Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
✝ ÞórhallaSveinsdóttir
fæddist 6. maí 1931
í Bakkagerði á
Borgarfirði eystra.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 8. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
Jónsdóttir, hús-
freyja á Hóli, f. 5.9.
1903 á Hreðavatni í Norður-
árdal, d. 26.10. 1972, og Sveinn
Guðmundsson, bóndi á Hóli, f.
18.5. 1899, d. 1.10. 1978.
Ragnhildur og Sveinn áttu
átta börn en þar af komust sjö á
legg. Systkini Þórhöllu eru
Bjarni, f. 1932, Jón, f. 1933, d.
2009, Árni Björgvin, f. 1934, d.
2012, Ásdís, f. 1936, andvana
drengur, f. 1937, Sveinhildur, f.
1940, og Guðmundur, f. 1943.
Þórhalla giftist Jóni Kristins-
syni, f. 10.1. 1932, á sjómanna-
daginn 2. júní 1956 á Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð en þar hafði hún
unnið sem kaupakona í tvö ár.
Dætur þeirra eru; 1) Ragnhildur,
f. 20.12. 1954. Börn Ragnhildar
og fv. eiginmanns hennar, Valde-
Guðjóni Þorkelssyni Gíslasyni, f.
1981. Dóttir Guðrúnar Höllu er
Unnur Sigríður Jónsdóttir, f.
2016, og stjúpbörn hennar eru
Júlía Mekkín Guðjónsdóttir, f.
2008, og Egill Kári Guðjónsson,
f. 2013.
Þórhalla lauk fullnaðarprófi
og 16 ára fór hún í Alþýðuskól-
ann á Laugum og því næst í hús-
mæðraskólann þar. Á sumrin
vann hún m.a. í Kaupfélaginu en
sumarið 1950 fór hún á Hall-
ormsstaðarhátíð þar sem þau
Jón kynntust. Þórhalla var mikið
fyrir bókmenntir og leiklist og
var um skeið í leiklistarnámi hjá
Ævari Kvaran. Þau hjónin hófu
búskap sinn á Njálsgötu 72 en
1956 leigðu þau af foreldrum
Sigríðar á Snorrabraut 48. Árið
1964 festu þau kaup á Fífu-
hvammi 15 í Kópavogi og fór
Þórhalla að vinna í versluninni
Hlíð á Hlíðarveginum. Árið 1979
fór hún að vinna með bækur,
fyrst í Bókhlöðunni á Laugavegi
og síðar, frá 1986 til 2001, í
Pennanum. Jón vann hjá Sam-
skipum sem stýrimaður og skip-
stjóri til ársins 1996 og fór Þór-
halla þá reglulega með honum í
siglingar og ferðuðust þau þá
vítt og breitt um heiminn. Síðast-
liðin tvö ár, eftir að Þórhalla
missti heilsuna, dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Þórhöllu fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 21. maí
2019, klukkan 13.
mars Jónssonar, f.
1956, d. 2008, eru
Þórhallur, f. 1977,
d. 1982, Arnaldur
Kári, f. 1979, og
Silja, f. 1983. Börn
Silju og eiginmanns
hennar, Þrastar
Hrafnkelssonar, f.
1978, eru Kamilla
Klara, f. 2008, og
Valdemar Kató, f.
2011. 2) Brynhildur,
f. 12.6. 1962. Börn Brynhildar og
fv. sambýlismanns hennar, Ósk-
ars Karlssonar, f. 1954, eru Jón,
f. 1981, Arna, f. 1984, og Alex-
ander Ágúst, f. 1993. Börn Jóns
og unnustu hans, Thelmu Gunn-
arsdóttur, f. 1984, eru Logi, f.
2008, Auður Alice, f. 2012, og
Jón Úlfur, f. 2017. Börn Örnu og
unnusta hennar, Magnúsar
Edvardssonar, f. 1982, eru Aníta
Marín, f. 2013, og Edvard Aron,
f. 2017. Alexander Ágúst er í
sambúð með Evu Dögg Davíðs-
dóttur, f. 1994. 3) Sigríður Har-
aldsdóttir (fósturdóttir), f. 19.11.
