Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
Freyr Bjarnason
Andri Yrkill Valsson
Tveir af farþegum rútunnar, sem fór
út af Suðurlandsvegi við Hofgarða
skammt norðan við Fagurhólsmýri,
lentu undir rútunni þegar hún valt út
af veginum. Tveir bændur frá nær-
liggjandi bæjum komu hins vegar
fljótt á vettvang með dráttarvélar og
tókst að lyfta rútunni ofan af fólkinu
svo hægt væri að ná því undan henni
og tók það um hálftíma. Farþegarnir
tveir voru báðir á meðal þeirra fjög-
urra sem fluttir voru á Landspítalann
en allir fjórir voru sagðir með meðvit-
und þegar þyrlan kom til Reykjavík-
ur.
Aðgerðastjórn Almannavarna var
virkjuð í stjórnstöð á Selfossi þegar
tilkynnt var um slysið og gekk sam-
vinna viðbragðsaðila mjög greiðlega
samkvæmt fréttatilkynningu frá
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Var
búið að flokka áverka hinna slösuðu
og ákveða flutningsmáta á sjúkrahús
um hálfsjöleytið í gær. Viðbragðsaðil-
ar komu fljótt á vettvang, bæði frá
Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjar-
klaustri, auk þess sem björgunar-
sveitarfólk sem var á leiðinni til Eg-
ilsstaða var í nágrenni slysstaðarins
þegar útkallið kom samkvæmt heim-
ildum blaðsins.
Var lagt mat á ástand og áverka
hinna slösuðu á söfnunarsvæði sem
sett var upp á Litla-Hofi. Þá bauð
danskt varðskip sem liggur við
bryggju í Reykjavík aðstoð sína og
flutti þyrla skipsins hjúkrunarfólk á
slysstað.
Allt skoðað í þaula
Ágætt veður var á vettvangi þegar
björgunaraðilar komu á slysstað og
ekki augljóst hvað gæti hafa valdið
slysinu. Grímur Hergeirsson, starf-
andi lögreglustjóri á Suðurlandi,
sagði hins vegar við mbl.is í gær-
kvöldi að meðal annars væri verið að
skoða hvort vindstrengir, sem þekkt-
ir eru á þessu svæði, gætu hafa komið
við sögu. „Rannsóknardeild lögregl-
unnar á Suðurlandi og tæknideild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
eru enn að vinna á vettvangi ásamt
fleirum og verið að skoða allt í þaula,“
sagði Grímur við mbl.is en stefnt var
að því að flytja rútuna í nótt til Sel-
foss til frekari rannsókna.
Bændur veittu aðstoð á slysstað
Kannað hvort
vindstrengir gætu
hafa átt þátt í til-
drögum slyssins
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Á slysstað Björgunarsveitarmenn og bændur úr nágrenninu á vettvangi rútuslyssins við Hofgarða í Öræfum síðdegis í gær. Rútan er mikið skemmd.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við fengum húsið afhent í byrjun
febrúar, sjö vikum síðar náðum við
að opna fyrstu eininguna [hjúkrun-
arrými] fyrir tíu manns. Síðan var
planið að opna næstu einingu fyrir
páska, það tókst ekki. Svo komu
páskarnir, sumardagurinn fyrsti og
1. maí og nú erum við búin að opna
aðra eininguna. Svo nú erum við
hálfnuð,“ segir Kristján Sigurðsson,
forstjóri Vigdísarholts, sem rekur
hið nýja hjúkrunarheimilis Seltjörn
á Seltjarnarnesi. Í samtali við Morg-
unblaðið 27. apríl sl. sagði Svanlaug
Guðnadóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar á Seltjörn, frá því að bæði
illa og hægt gengi að finna hjúkr-
unarfræðinga til starfa.
Enn er eftir að manna stöður á
hinu nýja hjúkrunarheimili og aug-
lýsti Seltjörn eftir hjúkrunarfræð-
ingum til starfa í atvinnublaði Morg-
unblaðsins í gær.
