Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
✝ Jón Einarssontrésmíðameist-
ari fæddist á Jarls-
stöðum í Aðaldal
28. júlí 1957. Hann
lést á Landspítal-
anum Fossvogi 11.
maí 2019.
Foreldrar Jóns
voru Einar Jónsson,
f. 24. nóvember
1927, d. 10. maí
2009, og Fríða Ey-
dís Kristjánsdóttir, f. 2. júlí
1936, d. 19. október 2017, bænd-
ur á Hjarðarhaga í Aðaldal.
Systkini Jóns eru Kristján, f. 11.
maí 1954, Eyþór, f. 19. apríl
1964, d. 17. mars 1995, og Krist-
ín Hrönn, f. 8. desember 1965.
Jón giftist Guðnýju Báru
barnaskólann í Aðaldal við
Staðarhól. Eftir fermingu fór
Jón í Laugaskóla og þaðan lá
leiðin í Iðnskólann á Húsavík að
læra smíðar. Hann lauk sveins-
prófi og var á samningi hjá Stef-
áni Óskarssyni húsasmíðameist-
ara í Trésmiðjunni Rein á
Húsavík.
Jón flutti til Reykjavíkur árið
1983 en bjó lengst af í Hafn-
arfirði. Hann starfaði við iðn
sína alla tíð og stofnaði árið
2002 sitt eigið fyrirtæki, Staf-
gólf, sem sérhæfði sig í lagningu
parkets og íþróttagólfa. Jón sat
um tíma í stjórn handknattleiks-
deildar Hauka. Hann sinnti
sauðburði og heyskap í heima-
sveit sinni og stundaði veiðar í
Laxá.
Útför Jóns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22.
maí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Magnúsdóttur, f.
24. maí 1959, og
eignaðist með
henni þrjú börn.
Þau eru: 1) Íris, f.
31. maí 1980, maki
hennar er Har-
aldur Örn Sturlu-
son. Synir þeirra
eru Sturla, Flóki,
Torfi og Brynjar. 2)
Einar, f. 2. janúar
1987. 3) Alma, f. 18.
janúar 1988, maki hennar er
Matthías Árni Ingimarsson.
Börn þeirra eru Jón Ingi og ný-
fædd dóttir. Jón og Guðný Bára
slitu samvistum.
Jón ólst upp í foreldrahúsum
á Hjarðarhaga í Aðaldal og var í
heimakennslu þar til hann fór í
Mig langar til að kveðja hér
kæran lífsförunaut og vin, Jón
Einarsson frá Hjarðarhaga í
Aðaldal.
Jónsi var Þingeyingur með
stóru Þ. Hann hafði sterka teng-
ingu við sveitina sína og heima-
hagana. Var stoltur af sínum
frændgarði og naut þess að fara
norður og gera gagn.
Við kynntumst á dansiballi
fyrir rúmum fjörutíu árum og
ákváðum fljótlega að rugla sam-
an reytum og dansa saman í
gegnum lífið.
Allir þeir sem alast upp í
bændasamfélagi vita hversu
mikilvægar afurðir eru, hvers
virði þær eru í lífsbaráttunni og
hversu mikilvægt er að leggja
alúð og natni í vinnuna. Það voru
þín einkennisorð.
Afurðir sambúðar okkar
Jónsa eru þrjú yndisleg börn,
Íris, Einar og Alma, sem hvert á
sinn hátt hafa gefið okkur tæki-
færi til að kynnast því stórkost-
lega hlutverki að vera foreldri
og svo síðar afi og amma. Lífið
okkar saman var skemmtilegt
og lærdómsríkt ferli. Við eigum
margar frábærar minningar um
fjölskyldusamveru sem ég vil
þakka þér fyrir.
Þú varst alltaf betri dansari
en ég þó svo að ég hafi reynt,
fram í rauðan dauðann, að taka
stjórnina í mínar hendur og ár-
angurinn verið eftir því. Ég er
ekki sú besta að dansa við.
Við dönsuðum ekki alltaf í
takt, stundum alveg út og suður
og jafnvel ekki sama dansinn.
Það kom þó fyrir að við héldum
takti og áttum virkilega góða
tíma saman sem ég vil þakka þér
fyrir, elsku Jónsi minn. Takk
fyrir að gera mér kleift að vera
mikið heima hjá börnunum okk-
ar, taka þátt í lífi þeirra og vera
til staðar þegar þau þurftu á að
halda.
Það var áfall fyrir okkur öll í
fjölskyldunni þegar heilsu þinni
fór að hraka og þú, kletturinn,
þurftir að fá mikla aðstoð við
þitt daglega líf. Þá kom svo
sannarlega í ljós hvað og hvar
þú hafðir lagt inn og áttir góða
að. Börnin þín, tengdasynir og
barnabörnin sem þú varst svo
innilega stoltur af lögðust öll á
eitt að gera þér lífið sem best.
