Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.05.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2019 Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hneykslismál sem varð til þess að varakanslari Austurríkis og formað- ur Frelsisflokksins neyddist til að segja af sér er álitið nokkurt áfall fyrir þjóðernisflokka sem spáð er mikilli fylgisaukningu í kosningum til Evrópuþingsins síðar í vikunni. Hneykslismálið hefur beint athygl- inni að tengslum sumra þjóðernis- flokkanna við stjórnvöld í Rússlandi. Sebastian Kurz, kanslari Austur- ríkis og formaður Austurríska þjóðarflokksins (ÖVP), ákvað að boða til þingkosninga eftir að vara- kanslarinn Heinz-Christian Strache sagði af sér. Fjölmiðlar höfðu birt myndskeið þar sem Strache ræddi við konu sem þóttist vera frænka rússnesks auðkýfings. Hermt er að myndskeiðið hafi verið tekið upp á laun á spænsku eyjunni Ibiza í júlí 2017. Konan sagðist vera að leita að fjárfestingartækifærum í Austurríki og bauðst til að kaupa helmings hlut í dagblaðinu Kronen Zeitung til að breyta ritstjórnarstefnu þess og sjá til þess að það styddi Frelsisflokk- inn. Strache sagði að ef hún gerði þetta myndi hann sjá til þess að fyrirtæki hennar fengi samninga um opinberar framkvæmdir. Hann kvaðst vilja breyta „fjölmiðlalands- laginu“ í Austurríki og fara að dæmi Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur hert tök stjórnarflokksins á ungverskum fjöl- miðlum til að koma í veg fyrir gagn- rýni á ráðamenn landsins. Strache kvaðst telja að fylgi Frelsisflokksins gæti orðið allt að 34% með stuðningi Kronen Zeitung ef Rússar keyptu blaðið og hann lagði til við konuna að hún stofnaði byggingarfyrirtæki sem fengi alla verktökusamninga sem stærsta byggingafyrirtæki Austurríkis hefði nú við ríkisstofnanir landsins. Hann nefndi einnig nokkra blaðamenn, sem hann vildi að létu af störfum fyrir Kronen Zeitung, og fimm aðra sem yrðu ráðnir í þeirra stað. Myndskeiðið varð til þess að Strache sagði af sér sem varakansl- ari og formaður Frelsisflokksins. „Þetta var dæmigerð karlmennsku- hegðun undir áhrifum áfengis og ég vildi ganga í augun á þessari þokka- fullu konu sem var gestgjafi minn,“ sagði hann. „Ég hegðaði mér eins og unglingur.“ Hneykslismálið varð ennfremur til að Herbert Kickl, innanrík- isráðherra, var rekinn úr rík- isstjórninni, sem aftur leiddi til þess að aðrir ráðherrar Frelsisflokksins sögðu af sér embættum sínum í gær, en þeir fóru með varnarmál, utanrík- ismál, samgöngumál og félagsmál. Sagði Kurz að sérfræðingar eða háttsettir opinberir starfsmenn yrðu skipaðir eftirmenn þeirra fram að þingkosningunum, en líklegt er talið að þær verði haldnar í september. Reyna að sameina krafta sína Nokkrir fyrrverandi foringjar í SS-sveitum nasista stofnuðu Frelsisflokkinn eftir síðari heims- styrjöldina og hann hefur verið á meðal öflugustu þjóðernisflokkanna í Evrópu. Strache hafði ætlað að taka þátt í fundahöldum nýs banda- lags evrópskra þjóðernisflokka, Evrópu þjóðanna, í Mílanó um helgina í boði Matteos Salvinis, að- stoðarforsætis- og innanríkis- ráðherra Ítalíu og leiðtoga hægri- flokksins Bandalagsins, sem hefur reynt að sameina krafta evrópsku þjóðernisflokkanna fyrir kosning- arnar til Evrópuþingsins. Á meðal annarra í bandalaginu eru flokkur franska þjóðernissinnans Marine Le Pen og Annar kostur fyrir Þýska- land, AfD. Hneykslismál Strache skyggði á fundahöld þjóðernisbandalagsins og beindi sjónum fjölmiðla að tengslum sumra flokkanna við stjórnvöld í Rússlandi. Til að mynda hefur verið skýrt frá því að flokkur Le Pen hef- ur fengið lán hjá rússneskum banka og hefur sætt rannsókn franskra yfirvalda vegna ásakana um að flokkurinn hafi misnotað opinbert fé. Le Pen hefur sagt að flokkurinn hafi ekki getað fengið