Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Seinni umræða um þingsályktunartillögu utan- ríkisráðherra um hinn svonefnda þriðja orku- pakka hélt áfram á Alþingi í gær, og voru tíu manns enn á mælendaskrá um tíuleytið í gær- kvöldi. Þótti ljóst þegar blaðið fór í prentun að enn ættu þingmenn eftir að ræða málið í nokkurn tíma og var ekki gert ráð fyrir að greidd yrðu atkvæði um tillöguna í nótt. Þingmenn Mið- flokksins voru áberandi á mælendaskrá gær- dagsins, en þeir höfðu áður talað um málið framundir morgun aðfaranótt síðasta fimmtu- dags. Þá voru þingmenn báðum megin borðs- ins sem fyrr duglegir í andsvörum og rökræð- um um málið. Nokkrar umræður urðu um fundarstjórn forseta áður en seinni umræðan gat haldið áfram, þar sem fjórða mál á dagskránni, stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um útlendinga, var tekið af dagskrá svo hægt yrði að ræða áfram um innleiðingu orkupakkans. Töldu Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmenn Miðflokksins, það sérkennilega ráðstöfun þar sem stuttu áður hafði verið kosið um afbrigði til þess að koma mætti málinu á dagskrá. Sagði Sigmundur Davíð að sig ræki ekki minni til að svona hefði verið gert áður. Bryndís Haraldsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagðist hins vegar undrandi á því að Miðflokksmenn væru ekki ánægðir með að geta haldið umræðunni um orkupakkann áfram þegar í stað. Spurt um traust á dómstólum Fyrr um daginn hafði verið tekin á dagskrá sérstök umræða um stöðu Landsréttar. Þór- hildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var málshefjandi og spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra hvað stæði til að gera til að efla aftur traust á dómstólum landsins í kjölfar niðurstöðu Mann- réttindadómstóls Evrópu varðandi skipun dómara í Landsrétt. Þá vildi Þórhildur Sunna vita hvort ráðherra liti svo á að dómurinn hefði verið á einhvern hátt inngrip í fullveldi Íslands eða að dómstóllinn hefði farið yfir strikið. Þór- dís Kolbrún þakkaði Þórhildi fyrir að hefja þessa umræðu og áréttaði að íslenska ríkið hefði þegar óskað eftir endurupptöku hjá yf- irdeild Mannréttindadómstóls Evrópu á Landsréttarmálinu. Sagði Þórdís dóminn for- dæmalausan með afgerandi minnihlutaáliti og að dómurinn vekti veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Sagði Þórdís jafnframt að meðan beðið væri svars frá yf- irdeildinni yrði ekki um frekari inngrip að ræða. Vert væri þó að hafa í huga að Hæsti- réttur hefði dæmt skipan allra dómara við Landsrétt lögmæta. Spunnust nokkrar um- ræður um málið í kjölfarið. Seinni umræðan heldur áfram  Þingmenn töluðu langt fram á kvöld um þriðja orkupakkann  Um tugur enn á mælendaskrá í gær- kvöldi  Sérstök umræða á þinginu um stöðu Landsréttar í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix Bergsson, far- arstjóri íslenska Eurovision- hópsins, en flug- vallarstarfsmenn í Tel Aviv stærðu sig af því á netinu að þeir hefðu gef- ið meðlimum hljómsveit- arinnar Hatara „vond sæti“ í flugvél þeirra frá Tel Aviv í gær- morgun. Birtu þeir að auki ljósmynd beint úr bókunarkerfi El Al, rík- isflugfélags Ísraels, á flugvellinum þar sem glöggt mátti sjá sæt- isnúmer hljómsveitarmeðlima sem og flugnúmer vélarinnar sem hljóm- sveitin átti bókað far með. Ljóst þykir að þetta framferði gæti hafa brotið í bága við reglur um persónuvernd eða flug- samgöngur og segir Felix að hóp- urinn muni skoða málið nánar á næstu dögum og gera athugasemdir við þessa framgöngu. „En hvort það fari í gegnum okkar samstarfsaðila, sem er Icelandair, sem bókar flugið, eða einhverja aðra verður bara að koma í ljós.