Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 ✝ Grétar ÞórFriðriksson fæddist á Sauðár- króki 16. júní 1959. Hann lést 12. maí 2019. Foreldrar hans eru Guðrún Þórðardóttir, f. 21. maí 1939, og Friðrik Valgeir Antonsson, f. 31. janúar 1933, d. 17. júlí 2017. Grétar Þór var elst- ur fimm systkina. Systur hans eru: Þórleif Valgerður, f. 7. júní 1961, maki Hólm- geir Einarsson. Guðný Þóra, f. 13. maí 1966, maki Jón Hálfdan Árnason. Anna Steinunn, f. 19. ágúst 1971, maki Sigurður Árnason. Elfa Hrönn, f. 30. janúar 1978, maki Árni Birgisson. Grétar Höfða á Höfðaströnd í Skaga- firði í faðmi stórfjölskyld- unnar. Hann gekk í barna- skóla á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð og fór síðan í ung- lingadeild á Hofsósi. Grétar lauk landsprófi frá Reykjum í Hrútafirði vorið 1975. Vorið 1983 útskrifaðist Grétar með samvinnuskólapróf frá Bifröst í Borgarfirði. Grétar Þór fór ungur að vinna. Hann vann sem ung- lingur hjá Vegagerð ríkisins og var til sjós hjá Útgerðar- félagi Skagfirðinga á togar- anum Skafta SK3. Haustið 1983 réð hann sig sem fram- kvæmdastjóra til Útgerðar- félags Norður-Þingeyinga og starfaði þar næstu árin. Eftir flutninga á höfuðborgar- svæðið tók hann við stöðu framkvæmdastjóra hjá Fisk- markaði Hafnarfjarðar. Grét- ar starfaði svo hjá Essó, á sjó og nú síðast hjá Jarðborunum hf. Útför Grétars Þórs fer fram frá Lindakirkju í dag, 24. maí 2019, klukkan 11. Þór lætur eftir sig tvö börn og fósturson. Börn hans eru Sandra Rún, f. 15. nóvem- ber 1998, og Andri Þór, f. 15. nóvember 1998. Fóstursonur Grét- ars Þórs er Ingv- ar Þór Kale, f. 8. desember 1983. Sambýliskona Ingvars Þórs er Elsa Hrafn- hildur. Börn Ingvars Þórs eru: Hekla Rán, Jóhanna Kristín, Katla María og Krist- ófer Bjarni. Fóstursonur Ingv- ars Þórs er Helgi Hrafn. Barnsmóðir Grétars Þórs og fyrrverandi sambýliskona er Jóhanna Ingvarsdóttir, f. 26. júní 1961. Grétar Þór ólst upp á Sonur minn, sofðu í ró! Söngfuglar blunda í mó. Vorkvöldið hreimþýðum hljóm hjalar við dreymandi blóm. Kvöldbjarmans himneska hönd heillar í draumfögur lönd. Svefninn þér sígur á brá, sofðu, ég vaki þér hjá. (Guðmundur E. Geirdal) Þakka þér öll árin okkar sam- an, elsku Grétar minn. Þín mamma. Elsku Grétar. Minningar um þig frá bernsku okkar systra eru á margan hátt ólíkar þar sem þú fékkst okkur fjórar inn í líf þitt á löngum tíma. Það hentaði þér vel, þú varst alltaf rólegheitamaður. Þú hristir höfuð- ið yfir hverri stelpunni sem fædd- ist og varst áfram einkasonurinn á Höfða. Fyrsta systirin var tveimur ár- um yngri og þú varst hennar besti vinur og fyrirmynd. Hún apaði eft- ir öllu sem þú gerðir, þér ekki allt- af til gleði og ánægju. Ein af fyrstu minningum hennar var þegar ver- ið var að kenna þér að lesa. Þú sast við stofuborðið með ömmu, sem notaði prjón til að benda á stafina. Þetta fannst henni ósanngjörn at- hygli og sat því á móti ykkur við borðið og drakk í sig fróðleikinn með stafina á hvolfi. Önnur systirin var sjö árum yngri. Þú hafðir áhuga á tónlist og áttir stórt plötusafn. Dylan, Bowie og Bubbi voru í uppáhaldi. Þegar þú varst á sjó