Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
✝ Ingibjörg Þor-bergsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 25. október
1927. Hún lést á
Hrafnistu í
Reykjanesbæ 6.
maí 2019. For-
eldrar hennar
voru hjónin Krist-
jana Sigur-
bergsdóttir hús-
móðir og
Þorbergur Skúlason, skó-
smíðameistari í Reykjavík.
Bróðir Ingibjargar er Skúli
Ólafur Þorbergsson, fæddur 3.
apríl 1930, kvæntur Guðrúnu
Stefaníu Björnsdóttur.
Ingibjörg giftist 12. ágúst
1976 Guðmundi Jónssyni pí-
anóleikara, f. 13. nóvember
1929, d. 11. nóvember 2010.
Börn Guðmundar af fyrra
hjónabandi eru Auður Eir,
Guðmundur Kristinn, Helga
Kristín og Þórdís. Barnabörn
eru 11 og barnabarnabörn eru
12.
Ingibjörg lauk prófum frá
meðal annars að stýra þætt-
inum Óskalög sjúklinga, að-
stoðarþulur, stjórn barnatíma,
umsjón með viðtals- og tónlist-
arþáttum ásamt annarri dag-
skrárgerð. Ingibjörg var
varadagskrárstjóri og dag-
skrárstjóri RÚV 1981 til 1985.
Auk starfa sinna fyrir RÚV
var Ingibjörg stundakennari
við m.a. Miðbæjar- og Breiða-
gerðisskóla frá 1957 til 1958.
Ingibjörg starfaði einnig við
blaðamennsku og sá m.a. um
tónlistargagnrýni fyrir Tím-
ann og Vísi ásamt því að
skrifa fyrir barnablaðið Æsk-
una.
Ingibjörg samdi sönglög,
dægurlög og barnalög, m.a.
fyrir Þjóðleikhúsið og til
grunnskólakennslu á Norð-
urlöndum, söng inn á fjölda
hljómplatna og samdi sjö leik-
rit fyrir börn og unglinga sem
flutt voru í útvarpi hér á landi
og í Svíþjóð.
Ingibjörg hlaut heið-
ursverðlaun Íslensku tónlist-
arverðlaunanna árið 2003, var
kjörin heiðursfélagi FTT 1996
og var sæmd riddarakrossi ár-
ið 2008 fyrir framlag sitt til
íslenskrar tónlistar.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 21.
maí 2019, klukkan 13.
Tónlistarskóla
Reykjavíkur með
klarínettuleik sem
aðalgrein árið
1952 en stundaði
þar jafnframt nám
í hljómfræði, pí-
anóleik og tónlist-
arsögu. Hún lauk
tónmenntakenn-
araprófi frá KÍ ár-
ið 1957 og fór í
kynnisferð til
Bandaríkjanna í boði George
Washington-háskólans árið
1956 og söng þá m.a. með
stórhljómsveitum. Hún dvaldi
við nám við Dante Alighieri-
skólann í Róm árið 1962 og
sótti ýmis tónlistar- og tungu-
málanámskeið á vegum inn-
lendra og erlendra aðila.
Ingibjörg hóf störf hjá RÚV
árið 1946 og starfaði þar allt
til ársins 1985 við hin ýmsu
störf. Fyrsta starf hennar var
á innheimtudeild en svo gerð-
ist hún dagskrárgerðarmaður
í tónlistardeildinni á árinu
1949. Verkefni hennar voru
Elsku Imma frænka.
Við þökkum fyrir allar þær
ljúfu minningar sem við áttum
með ykkur Guðmundi í Löngu-
brekku og á Vatnsnesveginum.
Við upplifðum alltaf mikla
væntumþykju og vorum ávallt
leystar út með hrósum og fulla
maga.
Það voru forréttindi að eiga
þig að, allt okkar líf fram til
þessa. Hugsunin um ykkur
Guðmund sameinuð á ný er
okkur ljúfsár.
Þú gafst okkur margt sem
við erum þakklátar fyrir. Eitt
af því var sá heiður að þú til-
einkaðir okkur lög eftir þig.
Það er okkur afar dýrmætt.
Nú kveðjum við þig í hinsta
sinn með erindi úr þínu eigin
ljóði.
Sólskinsdís
Sofðu litla sólskinsdís
sofðu vært og rótt.
Góðir englar gæti þín
og gefi blíða nótt.
Jana Birta Björnsdóttir,
Vala Rún Björnsdóttir.
