Morgunblaðið - 22.05.2019, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Hollvinir Grensáss safna fé bæði til tækjakaupa og almennra styrkja
við starf Grensásdeildar og einnig til endurbóta á húsnæði
Aðalfundur
Hollvina Grensásdeildar
verður haldinn mánudaginn 27. maí 2019
í kennslustofu Grensásdeildar
og hefst kl. 16:30
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2018
Ársreikningur 2018
Kjör stjórnar - önnur mál
Allir velunnarar
Grensásdeildar
hjartanlega
velkomnir
Stjórn Hollvina
Grensásdeildar
www.grensas.is
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Bíldsfell 1, Grímsnes- og Grafnhr, ehl. gþ., fnr. 220-9431 , þingl. eig.
Örvar Sigurðsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 28. maí nk.
kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
21. maí 2019
Tilboð/Útboð
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 11. apríl 2019 útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna
lagningar Þeistareykjavegar syðri innan sveitarfélagsmarka Þingeyjarsveitar.
Skipulagslegar forsendur leyfisveitingar:
• Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar.
• Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022.
• Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
• Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
• Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina; Háspennulínur (220 kV)
frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og
Norðurþingi, og sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar,
Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka.
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóð:
Vegna sameiginlega umhverfismatsins:
http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf
Vegna umhverfismats fyrirhugaðrar framkvæmdar:
http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/820/2009040031.pdf
Skilyrði Skipulagsstofnunar og Þingeyjarsveitar fyrir leyfisveitingu:
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010
telur hún að við leyfisveitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði:
1. Tryggja þarf að framkvæmdir auki ekki eyðingu gróðurs á svæði sem nú er eitt virkasta rofsvæði landsins.
2. Ef votlendi verður raskað þarf að endurheimta a.m.k. jafnstórt votlendissvæði og það sem raskast.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu
Þingeyjarsveitar, https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlinda-
mála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Guðjón Vésteinsson
skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
Þingeyjarsveit
Tilkynningar
!
" #
! " # $%! & ' (
)
* + , -- *
///
Auglýsing um skipulagsmál í
Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur
að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Snjallsteinshöfði 1c, Ytri-Völlur og Stekkatún, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir 3
spildur úr landi Snjallsteinshöfða. Gert verði ráð fyrir þremur byggingareitum á hverri lóð fyrir íbúðarhús,
geymslu og gestahúsum. Aðkoman er sameiginleg frá Árbæjarvegi.
Gaddstaðir íbúðasvæði í stað frístundasvæðis, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir
heildarsvæðið að Gaddstöðum, bæði núverandi frístundasvæði og nýtt íbúðasvæði. Áformað er að lóðir verði
óbreyttar en aðkomum breytt að sumum þeirra og byggingarmagn endurskoðað. Breytingar á landnotkun í
aðalskipulagi eru í lokaferli.
Klettamörk, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 9.5.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Klet-
tamörk úr landi Maríuvalla. Áform eru uppi um að reist verði alls 8 gistiskálar til útleigu, ásamt íbúðarhúsi til
íveru. Aðkoma verður frá Gunnarsholtsvegi. Breytingar á landnotkun í aðalskipulagi eru í lokaferli.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra,
www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júlí 2019.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000
eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
skipulagsfulltrúi
Rangárþing ytra
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl. 9:00-12:30 - Foreldramorgnar kl.
9:30 -11:30, allir velkomnir - Söngstund kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:00 -
Bókaspjall með Hrafni kl.15:00.-
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi fyrir þá sem vilja. Opið hús í safnaðarheimili
kirkjunnar kl.13 til 16. Eysteinn Pétursson kemur í heimsókn og leikur
nokkur lög fyrir okkur. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir
hjartanlega velkomnir.
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9- 12. Opin smíðastofa kl. 9-16.
Bridge kl. 12.30. Tónleikar frá Tónlistarskóla Árbæjar kl. 14.15. Opið
fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15.00.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, samvera frá Laugarnes-
kirkju kl.14. Verslunarferð í Bónus kl.14.40.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Ljóðahópur Soffíu kl. 9:45-11:30. Línudans kl. 10-11:15.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30. Tálgun með Valdóri
kl. 13:30-16. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínmálun kl. 9, bókband kl. 9.
Tölvu, síma og snjalltækjaaðstoð kl. 10, Logy fatnaður með fatasölu
kl. 11:30-14:30. Myndlist kl. 13:30. ATH. Dansleikur með Vitatorgsband-
inu fellur niður í dag vegna útfarar Braga Hlíðberg harmonikkuleikara.
Furugerði 1 Bókmenntahópur kl 10:00, leikfimi kl 11, hádegismatur
kl. 11:30-12:30, ganga kl 13, boccia kl. 14., prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi-
sala kl. 14:30-15:30, náttúrulífsmyndir – sýning kl. 15.00.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30/15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl.9:30.
Liðstyrkur. Sjál. kl.10:15. Kvennaleikf. Ásg. kl.11:30. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10:00. Zumba í Kirkjuhv kl. 16:15. Stólajóga kl. 11:00.
Bridge í Jónshúsi kl. 13:00.
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðbeinanda kl. 09:00-12:00. Línudans kl. 11:00-12:00 Leikfimi
Helgu Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13-16.
Félagsvist kl. 13:00-16:00. Döff Félag heyrnalausra. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 13.00 félagsvist.
Gullsmári Myndlist kl. 9.00. Postulínsmálun / Kvennabridge Silfurs-
miði kl. 13.00.
Hraunsel Kl 8.00-12.00 ganga í Kaplakrika alla virka daga. Kl 10.00
Bókmenntaklúbbur annan hvern miðvikudag. Kl 11.00 línudans. Kl
13.00 bingó. Kl 13.00 handmennt. Kl. 16.00 Gaflarakórinn, Hjallabraut
33. Kl 9.00 Fjölstofan.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og
hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun
með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9:45, lesið upp úr blöðum kl. 10:15,
upplestur kl. 11-11:30, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, tréút-
skurður kl. 9-12, hádegisverður kl. 11:30-12:30, félagsvist kl. 13:30,
Bónusbíllin kl. 14:40, bókasafnshópur kl. 14.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsask. kl. 13. Handvinna Skólbraut
kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Sumargleði UNGNESS og
eldri borgara í kvöld í salnum á Skólabraut kl. 20.00. Fjölmennum.
Félagsvist á morgun kl. 13.30. í salnum Skólabraut.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10.00 kaffi og rúnstykki eftir göngu.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á