Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
4
5
PRÓFAÐU 100%
RAFBÍL Í 24 TÍMA!
RENAULT ZOE
Renault ZOE – verð: 3.790.000 kr.
TIL AFGREIÐSLU STRAX!
Hafðu samband við sölumenn Renault og tryggðu þér 100% rafdrifinn ZOE til reynslu í 24 tíma.
Renault ZOE hefur algjöra sérstöðu í þessum stærðarflokki rafbíla með 300 km uppgefið drægi.*
ZOE er að auki, eins og aðrir nýir Renault bílar, með ríkulegan staðalbúnað.
Taktu græna skrefið og prófaðu Reanult ZOE 100% rafbíl.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 /www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
*Uppgefið drægi miðast við WLTP staðal.
Hjólreiðafólk í Reykjavík er lang-
flest, eða 90%, með hjálm á höfði.
Þetta er niðurstaða nýrrar könn-
unar sem VÍS gerði á notkun
hjálma hjá hjólreiðafólki í tengslum
við verkefnið Hjólað í vinnuna, en
sl. fimm ár hefur hlutfallið verið á
bilinu 88% til 92%.
Fjöldi hjólreiðafólks í könnun
VÍS var 725 og er það talsvert meiri
fjöldi en í fyrra þegar 407 hjól-
reiðamenn fóru fram hjá talning-
arfólki. Er það sagt í takt við fjölg-
un þátttakenda á milli ára í
fyrrnefndu verkefni.
„Sýnileikafatnaður hefur einnig
verið skráður og var rúmlega þriðj-
ungur hjólreiðafólks í slíkum fatn-
aði. Jákvætt er að sjá að hjólreiða-
fólk hugi að sýnileika þar sem mörg
hjólreiðaslys verða þegar aðrir
vegfarendur sjá hjólreiðamenn
ekki í tæka tíð,“ segir í tilkynningu
frá VÍS.
Hjálmur skiptir máli
„Þrátt fyrir að höfuðhögg séu
ekki algengustu áverkarnir þá sýna
erlendar rannsóknir að í alvarleg-
ustu slysunum verða höfuðhögg og
að notkun hjálma minnki líkur á
þeim um allt að 79%. En til að svo
megi vera verður hjálmurinn að
vera í lagi, af réttri stærð og rétt
stilltur. Almennt er líftími hjálma
fimm ár frá framleiðsludegi og þrjú
ár frá söludegi og verður hann að
sitja beint ofan á höfði, eyrun að
vera í miðju v-formi bandanna og
einungis einn til tveir fingur eiga
að komast undir hökubandið,“ seg-
ir þar ennfremur.
Morgunblaðið/Hari
Öryggisatriði Hjálmur eykur mjög öryggi hjólreiðamanna í umferðinni.
Langflestir með
hjálm á höfðinu
VÍS kannaði notkun reiðhjólahjálma
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Til stendur að gera Miðbakka við
Gömlu höfnina í Reykjavík að torgi í
sumar. Er þetta liður í því að
endurheimta almenningssvæði sem
hafa farið undir bílastæði, nú þegar
bílakjallarinn undir Austurhöfn
verður opnaður. Kostnaður er áætl-
aður tæpar 40 milljónir króna auk
virðisaukaskatts og skiptist hann til
helminga milli Reykjavíkurborgar
og Faxaflóahafna.
Í sumar verða ýmis tímabundin
verkefni sett upp á svæðinu með
fjölbreyttri notkun, sem henta fjöl-
skyldunni allri, að því er fram kem-
ur í umsögn Hildar Gunnlaugs-
dóttur, skipulagsfulltrúa
Faxaflóahafna sf. Verkefnin sem
ráðist verður í eiga að vera tíma-
bundin og líta megi svo á að verið sé
að prófa þau. Svæðið allt verður
málað í áberandi litum og munstri
af ungum listamönnum.
Í umsögn Hildar eru þessi verk-
efni talin upp:
Hjólabrettavöllur. Lengi hefur
verið óskað eftir hjólabrettasvæði í
miðborginni og stendur til að koma
slíku svæði upp á Miðbakkanum.
Svæðið verður um 700 fermetrar að
stærð, fremur ílangt með römpum
og kössum sem eru sérhannaðir fyr-
ir hjólabrettaiðkun. Svæðið verður
hannað í samráði við hjólabrettaiðk-
endur og aðila sem rekur hjóla-
brettaskóla í borginni.
Hjólaleikvöllur. Á hjólaleikvell-
inum læra börn umferðarreglurnar
á hjólum, hlaupahjólum, spark-
hjólum o.fl. Börnin leika sér að því
að fara meðfram stígum og læra um
leið á umferðarmerkingar og að
sýna tillit í umferðinni. Leikvöll-
urinn verður unnin í samráði við
Hjólafærni. Hjólaleiðirnar verða af-
markaðar með gróðri, pöllum og
málningu. Hönnun svæðisins verður
sérstaklega unnin með börn í huga.
Matartorg. Matarvögnum og
matarbílum verður boðin aðstaða
gegn vægri leigu og á föstum tímum
yfir sumarið. Bekkjum, skjólveggj-
um og öðru slíku verður komið upp
á matartorginu ásamt því að það
verður skreytt í takt við svæðið allt.
Auk þess þarf að setja upp raf-
magnskassa með þriggja fasa raf-
magni og afmarka stæði fyrir vagn-
ana.
Körfuboltavöllur. Slíkur völlur
í miðborginni hlaut kosningu í
hverfakosningu hjá Reykjavík-
urborg og því var búið að úthluta
2,5 milljónum með vsk. í það verk-
efni. Upphæðin nægir til þess að
setja upp eina körfu og undirlag.
Ekki eru salerni á svæðinu í dag
en með auknum straumi fólks þang-
að þarf að koma upp salernum.
Lagt er til að notuð verði gámasal-
erni sem þarf að tengja í bæði vatn
og fráveitu.
Líf og leikir á Miðbakka
Reykjavíkurhafnar í sumar
Bílastæði við Gömlu höfnina tekið undir leikvelli og mat-
armarkað Svæðið allt verður málað í áberandi litum
Morgunblaðið/sisi
Miðbakki Svæðið við Gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið notað undir
bílastæði en verður nú leiksvæði. Húsið í baksýn er Geirsgata 11.