Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Elsku mamma. Í einfaldri og ef til vill barnslegri hugsun þá hélt ég að þú yrðir alltaf til staðar, alltaf hjá mér, myndir hringja í mig reglulega, stundum bara til að spjalla um ekki neitt en stundum til að gefa mér góð ráð og jafnvel stundum til þess að færa mér fréttir. Alltaf gat ég treyst á góð ráð frá þér og alltaf varst þú boðin og búin til þess að hjálpa til ef kallið kom, við gát- um spjallað um allt og ekki neitt eða jafnvel bara þagað saman. Oftast voru fréttirnar góðar og á léttum nótum en aldrei mun ég gleyma því þegar þú hringdir í mig eitt sinn til þess að færa mér slæmar fréttir, fréttir sem svo erfitt var að heyra að það var eins og tíminn hefði stöðvast og mér fannst ég einhvern veginn ekki til staðar lengur, dofnaði og kom ekki upp orði. Fram undan var barátta upp á líf og dauða. Á þessum erfiðu tímum sem tóku við sýndir þú þvílíkt æðru- leysi og baráttuvilja sem jafnvel bestu íþróttamenn heims gætu ekki státað sig af, uppgjöf var ekki inn í myndinni. Þú kenndir okkur systkinunum, „það er al- veg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, vandaðu alltaf til verka og gerðu eins vel og þú getur“. Það átti vel við í þessari erfiðu baráttu, þú gerðir eins vel og þú gast og rúmlega það. En að lok- um þá kvaddir þú okkur eftir hetjulega baráttu. Þegar ég sit hérna nú og reyni að rita þessi orð, vongóður um að rafmagnið á íbúðinni muni ekki Laufey Sigurðardóttir ✝ Laufey Sigurð-ardóttir fædd- ist 12. október 1948. Hún lést á 7. maí 2019. Útförin fór fram 17. maí 2019. slá út vegna tára- flaums sem streymir stríðum straumi niður kinn- arnar og rakleitt of- an í lyklaborðið á tölvunni, þá átta ég mig enn meira á því sem ég vissi þó vel áður. Ég er, hef alltaf verið og mun alltaf vera algjör mömmustrákur. Stór strákur, mundi maður halda, kominn á 37. aldursár. En þó í þessu augnabliki og þessum aðstæðum svo pínu, pínu lítill strákur. En það er allt í lagi, það má. En það rifjast upp svo ótal margar góðar minningar, ferða- lög í Þórsmörk, á Hornstrandir, til Flórída og Aruba svo fátt eitt sé nefnt, þú hafir gaman af því að ferðast, skoða þig um og njóta lífsins. Allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman munu aldrei gleymast. Mér er efst í huga þakklæti fyrir allt sem þú hefur kennt mér í lífinu, öll góðu gildin og ljúffengu uppskriftirnar. Alltaf studdir þú við bakið á mér í einu og öllu. Ég vildi óska þess að við gæt- um farið í fleiri ferðalög saman, farið á tónleika, borðað góðan mat, upplifað fleiri jól, áramót og afmæli, skapað minningar. En svo verður víst ekki. Einn daginn munum við hitt- ast aftur, en þangað til mun ég hugsa um allar góðu stundirnar. Ég sé eftir því að hafa ekki sagt þér oftar hvað ég elska þig mikið, hvað mér þykir vænt um þig og hvað þú ert frábær, betri mömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Þín verður sárt saknað, elsku mamma mín. Þinn, Sigurður Ingvar. Elsku amma, ég skrifaði þessa ritgerð um þig í íslensku prófinu hinn 7. maí, sama dag og þú kvaddir okkur. Ég ætlaði að lesa hana fyrir þig 8. maí, en í stað þess sendi ég ritgerðina mína með þér til Guðs og þú getur lesið hana þar. Ég valdi að skrifa um þig sem fyrirmynd mína því þú ert mér mikil fyrirmynd og þú skiptir mig svo miklu máli, ég vil að þú vitir það: „Fyrirmynd er manneskja