Morgunblaðið - 22.05.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.05.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  119. tölublað  107. árgangur  ÞAÐ VERÐUR STUÐ Í KIRKJUNNI MÚSÍKIN ER ALDREI EINS FJARSKIPTIN LEIKA LYKIL- HLUTVERK SJÖUNDA PLATA ADHD 28 VIÐSKIPTAMOGGINNVOCAL PROJECT 29 Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is 16,4% barna á Íslandi verða fyrir lík- amlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, sum hver daglega. Hér er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri þessi tala mun hærri. Tæplega eitt af hverj- um fimm börnum hefur orðið fyrir of- beldi fyrir 18 ára aldur en alls eru 80.383 börn búsett á Íslandi og miðað við þann fjölda eru þetta rúmlega 13 þúsund börn. Samkvæmt tölfræði, sem Rann- sókn og greining vann fyrir UNI- CEF, hefur kynferðisofbeldi gegn drengjum tvöfaldast á síðustu 6 árum, 9% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu jafnaldra og 6% drengja verða fyrir líkamlegu of- beldi á heimili sínu. Um 70% skjól- stæðinga Stígamóta urðu fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi í barnæsku en leita sér fyrst hjálpar þegar þeir verða full- orðnir, segir Hjördís Eva Þórðardótt- ir, teymisstjóri innanlandssviðs UNI- CEF á Íslandi, sem telur ofbeldið eina stærstu ógn sem steðjar að börn- um á Íslandi í dag. Átakinu Stöðvum feluleikinn verð- ur hleypt af stokkunum í dag. Allir þeir sem skrifa undir ákallið fá sendar upplýsingar um hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. Þrýst verður á stjórnvöld um að stofna ofbeldisvarn- arráð sem rannsakar og safnar mark- visst upplýsingum um ofbeldi gegn börnum á Íslandi og beitir sér fyrir forvörnum og fræðslu. Ofbeldi ein stærsta ógnin  Fimmta hvert barn á Íslandi hefur orðið fyrir ofbeldi  Kynferðisofbeldi gegn drengjum hefur tvöfaldast á síðustu sex árum  Ráðist í stórt átak fyrir börn MKallað eftir byltingu fyrir börn »6 Fyrirtækið Metatron hefur verið stórtækt í lagningu gervigrasvalla frá árinu 2000 en starfsmenn þess vinna nú að lagningu nýs vallar í Víkinni í Reykjavík. Sífellt fleiri íþróttafélög velja þá leið að leggja gervigras á aðalvelli sína en sú að- gerð er mikið fyrirtæki. Um 60 millj- ónir króna kostar að leggja undirlag og gervigras fyrir einn völl og end- urnýja þarf keppnisvelli á 4-5 ára fresti, að sögn Páls Halldórssonar, framkvæmdastjóra Metatrons. 361 tonn af gúmmíi, sandi og gervigrasi þarf til þess að leggja einn völl í fullri stærð og allt er flutt inn. »ViðskiptaMogginn 361 tonn af efni á hvern völl Morgunblaðið/Baldur Gervigras Um 60 milljónir króna kostar að leggja gervigrasvöll.  Hver gervigrasvöll- ur kostar 60 milljónir Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína að Reykjavíkurflugvelli í gær þegar fimm flugvélar af gerðinni DC-3, sem millilentu í fyrradag og í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu, voru hafðar til sýnis fyrir almenning. Langar raðir mynd- uðust líkt og sjá má, enda eru „þristarnir“ nátengdir flugsög- unni og tóku mikinn þátt í innrásinni í Normandí. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Þristarnir löðuðu fólkið að  Kaup hvers farþega á Keflavík- urflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Heildarvelta innan haftasvæðis á flugstöðinni hefur aftur á móti dregist saman um 3,4% í búðum og um 7,5% í veitingum en farþegum hefur fækkað um 13% á milli ára á þessu tímabili. Að sögn Gunnhildar Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra viðskipta Keflavík- urflugvallar, má annars vegar rekja ástæðu þessarar auknu versl- unar einstakra farþega til færri tengifarþega sem almennt eyða minna í verslun. Hins vegar megi rekja hana til bættrar þjónustu og fækkunar farþega í flugstöðinni, meðal annars vegna gjaldþrots WOW air. Að sögn Gunnhildar skiptir heildarupplifun farþega í flugstöðinni máli þegar kemur að verslun á flugvellinum. »ViðskiptaMogginn Færri farþegar sem kaupa meira í flugstöð Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Verslun hvers farþega fyrir sig hefur aukist í Keflavík.  Samkvæmt nýbirtri úttekt Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á 90 af 169 und- irmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun fyrir árið 2030 hefur Ísland náð að uppfylla 17 mark- miðanna og á ekki langt í land með að ná mörgum til viðbótar. Í úttektinni er nefnt að Ísland hafi t.d. náð að fullu markmiðum hvað varðar fullorðinsfræðslu, hlutfall endurnýjanlegrar orku og skaðleg umhverfisáhrif í borgum. Enn sé aftur á móti mikið starf óunnið til að ná um 5% markmiðanna, þar á meðal um bætta orkunýtingu og sjálf- bærni í matvælaframleiðslu. Heimsmarkmiðin eru 17 stefnu- mið sem allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna samþykkti haustið 2015 að setja fyrir árin 2015- 2030. » 14 Ísland náð að uppfylla 17 heimsmarkmið Heimsmarkmið Stjórnvöld vinna að því að uppfylla þau sem flest fyrir árið 2030.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.