Kristján segir í samtali við
Morgunblaðið að það gangi þó alls
ekki illa að manna stöðurnar en það
taki tíma að opna nýtt hjúkrunar-
heimili og að manna stöður. „Þetta
fer vel af stað. Það kom aðeins bak-
slag í kringum páskana en svo er
þetta bara að gerast,“ segir Kristján
og bætir við: „Við stefnum á að opna
þriðja rýmið fyrir mánaðamót, og
það fjórða í beinu framhaldi af því.“
Kristján segir að almennt sé það
þannig með hjúkrunarheimili að það
vanti alltaf hjúkrunarfræðinga. Það
sé „krónísk staða“ sem alltaf sé verið
að leysa úr. Spurður hvort búið sé að
manna sjúkraliðastöður sem lausar
voru þegar Morgunblaðið heyrði í
Seltjörn í síðasta mánuði kveður
Kristján já við. „Að einhverju leyti.“
Færri komast að en vilja
Aðspurður segir Kristján að mikil
ásókn sé í hin lausu hjúkrunarrými,
og færri hafi komist að en vilji.
Spurður um fráflæðisvandann sem
uppi er á Landspítalanum segir
Kristján: „Við gerum okkur grein
fyrir því að við erum að einhverju
leyti að taka við fólki frá Landspít-
alanum og erum að gera þetta eins
hratt og við getum.“
Helmingur rýma nú í notkun
Opna þriðju deildina í nýju hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi fyrir mánaðamót
„Mönnun gengur alls ekki illa“ Skortur á hjúkrunarfræðingum „krónískur“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spánnýtt Frá vígsluathöfn í febrúar. Í dag er helmingur heimilisins nýttur.
Þrír piltar hafa játað aðild sína að
íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í þaki
Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins
12. maí. Segir í tilkynningu frá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu að rann-
sókn málsins sé langt komin.
Í tilkynningunni kemur fram að allir
piltarnir þrír séu undir sjálfræðisaldri
og einn þeirra enn fremur undir sak-
hæfisaldri. Þá kemur fram að málið
hafi verið unnið í samráði við fé-
lagsyfirvöld og að rannsókn þess haldi
áfram.
Ekki er hægt að gefa frekari upp-
lýsingar á þessu stigi, að því er segir í
tilkynningu lögreglunnar.
Bruninn kom upp í þaki einnar af
byggingum Seljaskóla aðfaranótt
sunnudagsins 12. maí síðastliðins og
leiddi hann til þess að þak bygging-
arinnar, sem er með sex kennslu-
stofum, gaf sig. Féll skólahald niður á
mánudaginn vegna eldsvoðans.
Þetta var annar bruninn á skömm-
um tíma í húsnæði Seljaskóla en áður
hafði kviknað í annarri byggingu skól-
ans í mars. Þá reyndist hins vegar hafa
kviknað í út frá rafmagnslögnum og
höfðu menn því áhyggjur af því að
upptök eldsvoðans nú væru af sama
toga. sgs@mbl.is
Játuðu að hafa kveikt í
Þrír piltar undir sjálfræðisaldri gáfu sig fram við lögregl-
una vegna brunans í Seljaskóla Rannsóknin langt komin
Morgunblaðið/Ómar
Slökkvistarf Þrír piltar hafa játað
aðild að íkveikju í Seljaskóla.
Eins og stendur bíður 91 ein-
staklingur eftir plássi, flestir aldr-
aðir og fjölveikir sem lokið hafa
meðferð og liggja inni á Landspít-
ala eða á legudeildum á hans veg-
um. Þetta staðfestir Sigríður
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar Landspítalans, í sam-
tali við Morgunblaðið. Hún segir
að þessir einstaklingar hafi allir
lokið svokölluðu færni- og heilsu-
mati sem sé forsenda þess að
hægt sé að óska dvalar á hjúkr-
unarheimili en hafi ekki fengið
pláss á slíku heimili eða ekki boð-
ist pláss á heimili sem hentar.
Á Vífilsstöðum eru 44 „bið-
pláss“ fyrir sjúklinga sem bíða
eftir rými á hjúkrunarheimili. Þau
eru sem stendur öll í notkun. Á
Akranesi og í Borgarnesi eru einn-
ig biðpláss sem hins vegar eru
ekki að fullu nýtt.
91 að bíða
eftir plássi
FRÁFLÆÐISVANDI
Á LANDSPÍTALA