1952, í sambúð með Magnúsi
Halldórssyni, f. 1955. Dóttir Sig-
ríðar er Guðrún Halla Daníels-
dóttir, f. 1984, í sambúð með
Elsku mamma mín, það er svo
skrýtið að því lengri tíma sem
maður fær til að kveðja þann sem
stendur manni næst því fjær eru
þau orð sem maður vildi sagt
hafa.
Ein mannsævi er svo örstutt,
því áttar maður sig á eftir því
sem árin líða.
Það var ekki þinn stíll að liggja
á skoðunum þínum, það gat verið
kvalræði fyrir mig sem ungling
að fara með þér í búðir og verða
vitni að því þegar þú lýstir því
hátt og skýrt við afgreiðslufólkið
að þú færir ekki einu sinni í fjósið
í þessari flík.
Seinna rann það upp fyrir okk-
ur að þetta var bara þinn húmor
sem náði svo vel til samstarfs-
fólks þíns og vina.
Elsku mamma, á þessari
stundu skortir mig orð, þú varst
mjög ljóðelsk og víðlesin kona,
því vil ég gera ljóð Steins Stein-
ars sem var þér svo kær að
kveðju orðum mínum.
Leiðarlok
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín.
Þín dóttir
Brynhildur (Bidda).
Elsku besta mamma mín, ég á
eftir að sakna hennar svo og hef
gert það um tíma. Hún vissi allt
sem ég þurfti að vita. Hvenær
gerðist þetta?
Hver er þetta? og hvernig er
hann skyldur þessum? eða úr
hvaða bók er þetta? Í hvaða leik-
riti er þetta?
Mamma vissi allt um bækur,
ég held að hún hafi kunnað Dala-
líf utan að. Hún var líka vinkona
mín og ég man hvað hún var góð
þegar ég spurði hana hvort ég
mætti skí3ra elsta barnið mitt
eftir henni. Ég man líka hvað hún
var dugleg að sauma á mig föt.
Ég sagði: ég vil hafa þetta svona
og svona, og ef við fundum ekki
snið í blöðum þá fór hún til Pálínu
saumakonu sem sneið flíkina og
mamma saumaði. Og svo var
mamma svo góð og góð við alla.
Elsku pabbi minn var svo dug-
legur að vera hjá mömmu uppi á
Sunnuhlíð og missir hans er
mikill. Vona að ég hitti hana hin-
um megin.
Þín dóttir
Ragnhildur (Agga).
Nú er hún fóstra mín, elsku
Halla, látin. Það kom að vísu ekki
á óvart eftir löng veikindi og nú
birtast dýrmætar minningar um
stundirnar sem við áttum saman.
Halla mín var einstök kona, það
var ekki lognmolla í kringum
hana, hún var sjálfstæð, gáfuð,
skemmtileg, glaðlynd og opinská
og sagði sína meiningu umbúða-
laust. Hún hafði sterka réttlæt-
iskennd og samúð með þeim sem
minna máttu sín. Það var dásam-
legt, hressandi og bætandi að
eiga hana að. Eftir að ég missti
foreldra mína á barnsaldri
reyndist hún mér sem móðir, hún
kenndi mér svo margt og átti ég
alltaf athvarf hjá henni og Jóni.
Fyrir það er ég eilíflega þakklát.