eyddi hún löngum stundum í að spila plöturnar þínar. Hún reyndi að sannfæra þig um ágæti Duran Duran og Wham í þeirri von að þú keyptir plöturnar en þú hristir bara höfuðið í van- þóknun. Einn daginn var plata með Supertramp komin í safnið. Eftir á að hyggja heldur hún að þú hafir ekki keypt hana fyrir sjálfan þig. Þriðja systirin var tólf árum yngri. Hún man þegar þú komst heim á bláa Willys-jeppanum með hvítu blæjunni, þá nýkominn með bílpróf. Daginn eftir var farið í kaupstaðarferð á Krókinn. Það var góður dagur, hún, mamma og stóri bróðir saman á flotta blæju- bílnum. Daginn þar á eftir veltir þú bílnum en það fór nú betur en á horfðist. Þrátt fyrir það átti eng- inn flottari bróður þó að blæjubíll- inn væri úr sögunni. Fjórða systirin var 19 árum yngri. Þú keyrðir mömmu á sjúkrahúsið þar sem hún fæddist og varst því strax stór hluti af lífi hennar. Hún dýrkaði þig og dáði og ekki skemmdi fyrir hvað þú varst góður við hana og komst iðu- lega færandi hendi úr siglingum. Gafst henni m.a. dúkkuvagn sem þú varst búinn að setja saman og beið hennar einn morguninn þegar hún vaknaði. Þú ólst upp í faðmi stórfjöl- skyldunnar og varst eftirlæti allra. Lífið var leikur, skólaganga á vet- urna og á vorin komu frændsystk- in og vinir til sumardvalar. Fót- bolta- og frjálsíþróttaæfingar á eyrinni, silungsveiði í vatni og sjó. Sauðburður, heyskapur, göngur og réttir. Þú spilaðir fótbolta með Höfðstrendingi og fylgdist alla tíð vel með íþróttum. Manchester United var þitt lið. Þú varst áhuga- maður um veiðiskap og eignaðist snemma þitt eigið net. Síðar áttir þú góðar stundir með frændum og vinum við stangveiði. Foreldra- hlutverkið hófst þegar Ingvar kom inn í líf þitt og þegar Andri og Sandra fæddust komst þú okkur systrunum á óvart. Þú varst nat- inn og þolinmóður eins og þú hefð- ir aldrei gert annað en að hugsa um ungbörn. Þú varst dulur, þrjóskur en jafnframt fullur af húmor og á góðum stundum sagð- irðu sögur af mikilli snilld, oft á kostnað okkar systra. Þú varst stríðinn og hafðir gaman af að æsa okkur upp og þá var tilganginum náð. Þú elskaðir börnin þín, fjöl- skylduna, fótbolta, veiðiskap og Höfða á Höfðaströnd. Þú fórst allt of snemma frá okkur, stakkst okk- ur af eins og þú reyndir oft að gera í bernsku. Við geymum góðar minningar um þann frábæra mann sem þú hafðir að geyma. Þökkum fyrir samveruna, kæri bróðir, þín verður sárt saknað. Þínar systur, Þórleif, Guðný, Anna Steinunn, Elfa. Fráfall frænda míns er mikið áfall, meira en orð fá lýst. Saga okkar nær aftur í barnæsku og urðum við strax mjög nánir. Ég kom flest sumur norður á Höfða og allt snerist um veiðiskap hjá okkur, vitja um og leggja net í vatnið og renna fyrir silfraða sjóbleikju á mölinni þess á milli. Í matinn var svo oftar en ekki silungur sem amma Steinunn stappaði með kart- öflum og smjöri og færði okkur í stigann og öllu skolað niður með ískaldri mjólk. Ýmislegt var brall- að í sveitinni, má nefna svaðilför mikla út í Þórðarhöfða þar sem við gleymdum okkur við veiðar í Gerðisvíkinni. Sóttist heimferðin seint yfir mölina og við svangir og hraktir, þá var okkar