„Hann Ari er lítill,
hann er átta ára „trítill“
með augu mjög falleg og skær.“
Imma frænka var einstök
kona. „Hin íslenska kona“ kemur
upp í hugann, þessi viljasterki,
sjálfstæði og hvetjandi einstak-
lingur sem var svo stoltur af sínu
fólki. Tónlistin og fjölskyldan var
henni dýrmætast. Löngu fyrir
fermingu var hennar lífshlaup
ráðið; að semja lög og syngja
opinberlega.
Þegar hún var 25 ára útskrif-
aðist hún fyrst kvenna með ein-
leikarapróf á blásturshljóðfæri
en hún var brautryðjandi á fleiri
sviðum.
Söng eigin lög á hljómplötur,
stýrði útvarpsþáttum, tók þátt í
útgáfu á efni fyrir börn og margir
lærðu gítargripin í Æskunni eftir
leiðbeiningum Immu. Ingibjörg
Þorbergs hefur alla tíð verið dáð
af þjóðinni enda hugljúf og inni-
leg í öllu fasi.
Hún hlaut riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir framlag
sitt til tónlistar.
Börnin í fjölskyldunni og börn
vina hennar voru hennar börn.
Imma var einstaklega hvetjandi
og ætíð með jákvæð og uppbyggj-
andi ummæli um alla sem hún
umgengst. Ekki man ég eftir að
Imma frænka hallmælti nokkr-
um manni.
Minningar okkar um Immu
frænku eru margar. Fyrir mig,
Skúla Begga eins og hún kallaði
mig, eru ógleymanlegar heim-
sóknir sem barn á Óðinsgötuna
og Kaplaskjólsveginn og að fá að
gista hjá Immu og Ömmu Krist-
jönu, þar opnaðist nýr heimur.
Heimsóknir á RÚV og í Þjóðleik-
húsið þar sem hún og pabbi
sungu í Þjóðleikhúskórnum.
Spila bítlaplöturnar hennar og
passa páfagaukinn. Jóladagur
var alltaf sérstakur, Þá kom
Imma frænka í heimsókn til
Keflavíkur og börnin okkar fengu
að njóta hverrar stundar, enda
Imma einstaklega gjafmild.
Börnunum mín þremur tileinkaði
hún hverju fyrir sig lag sem mun
lifa með þeim um ókomna tíð og
halda í heiðri minninguna um alla
eilífð. Blessuð sé minning Immu
frænku, þessarar sjálfstæðu ís-
lensku konu.
Skúli Þorbergur, Inga Lóa,
María Rós, Berglind og
Guðmundur Ingi.
Það eru nú ekki allir sem fá
bónusömmu í sængurgjöf. Við
fengum svo sannarlega bón-
usömmu með stóru B-i. Við héld-
um reyndar á yngri árum að
Imma væri nafnið yfir svona bón-
usömmur. En það er bara ein
Imma og það er hún Ingibjörg
Þorbergs. Við kynntumst Immu
ekki sem tónlistarkonunni Ingi-
björgu Þorbergs heldur Immu
sem konunni hans afa. Hún var
kletturinn hans þegar hann
veiktist skyndilega og setti hún
tónlistina í annað sæti um tíma.
En tónlistin var ekki langt undan
því að stóri svarti flygillinn í stof-
unni var notaður óspart til laga-
smíða. Borðstofuborðið var alltaf
drekkhlaðið veitingum þegar við
kíktum í heimsókn í Löngubrekk-
una og alltaf var tekið vel á móti
manni. Það var mjög gaman að
fylgjast með henni að störfum í
eldhúsinu. Hún var aldrei að
flækja hlutina. Henni tókst að út-
búa þvílíkar kræsingar úr hinum
ýmsum krukkum. Hafið þið ekki
prófað pylsur í súrsætri sósu? Al-
veg lúmskt gott. Bragðbætt
keypt majónessalöt voru hennar
meistaraverk. Svo var aldrei nóg
af osti á Dominos-pizzum fyrir
hennar smekk. Uppáhaldsmatur-
inn hennar var hamborgari, ekki
einhver venjulegur hamborgari
heldur hamborgari með kjöti,
osti, sósu og minnsta kálblaði í
heimi. Kálblaðið var bara til að
friða samviskuna en ekki fyrir
bragðið. Imma var einstaklega
úrræðagóð og hikaði ekki við að
framkvæma hlutina. Gott dæmi
um það þegar Immu tókst að láta
afa hætta að reykja. Hún eyddi
sömu upphæð í kaup á kristals-
hlutum eins og hann eyddi í kaup
á sígarettum. Einn daginn sat afi
í stofunni í Löngubrekku og
horfði í kringum sig. Stofan glitr-
aði af kristölum í hinum ýmsum
formum og litum. Afa fannst nóg
komið af þessu glingri og lagði
pakkann á hilluna. Imma fylgdist
vel með sínu fólki. Hún fagnaði
sigrum og afrekum með þeim og
sparaði ekki hrósið þegar henni
fannst hlutirnir vera gerðir vel.