Guðrúnu Höllu dóttur minni var
hún yndisleg amma. Hún elskaði
Jón sinn og fannst hann svo fal-
legur og sagði að það hefði verið
sín mesta gæfa í lífinu að hafa
kynnst honum. Hún var oftar en
ekki hrókur alls fagnaðar og
sagði svo skemmtilega frá að það
var óborganlegt að vera með
henni. Fjölskyldan var henni afar
kær, t.d. hittumst við öll í mörg
ár á Fífó á fimmtudögum og þá
töluðum við alltaf um „að koma í
graut“ hvort sem þar var á boð-
stólum grjónagrautur eða eitt-
hvað annað, t.d. afabollur. Hún
var fagurkeri á margan hátt. Út-
litið skipti máli og hún var alveg
með það á hreinu hvað var „móð-
ins“. Heimilið var alltaf skínandi
hreint og fallegt. Hún elskaði að
vinna í garðinum meðan heilsan
leyfði og þar áttum við margar
gleðistundir. Hún var vel lesin og
voru bókmenntir, leiklist og kvik-
myndir meðal helstu áhugamála
hennar. Hún var söngelsk og
kunni ótal lög og kvæði. Ég man
að við sungum oft saman Sól-
eyjarkvæðið og Stjörnufákurinn
var líka í uppáhaldi. Það var upp-
lifun að fara með henni í leikhús
og ræða saman um verkið á eftir.
Hún var alveg í essinu sínu í jóla-
bókavertíðinni í Pennanum og las
jólabókaflóðið og spáði oft rétti-
lega fyrir um hvaða bækur yrðu
metsölubækur. Þar eignaðist hún
góða vini og fannst líka dásam-
legt að vinna með unga fólkinu
sem kom til að vinna í jólafríinu.
Elsku Halla mín, minningin um
þig, gleðin, hláturinn, hlýi
faðmurinn og allt og allt mun
aldrei gleymast.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl, höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
Vor brjóst eiga bústað,
- þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Þín fósturdóttir,
Sigríður Haraldsdóttir
(Sigga).
Hvammarnir í Kópavogi voru
mér framandi heimur, þegar ég
steig tvítug mín fyrstu skref inn á
heimili verðandi tengdaforeldra
minna. Í næsta húsi bjuggu Halla
og Jón með dætur sínar á efri
hæðinni en systir Höllu og fjöl-
skylda niðri. Íbúarnir höfðu þá
flestir komið upp húsum sínum,
göturnar voru holóttar og ómal-
bikaður en handan lækjarins áttu
börnin sína móa og opin svæði.
Ég sá oft til systranna í hörku-
vinnu í garðinum en íbúarnir
breyttu honum með alúð og um-
hyggju í einstaka gróðurvin.
Börnin léku sér og ærsluðust og
mæðurnar létu oft í sér heyra og
lá hátt rómur! Tveimur áratug-
um síðar fluttum við fjölskyldan
á svæðið.
Halla er sú síðasta til að
kveðja af kjarnakonum, sem ég
kynntist á fyrstu árum okkar á
Fífuhvammsveginum. Þær opn-
uðu mér nýjan heim inn í marg-
breytileika lífsins. Ég á þeim
margt að þakka og hugsa til
þeirra með mikilli hlýju. Auk
Höllu voru það Ásgerður tengda-
móðir, Ragna á ellefu, Ásta á bak
við og Sissa á horninu. Virðing
mín fyrir þeim var örlítið ótta-
blandin í byrjun, þær gátu haft
hátt, voru kjarnyrtar í tali og
ófeimnar við að segja sínar skoð-
anir. Ég var stundum ekki viss,
þegar ég heyrði í þeim álengdar,
hvort samskiptin táknuðu erjur
eða vinskap. En róaðist þegar ég
sá þær hressar og kátar saman
yfir kaffisopa í einhverjum garð-
inum!
Konur, sem bera mjólkurkönnu undir
svuntu sinni í hús nágrannans, þegar
börnin eru veik,
konur, sem lauma í rökkrinu nýskotn-
um fugli eða fiskspyrðu inn um eldhús-
gætt grannkvenna sinna, ef farið hefur
verið á fjörð,
konur, sem senda börnin sín til að
segja: Ekki vænti ég, að að þú búir svo
vel, að þú getir lánað henni mömmu
hálfan bolla af brenndu kaffi,
konur, sem rífast síðan næsta dag út af
hænsnunum eða börnum sínum og
sættast á morgun,
góðar konur.