sem hefur mikil áhrif á líf manns. Þetta er manneskja sem maður lítur upp til, sem skiptir mann máli og sem maður ber mikla virðingu fyrir. Fyrirmynd getur verið allt frá frægri leikkonu eins og Jennifer Aniston, og allt að mömmu þinni eða pabba. Ég tel ömmu mína vera eina af mikil- vægari fyrirmyndunum í lífi mínu og er hún mér afar mikils virði. Amma mín heitir Laufey og er ég skírð í höfuðið af henni. Þegar ég var yngri bjó ég í Danmörku og áttu krakkarnir þar erfitt með að segja nafnið mitt og gerðu þau oft grín að því, þess vegna líkaði mér ekki við nafnið Laufey þegar ég var yngri. Í dag hefur þetta breyst og er ég ekkert smá þakklát og stolt yf- ir því að fá að heita það sama og mín stærsta fyrirmynd, nefnilega hún amma mín. Hægt er að telja upp endalaust af ástæðum fyrir því hversu frá- bær fyrirmynd hún amma er, meðal annars því hún er hjálp- söm, traust, hógvær og ofan í allt þetta er hún fallegasta mann- eskjan sem ég þekki, bæði að ut- an og innan. En þrátt fyrir það að hafa gert allt rétt í lífinu í tengslum við mataræði, hreyf- ingu og svefn, hefur hún fengið krabbamein. Hún var greind í byrjun 2016 og í dag liggur hún á Sjúkrahús- inu á Akranesi að berjast fyrir lífi sínu. Þegar ég var ungbarn vildi ég bara láta mömmu halda á mér, amma kom því reglulega í heim- sókn til þess að ég myndi venjast henni líka. Það virkaði svo sannarlega því enn þann dag í dag tel ég hana vera svona eins og mömmu, nema án allra leiðinlegu reglnanna. Eins og áður hefur komið fram bjó ég í Danmörku sem barn og var það erfitt að koma ein til Ís- lands án mömmu. En þá var amma til staðar fyrir mig og varð eins konar mamma á Íslandi fyrir mér. Hún hefur kennt mér svo mikið í gegnum árin, bæði í tengslum við guð, t.d. faðir vorið, en líka fullt af öðrum lífsgildum. Ég vildi óska þess að ég gæti fengið miklu meiri tíma með henni því það er svo margt sem hún gæti kennt mér. Eins og sést hér að ofan skipt- ir amma mín mig miklu máli og veit ég ekki hvar ég væri án hennar. Hún hefur kennt mér svo margt og mun ég aldrei gleyma því. Hún er og mun alltaf vera fyrirmyndin mín.“ Ég vona að þér líði betur núna hjá Guði, elsku amma mín, og svo þegar minn tími kemur þá hlakka ég til að hitta þig og gefa þér risa- stórt knús. Ég elska þig endalaust. Þín, Laufey Sigurbirna. Elsku Lulla mín. Mér finnst eins og hluti af mér hafi verið tekinn burt nú þegar þú ert farin. Við höfum verið saman frá því við fæddumst, ég fædd 3. og þú fædd 12. október og mikill samgangur á milli okkar heimila. Það er ekki hægt að hugsa sér traustari vinkonu en þig. Allt sem þú gerðir var gert af nákvæmni og vandvirkni. Þú varst svo vönduð mann- eskja, Lulla mín. Ég dáðist að æðruleysinu sem þú sýndir í veikindum þínum þó þú vissir í hvað stefndi. Ég þakka fyrir að hafa átt þig sem mína bestu vinkonu og frænku. Ég sakna þín, elsku Lulla mín. Valdi minn, Kristjana og fjöl- skylda, Diddi og fjölskylda, Sjana og systkini. Guð veri með ykkur. Þín Kristín. Okkur í Vináttu- félagi Íslands og Kanada kom í opna skjöldu þegar minningargrein- arnar um stjórnarmann okkar, Þóri Björnsson, birtust í Morg- unblaðinu. En hann hafði gengið í félag okkar á stofnfundinum; 1995 og hafði jafnan svo traust og já- kvætt viðmót þar. Það er þó gleðiefni að hann náði tíræðisaldri, eins og vera ber! (Og var raunar fæddur sama ár og Bretlandsdrottning; og