Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 22.05.2019, Síða 25
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég hef það á tilfinningunni eftir þrjá fyrstu leikina að um leið og menn byrja að verja forskot þá komi það í bakið á þeim. Menn sigri á ákafanum,“ sagði Rúnar Sigtryggs- son, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik, sem eins og fleiri bíð- ur spenntur eftir fjórða úrslitaleik Selfoss og Hauka um Íslandsmeist- aratitilinn í handknattleik karla sem fram fer á heimavelli Selfoss, Hleðsluhöllinni á Selfossi, í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Búist er við troðfullu húsi áhorfenda. Selfoss hefur tvo vinninga en Haukar einn. Með sigri í kvöld verð- ur Selfoss-liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Takist Haukum að vinna kemur til oddaleiks á heimavelli þeirra, Schenkerhöllinni á Ásvöllum, á föstudagskvöld. Selfoss hefur aldrei orðið Íslands- meistari í handknattleik karla. Haukar eru hinsvegar eitt sigursæl- asta handknattleikslið sögunnar og hafa ellefu sinnum unnið titilinn, þar af í tíu skipti frá árinu 2000. Síðast urðu Haukar Íslandsmeistarar fyrir fjórum árum með Patrek Jóhann- esson, núverandi þjálfara Selfoss, við stjórnvölinn. Leikirnir þrír hafa verið hníf- jafnir. Í öll skiptin hefur gestaliðið farið með sigur af hólmi. Rúnar seg- ir segist ekki sjá fram á annað en viðureignin í kvöld verði keimlík þeim fyrri í rimmunni, þ.e. hnífjöfn. Hvernig liðin koma í leikinn „Það var gaman að sjá hvernig síðasti leikur þróaðist. Þá skiptust liðin á að hafa yfirhöndina og greini- legt var að liðið sem lék af meiri ákefð hverju sinni hafði yfirhöndina, bæði framan af leiknum þegar Haukar voru yfir og þegar kom fram undir lokin þegar Haukar ætluðu að verja forskot sitt og ákefðin færðist yfir til Selfoss-liðsins sem sneri við- ureigninni sér í hag,“ sagði Rúnar. „Fyrirfram skiptir mestu máli hvernig liðin koma inn í leikinn, hvort annað hafi yfirhöndina þegar kemur að andlegu hliðinni. Sú hefur ekki verið raunin til þessa. Margir hafa velt fyrir sér hvort Selfoss-liðið geti staðið undir pressunni. Ég velti því frekar fyrir mér hvernig lið Hauka er stemmt til að fara í leik upp á allt eða ekkert. Eins og staðan er núna þá finnst með lengra í góðu þættina sem hafa einkennt Haukaliðið en hjá Selfossi. Selfoss-liðið hefur leikið betur til þessa þótt leikur þess sé borinn uppi af færri leikmönnum en hjá Hauka- liðinu,“ sagði Rúnar og bendir á að í þriðja leiknum á sunnudaginn hafi Haukar lengst af leikið eitt leikkerfi sem hafi gengið vel. Þegar á leikinn leið hafi Haukar brotið sig út úr skipulaginu og reynt aðrar leik- aðferðir sem hafi alls ekki skilað ár- angri og varð þess valdandi að Sel- foss-liðið komst inn í leikinn á nýjan leik. „Haukar fóru í hnoð sem kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Vinstri vængur Haukanna Rúnar segir að sóknarleikur Hauka byggist mjög mikið upp á vinstri vængnum þar sem annað- hvort Adam Haukur Baumruk eða Daníel Þór Ingason eru í aðal- hlutverki. Fram til þessa hafi hægri vængurinn verið afar hættulítill nema á lokasprettinum í annarri við- ureigninni. „Selfoss-liðið náði að setja undir lekana í þriðja leiknum. Í síðasta leik var línuspilið mikið betra hjá Selfossi. Línuspilið hefur verið eitt aðalsmerki Haukanna um árabil. Selfoss-liðið hefur náð að loka á seinni bylgju sóknarleik Hauka með því að stöðva menn fram við miðju og leyfa Ásgeiri Erni Hallgrímssyni að leika lausum hala á hægri vængn- um. Í kvöld er spurningin sú hvort Ásgeiri tekst að nýta plássið sem hann fær þannig að Haukar komi seinni bylgjunni inn í sinn leik á ný,“ sagði Rúnar. Markvarslan skiptir máli Markvarslan skiptir miklu máli í jöfnum leikjum. Sölvi Ólafsson reið baggamuninn fyrir Selfoss-liðið í fyrstu viðureigninni við Hauka. Grétar Ari Guðjónsson fór á kostum í marki Hauka í öðrum leiknum með- an kollegar hans í marki Selfoss áttu erfitt uppdráttar. Grétar Ari varði vel framan af þriðja leiknum en missti dampinn á lokasprettinum á sama tíma og Sölvi vaknaði heldur betur til lífsins í marki Selfoss. Rún- ar segir markvörsluna vissulega hafa talsvert að segja. Hinsvegar sé eins og Selfoss-liðið muni meira um markvörsluna. „Selfoss-liðið virðist þurfa færri varin skot til þess að vinna leiki heldur en Haukar.