Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 14

Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 14
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nýbirt úttekt Efnahags-og framfarastofnunarEvrópu (OECD) á 90 af169 undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 sýnir að Ísland hefur náð að uppfylla 17 markmiðanna og á ekki langt í land með að ná mörgum til viðbótar. Nefnt er að Ísland hafi t.d. náð að fullu markmiðum hvað varðar fullorðinsfræðslu, hlutfall endurnýjanlegrar orku og skaðleg umhverfisáhrif í borgum. Enn sé aftur á móti mikið starf óunnið til að ná um 5% markmiðanna, þar á meðal um bætta orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Skífuritið hér á síðunni sýnir á greinargóðan hátt hver staða Ís- lands gagnvart markmiðunum er um þessar mundir. 17 markmið SÞ Heimsmarkmiðin eru 17 stefnumið sem allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti haustið 2015 að setja fyrir árin 2015-2030. Þau hafa 169 áfanga sem snúast um ýmsa fleti sjálfbærrar þróunar. Markmiðin tóku við af þúsald- armarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árin 2000-2015. Árangur er metinn miðað við tilteknar mæli- stikur, líkt og fyrir Þúsaldarmark- miðin. Ef árangur Íslands er metinn í samanburði við aðrar þjóðir sem að- ild eiga að OECD er árangur Ís- lands betri en annarra á þremur sviðum; þau svið snúa að góðri at- vinnu og hagvexti, nýsköpun og uppbyggingu og auknum jöfnuði. Á hinn bóginn er Ísland aftarlega á fjórum sviðum; þau svið snúa að orkunýtingu, sjálfbærum borgum og samfélögum, ábyrgri neyslu og framleiðslu og sjálfbæru vistkerfi. Tekið er fram að samanburð- arhæf gögn skorti um ýmis mark- miðanna sem að er stefnt og skekk- ir það niðurstöðurnar. Innleiðing á markmiðunum Í lok apríl birti forsætisráðu- neytið á samráðsgátt stjórnvalda drög að skýrslu um innleiðingu Ís- lands á heimsmarkmiðunum. Aðeins átta aðilar nýttu sér tækifærið til að veita umsögn um hana. Skýrslunni verður skilað til Sameinuðu þjóð- anna í næsta mánuði sem hluta af landsrýni Íslands á heimsmarkmið- unum. Niðurstaða rýniskýrslunnar er eins og hjá OECD að Ísland standi vel að vígi gagnvart mörgum heims- markmiðanna en síðan séu ýmsar áskoranir sem takast þurfi á við og kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega. Ís- land eigi langt í land þegar kemur að mörgum undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna. Mikilvægur vegvísir Í inngangi rýniskýrslunnar segir að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun séu mikilvægur vegvísir fyrir íslensk stjórnvöld í átt að aukinni sjálf- bærni og um leið betri heimi. Sam- þykkt heimsmarkmiðanna árið 2015 hafi markað mikil tímamót en ríki heims hafi aldrei áður sett sér jafn víðtæk, sameiginleg markmið. Ísland tók virkan þátt í samn- ingaviðræðunum um heimsmark- miðin og lagði áherslu á endurnýj- anlega orku, stöðvun landeyðingar, sjálfbæra nýtingu og verndun hafs- ins, jafnrétti kynjanna og framfarir í lækningu sjúkdóma og skaða á taugakerfinu. Þá lagði Ísland áherslu á að tryggja að markmiðin yrðu framsækin og næðu til þeirra mest jaðarsettu, sem og að mann- réttindi allra væru virt. Aðalsmerki heimsmarkmið- anna 17 er að þau eru algild og ber öllum þjóðum að vinna skipulega að þeim öllum bæði innanlands og í al- þjóðasamstarfi fram til ársins 2030. Verkefnastjórn íslenskra stjórn- valda um heimsmarkmiðin hefur kortlagt stöðu Íslands gagnvart öll- um 169 undirmarkmiðunum og lagt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við inn- leiðingu markmiðanna næstu árin. Þá eru heimsmarkmiðin leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands en yf- irmarkmið íslenskra stjórnvalda í þróunarstarfi er að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri vel- ferð á grundvelli kynjajafnréttis, mannréttinda og sjálfbærrar þróun- ar, að því er segir í