Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 24

Morgunblaðið - 22.05.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 5. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Byrjun Valsmanna á Íslandsmóti karla í fótbolta er orðin að verstu byrjun ríkjandi Íslandsmeistara í sautján ár. Eftir ósigur gegn FH í bráðfjörugum leik í Kaplakrika í fyrrakvöld, 3:2, situr Hlíðarendaliðið eftir með aðeins fjögur stig að lokn- um fimm fyrstu umferðunum og er í níunda sæti deildarinnar. Það þarf að fara allt aftur til árs- ins 2002 til að finna verri byrjun ríkjandi meistara í deildinni. Eins merkilegt og það er þá átti núver- andi topplið deildarinnar, ÍA, þá í hlut. Skagamenn urðu meistarar í átjánda skipti árið 2001 en þeir fóru afar illa af stað vorið eftir. Að fimm umferðum loknum sátu þeir á botni deildarinnar með aðeins 2 stig. Þeim tókst að klifra upp í miðja deild um mitt mót og enda að lokum í fimmta sæti en áttu aldrei möguleika á að verja meistaratitilinn. Skagamenn halda hinsvegar sínu striki, unnu Breiðablik 1:0 í Kópa- vogi og eru áfram í nákvæmlega sömu stöðu og árið 2012. Þá voru þeir líka efstir að loknum fimm um- ferðum með 13 stig og með þriggja stiga forskot á næstu tvö lið sem þá voru KR og FH. Bara tveir „toppleikir“ til þessa Staðan í deildinni er áhugaverð í því ljósi hve lítið hefur verið ennþá um innbyrðis leiki milli fimm efstu liðanna frá því í fyrra, þeirra fimm liða sem flestir virtust spá að ættu efstu sætin frátekin. Það eru Valur, Breiðablik, Stjarnan, KR og FH. Af þessum liðum hafa bara Stjarnan – KR og FH – Valur mæst innbyrðis. Breiðablik hefur t.d. bara mætt „lægra skrifuðum“ liðum. Á hinn bóginn má segja að Vík- ingur, KA og HK hafi átt erfiðustu byrjunina á mótinu því þessi þrjú lið hafa öll þurft að mæta fjórum af fimm efstu liðunum frá 2018 í fimm fyrstu umferðum deildarinnar. Í næstu leikjum fjölgar mjög inn- byrðis viðureignum „stærri“ og „minni“ liðanna og þá verður áhuga- vert að sjá hvernig stigin dreifast. Í næstu umferð leikur til dæmis Valur við Breiðablik og þar á eftir mætast Breiðablik – FH og Stjarnan – Val- ur. Klettur í vörn Grindvíkinga  Króatíski miðvörðurinn Josip Zeba var besti leikmaður 5. umferð- arinnar að mati Morgunblaðsins en hann átti stórgóðan leik þegar Grindvíkingar sigruðu Fylki 1:0. Zeba var sem klettur í vörn Suður- nesjaliðsins og átti stóran þátt í að það hélt hreinu í leiknum og hann kórónaði frammistöðu sína með því að skora sigurmarkið með skalla seint í leiknum. Zeba skoraði þar sitt fyrsta mark í deildinni en hann hafði áður skorað í bikarkeppninni í vor. Þetta er hans fyrsta tímabil með Grindavík. Zeba er 29 ára gamall og lék í B- og C- deildunum í Króatíu en síðan tvö tímabil með Aluminij í efstu deild í Slóveníu, hálft tímabil með Con- cordia Chiajna í efstu deild í Rúmen- íu og lék síðan í hálft tímabil í Víet- nam með Hoang Anh Gia Lai áður en hann kom til Íslands í vetur. Fótboltaættin á Akranesi  Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var besti ungi leikmað- urinn í 5. umferðinni að mati Morg- unblaðsins. Stefán Teitur var í lykil- hlutverki á miðjunni þegar ÍA lagði Breiðablik í toppslagnum á Kópa- vogsvelli og sigurmarkið í blálokin kom eftir skot hans að marki. Stefán Teitur er tvítugur og í fyrra skoraði hann 10 mörk sem sóknarmaður þegar ÍA vann 1. deildina en nú er hann kominn í annað hlutverk á miðjunni sem hann hefur skilað vel. Stefán er af stórri fótboltaætt á Akranesi. Langafi hans, Þórður Þ. Þórðarson, var mikill markaskorari í hinu sigursæla gullaldarliði ÍA og með íslenska landsliðinu, afabræður hans eru Teitur og Ólafur Þórð- arsynir, margreyndir landsliðsmenn og síðan þjálfarar, faðir hans er Þórður Þórðarson sem varði mark ÍA um árabil og hefur þjálfað yngri landslið stúlkna undanfarin ár, föð- urbróðir hans er Stefán Þór Þórð- arson sem lék m.a. með ÍA, Norr- köping, Stoke og íslenska landsliðinu, og bróðir Stefáns, Þórð- ur Þorsteinn Þórðarson, leikur með honum í Skagaliðinu í dag.  Einar Logi Einarsson, sem skoraði sigurmark ÍA gegn Breiða- bliki, hafði áður aðeins skorað eitt mark í efstu deild. Það var fyrir sjö árum, 2012, þegar hann skoraði í leik gegn Keflavík.  