Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
B
O
T
70
22
7
08
/1
4
botarettur.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég tel að við höfum stigið stórt
skref í þá átt að ná enn meiri sátt um
þessa umdeildu atvinnugrein með
því að herða á umhverfisþáttum og
lögfesta vísindagrunn þessarar auð-
lindanýtingar,“ segir Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé, framsögumaður fisk-
eldisfrumvarpa fyrir hönd
atvinnuveganefndar.
Í tillögum meirihluta atvinnuvega-
nefndar er lagt til að frumvörp sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
um fiskeldi og gjaldtöku af fiskeldi
verði samþykkt með nokkrum breyt-
ingum.
Miðflokkur með stjórninni
Málin voru tekin út úr nefndinni sl.
föstudag. Að meirihlutaáliti standa
fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og
Miðflokksins. Fulltrúar Samfylking-
arinnar og Pírata skrifuðu ekki undir
og heldur ekki áheyrnarfulltrúi Við-
reisnar. Minnihlutaálit höfðu ekki
verið birt á vef Alþingis í gær. Málin
eru komin á dagskrá Alþingis til ann-
arrar umræðu en óvíst er hvenær
umræðan getur hafist.
Kolbeinn segir að breytingar-
tillögur meirihlutans gangi í þá átt að
styrkja umhverfiskröfur og koma
inn auknum hvötum fyrir fyrirtækin
til að hefja umhverfisvænt eldi. Það
sé meðal annars gert með því að
lækka gjöld fyrir eldi í lokuðum kví-
um.
Með frumvarpinu er lagt til að lög-
festur verði grundvöllur áhættumats
vegna erfðablöndunar eldislax við
villta nytjastofna. Meirihluti at-
vinnuveganefndar vill skerpa enn
frekar á því hlutverki. Þá er lagt til
að fulltrúi umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytis verði skipaður í samráðs-
nefnd sem fjalla á um tillögur Hafró
um fjölda laxa á tilteknum svæðum
með tilliti til hættu á erfðablöndun.
Meirihlutinn leggur till að ráð-
herra skipi þriggja manna nefnd vís-
indamanna til að rýna þá aðferða-
fræði sem Hafrannsóknastofnun
notar við mat á burðarþoli og við
gerð áhættumats.
Stefna ber að lokuðum kvíum
Í nefndaráliti meirihlutans kemur
fram sú skoðun að ekki sé langt
þangað til eldi á frjóum laxi verði ein-
göngu stundað í lokuðum og hálflok-
uðum kvíum og að því beri að stefna.
Þess vegna er lagt til að fram fari
endurskoðun á lagaumhverfi fiskeld-
is þar sem tekið verði tillit til þeirra
framfara sem orðið hafa, meðal ann-
ars á eldisbúnaði.
Hert á umhverfiskröf-
um í áliti meirihluta
Atvinnuveganefnd gerir breytingar á fiskeldisfrumvörpum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókvíar Áhættumat vegna erfðablöndunar verður lögfest.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Eingöngu var stefnt að því að koma
frumvarpi um breytingar á útlend-
ingamálum í gegnum fyrstu um-
ræðu og til nefndar á þessu þingi, en
nokkur úlfaþytur varð á Alþingi í
fyrradag þegar málið var tekið af
dagskrá, þrátt fyrir að búið hefði
verið að samþykkja sérstök afbrigði
til að koma því á dagskrána, þar sem
það var lagt of seint fram. Sköp-
uðust nokkrar umræður um fund-
arstjórn forseta þar sem þingmenn
lýstu yfir undrun sinni á að málið
hefði ekki verið tekið fyrir, en að í
staðinn væri umræðu um þriðja
orkupakkann haldið áfram.
Gott að ljúka fyrstu umræðu
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, segir að málið hafi verið
eitt af nokkrum stjórnarfrumvörp-
um sem hafi verið lögð fram eftir 1.
apríl, þegar frestur til að leggja
fram mál á vorþingi var runninn út.
Ljóst hafi verið af samskiptum
þingsins við ráðuneytin að ráðherrar
viðkomandi mála ætluðust ekki til
þess að þeim yrði komið í gegn á yf-
irstandandi þingi, en þrjú mál væru
þess eðlis að gott væri að ljúka
fyrstu umræðu svo að viðkomandi
nefndir gætu tekið þau til álita.