(Jón úr Vör)
Halla fór ekki varhluta af
sorgum lífsins en hún stóð keik
og miðlaði fúslega af gæsku sinni
og reynslu, kærleik og um-
hyggju. Tengdamóðir systur
minnar sagði mér eitt sinn að
enginn hefði getað létt lund
hennar eins og vinkona hennar
Halla.
Sigga uppeldisdóttir Höllu og
Jóns bjó á fyrstu árum okkar í
hverfinu á neðri hæð hússins.
Litla dóttir hennar og yngsti son-
ur minn fundu fljótt gamalt gat í
girðingunni á milli lóða og nýttu
sér það óspart til að skríða á milli
til að leika sér saman og vöktu
kátínu báðum megin.
Halla naut þess að lesa, hún
miðlaði oft góðum ráðum um jóla-
bækurnar þegar hún vann í
Pennanum. Í afmælisveislu
minni eitt árið vakti hún athygli í
fjörugum söng gestanna við
harmónikkuleik, hún kunni heilu
ljóðabálkana og söng af hjartans
lyst. Halla kíkti oft yfir á að-
fangadag með Siggu, þær komu
með hátíðina í bæinn. Gamlárs-
kvöldin úti á lóð um miðnættið
eru ógleymanleg og flugeldar
Jóns skipstjóra vöktu mikla gleði
hjá unga fólkinu. Á nýársnótt
kíktu þær mæðgur iðulega til
okkar og áttum við góðar stundir
fram eftir nóttu.
Ég kveð elsku Höllu með kær-
leika og söknuði og þökkum fyrir
allt og allt.
Við Hannes og fjölskylda okk-
ar vottum Jóni, Ragnhildi, Biddu,
Siggu og afkomendum innilega
samúð okkar.
María Louisa Einarsdóttir.
Elsku besta amma mín. Fyrir
mér er veröldin þessa stundina
nokkurn veginn eins og að horfa
á regnboga án gula litarins, ver-
öld sem við erum ekki vön og er
hreint ekki eins skemmtileg,
enda varstu einstakur karakter
og það veit ég að allir sem þig
þekktu eru sammála um. Þú
varst óspör á að hrósa okkur en
jafnframt gjörn á að viðra, yfir-
leitt óumbeðin, skoðanir þínar ef
þér sýndist tilefni til og þá oftar
en ekki með óvenju beinskeytt-
um og ögn stuðandi hætti, þannig
að við sem stóðum þér næst höfð-
um mikið gaman af og áttum það
til að veltast um af hlátri. Af
þessum sökum spruttu stór-
skemmtilegir frasar innan fjöl-
skyldunnar um eitthvað sem ollið
hefði upp úr þér og munu þeir
áfram gleðja okkur út lífið, ásamt
öllum ómetanlegu minningunum
sem við eigum um þig. Þú varst
alltaf svo fín og þegar maður
hafði orð á því var næsta víst að
þú segðir að það væri nú ekki að
undra enda hefðir þú fengið
dressið í Guðrúnarbúð. Þú varst
líka svo vel gefin, vissir svo
margt, varst svo vel lesin og tal-
aðir svo rétta íslensku. Svo marg-
ar fallegar minningar skjóta upp
kollinum við kveðjuskrifin, allt
aftur frá þeim tíma er við
mamma bjuggum á neðri hæð-
inni hjá ykkur afa á Fífó fyrstu
sex árin í lífi mínu, og því voru
hæg heimatökin að skríða eða
hlaupa upp tröppurnar til ykkar.