Það er með trega og sorg sem
ég skrifa þessa kveðju til þín,
kæri Jónsi.
Lítil afastelpa sem kom í
heiminn 15. maí sl. á eftir að
gleðja okkur og verma kalda
daga. Sturla, Flóki, Torfi, Jón
Ingi og Brynjar taka örugglega
vel á móti henni fyrir afa, gæta
hennar og leiða út í lífið.
Ég vil líka þakka þér enn og
aftur fyrir að hafa tekið því
þegjandi og hljóðalaust að pabbi
minn flytti í kjallarann hjá okk-
ur og alltaf varstu boðinn og bú-
inn að aðstoða hann.
Kæri Jónsi minn, takk fyrir
að hafa tekið mér eins og ég er
og gefið mér frelsi til að vera ég
sjálf, vera þolinmóður, staðfast-
ur, heiðarlegur og traustur.
Elsku Íris, Einar, Alma, Halli,
Matti og barnabörnin okkar.
Síðustu tvö ár hafa verið ykkur
erfið og krefjandi en á móti
koma margar dýrmætar gleði-
stundir sem við getum sannar-
lega verið þakklát fyrir. Þið eig-
ið öll skilið hrós og þakkir.
Takk, elsku þið, fyrir að vera
fjölskyldan mín sem stendur
saman í gleði og sorg. Það er
ómetanlegt að eiga ykkur að.
Hvíldu í friði, kæri Jónsi minn.
Guðný Bára Magnúsdóttir.
Elsku pabbi minn, það er
ótrúlega erfitt að setjast niður
og skrifa þessi orð. Ég stend á
skrítnum tímamótum þessa dag-
ana. Að kveðja þig er eitt það
erfiðasta sem ég hef þurft að
gera en á sama tíma veit ég að
þú heldur áfram að vaka yfir
mér og vernda mig. Þú kenndir
mér svo margt og það sem situr
fastast eftir er að vera dugleg,
klára verkefnin mín, vera vinur
vina minna og vera ávallt tilbúin
að hjálpa öðrum. Ég er svo
þakklát fyrir allar þær góðu
stundir sem við höfum átt saman
og þá sérstaklega í sveitinni
okkar góðu, þú elskaðir Aðaldal-
inn þinn og passaðir vel upp á að
við systkinin fengjum að njóta
hans með þér. Ég var alltaf
örugg þegar þú varst með mér
því ég vissi að þú varst alltaf til
staðar og tilbúinn að grípa mig,
sama hversu hátt fallið var.
Ég er svo ótrúlega heppin að
eiga einn lítinn Jónsa sem minn-
ir mig á þig á hverjum degi með
sínum einstaka húmor og hjálp-
semi. Hann mun fá að heyra all-
ar sögurnar af þér, meira að
segja þær þar sem þú tókst upp
á því að stríða einhverjum sem
þér fannst ekki leiðinlegt.
Litla afastelpan þín fæddist
15. maí sl. og ég veit fyrir víst að
þú varst með mér þennan dag
þar sem hún kom í heiminn á
ótrúlegum hraða og jarmaði
strax eins og lítið lamb frá
Hjarðarhaga. Þó svo að þetta
hafi ekki verið fæðingardagur-
inn sem þú óskaðir er ég alveg
viss um að þú ert jafn hamingju-
samur með hana og við erum,
litla ljósið okkar á þessum erfiðu
tímum.
Ég gæti haldið endalaust
áfram og rifjað upp allar góðu
minningarnar en ég ætla geyma
það til betri tíma, við munum
hittast aftur elsku pabbi minn –
bara ekki alveg strax.
Takk fyrir allt elsku pabbi,
takk fyrir að vera alltaf til stað-
ar fyrir mig og standa með mér í
gegnum allar þær leiðir og
króka sem ég hef farið í lífinu.
Ég lofa þér því að ég mun halda
áfram að vera sterk og hugsa vel
um afabörnin þín sem þú varst
svo stoltur af.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu,
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á
örskammri stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisinn, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Bless, pabbi minn, ég mun
ávallt sakna þín.
Þín dóttir,
Alma.
Elsku tengdafaðir og afi. Það
er skrítin tilfinning að setjast
niður og skrifa þessi orð þar sem
maður trúði því svo innilega að
við ættum eftir að fá meiri tíma
með þér. En þegar sorgin bank-
ar upp á horfir maður til baka og
fyllist hlýju í hjarta og þakklæti
fyrir allar þær góðu stundir sem
við náðum saman.
Sá tími sem nafni þinn hann
Jón Ingi fékk með þér er ómet-
anlegur og þó svo að litla afa-
stelpan þín fái ekki að kynnast
þér frá fyrstu hendi mun öll fjöl-
skylda þín svo sannarlega sjá til
þess að þau bæði fái að heyra
sögur af þér og kynnast betur
yndislega, fyndna og stríðna afa
Jónsa.