„Og ég sagði að það væri sjálfsagt
ef mögulegt væri að koma þessum
málum til nefndar án þess að langar
umræður sköpuðust í fyrstu um-
ræðu,“ segir Steingrímur.
Hins vegar hefði hann gert bæði
ráðherrum og öllum þingflokksfor-
mönnum ljóst að
slík mál væru
alltaf látin víkja
fyrir málum sem
stefnt væri að því
að ljúka af-
greiðslu á. Málið
hefði verið tekið
fyrir með þeim
formerkjum. „Og
dómsmálaráð-
herra var þetta
ljóst, og vissi að ef hún hygðist á
annað borð mæla fyrir málinu yrði
hún að gera það skýrt í sinni fram-
sögu að hún væri ekki að ætlast til
afgreiðslu á því. Ákvað hún þá að
það væri betra að sleppa því, og líta
svo á málið væri þá í raun eingöngu
lagt fram til kynningar. Það var því
að hennar ósk að málið var tekið af
dagskrá.“
Steingrímur segir að í raun sé lít-
ill munur á hvort málið komist til
nefndar eða hvort það sé bara sett
fram nú til kynningar. Hann bendir
þó á að atkvæðagreiðslan í fyrradag
hafi haft sjálfstætt gildi, þar sem
ekki þurfi lengur afbrigði til, ef að-
stæður skapist til þess að koma mál-
inu á dagskrá á yfirstandandi þingi.
Steingrímur segir það koma iðu-
lega fyrir að mál komi á dagskrá
sem síðan séu tekin af henni. „Það
getur vel verið að framsögumaður
hafi forfallast eða að eitthvað hafi
breyst í kringum málið, þannig að
það gerist oftar en ekki og gerist
raunar á næstum hverjum einasta
fundi að einhver mál eru tekin af
dagskrá í lokin því ekki vannst tími
til að klára þau.“
Ljóst að málið
yrði ekki afgreitt
Algengt að mál séu tekin af dagskrá
Steingrímur J.
Sigfússon
43 umsóknir um vernd bárust í aprílmánuði samkvæmt tölfræði sem Út-
lendingastofnun birti á vef sínum. Fækkaði umsóknum því nokkuð milli
mánaða, en 77 manns sóttu um vernd í mars, til viðbótar við 72 í janúar
og 73 í febrúar. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd á árinu eru frá Írak
eða 38 manns, en næstflestir, 23, eru frá Venesúela.
Af þeim 265 sem sótt hafa um eru 133 karlmenn, 58 konur, 39 drengir
og 35 stúlkur. Þrír drengjanna voru skilgreindir sem fylgdarlausir.
Þá kemur fram að búið sé að ljúka afgreiðslu 339 mála á árinu 2019,
og þar af hefur 151 mál verið tekið til efnismeðferðar. 64 þeirra hefur
lokið með veitingu verndar hér á landi, en 87 með synjunum. Flest þau
mál sem afgreidd hafa verið með efnismeðferð snerta einstaklinga frá
Moldóvu, en 27 umsóknum einstaklinga þaðan hefur öllum verið synjað
á árinu. Til samanburðar hafa 13 Sýrlendingar og 11 Írakar hafa fengið
vernd á árinu, en engum einstaklingi frá þessum ríkjum hefur verið synj-
að til þessa á árinu 2019. Þá hefur 188 málum verið lokið án efnis-
meðferðar. Af þeim hefur 60 umsóknum verið hafnað á grundvelli Dyfl-
innarreglugerðarinnar, 68 hefur lokið með að viðkomandi fékk vernd í
öðru ríki og 60 hefur verið lokið á annan hátt.
Umsóknum fækkaði í apríl
ALÞJÓÐLEG VERND
Viðburðurinn Stelpur og tækni er nú haldinn í sjötta
sinn. Rúmlega 900 stúlkur úr 9. bekk grunnskóla á höf-
uðborgarsvæðinu munu heimsækja Háskólann í
Reykjavík í dag. Í gær komu um 200 norðlenskar stúlk-
ur í Háskólann á Akureyri þar sem viðburðurinn var
haldinn í samvinnu við HA. Þær voru frá Blönduósi í
vestri og austur að Öxarfirði. Dagurinn er haldinn af
Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðn-
aðarins og SKÝ. Tilgangurinn er að kynna möguleika í
tækninámi og tæknistörfum.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Stelpum kynntir möguleikar í tækninámi