móðir mín heitin, eða 1926!). Þórir hélt fyrirlestur hjá okkur um ævi sína. Var þar að vonum fjallað um starf hans í kanadíska hernum. En einnig vék hann að áhuga sínum á samkynhneigð og rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Þótti okkur hinum hann þá gera of lítið úr því brautryðj- endastarfi sínu; enda fleiri í okkar félagi sem voru á sömu línu. Viljum við því nú sýna velvild okkar í garð þessa málefnis með því að láta mig, formann Þórir Björnsson ✝ Þórir Björns-son fæddist 28. apríl 1926. Hann lést 27. apríl 2019. Útför Þóris Björnssonar fór fram 7. maí 2019. VÍK, kveðja hann með nokkrum mál- efnalegum brotum úr ljóðum mínum. Fyrra brotið er úr ljóði um ævi forn-grísku skáld- konunnar Saffóar frá Lesbos, sem lesbíur eru nefndar eftir, og heitir: Umsögn Karaxos- ar, bróður Saffóar. En þar segir m. a. svo: Og nú er hún aftur á Lesbos; en hjákonu minni; sem hún hatar: Dóríku; finnst hún þó vera fyrst og fremst aumkunarverð fyrir að lifa í þrá eftir afbrigðilegum stúlkum. Og ég segi hér um að þótt hún sé mest skálda þá fái hún aldrei frá konum það aðhald sem karlar veita konum; utan sem innan með líkama sinum og augum. Síðara ljóð mitt er um ævi rómverska ljóðskáldsins Virg- ils; og ber nafnið: Virgill; en líkt og Saffó er hann nú einnig talinn til hugsanlegra fyrir- rennara samkynhneigðra, en þar yrki ég m.a. svo: Taugar sjálfar taldist þó lítt til kvenna hafa, orti frekar um og ó um skógarsveina hala. Tryggvi V. Líndal. Ríkidæmi manns er oft betur mælt í fólki heldur en fjár- munum og þegar ég var barn þá var ég ósköp rík af öfum og ömmum. Ég sagði stolt að ég ætti fjórar ömmur og tvo afa en á þeim tíma voru bæði sett af ömmum og öfum á lífi, langamma og svo ein stjú- pamma, hún Imma mín. Imma og afi bjuggu í Kópa- vogi þar til ég var unglingur. Við fórum í heimsókn reglulega yfir árið og fórum ávallt svöng í heimsókn. Imma var venjulega búin að kaupa alls konar kökur, bakkelsi, brauð og álegg og var Ingibjörg Þorbergs ✝ Ingibjörg Þor-bergsdóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1927. Hún lést á 6. maí 2019. Útför Ingi- bjargar fór fram 21. maí 2019. ekki sátt fyrr en borðað var á sig gat. Hún hafði gaman af börnum enda hafði hún unnið á Ríkisútvarpinu við barnaefni og var alltaf með einhverja smágjöf handa manni þegar maður kom í heimsókn. Hún mundi alltaf eftir skrýtnu fyndnu hlutunum sem ég sagði henni þegar ég var barn og sagði mér seinna meir sögur af því. Þegar ég var unglingur fluttu Imma og afi til Keflavíkur til að vera nær bæði fjölskyldu minni og fjölskyldu bróður hennar Immu þar sem heilsunni var byrjað að hraka. Þetta þýddi að ég hitti Immu og afa miklu meira en áður og naut mikils af bæði sem unglingur og sem píanóleik- ari. Imma og afi voru bæði af- burða tónlistarfólk og voru því viljugir áhorfendur þegar ég spilaði fyrir þau áður en ég fór á svið eða í próf og hrósuðu og fögnuðu mér fyrir öll afrek, stór og smá. Imma var stolt af arfleifð sinni til íslenskrar tónlistar og ævi- starfi sínu, sem hún mátti vera. Tónlist hennar á eftir að halda nafni hennar á lífi og ég veit að ég á eftir að muna eftir henni hver jól og þegar ég kenni dóttur minni Aravísur. Ég var einstaklega heppin að eiga Immu að og á innilega eftir að sakna hennar. Hvíl í friði, elsku Imma mín. Ég skála í Manhattan þér til heiðurs þegar barnið er