Við Alma huggum okkur við
það að andi þinn vakti yfir okkur
á fæðingardeildinni þegar afa-
stelpan kom í heiminn fyrir viku
og að þið hafið náð að hitta hvort
annað á miðri leið, þó ekki nema
í skamma stund. Og þó svo að á
þessari stundu sé stórt skarð í
hjörtum okkar munu hlýjar og
góðar minningar um þig fylla
það með tímanum og minning
þín mun lifa um ókomna tíð.
Þinn tengdasonur,
Matthías Árni og barnabörn.
Við kveðjum í dag Jón Ein-
arsson, eða Jónsa tengdó eins og
ég kallaði hann iðulega. Jónsi
minn hafði glímt við erfiðan
sjúkdóm síðustu tvö árin sín sem
að endingu tók hann frá okkur.
Mig langar að minnast Jónsa
sem yfirburða góðmennis sem
gerði allt fyrir fólkið sitt og
meira til. Hann tók mér strax
opnum örmum inn í fjölskylduna
og var okkur Írisi sannkölluð
stoð og stytta í lífi okkar allt til
æviloka. Jónsi var góður afi sona
okkar Írisar og það er mikill
söknuður að honum á heimilinu.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að vinna með honum á sumrin í
nokkur ár við parketlagningu og
lærði heilmikið til verka á þeim
tíma. Þótt margir minnist hans
sem þrælduglegs og ráðagóðs
fagmanns var hann mér ekki
síður góður vinur og fyrir það
verð ég ævinlega þakklátur.
Jónsi hafði sérstakt dálæti á
ættfræði og ekki leið á löngu þar
til hann gat rakið ættir mínar
með töluvert meiri vissu en ég
sjálfur. Tímarnir í Aðaldalnum
voru í sérstöku uppáhaldi. Þar
var okkar maður í essinu sínu.
Við fengum að kynnast búskap,
heyskap og veiðiskap þar sem
hann lagði mikið upp úr að allir
fengju hlutverk, stórir sem smá-
ir. Í sveitinni var hann aðalmað-
urinn, þekkti alla, spjallaði við
alla og hjálpaði öllum. Allir í
kringum hann nutu góðs af
þekkingu hans í faginu og hann
var alltaf boðinn og búinn að að-
stoða og gefa góð ráð. Það var í
raun sama hvað maður bar upp
við hann, alltaf var hann lausna-
miðaður og ef hann gat ekki
leyst málið sjálfur þekkti hann
alltaf einhvern sem var hluti af
lausninni og átti jafnvel inni
greiða þar. Við deildum dálæti á
íþróttum og gátum rætt þær út í
hið óendanlega. Jónsi var mikill
Haukamaður og fylgdist vel með
allt til hins síðasta. Við kveðjum
góðmennið, afann og tengdaföð-
ur minn sem fór allt of snemma
frá okkur. Hans verður sárt
saknað en jafnframt minnst fyr-
ir allar góðu stundirnar sem
hann gaf okkur. Ég veit að Jónsi
er á góðum stað núna, ef ein-
hver.
Þinn tengdasonur,
Haraldur Örn Sturluson.
Jónsi frændi minn fæddist
daginn sem ég var skírð og for-
eldrar mínir giftu sig, þann 28.
júlí, sem einnig er afmælisdagur
móður minnar, Jennýjar Karls-
dóttur. Þessi merkisdagur árið
1957 skapaði sérstök tengsl sem
voru okkur öllum dýrmæt.
Það var alltaf gaman að heilsa
upp á frændfólkið í Aðaldalnum
og á hverju hausti var farið
þangað í berjamó. Mér þótti
aldrei gaman að tína ber og dall-
arnir mínir fylltust seint. Jónsi
frændi var hins vegar mikill
berjakall og mun fljótari að tína.
Hann var fjörmikill strákur,
alltaf hress og kátur en voðalega
stríðinn. Það var miklu
skemmtilegra í berjamónum
þegar hann var með.
Jónsi lærði smíðar, flutti suð-
ur og haslaði sér völl í lagningu
parkets og var eftirsóttur til
þeirra starfa. En hann var mikill
sveitamaður og sleppti aldrei
takinu á bernskuslóðunum og
þangað sótti hann mikið. Það er
sárt til þess að hugsa að hann
skyldi ekki fá að njóta efri ár-
anna í sveitinni sinni með fjöl-
skyldunni.
