Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningar tilEvrópu-þingsins eru afgreiddar á einum degi í hverju aðild- arlandi fyrir sig, en kjördagarnir falla á fjóra daga. Þetta hafa menn mátt vita lengi, en þó eru margir að átta sig á þessu fyrst núna. Bretar kusu í gær og luku sinni kosn- ingu. Ýmsir spurðu á kjördag hvenær útgönguspár myndu liggja fyrir. Svarið kom í opna skjöldu. Talning hefst ekki fyrr en að síðasta kjörstað hef- ur verið lokað í álfunni. Ástæða þess að svo margir koma af fjöllum varðandi gam- alkunna reglu er að mjög lítill áhugi verið fyrir þessum kosn- ingum, sem litið hefur verið á sem ómerkileg potemkintjöld fyrir allsráðandi búrókrata. Það er tvennt sem kallar á aukinn áhuga í Bretlandi sér- staklega. Það fyrra er að gengið er út frá því að stóru flokkarnir tveir sem deilt hafa völdum þar í landi muni fá mikinn skell. Fyrir fáeinum vikum fóru þeir illa út úr kosn- ingum til sveitarstjórna og þá sérstaklega Íhaldsflokkurinn sem tapaði meira en 1800 fulltrúum. Það er vissulega rétt að stjórnarflokkar þar hafa tilhneigingu til að fara illa út úr kosningum til sveit- arstjórna. En ósigur Íhalds- flokksins nú var hrakför. Verka- mannaflokkurinn fór illa frá þeim en þó skár. Slæm úr- slit hans bættust við vond í síðustu kosningum þar á undan og það þótt hann væri leiðandi flokkur í stjórnarandstöðu í bæði skipt- in. Það eykur spennu nú að gengið er út frá því að Theresa May muni segja af sér þegar að úrslit ESB kosninga liggja fyrir. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa vissulega verið að spá af- sögn hennar oft á dag síðustu tvær vikur. En þótt þrjóska hennar hafi framan af notið aðdáunar sumra er hún smám saman að breytast í vorkunn- semi og loks nú síðast í þreytt- an og tragískan brandara. Segja má að ekki fari illa á því að þessar ESB-kosningar verði síðasta sandkornið sem fellur í gegnum þrengingar stundaglassins, því að vera þar og tilvonandi fjarvera hefur hrellt eða bundið enda á póli- tískan valdaferil 5 seinustu leiðtoga Breta: Thatcher, Maj- or, Blair, Brown og nú May. Þessi ESB kokteill virðist vera sérlega eitraður og miklu háskalegri en sá mjólkurhrist- ingur sem uppivöðslumenn, andsnúnir lýðræði, hafa verið að hella yfir frambjóðendur síðustu dagana. Talið er víst að ESB- kosningarnar muni setja punktinn aftan við dapurlegan for- sætisráðherraferil Theresu May} Lengi beðið úrslita Kosið var tilindverska þingsins í sjö mis- munandi atrennum á síðastliðnum vik- um, en um 900 milljónir manns hafa kosn- ingarétt. Kosningarnar eru því stærstu lýðræðislegu kosning- arnar í heimi, en mannfjöldinn þýðir að nokkurn tíma getur tekið bæði að greiða atkvæði og að telja þau. En þó að ekki séu öll at- kvæði talin virðist nokkuð ljóst, að Narendra Modi, for- sætisráðherra Indlands, hefur unnið stórsigur. Útgönguspár benda til þess að flokkur hans, Bharatiya Janata-flokkurinn, hafi bætt um 20 þingsætum við sig, og sé með um 300 þingsæti af 545, á meðan svo virðist sem að helsti keppinauturinn, Con- gress-flokkurinn, muni ein- ungis ná um 50 þingsætum. Það þykir svo enn frekar til marks um niðurlægingu Con- gress-flokksins, sem eitt sinn var burðarflokkur indverskra stjórnmála, að formaður flokksins, Rahul Gandhi, við- urkenndi í gær ósigur í sínu eigin kjördæmi eftir harða hríð Modis að honum og fjöl- skyldu hans, en einmenningskjördæmi eru við lýði á Indlandi. Amethi-hérað hefur löngum verið eitt helsta vígi Nehru-Gandhi fjölskyld- unnar, og hefur Congress- flokkurinn nánast gengið að þingsætinu þar sem vísu und- anfarna hálfa öld. En nú er ættaróðalið tapað og vangaveltur hafa þegar haf- ist um stöðu Gandhis sem for- manns flokksins, nú þegar ljóst er að hann verður utan þings, að öllum líkindum næstu fimm árin. Gandhi hefur þó sagt að hann vilji berjast áfram fyrir þeirri hug- myndafræði sem Congress- flokkurinn stendur fyrir. Að sama skapi hefur staða Modis styrkst til muna, og verður hin stórglæsilega kosn- ing ekki skilin á annan hátt en sem óvefengjanleg stuðnings- yfirlýsing við stefnumál hans og stjórnunarstíl til þessa. Modi styrkir stöðu sína í kosningunum á Indlandi} „Ættaróðalið“ tapast N ú berast þær góðu fréttir að um- sóknum fjölgi mjög um kenn- aranám í háskólum hér á landi. Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands fjölgar um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá Mennta- vísindasviði Háskóla Íslands. Þá hefur fjöldi umsókna í listkennsludeild Listaháskóla Ís- lands aukist um 122% frá síðasta ári, ekki síst vegna tilkomu nýrrar námsleiðar við deildina fyrir nemendur sem hafa grunngráðu í öðru en listum en vilja bæta við sig meistaranámi í kennslufræðum. Þetta er virkilega ánægjulegt og að mínu mati enn betri vísbendingar um að við séum á réttri leið en í fyrra fjölgaði umsóknum um kennaranám verulega, bæði í Háskólanum á Akureyri, þar sem aukningin er 53% í grunnnám í kennaradeild, og við Háskóla Íslands, þar sem umsóknum um grunnskóla- kennaranám fjölgaði um 6% og leikskólakennaranám um 60%. Kennarastarfið er enda spennandi kostur sem býður upp á fjölbreytta starfsmöguleika og mikið starfsöryggi. Það er eftirtektarverð gróska í íslenskum skólum þessi misserin og ég finn sjálf fyrir miklum meðbyr með menntamálum og umræðunni um íslenskt skólastarf til framtíðar. Í vor kynntum við aðgerðir sem miða að því að fjölga kennurum en í þeim felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk sem nemur alls 800.000 kr. til að sinna loka- verkefnum sínum samhliða launuðu starfs- námi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir enn fremur styrki til að fjölga kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn sem m.a. taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa í skólum. Umsóknum um slíkt nám hefur fjölgað um 100% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands. Fyrr á árinu mælti ég fyrir kennarafrum- varpinu sem snýr að menntun, hæfni og ráðn- ingu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla. Frumvarpið er í meðförum þingsins en samþykkt þess mun leiða til meiri sveigjanleika, flæðis kennara milli skólastiga og að gæði menntunar og fjölbreytileiki hennar aukist. Einnig er breytingunum ætlað að stuðla að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og faglegu sjálf- stæði þeirra ásamt því að styðja við nýliðun í kennarastétt. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum sem með sínum störfum leggja grunn að annarri fagmennsku í samfélaginu. Til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar þurfum við fjölhæfa og drífandi kennara. Það er sérlega ánægjulegt að fleiri íhugi nú að starfa á þeim vettvangi og taka þannig mikilvægan þátt í mótun framtíðarinnar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Stóraukin aðsókn í kennaranám Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Það hefur sýnt sig í gegnumtíðina að málþóf getur skil-að árangri, sérstaklegaundir þinglok þegar mjög liggur á að ljúka þingstörfum. En með því að setja umdeild mál í þetta ferli er verið að knýja meirihlutann til samninga um málalyktir,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að málþóf eigi sér langa sögu á Alþingi Íslendinga. Málþóf á Alþingi er nú enn einu sinni komið í sviðsljósið með nætur- löngum umræðum þingmanna Mið- flokksins um þingsályktunartillögu um staðfestingu ákvörðunar sameig- inlegu EES-nefndarinnar um breyt- ingu á fjórða viðauka við EES- samninginn, þ.e. þriðja orkupakk- ann svonefnda. Á sama tíma bíða vel á annað hundrað mál og fyrirspurnir afgreiðslu þingsins, en þinglok eru áætluð 5. júní næstkomandi. Ljóst er að þingmenn meiri- hlutans eru margir hverjir ósáttir við framgöngu Miðflokksins og sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins m.a. í ræðustól Alþingis Miðflokkinn vera að „halda uppi innantómu, síendur- teknu, hjákátlegu sjálfshóli“. Annar þingmaður sama flokks segir um- ræður Miðflokksins vera tímasóun. „Með því að beita þessari aðferð er minnihlutinn auðvitað að hafa áhrif á hvaða mál hljóta forgang og hvaða mál eru sett í salt þegar mikið liggur við að klára þingið. Hvað meirihlutann varðar má kannski segja að þeir líti á þetta sem tímasó- un,“ segir Stefanía spurð út í um- mæli sjálfstæðismanna. Þá segir hún fjölmörg nýleg dæmi um málþóf á Alþingi, s.s. um- ræður um Icesave-málið, tillögur um breytingar á stjórnarskrá Íslands og breytingar á útvarpslögum. „Undanfarin tíu ár eða svo hef- ur málþóf orðið algengara á Alþingi,“ segir hún og bætir við að um sé að ræða mikilvægt lýðræðis- tæki hér á landi. „Málþóf eykur vægi minnihlutans og er orðið að eins konar einkenni á íslenska þinginu.“ Forseti ekki inni í myndinni Samtökin Orkan okkar afhentu fyrr í þessum mánuði Alþingi tæp- lega 14 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á þingmenn að hafna stað- festingu á þriðja orkupakkanum. Stefanía segir undirskriftir þessar fyrst og fremst sýna fram á óánægju með áform Alþingis í þessu máli, en þar sem um er að ræða til- lögu til þingsályktunar, í stað laga- frumvarps, er ekki hægt að skora á forseta Íslands að beita sér líkt og þegar hann vísaði lögum um ríkis- ábyrgð vegna Icesave til þjóðarinnar á sínum tíma. „Annað umdeilt mál í formi þingsályktunartillögu var inn- ganga Íslands í NATO, en þá var ekki heldur hægt að beita forseta þrýstingi um að stöðva málið.“ Skoða þarf alla pakka saman Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir tilgang málflutn- ings Miðflokksmanna vera að benda á ýmsa vankanta í málinu, m.a. spurninguna um þjóðréttarlegt gildi lagalegs fyrirvara sem sagður hefur verið þýðingarmikill í málinu og stuðla að upplýstri ákvörðun við af- greiðslu málsins. „Það vantar að greina málið í heild þannig að hægt sé að meta alla þessa orkupakka saman og þá ekki síst hinn fjórða sem liggur fyrir tilbúinn og slík greining liggur ekki fyrir,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Undir hvaða skuldbindingar erum við Íslendingar að gangast þegar all- ir þessir pakkar eru skoðaðir saman og málið metið í heild?“ Þá segir Ólafur Miðflokkinn vilja fresta afgreiðslu málsins og undrast hina miklu áherslu meiri- hlutans á að ljúka afgreiðslu sem fyrst. Málþóf eitt einkenna íslenska þjóðþingsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þingsalur Miklar umræður hafa skapast um þriðja orkupakkann svo- nefnda og segjast Miðflokksmenn með því vera að benda á ýmsa vankanta. Ólafur Ísleifs- son, þing- maður Mið- flokksins, segir þjóðina ætlast til þess að Al- þingi og þing- menn standi í lappirnar og hafi hagsmuni þjóðar að leið- arljósi við afgreiðslu mála. Segir hann málatilbúnað Miðflokksins í umræðu um þriðja orkupakka endurspeglun á þjóðarvilja eins og hann hefur komið fram í skoðanakönnunum. „Okkur berast stöðugt kveðj- ur frá fólki, eftir öllum leiðum og hvar sem við komum. Það er alveg á hreinu að fólk er á móti þessu máli,“ segir hann og held- ur áfram: „Ég ætla einnig að leyfa mér að halda því fram að þessi um- ræða okkar í þingflokknum sé upplýst, hófstillt, vönduð og fyrst og fremst málefnaleg. Á milli þess sem við erum í ræðu- stól erum við að fara yfir öll þau fjölmörgu skjöl sem liggja fyrir í þessu máli svo það er alltaf eitt- hvað nýtt að koma fram.“ Fólk er á móti þessu FÁ SENDAR KVEÐJUR Ólafur Ísleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.