skýrslunni. Haustið 2018 var endurskipað í verkefnastjórn heimsmarkmiðanna og samanstendur hún nú af fulltrú- um frá öllum ráðuneytum, Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands, auk áheyrnarfull- trúa frá ungmennaráði heimsmark- miðanna og Félagi Sameinuðu þjóð- anna. Forsætisráðuneytið gegnir formennsku í stjórninni og utanrík- isráðuneytið varaformennsku. Ísland náð sumum heimsmarkmiðanna Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun Úttekt OECD á árangri Íslands 2019 Heimild: OECD 1. Engin fátækt 2. Ekkert hungur 3. Heilsa og vellíðan 4. Menntun fyrir alla 5. Jafnrétti kynjanna 6. Hreint vatn 7. Sjálfbær orka 8. Hagvöxtur 9. Innviðir 10. Jöfnuður 11. Sjálfbærar borgir 12. Ábyrg framleiðsla 13. Loftslagsmál 14. Líf í vatni 15. Líf á landi 16. Friður og réttlæti 17. Samvinna um markmiðin M AN N K Y N IÐ JÖRÐIN H A G S Æ LD FR IÐ UR SA MST ARF 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hæsti-rétturÍslands hefur kveðið upp mikilvægan dóm sem léttir á rétt- aróvissu sem virtist komin upp varðandi þýðingu úrlausna Mann- réttindadómstóls Evrópu fyrir gildandi rétt á Íslandi. Varð ekki betur séð en að embættismenn Dóms- málaráðuneytisins, ein- stakir þingmenn og ráð- herrar og jafnvel einstakir dómarar og lögmenn hefðu borist inn á villigötur og ráfuðu um þar. Í samantekt skrifstofu Hæstaréttar um dóminn segir: „Í dómi réttarins kom fram að dómstóllinn hafi úrskurðarvald um ákvarð- anir endurupptökunefndar. Til þess var meðal annars vísað að með aðild að mann- réttindasáttmála Evrópu hafi samningsríkin ekki undirgengist þjóðrétt- arlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem Mann- réttindadómstóll Evrópu telur að brotið hafi verið gegn við meðferð máls fyrir innlendum dómstóli, rétt til að fá málið endurupptekið. Hvergi væri í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endur- upptöku máls að gengnum dómi mannréttinda- dómstólsins. Endur- upptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild. Þá yrði ákvæði d. liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvorki með rýmkandi lög- skýringu né lögjöfnun talið veita heimild til endur- upptöku máls við fyrr- greindar aðstæður. Ekki yrði séð að tilgangur lög- gjafans með setningu ákvæðisins hafi verið að veita úrlausnum Mannrétt- indadómstóls Evrópu meira vægi en þær höfðu áður í kjölfar niðurstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannrétt- indasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslensk- um dómstólum. Slík grund- vallarbreyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við lagasetninguna. Þá væri einnig til þess að líta að með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar hafi óhlut- drægur og óháð- ur dómstóll kom- ist að niðurstöðu í máli dómfelldu. Þar hafi sér- staklega verið fjallað um 4. gr. 7. viðauka mann- réttindasáttmál- ans og talið að meðferð málsins væri ekki í and- stöðu við ákvæðið. Sam- kvæmt lögum um mann- réttindasáttmála Evrópu væru úrlausnir mannrétt- indadómstólsins ekki bind- andi að íslenskum lands- rétti. Leggja yrði til grundvallar að með þessu hafi löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu mannréttindasáttmálans væri hér á landi byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Fælist í niðurstöðu dóm- stóla að þeir hefðu með lög- skýringu í reynd mælt fyrir um lagabreytingar í fram- angreindum tilgangi færu þeir út fyrir þau mörk sem stjórnlög setja valdheim- ildum þeirra, sbr. 2. gr. og 1. málslið 61. gr. stjórn- arskrárinnar. Komst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu að ekki væru skilyrði til endurupptöku dómsins og málinu var vísað frá Hæsta- rétti.