Morgunblaðið - 22.05.2019, Side 32
Vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans
lýkur með tónleikum bassaleik-
arans Tómasar R. Einarssonar og
saxófónleikarans Óskars Guðjóns-
sonar í kvöld kl. 21 á Björtuloftum í
Hörpu. Þeir hafa leikið saman í um
aldarfjórðung og þá m.a. í latín-
tónlistarverkefnum Tómasar. Nú
ætla þeir að spila sveiflukenndari
tónlist, bæði ný lög eftir Tómas og
klassísk djasslög. Ómar Guðjóns-
son gítarleikari verður gestur
þeirra á tónleikunum.
Óskar, Ómar og Tómas
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Breiðablik og Valur hafa náð sex
stiga forskoti eftir leiki sína í fjórðu
umferð Pepsí-deildar kvenna í
knattspyrnu. Hafa þau unnið alla
fjóra leiki sína til þessa. Stjarnan
og Fylkir mætast í kvöld. Þá mun
þetta forskot minnka þar sem þau
eru bæði með 6 stig. Keflavík er
eitt liða án stiga en var nálægt stigi
á Selfossi í gær. »26-27
Breiðablik og Valur
með fullt hús stiga
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Ég hef það á tilfinningunni eftir
þrjá fyrstu leikina að um leið og
menn byrja að verja forskot þá komi
það í bakið á þeim. Menn sigri á
ákafanum,“ sagði Rúnar Sigtryggs-
son, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í
handknattleik, meðal annars þegar
Morgunblaðið spurði hann út í leik-
inn mikilvæga á Selfossi í kvöld.
Selfyssingar og Haukar mætast í
fjórða leik í úrslitarimmunni í hand-
knattleiknum. »25
Ákefðin getur skipt
sköpum á Selfossi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og
Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar
Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar,
urðu samtals fimmfaldir Íslands-
meistarar í borðtennis á dögunum.
Skúli og Pétur, eldri bræður þeirra,
hafa einnig fagnað Íslandsmeistara-
titlum í greininni, móðirin líka, en
hún gat sér gott orð í körfuboltanum
og faðirinn í fótboltanum á árum áð-
ur.
Íþróttaáhuginn leynir sér ekki á
heimilinu í Vesturbænum og vel fer
um borðtennisborðið, þar sem systk-
inin æfa sig reglulega fyrir utan
hefðbundnar æfingar hjá KR. Þau
hafa verið í ýmsum íþróttum, en nú á
borðtennis nær allan hug þeirra.
„Þetta er svo gaman,“ segja þau
nánast í kór, þegar spurt er um valið.
Eiríkur er á 14. ári, en hann byrj-
aði að æfa borðtennis 10 ára. „Mér
fannst mjög gaman að spila hérna
heima en bræður mínir voru að æfa
svo ég ákvað að fylgja þeim eftir.“
Gestur, sem er nær 18 ára, segist
reyndar ekki hafa byrjað að æfa
borðtennis fyrr en hann var 13 ára.
„Ég hafði ekki áhuga á íþróttinni og
gaf henni ekki tækifæri, en þegar ég
byrjaði féll ég fyrir henni og hef ver-
ið í borðtennis síðan.“
„Ég byrjaði eiginlega á síðasta ári
bara vegna þess að fjölskylda mín
var í borðtennis,“ segir Guðbjörg,
sem er átta ára og sennilega yngsta
stúlkan sem kemst í 1. flokk kvenna,
að því er fram kemur á vef Borð-
tennissambands Íslands. „Þetta er
frétt fyrir mig, en ég hafði alltaf mik-
inn áhuga á borðtennis og einn dag-
inn langaði mig bara að byrja að
æfa.“
Eiríkur áréttar að borðtennis sé
mjög gefandi íþrótt. „Félagsskap-
urinn er góður, það er alltaf gaman á
æfingum, þjálfararnir eru skemmti-
legir og síðast en ekki síst er mjög
gaman að spila borðtennis,“ segir
hann. „Ég er eiginlega alveg sam-
mála honum,“ segir Guðbjörg. Gest-
ur tekur í sama streng. „Það jafnast
fátt á við það að hitta góða bolta á
borðið, það verður aldrei leiðinlegt.
Það verður líka einfaldara eftir því
sem maður verður betri og mín upp-
lifun er sú að það verður alltaf
skemmtilegra að æfa eftir því sem
getan eykst.“
Skýr markmið
Guðbjörg æfir tvisvar í viku, en er
líka að læra á píanó og gítar. „Mér
fannst svolítið skrýtið þegar ég varð
fyrst meistari, en gaman, og ég ætla
að halda áfram. Fyrirmyndirnar
mínar eru fjölskyldan mín.“
„Ég ætla að verða bestur á Ís-
landi,“ segir Eiríkur, sem varð þre-
faldur Íslandsmeistari undanfarin
tvö ár og tapaði aðeins tveimur lot-
um, en vann annars allar viðureignir
3:0.
Gestur hækkaði mest íslenskra
borðtennisspilara á styrkleikalist-
anum í fyrra og er með um 1.640
stig. Hann segist hafa sett sér mark-
mið og náð þeim. „Ég hef unnið
markvisst að sigri, æft vel og und-
irbúið mig andlega fyrir hverja
keppni. Ég ætla að ná eins langt og
ég kemst, tryggja mér sæti í lands-
liðinu og vonandi næ ég að spila með
erlendu félagsliði einhvern daginn.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borðtennis Systkinin Gestur, Eiríkur Logi, Guðbjörg Vala og Gestur með hluta verðlaunasafnsins.
Borðtennis í blóðinu
Fimm systkini hafa orðið Íslandsmeistarar í borðtennis
Foreldrarnir gátu sér gott orð í körfubolta og fótbolta
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SKAPAÐU ÞINN EIGIN STÍL MEÐ EDGE SKÁPAEININGUNUM FRÁ HAMMEL.
ótal möguleikar á uppröðun og útfærslum.
Þú velur hvort þú hengir skápana upp eða setur fætur undir.
nokkrir litir og litasamsetningar í boði.
Dönsk hönnun og framleiðsla.