lán hjá frönskum bönkum. Flokkur Salvinis gæti orðið gjaldþrota vegna hárrar fésektar, sem hann var dæmdur til að greiða vegna fjársvika hans á árunum 2008 til 2010, og ferðir Salvinis til Moskvu hafa verið gagnrýndar í fjölmiðlum á Ítalíu. Ráðherrann segist hafa farið til Moskvu vegna þess að hann telji refsiaðgerðir Evrópuríkja gegn Rússlandi vera „brjálæði“. Yfirvöld í Þýskalandi eru að rannsaka fjármál AfD og forystumenn í flokknum hafa verið gagnrýndir fyrir að ferðast til svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Nokkrir þeirra sögðust hafa farið þangað til að fylgjast með kosningum en aðrir sögðust hafa verið þar í einkaerindum. Aðrir þjóðernisflokkar, m.a. í Skandinavíu, Póllandi og Eystra- saltslöndum, hafa hins vegar hafnað samstarfi við rússnesk stjórnvöld. „Stjórnmálamenn til sölu“ Forystumenn margra þjóðernis- flokkanna, sem hafa einnig verið kenndir við „lýðhyggju“, hafa lýst sér sem verjendum kristninnar og talsmönnum fólksins í baráttu við spillta yfirstétt. Hugsanlegt er að hneykslismál Strache grafi undan slíkum málflutningi. Enn hafa þó ekki komið fram neinar vísbend- ingar um að hneykslismálið hafi veruleg áhrif á fylgi þjóðernisflokk- anna, að sögn stjórnmálaskýranda fréttaveitunnar AFP. Hneykslismálið gefur þó að minnsta kosti andstæðingum þjóð- ernisflokkanna færi á að gagnrýna tengsl þeirra við Rússa og saka þá um tvískinnung. „Fyrir nokkrum mánuðum var Marine Le Pen með lofsöng um Heinz-Christian Strache,“ sagði Bruno Le Maire, efnahagsráðherra Frakklands. „Hann hefur nú neyðst til að segja af sér og við vitum hvers vegna: hann var staðinn að því að reyna að selja erlendum öflum þjónustu sína. Á bak við þjóðernishreyfingu hans er undirgefni við erlend öfl.“ Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, tók í sama streng og varaði við stuðningi við „stjórnmálamenn sem eru til sölu“. „Evrópuríki standa nú frammi fyrir lýðhyggju- hreyfingum sem fyrirlíta evrópsk gildi á mörgum sviðum og eru stað- ráðnar í því að uppræta þau,“ sagði hún. Beinir sjónum að Rússatengslum  Hneykslismál í Austurríki beinir athygli að tengslum sumra þjóðernisflokka í Evrópu við stjórn- völd í Rússlandi  Þjóðernisflokkunum spáð mikilli fylgisaukningu í kosningum til Evrópuþingsins AFP Sagði af sér Heinz-Christian Strache, varakanslari og formaður Frelsis- flokksins, á blaðamannafundi í Vín þegar hann tilkynnti afsögn sína. AFP Boðað til kosninga Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis (t.v.), og Sebastian Kurz kanslari á blaðamannafundi eftir að ríkisstjórn landsins féll. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í gær fram formlega beiðni um handtöku- tilskipun á hendur Julian Assange, stofnanda uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks, vegna rannsóknar á ásökun um að hann hefði gerst sekur um nauðgun. Assange afplánar nú 50 vikna fangelsisdóm í Bretlandi fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum bresks dómstóls þegar hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors árið 2012 til að komast hjá því að verða fram- seldur til Svíþjóðar. Eva-Marie Persson, vararíkissak- sóknari Svíþjóðar, lagði beiðnina fram við dómstól í Uppsölum í gær og verði hún samþykkt verður óskað eftir því að bresk yfirvöld framselji Assange til Svíþjóðar. Sænskir saksóknarar höfðu áður ákveðið að hefja rannsókn að nýju á máli konu sem kærði Assange fyrir nauðgun árið 2010 eftir að hafa hitt hann á ráðstefnu WikiLeaks í Stokk- hólmi. Assange hefur alltaf neitað sök. AFP Umdeildur fangi Breskir lögreglumenn á verði við sendiráð Ekvadors í Lundúnum þar sem Julian Assange var handtekinn 11. apríl. Óska eftir hand- töku Assange  Framsalsbeiðni undirbúin í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.