“ Felix segir einnig mögulegt að kvartað verði beint við El Al vegna málsins. Felix segir að hópurinn hafi orðið var við að sætisnúmerunum hafði verið lekið á netið snemma í gær- morgun, en þá var hópurinn á leið- inni á flugvöllinn. Þegar þangað var komið hefði komið í ljós að sæt- isnúmerin sem sáust á netinu voru rétt. „Við veltum fyrir okkur hvort við ættum að gera mál úr þessu á flugvellinum, en ákváðum að bíða með það og gera frekar formlega kvörtun, auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Rík- isútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál.“ Þegar Morgunblaðið náði tali af Felix var hópurinn staddur á Heath- row og beið þess að fljúga heim til Íslands, og var ráðgert að Eurovisi- on-fararnir myndu lenda í Keflavík um ellefuleytið í gærkvöldi. Morgunblaðið/Eggert Hatari Heimferð íslenska Eurovisionhópsins frá Tel Aviv fékk heldur óskemmtilegt upphaf á flugvellinum. Munu kvarta undan vallarstarfsmönnum  Sætisnúmer Hatara birt á netinu fyrir flugtak í gær Rétt um 30.000 manns höfðu lýst yfir stuðningi sínum við brottvísun Íslands úr Eurovision-keppninni í þar til gerðri undirskriftasöfnun á heimasíðunni change.org í gær- kvöldi. Er þess þar krafist að Ís- landi verði meinuð þátttaka í söngvakeppninni á næsta ári vegna þess uppátækis hljómsveit- arinnar Hatara að flíka palestínska fánanum þegar stigafjöldi Íslands var lesinn upp. Segir á heimasíðu söfnunarinnar að Hatari hafi van- virt Ísrael og andrúmsloft keppn- innar með athæfi sínu og því beri að vísa Íslandi úr keppni. Öllu færri, eða um 3.800 manns, höfðu skrifað undir samsvarandi undirskriftasöfnun í gærkvöldi, þar sem þess er farið á leit við skipuleggjendur söngvakeppn- innar að þeir vísi Ísrael úr keppni ótímabundið vegna framferðis Ísr- aelsmanna gagnvart Palestínu. Söfnuninni er augljóslega stefnt til höfuðs hinni fyrri, en sama ljós- mynd af athæfi Hatara prýðir báð- ar safnanir. Um 30.000 með brottvísun UNDIRSKRIFTALISTAR Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Al- freðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Í frumvarpinu er lagt til að fjöl- miðlar fái 25% af launakostnaði við rekstur ritstjórnar endurgreiddan úr ríkissjóði en að sú endurgreiðsla muni aldrei nema meiru en 50 millj- ónum. Þá verður sérstök reglugerð- arheimild í frumvarpinu „þess efnis að veita megi staðbundnum fjöl- miðlum viðbótar endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu um málið. Í frumvarpinu sem nú verður lagt fram hefur til tilbreytingar frá frum- drögum frumvarpsins verið bætt við ákvæði um 5,15% viðbótarendur- greiðslu til fjölmiðla, sem mun ekki verða háð takmörkum. Það er sagt gert til að „draga úr áhrifum þess ákvæðis er kveður á um að endur- greiðslur nemi ekki hærri fjárhæð en 50 milljónum króna“. Þessar við- bótarendurgreiðslur munu þó aðeins nema 5,15% af þeim launakostnaði sem fer til starfsmanna í lægra skattþrepi. Þá er nefnt í frumvarpinu að samningur ráðuneytisins við RÚV renni út í árslok 2019 og að stefnt sé að því athuga fyrir þann tíma „hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu Rík- isútvarpsins, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum þess á aug- lýsingamarkaði eða að fjármögnun starfseminnar verði einungis byggð á opinberum fjármunum.“ „Ein hugmynd sem hefur verið rædd er að RÚV fari af auglýs- ingamarkaði. Það yrði þó gert upp, þannig að RÚV yrði ekki fyrir tekju- missi vegna þessa,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, í Kastljósinu á RÚV í gær. „Við erum að hefja umræður um þennan samning. En það er ljóst í mínum huga að við viljum hafa sterkt RÚV,“ sagði ráðherra enn- fremur. „Ríkisútvarpið er á auglýs- ingamarkaði og við höfum heyrt talsverða gagnrýni hvað það varðar. En það er alveg á hreinu í mínum huga að við erum ekki að fara í nein- ar aðgerðir sem veikja RÚV,“ sagði Lilja. Breytt fjölmiðla- frumvarp lagt fram  Hafa rætt breytingar á RÚV Morgunblaðið/Hari Ráðherra Lilja Alfreðsdóttir mun mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla. Felix Bergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.