Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem í gær hlaut Maístjörnuna, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, þegar þau voru veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn. Verðlaunin hlaut hún fyrir ljóðabókina Fræ sem frjóvga myrkrið. Auk hennar voru tilnefnd Ásdís Ingólfsdóttir fyrir Ódauðleg brjóst; Gerður Kristný fyrir Sálumessu; Haukur Ingvarsson fyrir Vistar- verur; Linda Vilhjálmsdóttir fyrir Smáa letrið og Sigfús Bjartmarsson fyrir Homo economicus I. Þversagnir með sér í liði Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verð- laununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Gjaldgengar voru allar útgefnar ís- lenskar ljóðabækur ársins 2018 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd, sem skipuð er Sveini Yngva Egils- syni og Evu Kamillu Einarsdóttur, þær til umfjöll- unar. „Þessi bók var tilraun til að heila visst samfélags- mein, tráma kvenna minnar kynslóðar. Verðlaunin eru ákveðin staðfesting á því að það markmið mitt hafi tekist. Þegar ég hóf þetta verkefni vissi ég ekki að ljóð gæti hentað sem verkfæri til að takast á við svona uppsafnað myrkur sem legið hefur í þögn. Ljóðið er svo ótrúlega margrætt verkfæri, næmt og öflugt,“ segir Eva Rún, sem áður hefur sent frá sér tvær ljóðabækur. „Fyrri ljóðabækur mínar tvær voru leiðangur innávið,“ segir Eva Rún og áréttar að leiðin inn sé jafnframt leiðin út. Bendir hún á að í nýjustu bók sinni hafi hún gert tilraun til að sameina vinnuað- ferðir ljóðskáldsins og sviðslistakonunnar, en Eva Rún hefur um árabil starfað með sviðslistahóp- unum 16 elskendum og Kviss búmm bang. „Í nýju bókinni prófaði ég í fyrsta sinn að nýta vinnuað- ferðina sem ég nota þegar ég geri sviðslistaverk til að skrifa ljóð. Þessi verðlaun sýna mér að sú tilraun hafi virkað og eru mér hvatning til að halda áfram að þenja ljóðið út í framhaldinu og leyfa ólíkum vinnuaðferðum að blandast saman.“ Beðin að útskýra nánar vinnuaðferðina sem hún notaði bendir Eva Rún á að í hóp skapist ákveðin óreiða. „Það er miklu erfiðara að komast á ófyr- irséðan stað þegar maður er einn. Þegar ég er ein að reyna að skrifa skortir þessa drífandi óreiðu og dýnamík sem fæst þegar unnið er í hóp. Ég fór því að finna leiðir á vinnustofunni til að skapa óreiðu og dýnamík,“ segir Eva Rún og rifjar upp að hún hafi til dæmis skrifað öll fræin á miða. „Þannig fann ég leið til að raða þessum miðum og vinna æf- ingar með þeim þannig að það var nánast eins og fjórir aðrir einstaklingar væru að vinna með mér. Mér tókst því að skapa óreiðu og dýnamík sem virkaði eins og hún væri ekki að koma úr höfðinu á mér,“ segir Eva Rún og tekur fram að hún muni nýta þessa nýju vinnuaðferð áfram í ljóðaskrifum sínum. „Ég er einmitt á þeim stað í vinnuferlinu við nýtt verk að ég er að fara að skapa óreiðuna á skipulegan hátt. Sem er auðvitað ákveðin þver- sögn, en mín reynsla er að þegar maður er með þversagnirnar með sér í liði þá er maður á réttum stað.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússson „Ljóðið er svo ótrúlega margrætt verkfæri“  Eva Rún Snorradóttir hlaut Maístjörnuna fyrir Fræ sem frjóvga myrkrið „Fræ sem frjóvga myrkrið er frumleg og fjöl- breytt ljóðabók þar sem skáldið Eva Rún bregður á leik með ýmis form, allt frá örleik- ritum til prósaljóða. Fyrri hluti bókarinnar er margradda lýsing á ferð vinkvenna til sólar- landa sem reynist í senn nöturleg og fyndin. Síðari hlutinn er einlægari og myndrænni og þar eru ljóð sem lýsa vináttu, sársauka, sjálfs- uppgötvun og annarlegum heimi á áleitinn hátt.