Ég sé fyrir mér afa að setja rúll-
ur í hárið á þér með bleiku skaft-
greiðunni inni í eldhúsi, okkur
barnabörnin að paufast upp stig-
ann á háaloftinu eða hlamma
okkur í brúnu leðurstólana ykkar
inni í sjónvarpsholi og horfa á
Dvergana eða áramótaskaupin á
spólu, með fullan munninn af
súkkulaðirúsínum. Minningar
um allar næturgistingarnar í afa-
holu þegar afi var á sjónum og
svo á milli ykkar afa þegar afi var
í landi. Í mínu tilviki hrökklaðist
þó annað ykkar yfirleitt að end-
ingu yfir í bláröndótta beddann í
gestaherberginu, svo mikil var
fyrirferðin í mér og spörkin í
svefni. Allir sólardagarnir í garð-
inum á Fífó þar sem við stórfjöl-
skyldan sóluðum okkur saman
með ykkur afa, sem auðvitað var
kominn með brúnkufar eftir úrið
strax og sólin tók að skína. Afi í
hvítum stuttbuxum að grilla
kótelettur eða humar og þú
hlaupandi upp og niður tröppurn-
ar í hvítum blúndubrjóstahaldara
og stuttbuxum með sumarsalatið
þitt með appelsínum. Við frænk-
urnar að róla í rólunum sem afi
hafði sett upp fyrir okkur á
snúrustaurunum á bak við hús,
hangandi á stóra akkerinu eða
hlaupandi í gegnum grasúðarann
í garðinum. Ljósbleika, fína rúm-
teppið ykkar afa og blómagard-
ínurnar í svefnherberginu, alveg
í stíl við pastelbleika naglalakkið
þitt og bleika varalitinn, ylja mér
enn um hjartaræturnar og minna
mig svo sterkt á þig. Svo settirðu
stút á varirnar þegar gengið var
framhjá spegli eða ég tala nú
ekki um þegar taka átti mynd af
ykkur afa í ykkar fínasta pússi.
Elsku besta amma mín, mig
langar að enda kveðjuna á orðum
sem þú sagðir svo oft við mig í
gegnum tíðina. Hafðu þakkir fyr-
ir alla þína ævarandi tryggð.
Elska þig, sakna þín og er svo
óendanlega þakklát fyrir þig og
afa. Takk fyrir allt og allt.
Þín
Guðrún Halla (Gússý).
Elsku amma.
Þegar þú komst og varst hjá
okkur í sveitinni þegar ég var lítil
var ég að heimta meira heitt kakó
út í snjóhús og þú sagðir: „Ef þú
hættir þessu ekki verð ég áfram
hérna!“ og ég steinhætti. Sem ég
skil engan veginn í dag því ég
myndi gera allt svo að þú kæmir í
heimsókn og yrðir sem lengst.
En allt sem þú gafst mér og
kenndir mér lifir áfram í mínu
daglega lífi. Við hverja flík sem
ég brýt saman og set inn í skáp
hugsa ég til þín þar sem þú leyfð-
ir mér að njóta allrar þeirra
þekkingar sem þú lærðir í hús-
mæðraskólanum. Kennslustund-
ir við snúrurnar í garðinum og
við strauborðið í eldhúsinu komu
sér vel enda fór ég með þá vitn-
eskju og meira til með mér norð-
ur, nýtti þar og nýti enn í dag.
Þótt þú hafir sagt að þú hafir
ekkert verið fyrir börn þá fund-
um við aldrei fyrir því. Ég á
endalausar góðar minningar, frá
sumrum, jólum og áramótum,
sem ég var svo heppin að fá að
njóta á Fífuhvamminum. Við átt-
um yndislegar samverustundir í
garðinum þar sem við frænkur
lékum á als oddi og þú dekraðir
okkur með fallega framsettum
veitingum, kvöldkaffi með dúka-
lögðu borði og svo sofnuðum við
undir tandurhreinum nýstrauj-
uðum rúmfötum.
Þess á milli passaðir þú að ég
gleymdi þér ekki með því að
hringja í mig norður og senda
mér pakka, sem ég beið spennt
eftir að póstbíllinn myndi færa
mér, oftast voru þeir með flott-
ustu límmiðunum úr Pennanum,
skemmtilegum bókum eða falleg-
um fötum.
