Morgunblaðið - 22.05.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Stærðir 38-46.
Til í svörtu, hvítu og húðlit.
Verð 5.990 kr.
Æðislegir micro-fiber toppar
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Skemmtiferðaskipið Spitsbergen
frá Noregi kom til Patreksfjarðar
á mánudag með um 150 manns um
borð.
Patreksfjarðarhöfn hefur unnið
að því í nokkurn tíma að fá
skemmtiferðaskipin til að koma til
hafnar á Patreksfirði. Spitsbergen
er fyrsta skipið í ár, en gert er ráð
fyrir að um 24 skip komi í sumar.
Síðasta ár komu 18 skemmti-
ferðaskip til Patreksfjarðar. Gest-
ir skipanna eru ánægjuleg viðbót
við heimamenn og setja svip á bæ-
inn.
Spitsbergen kom til Ísafjarðar í
gær og hélt síðan áfram norður
fyrir land. Von er á því á morgun
til Hríseyjar og Akureyrar og síð-
an heldur það til Grímseyjar. Skip-
ið kemur aftur til Íslands í júní og
verða viðkomustaðirnir þeir sömu.
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Í höfn Skemmtiferðaskipið Spitsbergen í höfn á Patreksfirði í byrjun vikunnar. Skipið verður á Akureyri í dag.
Von á 24 skemmti-
ferðaskipum til
Patreksfjarðar í sumar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegna lengingar Skarfabakka til
austurs yfir í Kleppsbakka í Sunda-
höfn og landfyllingu í Vatnagörðum
verður ekki hægt að landa korni til
Fóðurblöndunnar og Kornax sem
eru með starfsemi á Korngörðum.
Faxaflóahafnir keyptu fyrir 12 ár-
um eignir Líflands sem þar voru og
viðræður eru hafnar við Fóður-
blönduna um aðferðafræði við mat á
ástandi eigna fyrirtækisins og verð,
samkvæmt upplýsingum Faxaflóa-
hafna.
Gísli Gíslason hafnarstjóri segir
að Kleppsbakki sé orðinn gamall og
Korngarðabryggjan úr sér gengin.
Ekki svari kostnaði að endurnýja
þessi mannvirki. Þess vegna standi
til að lengja Skarfabakka yfir í
Kleppsbakka. Það verði næsta stór-
verkefni Faxaflóahafna í Sunda-
höfn. Landfylling verður gerð þar
fyrir innan og verður kornbryggjan
því óvirk.
Nokkurra ára verkefni
Korni hefur verið dælt þaðan
beint í verksmiðju Fóðurblönd-
unnar. Gísli segir að þegar fram-
kvæmdir hefjist verði löndun á
korni erfið. Þá getur hann þess að
farið sé að þrengja að þessum
gömlu byggingum með fram-
kvæmdum við vöruhús sem eru að
rísa hinum megin götunnar. Mikil-
vægt sé að nýju lóðirnar og svæðið
sem Fóðurblandan og áður Lífland
voru á falli undir sama skipulag.
Þessi gömlu hús muni á endanum
þurfa að víkja.
Gísli segir að fyrsta skref fram-
kvæmda sé að senda Skipulags-
stofnun fyrirspurn um þörf á um-
hverfismati og semja við Fóður-
blönduna um kaup á eignum
hennar. Það geti tekið eitt til tvö ár
og verkefnið í heild fjögur til sex ár.
Bíða niðurstöðu viðræðna
Eyjólfur Sigurðsson, forstjóri
Fóðurblöndunnar, segir ekki komið
á hreint hvenær fyrirtækið þurfi að
flytja starfsemi sína annað. Málið
hafi verið í umræðunni í áratug.
Hann segir ekki hægt að huga að
nýjum stað fyrr en vitað sé hvað
verði um núverandi eignir í Sunda-
höfn. Faxaflóahafnir hafa boðið
Fóðurblöndunni lóð á Grundartanga
en þar byggði Lífland upp sína fóð-
urverksmiðju.
Ljósmynd/Faxaflóahafnir
Sundahöfn Framlenging Skarfabakka mun loka fyrir bugtina sem Eimskip
hefur aðstöðu við og fóðurverksmiðjurnar á Korngörðum, lengst til hægri.
Þrengt að korninu
á Korngörðum
Fóðurblandan þarf að fara annað
Efling hefur krafist fundar með
framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífsins, Halldóri Benjamín
Þorbergssyni, í húsakynnum rík-
issáttasemjara vegna vanefnda á
nýundirrituðum kjarasamningi.
Óskað er eftir að fundurinn fari
fram í næstu viku.
Málið kemur til vegna hóp-
uppsagnar hótelstjórans Árna Vals
Sólonssonar á launakjörum starfs-
fólks síns umsvifalaust eftir sam-
þykkt kjarasamninganna. „Þetta er
blaut tuska í andlitið, að bregðast
við með því að fella niður kjör sem
starfsmenn hafa notið. Það er engu
líkara en verið sé að refsa félags-
mönnum fyrir að hafa samið um
launahækkun,“ er haft eftir Viðari
Þorsteinssyni framkvæmdastjóra
Eflingar, í tilkynningu.
Efling krefst fundar með SA um vanefndir
Morgunblaðið/Hari
Efling Óánægja með kjör á hótelum.