komið öruggt í heim- inn. Þitt barnabarn, Stefanía Helga Stefánsdóttir. Í minningunni verður Ingi- björg Þorbergs alltaf þessi ein- staka kona sem hafði það ávallt í hyggju að skapa eitthvað fallegt, eitthvað gott til að gefa öðrum og senda frá sér útgeislun fulla af hrósi og skapandi gleði. Við kynntumst fyrir nær þremur áratugum og unnum frá fyrsta degi að því að skapa tón- list, ég orti ljóð og hún samdi lög. Heimsóknir mínar til Immu og Guðmundar urðu ótalmargar og alltaf tekið á móti öllum eins og um veislu væri að ræða. Þau voru sólargeislar eða eins og kerti sem lýstu hvort annað upp. Vinskapur okkar Immu var á margan hátt einstakur. Og fjöl- margar tilviljanir sem tengdu okkur afar sterkum böndum. Þegar við kynntumst bjó ég í Skerjafirðinum, hús mitt stóð nokkra metra frá æskuheimili Immu og á þeim tíma bjó hún í Kópavogi, þar sem æska mín átti heima. Sem barn hafði hún leikið sér í húsinu sem ég seinna eign- aðist. Við urðum strax nátengd, eins og við hefðum alltaf þekkst. Og hinn 11.11. 2010 andaðist Guðmundur og sama dag and- aðist hún mamma mín. Í sorginni ræddum við um það hve minn- ingarnar eru dýrmætar. Dýrmætar minningar og dem- antar í formi laga og texta eru arfleifðin sem Imma skilur eftir. Samtímis er um að ræða fjársjóð fallegrar hugsunar og yndi sem auðgað getur alla sem njóta vilja. Hún var brautryðjandi og hún var svo sönn í sinni list að hún gerði listina að sinni vinnu. Hún sinnti listinni öllum stundum. Á meðan hún hafði eitthvert starfs- þrek samdi hún tónlist. Fyrir síðustu jól sagðist hún óska þess að geta skrifað, því hana langaði að skapa nýtt jólalag. Imma var alltaf hrósandi, allt- af gefandi og alltaf skapandi. Hún var fyrirmyndin sem flest fólk leitar að í lífinu. Ef einhver Íslendingur hefur verðskuldað veglegan minnis- varða, þá er það Ingibjörg Þor- bergs. Kannski verður sá minn- isvarði reistur úr því sem henni stóð næst. Ef til vill verður hann úr fögrum hugsunum og unaði indælla orða, gjafmildi, hrósi og yndi óræðra hljóma. Væntanlega mun minnisvarði Immu óma og vaka um alla eilífð. Það eitt er víst að sá minn- isvarði mun ekki kasta skugga á neinn. Hann mun lýsa og varpa ljóskeilu á dýrmætar minningar. Þér hlotnast mikill heiður á heimsins gönguför. Er verður vegur breiður þá vilt þú finna svör. Þér kærleikur mun kenna að kanna leiðir þær og tár með tíma renna er tónlist vaknað fær. Þér hlotnast heiður slíkur við heimsins fögru sýn en þegar lífi lýkur þá lokast augu þín. Nú ert þú engill dagsins sem yrkir fallegt ljóð á leið til sólarlagsins með lífsins tónaflóð. Kristján Hreinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREINS BJARNASONAR kaupmanns, Laugarnesvegi 87. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeilda LSH og deildar K2 á Landakoti fyrir hlýhug og góða umönnun. Anna B. Agnarsdóttir Lilja Hreinsdóttir Guðlaugur Þór Þórarinsson Björk Hreinsdóttir Björn G. Aðalsteinsson barnabörn og langafabarn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR R.H. SIGFÚSDÓTTIR HALLDÓRS, sem lést miðvikudaginn 8. maí á Hjallatúni, Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 25. maí klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hollvinasjóð Hjallatúns, 0317-26-300530, kt. 430206-1410. Jóhannes St. Brandsson Sigfús Jóhannesson Theresa A. O'Brien Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.