Auk Josips Zeba skoruðu tveir leikmenn í fyrsta sinn í deildinni í 5. umferð. Kári Pétursson sem gerði stórglæsilegt mark fyrir HK gegn KR og Ólafur Aron Pétursson sem skoraði fyrra mark KA í 2:0 útisigr- inum á Stjörnunni.  Eini nýliði umferðarinnar var Finnur Tómas Pálmason, 18 ára miðvörður sem lék í vörn KR gegn HK. Hann spilaði sem lánsmaður með Þrótti í 1. deild í fyrra en þetta var hans fyrsti leikur í efstu deild.  KR varð með sigrinum gegn HK, 3:2, fyrsta félagið til að ná sam- anlagt 1.900 stigum í efstu deild karla. KR er 114 stigum á undan Val sem er í öðru sæti. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 6 Guðmundur Kristjánsson, FH 5 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 5 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 5 Almarr Ormarsson, KA 4 Ásgeir Marteinsson, HK 4 Damir Muminovic, Breiðabliki 4 Einar Logi Einarsson, ÍA 4 Einar Karl Ingvarsson, Val 4 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 4 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 4 Jónatan Ingi Jónsson, FH 4 Leikmenn með þrjú M: Alex Þór Hauksson, Stjörnunni, Aron Jóhannsson, Grindavík, Árni Snær Ólafsson, ÍA, Ásgeir Eyþórsson, Fylki, Birkir Valur Jónsson, HK, Björgvin Stefánsson, KR, Björn Berg Bryde, HK, Björn Daníel Sverrisson, FH, ÍA 33 KA 27 FH 25 Breiðablik 24 KR 24 Víkingur R. 23 Grindavík 22 HK 22 Stjarnan 21 Valur 19 Fylkir 18 ÍBV 14 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 5. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 3-4-3 Beitir Ólafsson KR Brandur Olsen FH Björgvin Stefánsson KR Stefán Teitur Þórðarson ÍA Víðir Þorvarðarson ÍBV Ólafur Karl Finsen Val Elfar Árni Aðalsteinsson KA Marc McAusland Grindavík Josip Zeba Grindavík Tryggvi Hrafn Haraldsson ÍA Torfi Tímoteus Gunnarsson KA 2 2 4 2 Brandur Olsen, FH, Daði Ólafsson, Fylki, Elias Tamburini, Grindavík, Eyjólfur Héðinsson, Stjörnunni, Finnur Orri Margeirsson, KR, Guðjón Baldvins- son, Stjörnunni, Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðabliki, Haukur Heiðar Hauksson, KA, Hjörtur Logi Valgarðsson, FH, Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki, Josip Zeba, Grindavík, Júlíus Magnússon, Víkingi, Kolbeinn Þórðarson, Breiðabliki, Marcus Johansson, ÍA, Matt Garner, ÍBV, Ólafur Örn Eyjólfsson, HK, Pálmi Rafn Pálma- son, KR, Rick ten Voorde, Víkingi, Sam Hewson, Fylki, Sölvi Geir Ottesen, Víkingi og Víðir Þorvarðarson, ÍBV  Ríkjandi meistarar hafa ekki byrjað jafn illa frá 2002  Zeba bestur í 5. um- ferð og Stefán besti ungi leikmaðurinn  Fáir innbyrðis leikir „bestu“ liðanna Ljósmynd/Sigfús Gunnar Bestur Josip Zeba lék mjög vel með Grindvíkingum gegn Fylki. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ungur Stefán Teitur Þórðarson leikur vel á miðjunni hjá ÍA. Versta byrjunin í 17 ár HANDKNATTLEIKUR Fjórði úrslitaleikur karla: Hleðsluhöllin: Selfoss – Haukar (2:1) . 19.30 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – Fylkir..... 19.15 3. deild karla: Framvöllur: Kórdrengir – Reynir S ........ 20 Í KVÖLD!  Kvennalandslið Íslands í knatt- spyrnu mætir Finnlandi í tveimur vin- áttulandsleikjum í næsta mánuði. Báðir leikirnir fara fram í Finnlandi, sá fyrri í Turku 13. júní og sá seinni í Espoo á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þetta verða síðustu leikirnir fyrir und- ankeppni EM þar sem Ísland mætir Ungverjalandi og Slóvakíu 29. ágúst og 2. september.  Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í D-riðli heimsmeistara- mótsins á Spáni 16.-28. júlí en dregið var í riðla í gær. Íslensku strákarnir mæta Danmörku, Þýskalandi, Noregi, Síle og Argentínu í riðlakeppninni.  Elías Már Ómarsson sóknarmaður Excelsior var í gær útnefndur besti leikmaður maímánaðar í hollensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. Elías skor- aði fjögur mörk í þremur síðustu leikj- um liðsins en hann og Dusan Tadic hjá Ajax urðu markahæstir í deildinni í maí. Excelsior er nú í umspili um sæti í deildinni. Liðið tapaði þar fyrri leik sín- um gegn RKC Waalwijk, 2:1, og þarf að snúa því við á heimavelli í kvöld, að öðrum kosti er liðið fallið. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.