Þegar afi var á lífi þá var hverju
langafabarni fagnað með góðri
steik og rauðvínsglasi. Immu
fannst mjög skemmtilegt að
bjóða okkur systrunum og
mömmu í Manhattanveislu heima
hjá sér. Þá var öllu tjaldað til.
Spariglösin sótt, ostabakki settur
á borðið og varalitur á varirnar.
Manhattan var blandaður þar
sem afi hafði einhvern tímann
boðið Immu upp á Manhattan.
Okkar Manhattan var nú ekki al-
veg eftir uppskriftinni þar sem
einungis var notað dass af viskíi
og svo var hrært í drykknum með
kokkteilberjum á stilkum, oft
fleiri en einu. Það var á þessum
kvöldum sem við kynntumst
henni sem tónlistarmanninum
Ingibjörgu Þorbergs. Hún fór að
rifja upp gömlu góðu dagana í
tónlistinni. Skemmtilegast var að
heyra frá því þegar heimsfrægðin
bankaði upp á hjá henni einn dag-
inn í New York. Hún þurfti sko að
afþakka heimfrægðina því að hún
þurfti nú að mæta í vinnuna á
RÚV. Við vitum fyrir víst að Guð-
mundur afi tók vel á móti Immu
sinni á þeim stað sem nýtt æv-
intýri hefst. Við kveðjum í dag
Immu okkar með hugann fullan
af þakklæti.
Hulda Katrín, Þórhildur og
Guðrún Björk.
Við systurnar eignuðumst dýr-
mætan vin í frænku okkar henni
Immu. Hún hvatti okkur áfram
til að vera duglegar að læra og
fylgdist vel með. Það er ógleym-
anlegt hve vel hún tók á móti okk-
ur með fögrum söng, brauði og
kökum allt af bestu gerð. Ekki
gleymdi hún afmælisdögum okk-
ar og gerði sér ferð í bæinn með
fagra gripi og ávallt fylgdi góð-
gæti með. Kærleikur hennar ylj-
ar okkur hvort sem hún er nálæg
eður ei, þannig var hún.
Þökkum skaparanum fyrir að
hafa deilt henni með okkur og
sendum fjölskyldu hennar og vin-
um samúðarkveðju.
Yrsa og Ösp Ásgeirsdætur.
Heimsborgarinn hún Ingi-
björg Þorbergs lést mánudaginn
6. maí á hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Reykjanesbæ. Imma,
eins og hún var kölluð, var fjöl-
skylduvinur okkar. Guðmundur
Jónsson, píanóleikari og kennari
til margra ára, var eiginmaður
Immu og hann kenndi börnum
okkar hjóna í Tónlistarskóla
Kópavogs, það var nóg til þess að
hún Imma var okkar og við henn-
ar.
Móðir Immu bar oft á góma,
þar sem Imma var greinilega
mjög elskuð af henni og það var
gagnkvæmt. Einn bróður á
Imma, hann Skúla Ólaf. Vænt-
umþykjan var mikil þeirra í mill-
um og samgangur mikill. Ella,
tengdadóttir Skúla, og Viggi son-
ur Skúla (maður Ellu) reyndust
þeim hjónum einstaklega vel þeg-
ar heilsa og þrek fór að gefa sig.
Guðmundur lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
2010.
Imma ræddi oft við okkur
mæðgur að hún þyrfti endilega
að koma lögunum sínum í bók.
Það var verið að syngja lögin
hennar og þá vantaði nótur.
Jenný Ruth dóttir okkar tók sig
til og aðstoðaði Immu við að finna
til og raða upp einum 100 lögum
og gerði drög að kápu á bókina,
þannig var auðveldara að óska
eftir styrk við gerð bókarinnar.
Kópavogsbær, eða bæjarstjórinn
þáverandi, Sigurður Geirdal, tók
vel í ósk Immu og fékk Þórunni
Björnsdóttir, tónmenntakennara
og kórstjóra í Kársnesskóla
Kópavogs, til að vinna verkið með
og fyrir Immu. Imma sagði að
hún hefði ekki getað fengið betri
manneskju en Tótu til að full-
vinna bókina. „Hún er svo ynd-
isleg hún Tóta.“ Kópavogsbær
heiðraði Immu á sjötugsafmæli
hennar með útgáfu á söngvasafni
með rúmlega 100 lögum. Þetta
varð auðvitað til þess að lögin lifa
um aldur og ævi og ekki síður eru
lögin aðgengileg.