“ Frumleg og fjölbreytt bók UMSÖGN DÓMNEFNDAR Marglofuð tónleikasýning tónlistar- mannsins David Byrne samnefnd nýjustu plötu hans, American Ut- opia, sem kom út í fyrra, verður brátt sýnd á Broadway í New York. Byrne kemur fram í sýningunni með fjölmennum hópi tónlistar- manna og flytur bæði eigin lög og lög sem hann flutti með hljómsveit sinni Talking Heads fyrir margt löngu. Áður en sýningar hefjast á Broadway verður American Utopia sýnd í Emerson Colonial-leikhúsinu í Boston í september og fer þaðan í Hudson-leikhúsið á Broadway í október. Þar verður sýnt fram til 19. janúar 2020. Amerísk útópía Byrne sýnd á Broadway Morgunblaðið/Ómar Reffilegur David Byrne hélt sýningu á Listahátíð í Reykjavík fyrir níu árum. Gunnar Gränz sýnir gömul og ný verk í Listagjánni í Bókasafni Ár- borgar á Selfossi en sýningin var opnuð um helgina. Gunnar kallar sýninguna Tiltekt og segir í tilkynn- ingu að listsköpun hans hafi tekið ýmsum breytingum á liðnum árum. Hann túlki bæjarlífið með sínum hætti. Sýningin verður opin út þenn- an mánuð. Gunnar sýnir einnig verk sín í Silfurhorninu á Hótel Selfossi. Gunnar er fæddur í Vestmanna- eyjum en flutti á stríðsárunum til Selfoss. Hann lærði málaraiðn og starfaði mest við það en hefur ávallt haft gaman af listmálun. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnessýslu og hefur verið virkur fé- lagi síðan. Tiltekt í bókasafni Árborgar Abstrakt Verk eftir Gunnar. Vorhefti Skírnis, tímarits Hins íslenska bók- menntafélags, er komið út og með- al efnis í því er grein eftir skáld- ið Hannes Pét- ursson um Stað- arhóls-Pál og grein eftir Berg- svein Birgisson þar sem hann gagn- rýnir hvernig akademísk orðræða hefur þróast í hugvísindum og úti- lokað skáldlegt hugarflug og tilfinn- ingar. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fjallar um helsta sérkenni íslenskrar braghefðar; stuðlasetninguna og Valdimar Hafstein og Egill Viðars- son rita samantekt á landsþekktum vísum Vatnsenda-Rósu frá höfundarréttarsjónarhorni. Gunnar Harðarson fjallar um margræddan dóm Hæstaréttar um málefni Lands- réttar og að venju má finna grein um íslenskt mál, að þessu sinni skrif- ar Sigríður Sigurjónsdóttir um mál- umhverfi barna og framtíð íslensk- unnar. Auður Aðalsteinsdóttir fjallar um náttúruhamfarir í nokkr- um íslenskum skáldsögum á hundr- að ára tímabili og skáld Skírnis er Fríða Ísberg. Myndlistarþátturinn, skrifaður af Aldísi Snorradóttur, fjallar um Hrafnhildi Arnardóttur/ Shoplifter, fulltrúa Íslands á Fen- eyjatvíæringnum. Ritstjóri er Páll Valsson. Grein eftir Hannes Pétursson í Skírni Hannes Pétursson Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram í síð- ustu Kúnstpásu starfsárs Ís- lensku óp- erunnar kl. 12.15 í dag í salnum Norðurljósum í Hörpu. Þær munu flytja aríur og sönglög eftir tónskáld á borð við Händel, Mozart, Verdi og Tchaikovsky. Aðgangur er ókeypis að tónleik- unum. Síðasta Kúnstpása starfsársins Natalía Druzin Halldórsdóttir Viðurkenning Eva Rún Snorradóttir veitti verðlaun- unum viðtöku við hátíðlega at- höfn í Þjóðarbókhlöðunni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.