Málshátturinn segir „Fátt er
svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott“ og það má með
sanni segja því að ég held að ef líf
okkar hefði ekki farið á þann hátt
sem það gerði hefði ég ekki verið
eins mikið fyrir sunnan og fengið
að kynnast þér og öllu okkar
yndislega fólki eins vel og ég hef
gert og hefði það verið mikill
missir.
Betri ömmu er ekki hægt að
hugsa sér og það er þér að þakka
að ég veit hvernig amma ég vil
verða.
Takk, elsku amma mín.
Þín
Silja.
Elsku besta amma okkar, nú
ert þú búin að kveðja okkur og
eigum við eftir að sakna þín allt-
af. Þú hefur gefið okkur svo
margar góðar og fallegar minn-
ingar og minning þín mun lifa
áfram um ókomna tíð.
Það var alltaf svo yndislegt að
koma til ykkar afa á Fífuhvamm-
inn þar sem dúkurinn var kominn
á borðið um leið og við stigum inn
um dyrnar og kræsingarnar
bornar fram. Svo töluðu allir í
kór og vel hratt og ef utanaðkom-
andi bættist í hópinn skildi sá
hinn sami ekki hvernig var hægt
að skilja nokkurt orð í þessu
fuglabjargi. Við fáum líka oft að
heyra „þú talar svo hratt“, en það
lærðum við einmitt af þér, elsku
amma.
Manstu amma þegar þið afi
hélduð upp á 50 ára brúðkaups-
afmælið ykkar þar sem öllu var
tjaldað til í bílskúrnum. Öðrum
bílnum var bakkað út, veisluborð
dúkað við hlið gula bílsins, það
var grillað fyrir okkur öll og
fagnað ykkar yndislegu 50 árum
saman. Þið eruð svo heppin að
hafa átt hvort annað öll þessi ár.
Aðalstundin var þegar að afi
kveikti á grammafóninum sem
stendur innst í skúrnum og þið
dönsuðuð svo fallega saman. Það
var ógleymanleg stund!
Það var ekki sú veisla innan
fjölskyldunnar, amma mín, þar
sem þú stóðst upp og hélst fal-
lega ræðu eins og þú gerðir best.
Einnig er ógleymanlegt hvað þú
varst ófeimin við að segja skoðun
þína á hlutunum og oft fékk fólk
að heyra það óþvegið sem við
skemmtum okkur mikið yfir. Við
höfum oft heyrt að við séum
hreinskilin og er það klárlega
komið frá þér.
Manstu eftir öllum stundunum
þar sem við sátum fyrir framan
tröppurnar í fallega garðinum
ykkar afa, þar sem okkur leið oft
eins og við værum komin til
Spánar því það var alltaf svo gott
veður á Fífuhvamminum. Þú að
dúka borð á pallinum og afi að
sýna brúnkufarið eftir úrið.
Við getum ekki þakkað þér og
afa nóg fyrir að bjóða allri fjöl-
skyldunni í grjónagraut alla
fimmtudaga... og allur fjöldinn,
það þurfti að skipta í holl inn að
matarborðinu og þvílíka stemn-
ingin! Þetta er klárlega ein af
ástæðunum fyrir því hversu náin
öll fjölskyldan er í dag. Það var
alltaf svo gaman í kringum þig,
elsku amma, og mikið hlegið.
E-e-e-elísabet
é-é-é-jerúsalem
e-e-e-elísabet
Elísabet!
Við elskum þig, amma.
Þín barnabörn
Jón, Arna og Alexander.
Þórhalla
Sveinsdóttir
Okkar ástkæri og skemmtilegi faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRSÆLL EGILSSON
skipstjóri, Tálknafirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi
laugardaginn 18. maí. Útför hans fer fram
frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 25. maí klukkan 14.
Kristín G. Ársælsdóttir Njáll Torfason
Hrefna Ársælsdóttir
Níels Adolf Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir
Tryggvi Ársælsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Hlynur Ársælsson Halla Guðný Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn