með fjögurra mánaða son sinn með sér. Kvikmynd Bellamacina, Hurt By Paradise, er sýnd á markaðs- hluta hátíðarinnar og segir leik- stjórinn að viðmót starfsmanna hafi verið hreint út sagt hneyksl- anlegt. Hún hafi ekki mátt fara með barn sitt inn á hátíðarsvæðið án þess að kaupa fyrir það að- gangspassa sem kostar 300 evrur, jafnvirði um 41 þúsund króna. Bauðst Bellamacina til þess að greiða evrurnar 300 fyrir barnið og var þá sagt að það myndi taka tvo sólahringa að afgreiða umsókn um passa fyrir það. Var hún beðin um að yfirgefa svæðið. Eftir að þessi hneisa spurðist út sendu skipuleggjendur hátíð- arinnar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu að leikstjórinn hefði mætt þessu viðmóti starfsmanna og sögðu að bætt yrði fyrir skaðann. Leikstjórinn segir kaldhæðnis- legt frá því að segja að kvikmynd hennar fjalli um unga móður og rithöfund sem berjist í bökkum. Átti að greiða 300 evrur fyrir ungbarn Leikstjórinn Greta Bellamacina. BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Lau 25/5 kl. 13:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Stundum ég þarf að vera svolítið óþekk! Elly (Stóra sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 17/5 kl. 20:00 17. s Fös 24/5 kl. 20:00 19. s Fim 6/6 kl. 20:00 21. s Fim 23/5 kl. 20:00 18. s Fim 30/5 kl. 20:00 20. s Fös 7/6 kl. 20:00 22. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Bæng! (Nýja sviðið) Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Fös 14/6 kl. 20:00 Lokas. Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fim 6/6 kl. 20:00 10. s Alltof mikið testósterón Sýningin sem klikkar (Stóra sviðið) Sun 19/5 kl. 20:00 42. s Lau 25/5 kl. 20:00 43. s Lau 1/6 kl. 20:00 aukas. Aðeins örfáar sýningar. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 26/5 kl. 16:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 16:00 Auka Sun 19/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 16:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 31/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 22/5 kl. 19:30 Fyndinn og erótískur gamanleikur Loddarinn (Stóra Sviðið) Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 23/5 kl. 19:30 7.sýn Mið 29/5 kl. 19:30 9.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 18/5 kl. 15:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Hárið (Stóra sviðið) Fös 14/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Áhugasýning ársins 2019 Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Fim 23/5 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Dansandi ljóð (Leikhúskjallarinn) Sun 19/5 kl. 20:00 Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart MUTTER COURAGE (Kassinn) Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 19/5 kl. 15:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Sun 19/5 kl. 20:00 EFTIR BERTOLT BRECHT leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.