“ Augljóst má vera að þessi úrlausn Hæstaréttar er mjög gagnleg. Það er reyndar eftirtekt- arvert þótt ótengt sé þessu að ákvarðanir endur- upptökunefndar um nýlega dóma virðast gefa til kynna að nefndin telji að hún hafi breyst í eins konar nýtt áfrýjunarstig í dómsmálum og dómstigin séu því orðin fjögur. Það getur ekki hafa verið tilgangurinn með til- urð nefndarinnar, sem er eins konar þrautavara- skeifa sem getur látið til sín taka þegar nýjar upplýs- ingar eru komnar fram sem þykja breyta og jafnvel gjörbreyta forsendum mála. Gerðar hafa verið miklar breytingar á íslensku dómskerfi á síðustu árum. Hugsanlega gæti verið æskilegt á meðan það kerfi er að festast í sessi að Hæstiréttur taki til sín eitt- hvað fleiri mál til úrlausnar en verða myndi þegar hin nýja skipan hefur slípast. Nýr dómur Hæsta- réttar er til þess fallinn að gera umgjörð íslenskra dómstóla ljósari en einhverjum hefur virst hún vera } Mikilvægur dómur A llt frá stofnun Flokks fólksins höf- um við barist gegn fátækt og um leið fyrir afnámi allra skerðinga. Ef stjórnvöld vilja raunverulega vinna gegn fátækt ætti t.d. afnám „krónu á móti krónu“ skerðinga að vera efst á forgangslista ríkistjórnarinnar. Ekkert er ómögulegt, allt sem þarf er viljinn og það er orðið ljóst fyrir langa löngu að vilji ríkisstjórn- arinnar er enginn þegar kemur að því að hjálpa okkar minnstu bræðrum og systrum. Frumvarp um afnám krónu á móti krónu skerðingu hefur verið lagt fyrir Alþingi án þess að stjórnvöldum finnist taka því að hlusta á bænarópin sem að baki standa. „Krónu á móti krónu“ skerðing er bein árás á okkar minnstu bræður og systur. Flokkur fólksins hefur nú á tveimur löggjafarþingum lagt fram frumvörp sem krefjast afnáms allra skerðinga vegna launatekna aldraðra. Málið hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum velferðarnefndar og er haldið þar í gísl- ingu þrátt fyrir að ítarlegar greinagerðir með frumvarp- inu sýni svo ekki verður um villst að afnám skerðinga elli- lífeyris vegna atvinnutekna fela ekki í sér aukin útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti skila auknum tekjum og það svo um munar. Það virðist því vera meginregla ríkisstjórnar og margra alþingismanna að halda uppi þessu skerðing- arkerfi, þrátt fyrir sýnilegan ágóða við afnám þess. Ríkið tekur 42 milljarða af eldri borgurum í formi skerðinga á hverju ári. Samkvæmt upplýsingum frá fé- lags- og barnamálaráðherra nema heildarskerðingar til ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna 37,556 millj- örðum árlega. Þetta þýðir að stór hluti lífeyr- istekna eldri borgara fer beint í ríkissjóð. Markmið Flokks fólksins er að auka sanngirni í almannatryggingakerfinu og hvetja til sparnaðar lífeyrisþega með því að afnema skerðingar. Flokkur fólksins er raunsær og þar sem vitað er að markmiðinu verður ekki náð í einu stökki þarf að afnema óréttlátar skerðingar í litlum en öruggum skrefum. Fyr- ir liggur nú frumvarp Flokks fólksins í með- förum þingsins. Það felur í sér hækkun á frí- tekjumarki lífeyristekna úr núgildandi 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði. Eitt sanngirnis- skref sem eykur tekjur lífeyrisþega um 75.000 kr. á mánuði eða um 900.000 kr. á árs- grundvelli. Við erum að tala um það sem fólki var talin trú um að væri sparifé þess. Fólk er lögþvingað til að greiða í lífeyrissjóði hvort sem því líkar betur eða verr. Síðan kemur ríkið með krumluna og hrifsar bróð- urpartinn til sín í formi skerðinga. Flokkur fólksins segir hingað en ekki lengra, slík eignarupptaka og valdníðsla á aldrei að eiga sér stað. Ef skynsemi og réttlæti réðu gjörðum stjórnvalda, væri fyrir löngu búið að afnema þetta skerðingakerfi sem er ekkert annað en fátæktargildra og kerfisbundið of- beldi. Eina sem þarf til þess að afnema skerðingar er vilji stjórnvalda. Þegar sá vilji er ekki til staðar er tímabært fyrir þá tugi þúsunda aldraðra og öryrkja sem þurfa að búa við þetta kerfi að kalla fram breytingar með orðum og atkvæðum. Inga Sæland Pistill Afnemum kerfisbundið ofbeldi! Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.