“ Rúnar segir erfitt að spá um úrslit leiksins. „Mín tilfinning er sú að Haukar nái heilsteyptari og jafnari leik í 60 mínútur og vinni. Þess vegna komi til oddaleiks um Íslands- meistaratitilinn. Haukar hafa fleiri vopn í sínu búri, eru með fleiri skytt- ur og leikmenn sem geta leikið aðra uppi. Leikur Selfoss-liðsins er bor- inn uppi af færri leikmönnum en hjá Haukum. Kannski er þetta bara blanda af köldu mati og þeirri von minni að fá úrslitaleik um Íslands- meistaratitilinn frekar en nokkuð annað. En auðvitað munu leikmenn Selfoss gera allt til þess að vinna leikinn á fá bikarinn afhentan á heimavelli. Þeir hafa sýnt það með ákafaleik sínum að þeir geta alveg leikið Hauka út í horn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik. Ákefðin skilar liðum sigri  Fer Íslandsbikarinn á loft í leikslok á Selfossi í kvöld eða verður fjórði útivallar- sigurinn raunin í rimmunni?  Rúnar segir Hauka hafa fleiri vopn í sínu búri Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Selfoss Nökkvi Dan Elliðason skorar fyrir Selfyssinga í fyrri heimaleik þeirra í úrslitaeinvíginu. Verða þeir meistarar á heimavelli í kvöld? ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Eitt er víst að ég mun sitja límdur fyrir framan sjónvarpið í kvöld þegar Selfoss og Haukar leiða saman hesta sína í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla á Selfossi. Úrslitarimma þessara tveggja bestu liða landsins hef- ur verið frábær og hefur svo sannarlega verið góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Selfoss getur brotið blað í sögu félagsins en með sigri í kvöld verður liðið Íslandsmeist- ari í fyrsta sinn. Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar hafa heillað mig með frábærri spila- mennsku, seiglu, áræði og stemningu. Þeir öðluðust mikla reynslu á síðustu leiktíð þegar þeir töpuðu fyrir FH í mögnuðu undanúrslitaeinvígi og nú er spurning hvort þeir fari alla leið og kveðji Patta sinn með titli en hann yfirgefur Selfoss í sumar og tekur við starfi danska liðs- ins Skjern. Þótt ferskleikinn og hungrið séu til staðar hjá Selfyssingum eru reynslan og sigurhefðin Haukamegin en þeir hafa landað 10 Íslandsmeistaratitlum frá árinu 2000. Það kæmi mér ekk- ert á óvart ef Haukunum tækist að knýja fram hreinan úrslitaleik á heimavelli sínum á föstudag- inn. Þeir eru ólseigir og harðir í horn að taka. Allir leikirnir í úrslitaeinvíg- inu hafa unnist á útivelli. Það er hætt við að ungu strákarnir frá Selfossi kikni svolítið í hnjánum þegar þeir berja bikarinn augum á hliðarlínunni í kvöld. Ég ætla að spá Haukum sigri og við fáum þar með oddaleik í troð- fullri Schenker-höll þar sem ómögulegt verður að spá um úr- slit. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Sävehof tókst ekki að komast í 2:0 á heimavelli í úr- slitarimmunni um sænska meistaratitilinn í handknatt- leik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson landsliðsmarkvörður stóð fyrir sínu í marki Sävehof þegar liðið tók á móti Al- ingsås í öðrum leik liðanna en Alingsås vann hins vegar leikinn af öryggi, 22:16. Staðan í rimmunni er því 1:1 og hafa báðir leikirnir unnist á útivelli. Ágúst Elí var með 32% markvörslu í marki Sävehof þar sem hann varði átta af 25 skotum sem hann fékk á sig, þar af eitt víti. Liðsfélögum hans gekk hins vegar bölvanlega að skora en staðan var 9:8 fyrir Alingsås að loknum fyrri hálfleik. Sävehof skoraði ekki mark í tæp- ar tíu mínútur um miðjan seinni hálfleik. Var það vendipunktur leiksins en Alingsås komst meðal annars í 17:12 og 20:13. Liðin mætast í þriðja sinn á föstudaginn á heimavelli Alingsås en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. Þar vann Sävehof fyrsta leikinn 33:30 síðasta laugardag. sport@mbl.is Jafnt í úrslitarimmunni Ágúst Elí Björgvinsson Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik en hann tekur við af Sverri Þór Sverrissyni sem ákvað að hætta vegna annara starfa. Hjalti, sem er 36 ára gamall, var aðstoðarþjálfari Íslandsmeist- ara KR í vetur en var áður þjálfari Þórs á Akureyri og Fjölnis. Hjá Keflavík hittir hann fyrir bróður sinn, landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. Keflavík endaði í 4. sæti í vetur en féll út gegn KR í átta liða úrslitum. vs@mbl.is Hjalti tekur við Keflavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Keflavík Hjalti Þór Vilhjálmsson tekur við af Sverri Þór Sverrissyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.