Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 Raðauglýsingar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 - Opin vinnustofan kl. 9-12.30. Gönguhópur kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl. 13. -Bíó í miðrými kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-16. Bridge kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handa- vinnuhópur kl. 12-16. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Boccia kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 13. Bridge og Kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.30. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar djákna og Arnhildar organista. Þetta er loka samvera á þessu vori og við höldum grillpartý með gleði og söng. Verið velkomin í gott samfélag. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Thai Chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og sprellarar kl. 10.45-11.45. Listasmiðja opin kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Kríurnar kl. 13. Bridge kl. 13-16. Enskunámskeið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Furugerði 1 Opin fjöliðja með leiðbeinanda frá 10-16. Leikfimi kl 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, Ganga kl 13, Boccia kl. 14, Kaffisala kl. 14.30-15.30 Samsöngur kl. 15. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. 7.30/15. Karlaleikf. Ásg. kl. 12. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Qi Gong, Sjál. kl. 9. Boccia. Ásg. kl. 12.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa m/leiðb. kl. 13-16. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 13 handavinna, kl. 13 Hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 Alkort, kl. 14 Hreyfi- og jafnvægisæfingar. Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin! Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Boccia kl. 9.30. Málm/Silfursmiði /Canasta kl. 13. Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl 10 Qi-gong, kl. 13 Bridge Sólvangs- vegur 1 kl. 9 handmennt, Hjallabraut 33 kl. 13 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, Lesið upp úr blöðum kl. 10.15, upplestur kl. 11-11.30, tréútskurður kl. 9-12. Opin listasmiðja án leiðbeinanda kl. 9-12, hádegisverður kl. 11.30-12.30, opin listasmiðja kl. 13-16, kaffihúsaferð kl. 14. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar um Hvalfjarðarsveit og nágrenni í dag. Farið frá Skólabraut kl. 8.30. Kaffispjall í króknum kl.10.30. Bridge í Eiðismýri kl.13.30. Þeir sem vilja pútta í dag mæta á svæðið við golfskálann kl.13.30. Karlakaffi í sfnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Ath. nk. fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl.13.30. Munið lokakvöldið með ungmennráði í salnum á Skólabraut kl. 20 á morgun Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13. Allir velkomnir. mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Björgvin Sigur-björnsson fæddist í Hænuvík í Rauðasandshreppi 7. júlí 1928. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð Reyk- hólum 16. maí 2019. Björgvin var eitt af tíu börnum hjónanna Ólafíu Magnúsdóttur, f. 1890, d. 1972, og Sigurbjörns Guðjónssonar, f. 1891, d. 1971. Systkini Björgvins voru Aðal- heiður Una, f. 1915, d. 2006, Bjarni, f. 1916, d. 1990, Sigur- björg (Ninna), f. 1919, d. 1998, Búi, f. 1920, d. 1937, Ester, f. 1923, d. 1974, Gyða, f. 1924, d. 1937, Hulda, f. 1926, d. 1937, Agnar, f. 1928, d. 2008, og Ásta, f. 1932, d. 1938. Björgvin giftist 17. nóvember 1951 Guðrúnu Torfadóttur. For- eldrar hennar voru Torfi Ólafs- son og Elísabet Guðjónsdóttir. Sonur Björgvins og Guðrúnar er Sigur- björn en fyrir átti Guðrún þrjá syni; Ingimar, Halldór og Örn. Björgvin og Guð- rún tóku við búi í Norðurbotni og bjuggu þar til 1966 er þau fluttu út í þorpið. Björgvin lauk barnaskóla Rauðasands 1942. Tók mótorvél- stjórapróf í Reykjavík 1946. Hann var vélstjóri á hinum ýmsu bátum fyrir vestan. Hann var verkstjóri í Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar 1967-1974, oddviti Tálknafjarðarhrepps 1974-1982. Hann söng í kirkjukórnum til fjölda ára og tók virkan þátt í uppbyggingu félagsmiðstöðvar- innar og við byggingu kirkj- unnar á Tálknafirði. Útför Björgvins fer fram frá Akraneskirkju í dag, 21. maí 2019, klukkan 13. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: Dvel mér hjá; Hamþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjartað úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Frances og Kathleen Coelho) Ásthildur Theodórsdóttir. Elsku hjartans afi minn, það tók á að ljúka síðasta faðmlaginu á sunnudaginn, vitandi það að þetta væri okkar síðasta faðmlag, það var samt svo gott að fá tæki- færi til að kveðja þig og þakka þér fyrir okkar fallega vinasam- band. Ég hef alla tíð litið upp til þín því þú kunnir margt, varst svo skynsamur og eldklár að reikna í huganum langt fram eftir aldri. Þú dekraðir mig úr hófi fram í æsku og lengur en það en það er allt í lagi, það gerði mér ekkert illt. Þegar ég segi börnunum mín- um frá þér segi ég þeim alltaf frá aðfangadagskvöldunum þegar ég fékk að fara til ykkar ömmu í gistingu eftir kvöldkaffið hjá mömmu og pabba, og þú last fyrir mig heila bók, takk fyrir allan tímann sem þú gafst mér í það. Þegar ég varð 18 ára keyptum við Benni Túngötu 27, þá var nú ekki slæmt að eiga þig að, alltaf boð- inn og búinn að koma og hjálpa til við að laga eitthvað. Það var líka gaman hjá okkur að smíða kofann fyrir strákana og setja upp að- stöðuna fyrir föndursmiðjuna sem stóð nú stutt í rekstri, en alltaf studdir þú við bakið á mér. Það var bæði góð hugmynd að byrja á þessu, og einnig sú ákvörðun mín að hætta. Einnig finnst mér það mjög dýrmætt að hafa fengið að starfa með þér um stund við að fella net fyrir Út- naust. Fyrir fimm árum varð mér það ljóst að minni þitt væri farið að stríða þér allverulega, og það var erfitt að horfa á þig svona illa átt- aðan í Sunnukoti og þú þurftir að spyrja mig aftur og aftur hvar þú værir, þar til ég fattaði að skjóta því reglulega inn í samræðurnar, en afi minn, svo leyndist í því dul- in blessun. Ég veit það hefði orðið þér þungbært að kveðja mömmu, Ingimar og Kiddý en ég hef trú á því að þau hafi tekið á móti þér í sumarlandinu. Ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta. Hafðu þökk fyrir allar okkar góðu stundir, elsku afi. Ég veit af þér vinur minn kær og bið þess að friðinn þú finnir þú ávallt munt standa mér nær þó englunum núna þú sinnir. Þín Guðbjörg. Mér eru í barnsminni tvíbur- arnir Agnar og Björgvin í Hænu- vík, nauðalíkir en þó vel hægt að þekkja í sundur. Fullum nöfnum hétu þeir Valtýr Agnar og Guð- jón Björgvin. Agnar átti eftir að verða bóndi í Hænuvík, en Björg- vin hvarf fljótlega, hafði þá stað- fest ráð sitt norður í Tálknafirði. Heimsóknir í Norður-Botn, þar sem hann bjó með henni Rúnu, urðu allnokkrar og þótti okkur þar vel búið og búsældarlegt um að litast. Björgvin var útsjónar- samur og framfarasinnaður og Rúna stjórnaði innanstokks, enda mikill skörungur. Synir hennar þrír, sem hún hafði eign- ast fyrir hjónaband þeirra Björg- vins, voru þarna til heimilis fyrst í stað og Sigurbjörn sonur þeirra var að spretta úr grasi. Björgvin var snemma kallaður til ábyrgðarstarfa í Tálkna- fjarðarhreppi og á sjöunda ára- tugnum yfirgáfu þau Norður- Botn og byggðu hús við Miðtún í Tunguþorpi. Björgvin var um skeið sveitar- stjóri á Tálknafirði og leiddi þá ýmis framfaramál. Starfaði hann þannig í þágu samfélagsins á meðan þess var óskað, en þegar fólkið valdi aðra forystu hvarf hann af þeim vettvangi síður en svo ósáttur. Björgvin frændi átti ekki til drottnunargirni, en þjónustulund ríka. Hygg ég að bygging íþróttahúss og kirkju hafi haft traustan stuðning hans og njóta þess sveitungar hans vestra enn í dag. Nítján ára að aldri tók hann þátt í björgun skipbrotsmanna af togaranum Dhoon í Látrabjargi og með Björgvin féll frá síðasti maðurinn sem tók á móti þeim niðri á Flaugarnefi. Síðustu árin dvaldi Björgvin á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum, alltaf jafn ljúfur í viðmóti þó að meðvitund um stað og stund hafi fjarað út síðustu árin, enda kominn á tíræðis- aldurinn þegar kallið kom. Systkinin frá Hænuvík þakka Björgvin ljúfa samfylgd og góðar móttökur á heimili þeirra Rúnu. Minningin lifir um frábært fólk sem gott var að þekkja og hægt að taka til fyrirmyndar á mörg- um sviðum. Sigurjón Bjarnason. Björgvin Sigurbjörnsson ✝ Brynja UnnurMagnúsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 19. júní 1939. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 11. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Magnús Vil- hjálmur Magn- ússon, f. 28. maí 1910, d. 20. apríl 1977, og Unnur Guðmundsdóttir, f. 27. júlí 1910, d. 2. júlí 1993. Systkini Brynju eru Sigrún Magnúsdóttir, f. 26. ágúst 1934, d. 14. janúar 2008, og Árni Magn- ússon, f. 27. nóvember 1948. Hinn 25. desember 1961 giftist Brynja Erlingi Steinari Auð- unssyni, f. 23. desember 1936, d. 17. nóvember 2013. Foreldrar Erlings voru Auðun Árnason, f. 14. október 1901, d. 30. júní 1991, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 10. desember 1907, d. 24. águst 1983. Brynja og Erling eignuðust fjögur börn: 1) Magnús, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, synir þeirra eru Steinar Páll og Heiðar Ingi. Steinar á eina dóttur, Þór- eyju Lilju. 2) Þorsteinn, kvæntur Elin Nilsen, börn þeirra eru Brynjar og Berglind. 3) Hjálmar, kvæntur Scarlet Cunillera, börn þeirra eru Bríana Ösp og Hjálmdís Brynja. Hjálmar á einn- ig dótturina Sigríði Margréti frá fyrri sambúð. Sigríður Margrét er í sambúð með Alexander Erni Haraldssyni og eiga þau eina dóttur, Aþenu Margréti. 4) Unnur Sigríður, í sambúð með Einari Sigurðssyni, synir þeirra eru Erling Sigurður og Sig- ursteinn Atli. Brynja Magg, eins og hún var venjulega kölluð, ólst upp í foreldra- húsum í Bakaríshúsinu og eins bjó hún um tíma hjá föðurafa og ömmu á Suðureyri. Brynja og Erling hófu búskap sinn í húsnæði afa og ömmu og byggðu síðar upp sitt heimili á Hjallavegi 7. Eftir að þau fluttu suður bjuggu þau í Löngubrekku 32 í Kópavogi en eftir fráfall Erlings flutti Brynja að Gullsmára 7 í Kópavogi. Námsferill Brynju var við Barnaskóla Suðureyrar og hússtjórnarnám við Húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði. Brynja hóf ung störf við sjávarútveg á heimaslóðum og einnig á síld á Siglufirði og Seyð- isfirði. Lengst af var hún við verslunarstörf hjá Mumma og Nonna Kitt í Suðurveri. Eftir að þau hjónin fluttu suður vann Brynja við ýmis þjónustustörf og endaði starfsferil sinn í mötu- neyti Símans í Reykjavík. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag, 21. maí 2019, klukk- an 13. Með sorg í hjarta kveð ég Brynju frænku mína. Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur, en orðnar ömmur og langömmur í dag. Átt- um báðar sömu ömmuna, hana Guðrúnu Oddsdóttir, sem var dugleg og góð kona. Hún var til heimilis hjá foreldrum Brynju, Unnu frænku og Villa Magg, Rúnu og Árna Magga. Brynja átti erfitt eftir að Erling hennar dó, Brynja átti fjögur yndisleg börn, þrjá syni og eina dóttur, tengdabörn og barnabörn sem vildu allt fyrir hana gera og við vildum öll létta henni lífið. Ég er þakklát fyrir að hafa ver- ið í vinahópi hennar. Brostið hjarta er ekki auðvelt að lækna en nú er hún komin til Erlings síns og ættingja sinna og mun halda upp á afmælisdaginn sinn þar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, elsku vinkona. Samúðarkveðja til fjölskyldu Brynju. Dagrún Kristjánsdóttir. Nú er Brynja frænka mín látin. Okkur hjónunum hefur fundist hún óvenju lasleg undanfarna mánuði og hafa látið á sjá. Öðru- vísi var sú Brynja sem við þekkt- um áður, lífsglöð, kát og skemmti- leg en skapmikil ef því var að skipta og stóð þá fast á skoðunum sínum og gaf sig ekki þó á móti blési. Alltaf var hún hlý og gestrisin og var alltaf gaman að koma á heimili þeirra Erlings fyrir vestan og áttum við þar ótal margar gleðistundir, sem aldrei gleymast. Var þá rætt um allt milli himins og jarðar og málin krufin til mergjar, en alltaf í góðu. Eftir andlát Erlings fannst mér hún aldrei ná sér að fullu, en hann lést árið 2013. Saknaði hún hans mikið, enda hafði hjónaband þeirra verið afar farsælt og ham- ingjuríkt. Hafði hún stundum á orði að erfitt væri að missa maka sinn og vissi enginn hvað það væri sem ekki hefði reynt það. Eftir að við hjónin fluttum suð- ur árið 2005 komum við oft í Löngubrekkuna og heilsuðum upp á húsráðendur. Alltaf var það jafn gaman og gestrisni í heiðri höfð. Oft hef ég saknað þessara daga og gleðistundanna vestur í Súganda- firði og munu þessar stundir aldr- ei úr minni mínu hverfa. Mig langaði til þess að kveðja þessa elskulegu frænku mína með örfáum orðum og þakka henni fyr- ir allar liðnar samverustundir. Ég kveð þig hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur drottinn þig við hönd. (GJ) Við hjónin vottum afkomendum hennar og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Eðvarð Sturluson. Brynja Unnur Magnúsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður míns og móðurbróður okkar, GUÐJÓNS JÓSEPSSONAR frá Pálshúsum í Garðabæ. Ester Helgadóttir Guðmundur Kjartan Davíðsson Edda Davíðsdóttir Davíð Davíðsson Kári Davíðsson Skúli Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.