Guðmundur maður Immu átti
fjögur börn með fyrri konu sinni
sem eru í aldursröð Auður Eir,
Guðmundur Kristinn, Helga
Kristín og Þórdís. Helga Kristín
og dætur hennar sinntu Immu og
Guðmundi einstaklega vel.
Ekki get ég látið þess ógetið að
Immu var einstaklega hlýtt til
„strákanna sinna“ eins og hún
nefndi þá alltaf. Strákarnir voru
félagar hennar í FTT, Félagi tón-
skálda og textahöfunda, sem var
stofnað formlega 1981. Maggi
Kjartans og Kristján Skerja-
fjarðarskáld voru ólatir að
hringja og ýta á Immu að koma á
fundi eða viðburði á vegum FTT.
Ef það voru einhverjar vöflur á
minni þá bara sóttu þeir hana,
Immu þótti mjög vænt um
„strákana sína“. Imma sótti um í
Tónskáldafélag Íslands á sínum
tíma, sem starfar á vettvangi
klassískrar tónlistar, en fékk
höfnun. Það stóð alltaf svolítið í
henni en hún sagði líka að það
væri allt í lagi því að það væri svo
gaman með strákunum. Hvort
það var vegna þess að Imma var
kona eða þess að hún samdi líka
dægurlög skal ósagt látið.
Það er yndislegt að upplifa
hvað Imma er elskuð og dáð af
„yngri“ tónlistarmönnum og hvað
kórar syngja mikið lögin hennar.
Blessuð sé minning Ingibjarg-
ar Þorbergs.
Elín Ágústsdóttir.
Elsku Imma! Þökkum þér fyr-
ir dýrmæta samveru sem var
okkur bæði kær og lærdómsrík.
Þú varst ætíð þakklát og glöð í
samskiptum okkar, fyrir það er-
um við rík af ómetanlegum minn-
ingum. Þá fylltu okkur miklu
stolti þær viðurkenningar og
heiður sem þér var sýndur fyrir
sköpunargáfu þína. Forréttindi
okkar voru að upplifa það marg-
oft í návist þinni. Orðspor þitt
mun lifa með okkur sem öðrum
um ókomna tíð í textum og tón-
um.
Hamingja
Við ferðumst frjáls um eigið land,
um fjörur, hlíðar, hraun og sand.
Já auðlind marga eigum við,
sem allir verða að sýna grið.
Og lýðveldið ég lofa vil,
sú lofgerð aldrei hljóðna má.
Mitt fagra land, ég fagna og skil,
að frelsið dýrmætast ég á.
Sú hugsun kveikir hamingju í hjarta
mér.
(Ingibjörg Þorbergs)
Björn Víkingur og Elín.
Minning Ingibjargar Þor-
bergs, eða hennar Immu okkar,
verður ávallt böðuð sólskini.
Þessi fallega og yndislega
kona kunni þá list að gefa af öllu
hjarta.
Hún og mamma okkar, Helga
Óskarsdóttir, voru bestu vin-
konur. Þær kynntust fyrir tæp-
um 70 árum þegar móðurafi
okkar, Óskar Gissurarson, vann á
vegum Hitaveitu Reykjavíkur á
heimili Immu á Óðinsgötunni. Afi
skynjaði að Imma og Ingibjörg
amma okkar myndu tengjast í
tónlistinni.
Hann bauð Immu og Kristjönu
mömmu hennar því í kaffi til
ömmu okkar á Lokastíg 23 í
Reykjavík. Og þar var mamma.
Imma sagði okkur að amma Ingi-
björg hefði verið sú fyrsta sem
elskaði yndislega jólalagið henn-
ar, Hin fyrstu jól. Amma var hug-
fangin af fegurð þessa lags og
spilaði það aftur og aftur.
Mamma okkar og Imma bund-
ust djúpum vináttuböndum sem
entust út ævina. Þær kunnu þá
list að tala af einlægni og svo fal-
lega hvor við aðra. Á sunnudög-
um komu Imma og Kristjana í
kaffi, og gjarnan hlaðnar gjöfum.
Í minningunni var alltaf sól þegar
Immu bar að garði.
Imma elskaði börn vinkonu
sinnar og sú ást var gagnkvæm.