Þegar kom að því að ráðslaga
um lagningu parkets hjá okkur
Binna nutum við góðra ráða og
reynslu Jónsa. Ég hafði hugsað
mér dökkt parket. En þá sagði
frændi: „Þú vilt ekki dökkt
parket, það sér svo mikið á því
þar sem mikið er gengið um og
þú nennir ekki alltaf að vera
með kústinn á lofti.“ Svo benti
hann mér á annað og fór með
mig í nálægt hús þar sem hann
hafði lagt þannig parket og auð-
vitað leist mér miklu betur á
það. Svo þegar kom að því að
ákveða hvort það ætti að vera ol-
íuborið eða lakkað og ég sagðist
vera spennt fyrir olíubornu
sagði frændi: „Þú vilt ekki olíu-
borið parket, það verður alltaf
eins og það sé skítugt og svo
nennir þú ekki að bera á það
einu sinni á ári.“ Ég lét því lakka
og sé ekki eftir því. Þegar ég
spurði Jónsa hvernig parket-
sápu ég ætti að nota til að þvo
nýja fína parketið mitt sagði
hann: „Þú átt aldrei að þvo park-
et og alls ekki með parketsápu.“
Sjálfsagt hef ég sett upp undr-
unarsvip því hann hélt áfram:
„Ef þér finnst endilega að þú
þurfir að skúra, notaðu þá bara
volgt vatn.“ Svo bætti frændi
við: „En ef þér finnst endilega
að þú þurfir að nota sápu, hafðu
það þá bara nokkra dropa af
mildum uppþvottalegi.“
Kannski var hann bara að stríða
frænku sinni en þessum ráðum
hef ég fylgt og parketið er enn
eins og nýtt.
Jónsi tók sjúkdómi sínum af
miklu æðruleysi, hann tapaði
aldrei húmornum og sýndi á sér
mýkri manninn í ríkari mæli en
áður. Þótt talsvert hefði dregið
af frænda síðan við ræddum
saman síðast var skyndilegt
andlát hans mikið högg.
Jónsi átti miklu barnaláni að
fagna og var stoltur af börnum
sínum. Þau önnuðust föður sinn
af mikilli umhyggju í veikindun-
um. Við mamma vottum þeim Ír-
isi, Ölmu, Einari og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð.
Einnig vottum við systkinum
Jónsa, þeim Kristjáni og Krist-
ínu Hrönn og fjölskyldum þeirra
innilega samúð. Minningin um
kæran frænda lifir.
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.
Kæri Jónsi mágur.
Svona er lífið. Minningarnar
lifna við þegar það slokknar.
Á kveðjustund langar mig
fyrir hönd okkar kotbúa að
þakka fyrir margar skemmtileg-
ar samverustundir á liðnum ár-
um. Skötuveisla stórfjölskyld-
unnar verður áfram í heiðri höfð
og tileinkuð þér. Vonandi gefur
birkisafinn líka töfraorku í sum-
arlandinu.
Að heilsast og kveðjast, það
er lífsins saga.
Blessuð sé minning þín.
Margrét Magnúsdóttir.
Jón Einarsson
Okkar ástkæra
PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Peta á Sigurðsstöðum,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju
föstudaginn 24. mai klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er
vinsamlegast bent á að leyfa sumarbúðum Reykjadals
að njóta þess.
K. Guðmundur Skarphéðinsson, Ósk Axelsdóttir
Alda B. Skarphéðinsdóttir Guðlaugur Sigurðsson
Sigrún B. Skarphéðinsdóttir Ingi Þór Yngvason
Hugrún P. Skarphéðinsdóttir Hörður Björgvinsson
Skarphéðinn E. Skarpheðinsson, Áslaug I. Kristjánsdóttir
Hulda B. Skarphéðinsdóttir Þorsteinn Finnbogason
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR ÞÓRÐARSON,
Bjarkargrund 9, Akranesi,
lést á heimili sínu aðfaranótt 15. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
mánudaginn 27. maí klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans láti
Hjartaheill njóta þess.
Ragnheiður Eyrún Magnúsdóttir
Guðný Sverrisdóttir Gunnar Kr. Sigmundsson
Magnús Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA JÚLÍUSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
miðvikudaginn 15. maí.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 23. maí klukkan 13.
Eygló Einarsdóttir
Sigríður Snorradóttir Þorsteinn Sigurðsson
og ömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HILMAR E. GUÐJÓNSSON
bókari,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
miðvikudaginn 15. maí, verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. maí
klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Kristniboðssambandið.
Magnús Guðjón Hilmarsson
Haukur Hilmarsson Helga María Finnbjörnsdóttir
og barnabörn
Elskulegur bróðir okkar,
ÞÓRÓLFUR ÖRN HELGASON,
lést mánudaginn 13. maí. Útför hans fer
fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 24.
maí klukkan 15.
Guðmundur Óli Helgason
Guðrún Lára Helgadóttir
Hulda Hrönn M. Helgadóttir
Kjartan Orri Helgason