Morgunblaðið - 22.05.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í raun höldum við bara áfram þar
sem frá var horfið á síðustu plötu.
Frá því við byrjuðum að starfa sam-
an sem hljómsveit fyrir ellefu árum
höfum við ávallt unnið með okkar
eigin lagasmíðar,“ segir Óskar Guð-
jónsson, saxófónleikari hljómsveit-
arinnar ADHD sem fagnar útgáfu
sjöunda plötu sinnar, sem nefnist
ADHD 7, með tvennum útgáfu-
tónleikum í vikunni. Sveitin kemur
fram á Græna hattinum á Akureyri
annað kvöld kl. 21 og í Kaldalóni
Hörpu á föstudag kl. 21. Með Óskari
leikur Magnús Trygvason Eliassen á
trommur, Ómar Guðjónsson á gítar
og bassa og Tómas Jónsson á píanó.
Hlustunin lykilatriði í tónlist
„Áheyrendur mega búast við
skemmtilegri blöndu af nýju efni og
gömlu sem við erum búnir að spila
síðustu sjö til átta árin,“ segir Óskar
og tekur fram að hljómsveitin ákveði
aldrei lagalistann endanlega eða röð
laga fyrir tónleika. „Við erum með
ákveðin lög í huga sem okkur langar
að spila og byrjum svo bara að spila.
Sá sem er fyrstur að byrja fær að
ráða hvaða lagi við byrjum á og sá
sem er frekastur að byrja á því
næsta fær að ráða því og þannig koll
af kolli,“ segir Óskar og bendir á að
hlustunin sé lykilatriði í tónlist.
„Lagavalið ræðst því af andrúms-
loftinu hverju sinni, sándinu og
orkunni í salnum sem við spilum í,
hlustun fólksins, stemningunni sem
við erum í og öllu öðru sem getur
haft áhrif á hvernig hlutir gerast.
Það er þessi óendanleiki í músíkinni
sem er skemmtilegt að takast á við,
því músíkin er aldrei eins. Sérstak-
lega ekki svona músík sem á og má
breytast,“ segir Óskar.
Spurður hvernig hópurinn hafi
unnið plötuna segir Óskar nokkrar
nálganir að lögunum. „Sum lögin
koma tiltölulega vel ígrunduð frá
höfundi, en samt sem áður leggja all-
ir eitthvað til. Svo eru önnur lög sem
eru skemmra á veg komin og kláruð
af hljómsveitinni, en í því ferli getur
lagasmíðin jafnvel breyst og þróast í
aðra átt. Í raun má segja að við nálg-
umst hverja lagasmíð frá hverju því
sjónarhorni sem þarf.“ Að sögn Ósk-
ars var platan tekin upp í Gauta-
borg. „Að hluta til var það óvænt, því
við vorum að spila á borginni og átt-
um nokkurra daga frí áður en ferð-
inni var heitið til Þýskalands að spila
þar. Við ákváðum að nýta tímann
fyrir hljómsveitina og taka upp nýtt
efni. Með smá hjálp römbuðum við
inn í mjög fallegt stúdíó sem heitir
Svenska Grammofon Studion. Það
skapaði ákveðið andrými,“ segir
Óskar og rifjar upp að sveitin hafi
bæði unnið og gist í stúdíóinu. „Við
dvöldum þar 23 klukkutíma sólar-
hrings og fórum í mesta lagi út í
klukkustund til að fá okkur að borða
þá daga sem við elduðum ekki sjálfir
í stúdíóinu. Þetta var eins og að vera
á sjó, enda voru herbergin eins og
káetur og varla pláss þar inni til að
opna ferðatöskuna,“ segir Óskar og
tekur fram að í góðum hóp komi ná-
lægðin að notum í sköpunarferlinu.
Auðvelt að láta lög lifna við
„Dýnamíkin í þessum hóp er ein-
staklega ljúf. Þetta hefur alltaf verið
auðvelt samstarf og auðvelt að láta
lög lifna við,“ segir Óskar og tekur
fram að mannabreyting í hópnum
hafi ekki breytt góðum starfsanda,
en Davíð Þór Jónsson tók sér ótíma-
bundið leyfi í maí á síðasta ári og
kom Tómas Jónsson í hans stað.
„Davíð bað okkur að stoppa ekki sín
vegna heldur halda ótrauðir áfram,
sem við gerum. Auðvitað breytist
dýnamíkin eitthvað við þessi manna-
skipti, en að sama skapi finnst mér
gaman að heyra að hljómurinn
breytist ótrúlega lítið þrátt fyrir
þetta. Það eru greinilega mjög sterk
einkenni hópsins sem skila sér þrátt
fyrir mannaskiptin.“
Að sögn Óskars er stutt síðan
ADHD var í tónleikaferðalagi er-
lendis og næsta ferð hefst í næstu
viku. „Þá erum við að fara til Nor-
egs, Danmerkur og Þýskalands. Við
höldum síðan áfram að kynna plöt-
una í Norður-Evrópu í lok október
og byrjun nóvember,“ segir Óskar
og tekur fram að það sé alltaf bæði
skemmtilegt og orkugefandi að fá að
kynna sína eigin músík fyrir nýjum
áheyrendum. „Auðvitað getur tekið
á að vera lengi í burtu frá fólkinu
sínu. Samkvæmt minni reynslu kem
ég hins vegar alltaf orkuríkari heim
úr tónleikaferð með þessum hóp,
þrátt fyrir löng ferðalög og á köflum
lítinn svefn. Það er bara svo yndis-
legt að fá að sjá heiminn með þess-
um mannskap,“ segir Óskar.
„Dýnamíkin í þessum
hóp er einstaklega ljúf“
ADHD fagnar útgáfu sjöundu plötu sinnar á Græna hattinum og í Hörpu
Ljósmynd/Spessi
Sveitin ADHD skipa Óskar Guðjónsson, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson og Tómas Jónsson.
Tékkneski myndlistarmaðurinn Mil-
an Kunc opnar sýningu í Ganginum,
heimagalleríi Helga Þorgils Frið-
jónssonar myndlistarmanns í Braut-
arholti 8, í dag, miðvikudag, kl. 17 til
19. Eru allir velkomnir.
Kunc sýnir ný olíumálverk og úr-
val litkrítarteikninga frá rúmlega tíu
ára tímabili.
Þetta er í annað sinn sem Kunc
sýnir í Ganginum en fyrst sýndi
hann þar árið 1992. Hann stundaði
listnám í Prag á sjöunda áratugnum
en yfirgaf landið eftir að „Vorið í
Prag“ var barið niður. Hann hélt
áfram listnámi í Düsseldorf, meðal
annars hjá Joseph Beuys og Ger-
hard Richter sem hann lenti upp á
kant við, bjó eftir það á Ítalíu og
hreifst af þarlendri list sem hafði
áhrif á þá blöndu pop-listar, mann-
erisma og súrrealisma sem síðan
hefur einkennt verk hans. Kunc er
meðal þekktustu listamanna heima-
landsins og eru verk hans í eigu
virtra safna og einkasafnara.
Milan Kunc sýnir
ný verk í Ganginum
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Milan Kunc með nokkrum verka sinna í Ganginum.
Þrjár erfðaskrár
hafa fundist á
heimili Arethu
Franklin í Mich-
igan. Söngkonan
lést í ágúst síð-
astliðnum og var
þá talið að hún
hefði ekki látið
eftir sig erfða-
skrá. Samkvæmt
fréttavef BBC hafa nú tvær frá
árinu 2010 fundist í læstum skáp
eftir að lykillinn kom í leitirnar og
sú þriðja, frá í mars 2014, fannst
falin undir púðum í stofu heimilis-
ins. Erfitt hefur reynst að ráða í
nýjustu erfðaskrána, sem rituð var
í stílabók; strikað hefur verið yfir
vissa hluta og krotað á spássíur. Að
sögn lögfræðings dánarbús Frankl-
in tilgreinir erfðaskráin að fjöl-
skyldumeðlimir söngkonunnar eigi
að erfa hana. Fjórir synir Franklin
hafa ekki komist að samkomulagi
um hvort erfðaskrárnar verði tekn-
ar gildar. Tveir þeirra eru sagðir
hafa sett sig upp á móti skránum.
Þrjár erfðaskrár
Franklin fundnar
Aretha Franklin
19,3 milljónir manna horfðu á loka-
þátt lokasyrpu hinna gríðarvinsælu
sjónvarpsþátta Game of Thrones
sem frumsýndur var að kvöldi
sunnudags í Bandaríkjunum. Hefur
annað eins áhorf á einn þátt á
sunnudegi aldrei mælst áður og
skal engan undra þar sem þáttur-
inn var sá allra síðasti og Game of
Thrones vinsælustu sjónvarps-
þættir allra tíma. Aðdáendur þátt-
anna hafa nú ausið úr skálum reiði
sinnar víða á samfélagsmiðlum yfir
lokaþættinum og fundið honum ým-
islegt til foráttu.
Metáhorf á þátt
Game of Thrones
GoT Kit Harington og Emilia Clarke í hlut-
verkum Jon Snow og Daenerys Targaryen.
Smart
lands
blað
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 31. maí
Í Smartlandsblaðinu verður fjallað um
tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólar-
kremum, sólgleraugum, sumarskóm og sundfatnaði
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 27. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