Það var auðvelt. Hún var ein sú
hlýjasta og besta manneskja sem
við höfum kynnst. Kunni þá list
að hrósa og byggja upp ungt fólk
betur en flestir. Jákvæð og góð
og við skynjuðum hversu foreldr-
um okkar þótti vænt um þessa
dásamlegu konu. Svo bauð Imma
okkur á jólaböll Útvarpsins. Tók
við okkur viðtöl þar og í barna-
blaðið Æskuna. Við fundum
sterkt að hér var á ferðinni næm-
ur listamaður en einnig frum-
kvöðull og heimskona með risa-
stórt og hlýtt hjarta.
Þegar Imma var á miðjum
aldri mætti síðan hamingjan sjálf
inn í líf hennar. Guðmundur
Jónsson píanóleikari var stóra
ástin í lífi Immu. Og vandfundið
fólk sem var jafn innilega ham-
ingjusamt og þau. Konungleg
voru matarboðin í Löngubrekk-
unni í Kópavogi. Þar kynntumst
við frönskum mat og lærðum
meðal annars að borða snigla. Og
falleg var tónlistin þeirra.
Eftir hamingjusamt hjóna-
band voru veikindi og fráfall Guð-
mundar Immu þungbær. En nú
eru þau aftur saman.
Undir það seinasta var Imma
orðin þreytt og södd lífdaga. Hún
naut frábærrar umönnunar síns
góða fólks í Keflavík.
Imma, þessi stóra, góða mann-
eskja sem kunni þá list að gefa
mörgum – list hennar mun lifa
með þjóðinni um ókomna tíð.
Við þökkum Immu allt hið
góða sem hún gaf okkur.
Sendum bróður hennar, hans
fólki og börnum Guðmundar,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði, elsku Imma okkar.
Minning þín verður ávallt böð-
uð sólskini.
Alfreð, Ingibjörg Ósk,
Eiríkur og Ferdinand.
Mér er þakklæti efst í huga
fyrir að hafa fengið að kynnast
þeirri hæfileikaríku og hjarta-
hlýju konu sem Imma var. Ég
kynntist henni í gegnum píanó-
kennara minn, Guðmund Jóns-
son, sem var stóra ástin í lífi
Immu.
Ég hreinlega laðaðist að góð-
mennsku hennar þegar hún opn-
aði heimili þeirra hjóna fyrir mér
með gleði og ilmandi kökubakstri
fyrir jólin. Og tíminn leið hratt
við að hlusta á hana segja
skemmtilegar sögur úr útvarpinu
frá því hún starfaði þar. Þá skynj-
aði ég strax að hún var mikil bar-
áttukona fyrir kvenréttindum, en
hún fór sjálf ekki varhluta af
þeim mismun. Hún gat t.d. ekki
orða bundist þegar Sinfóníu-
hljómsveit Íslands flutti eitt sinn
einungis verk eftir karlmann á
sjálfan kvenréttindadaginn 19.
júní.
Imma var stálminnug og nýttu
samstarfsmenn hennar sér það
óspart. Það var mun fljótlegra að
fletta bara upp í Immu þegar
þurfti að finna tiltekið lag til
flutnings í útvarpinu, í stað þess
að fara í skjalaskrána, því hún
mundi númer æði margra laga í
því safni.
Imma hafði líka gaman af að
heyra fréttir af mínu fólki og
mundi auðvitað allt um alla á milli
heimsókna og sýndi alltaf inni-
lega hluttekningu á öllu sem við
vorum að fást við. Hrós sparaði
hún aldrei og var gjafmildin ein-
stök.
Ingibjörg
Þorbergs
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GRÉTAR KARLSSON
húsasmíðameistari,
lést á heimili sínu mánudaginn 6. maí.
Útförin fer fram frá Garðakirkju í dag,
þriðjudaginn 21. maí, klukkan 13.00.
María Grétarsdóttir Jafet Egill Gunnarsson
Hrund Grétarsdóttir Kristinn Á. Kristinsson
Hrannar, Ásdís Eir, Aron Grétar, Ísak Örn, Tómas Elí,
Elísabet Júlía og Kári
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ARNÓR PÁLL KRISTJÁNSSON,
bóndi á Eiði í Eyrarsveit,
sem lést á Landspítalanum 11. maí, verður
jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju
laugardaginn 25. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalar- og
hjúkrunarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði.
Auður Jónasdóttir
Elísa Anna Friðjónsdóttir Hermann Jóhannesson
Óskar Arnórsson Rannveig Þórisdóttir
Sveinn Arnórsson
Guðrún Lilja Arnórsdóttir Bjarni Sigurbjörnsson
Kári Arnórsson Ólöf Ragnhildur Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn