Morgunblaðið - 22.05.2019, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Platinum
Litur: Magma red, svartur að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque.
FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti,
heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í
belti í aftursæti.
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Chrysler Pacifica Hybrid
Limited
Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d.
hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti,
bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon
hljómflutningskerfi o.fl. o.fl. 3,6 L Hybrid.
VERÐ
8.490.000 m.vsk
2019 GMC Denali 3500
Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel,
445 HÖ, 2019 Módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað
stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators,
upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti,
heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki)
og fleira.
VERÐ
11.360.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Platinum
Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white / svartur að
innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á
palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights,
bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart,
20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6). 10-gíra, 431 hestöfl
470 lb-ft of torque.
VERÐ
11.790.000 m.vsk
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Poppkórinn Vocal Project heldur
vortónleika sína í Guðríðarkirkju á
morgun, 23. maí, kl. 20 og segir á
miðasöluvefnum tix.is að lögin sem
flutt verða séu í fjölbreyttum,
skemmtilegum
og krefjandi út-
setningum.
Gunnar Ben,
stjórnandi kórs-
ins, segir kórinn
njóta fulltingis
þriggja hljóð-
færaleikara sem
verði þó allir
„unplugged“, þ.e.
leiki ekki á raf-
magnshljóðfæri. „Það er stuð í
kirkjunni. Þetta er órafmagnað
stuð,“ segir Gunnar kíminn.
Blaðamaður ræddi líka við Gunn-
ar í fyrra um vortónleikana þá sem
voru með ákveðnu þema, „Goðsagn-
ir“, en á tónleikunum nú verður
önnur áhersla. „Þemað er í rauninni
núna það sem okkur langar að
syngja. Ég ætla ekki alveg að kalla
þetta óskalög kórfélaga en nú
ákváðum við bara að syngja svolítið
hressilegt prógramm og hress
popplög eru í miklum meirihluta,“
segir Gunnar.
Sem dæmi nefnir hann að kórinn
muni syngja lög úr kvikmyndum,
m.a. The Greatest Showman og
teiknimyndinni Sing!, A Star is
Born og lög með Pink og Hosier.
Ekki þrúgað af hátíðleik
–En er eitt af markmiðum kórs-
ins að tónleikarnir séu fjöl-
skylduvænir? Nú er eitt lag úr
teiknimynd á efnisskránni.
„Ég held að við séum alltaf með
eitt teiknimyndalag, ég held að það
sé samt óvart en langoftast laumast
það með,“ svarar Gunnar. „Aðallega
er þetta fjölskylduvænt af því það
er svo mikið stuð og þetta er ekki
þrúgað af hátíðleik. Við skemmtum
okkur á tónleikum og þá á yngri
kynslóðin auðvelt með að hrífast
með því og auðvitað bara allir.“
–Það er snúið við poppkór að
þurfa að útsetja öll lög fyrir fjórar
raddir eða fleiri því lögin voru ekki
samin með kór í huga upphaflega,
ekki satt?
„Það er rétt. Ég útset alltaf
reglulega en ég á enga útsetningu á
þessum tónleikum og það er í fyrsta
skipti, að ég held,“ svarar Gunnar.
Hann finni nótur að lögum í vef-
verslunum. „Það eru merkilega
margir í þessum bransa, að út-
setja.“
–Það hlýtur að vera snúið að
setja saman efnisskrána og margra
klukkustunda leit þar að baki?
„Jú og það vill svo til að ég er
með lagavalsnefnd, það eru alltaf
fjórir kórfélagar í þessu með mér
og þá deilast þessir klukkutímar
mjög fallega jafnt niður. Þau taka
við hugmyndum og ábendingum frá
kórfélögum og þá dreifist þetta
ennþá meira.“
Tvennir tónleikar
–Leggurðu mikið á fólkið í kórn-
um?
„Alltaf,“ svarar Gunnar og hlær
við. „Aðalpressan núna á vorönninni
hefur samt verið að við erum að
undirbúa í raun tvenna tónleika í
einu. Við erum með tónleika í sept-
ember sem við höfum verið að
vinna í meðfram þessum og erum
að fara strax núna eftir tónleika út
á land í upptökubúðir að taka upp
þrjú lög.“
–Er þetta samviskusamur kór?
Er fólk búið með heimanámið þegar
það kemur á æfingu eða stendur
einhver úti í horni og veit ekkert
hvað er að gerast?
„Það er mjög sjaldgæft að fólk
standi og viti ekki hvað það á að
gera. Við hittumst vikulega og þau
hittast þess utan og halda raddæf-
ingar. Þegar styttist í tónleika eru
raddirnar farnar að hittast alla
vega vikulega fyrir utan æfingarnar
okkar,“ svarar Gunnar. Kórliðar
hugsi vel hver um annan og gæti
þess að allir séu vel með á nót-
unum.
Blaðlaust og skemmtilegt
Blaðamaður spyr hvort kórinn
syngi með möppur og segir Gunnar
nei, öll lög og textar séu lærð utan-
bókar og sungin. „Það er aaaaalveg
bannað og ein af reglum kórsins,“
segir Gunnar um möppuleysið.
„Tvær mikilvægustu reglur kórsins
eru að við syngjum blaðlaust og það
er gaman að syngja,“ ítrekar hann.
Gunnar er spurður að því hvaða
lag eða lög hafi verið hvað erfiðust
fyrir kórinn að æfa. Hann hugsar
sig vel um og nefnir svo „brjál-
æðislega flókna“ a capella útsetn-
ingu af Queen-laginu „You Take My
Breath Away“. Útsetningu fyrir sjö
raddir þar sem raddirnar gegna
m.a. hlutverkum hljóðfæra og bak-
radda. „Lagið er í rauninni fyrir
hausttónleikana en við ætlum að
lauma því að, gefa dálítinn for-
smekk. Útsetningin er svakalega
flókin en óhemjufalleg,“ segir
Gunnar um Queen-slagarann.
Raddirnar fari upp og niður og út
um allt og útsetningin bjóði upp á
skemmtileg og óvænt hljóma-
sambönd sem reyni mjög á eyru
gesta og raddbönd kórsöngvara.
Úr mörgum áttum
Flest lögin eru með undirleik, að
sögn Gunnars. Kjartan Valdemars-
son leikur á flygil, Ingólfur Magn-
ússon á kontrabassa og Jón Geir
Jóhannsson, trommari og félagi
Gunnar í hljómsveitinni Skálmöld,
leikur á cajón. Það er því valinn
maður í hverju rúmi, eins og oft er
sagt.
En má segja eitthvað meira um
efnisskrána? „Nei, ég held bara
ekki, nema að eins og okkar er von
á vísa eru lögin úr mjög mörgum
áttum en fjölbreytt og áheyrileg
engu að síður,“ svarar Gunnar.
Frekar upplýsingar um kórinn
má finna á Facebook-síðu hans og
miðasala á tónleikana fer eingöngu
fram á tix.is.
Ljósmynd/Ólafur Már Svavarsson
Poppkór Vocal Project flytur kunna poppsmelli í kórútsetningum í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20.
„Órafmagnað stuð“
Vocal Project syngur ýmsa góðkunna smelli á vortón-
leikum sínum Hress popplög í miklum meirihluta
Gunnar Ben
Úthlutað var úr nýjum barna- og
ungmennabókasjóði í fyrsta sinn í
gær. Stofnun sjóðsins er liður í að-
gerðaáætlun mennta- og menning-
armálaráðherra um eflingu íslensk-
unnar og er ætlað að styrkja útgáfu
vandaðs efnis fyrir yngri lesendur.
Miðstöð íslenskra bókmennta sér
alfarið um rekstur sjóðsins, en sjóð-
urinn hefur hlotið nafnið Auður.
Útgefendur sóttu um styrki til út-
gáfu 60 bóka en þær 20 sem hljóta
styrki að þessu sinni eru af ýmsu
tagi, allt frá myndskreyttum smá-
barnabókum upp í langar texta-
bækur fyrir ungmenni. Styrkirnir
eru frá 250 til 500 þúsund krónur
hver, en heildarstyrkupphæðin
nemur sjö milljónum króna.
Verkin sem hljóta styrki eru
Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur; Hús-
ið í september (vinnutitill) eftir
Hilmar Örn Óskarsson; Þriggja
heima saga #5 (titill ókominn) eftir
Kjartan Yngva Björnsson og Snæ-
björn Brynjarsson, myndhöfundur
Bergrún Íris Sævarsdóttir; Kopar-
eggið eftir Sigrúnu Eldjárn;
Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti)
eftir Brynhildi Þórarinsdóttur;
Veröld vættanna – Bergrisinn
vaknar eftir Margréti Tryggvadótt-
ur, myndhöfundar M74. Studio
(Guðmundur Bernharð og Silvia
Pérez); Nei, nei, nei! eftir Birtu
Þrastardóttur; Randalín, Mundi og
leyndarmálið eftir Þórdísi Gísla-
dóttur, myndhöfundur Þórarinn M.
Baldursson; Nornasaga eftir Krist-
ínu Rögnu Gunnarsdóttur; Sjáðu!
eftir Áslaugu Jónsdóttur; Nær-
buxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi
Þórarinsdóttur, myndhöfundur er
Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson;
Miðbæjarrottan eftir Auði Þórhalls-
dóttur; Vigdís F. eftir Rán Flygen-
ring; Hvíti ásinn eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur; Langelstur að eilífu
eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur;
Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif
Ísleifsdóttur, myndhöfundur er El-
ín Elísabet Einarsdóttir; Fjalla-
verksmiðja Íslands eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur; Draumaþjóf-
urinn eftir Gunnar Helgason; Ys og
þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta
Halldórsson og Leitin að vorinu
(vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdótt-
ur, myndhöfundur Sigmundur
Breiðfjörð Þorgeirsson.
Barna- og ungmennabækur styrktar
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Þórdís
Gísladóttir
Arndís
Þórarinsdóttir
Hildur
Knútsdóttir
Söngvararnir Kristján Jóhannsson
og Geir Ólafsson koma fram með
Þóri Baldurssyni píanóleikara og
flytja lög úr ítölsku og amerísku
söngbókunum á sýningu í Hótel
Grímsborgum en kynnir og gest-
gjafi er Ebba Guðný Guðmunds-
dóttir. Fyrsta sýning var 18. maí
og þær næstu verða 8., 15. og 22.
júní.
Meðal sígildra og sívinsælla laga
sem þeir félagar flytja eru „Vol-
are“, „My Way“, „Torna a surri-
ento“, „New York, New York“, „O
sole mio“, „Blue Spanish Eyes“,
„Nella fantasia“, „Love Me Ten-
der“, „Wonder of You“, „Con te
partiró“, „I’ve Got You Under My
Skin“ og „Fly Me To The Moon“
sem ýmsir heimskunnir ssöngv-
arar hafa spreytt sig á í gegnum
tíðina.
Kristján, Geir og Þórir flytja lög úr
amerísku og ítölsku söngbókunum
Vinir Söngbræðurnir Kristján og Geir.