heitasta ósk sú að fjöllin breyttust í lummur og brúntertur! Þetta voru dásamlegir tímar á Höfða umvafðir hlýju og væntum- þykju. Þarna myndaðist taug á milli okkar sem aldrei rofnaði held- ur styrktist. Þú varst örlátur við þína nánustu og fór ég ekki var- hluta af því. Þegar ég var við nám í Skotlandi komst þú í heimsókn og bauðst minni fyrrverandi með. Á þrítugsafmælinu mínu gafstu mér ferð til London á Arsenal-leik og fórum við ásamt Einari Sævars- syni vini þínum i ógleymanlega ferð. Í nokkur ár bjó ég í Keldu- hverfi og þá varst þú fram- kvæmdastjóri fyrir togarann Stak- fell á Þórshöfn og heimsóttum við hvor annan reglulega. Einhverju sinni varst þú í helgarheimsókn, viku seinna kom sendiferðabíll heim á hlað með nýja þvottavél. Þér fannst fjölskyldunni ekki veita af almennilegri þvottavél! Þú varðst þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast tvíbura með Jó- hönnu Ingvarsdóttir, þau Andra Þór og Söndru Rún, og varst þú ákaflega stoltur af þeim myndar- börnum. Jóhanna átti son, Ingvar Þór Kale, og gekkst þú honum í föð- urstað og reyndist honum ákaflega vel. Ótal veiðiferðir koma upp í hug- ann og eftirminnileg draugaferð vestur á Snæfellsnes með Friðriki Þór frænda okkar, minningar sem ekki gleymast. Fráfall föður þíns fyrir tveimur árum reyndist þér þungbært og kom á erfiðum tíma í lífi þínu og þú sagðir mér fyrir stuttu að síðustu árin hefði ykkar gæðastund verið að yfirfara girð- ingarnar á Höfða, þú saknaðir hans. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar ég átti erfitt og sýndir mér stuðning og hjálpsemi og ég reyndi að gera slíkt hið sama. Auð- vitað vorum við ekki alltaf sammála og oftar en ekki var það þitt hlut- skipti að draga mig niður úr skýj- unum á jörðina þegar ég fékk ein- hverja frábæra hugmynd, þú varst skynsamur og varkár að eðlisfari. Að lokum vil ég nefna að við mamma heimsóttum Höfða síðast- liðið haust, Skagafjörðurinn skart- aði sínu fegursta og þú og mamma þín snerust í kringum okkur. Veðrið dásamlegt (þrátt fyrir slæma spá) og andi liðinna tíma sveif yfir vötnum, ferð sem seint gleymist. Kæri frændi (bróðir), það er komið að kveðjustund en ég er þess fullviss að við hittumst aftur í næsta lífi á Höfða (hvar annars staðar?). Ég á eftir að sakna þín svo mikið en minningin um góðan dreng lifir. Elsku Gurra, Andri Þór, Sandra Rún, Ingvar Þór Kale og systur, ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ólafur Þór. Grétar Þór Friðriksson  Fleiri minningargreinar um Grétar Þór Friðriks- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurlaug R.Líndal Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1932. Hún lést á Land- spítalanum 15. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Karl Gísla- son, f. 1897, d. 1975, og Guðríður Lilja Sumarrós Kristjánsdóttir, f. 1903, d. 1952. Systkini Sigurlaugar voru Petrea K. Líndal, f. 1925, d. 2015, Gísli Líndal, f. 1926, d. 1927, Sesselja Jóna Líndal, f. 1927, d. 2017, Gísli Kristján Líndal, f.1929, d. 2002, Guð- mundur Ragnar Líndal, f. 1930, Matthildur Líndal, f. 1931, d. 2001, Lilja Líndal, f. 1934, d. 1934, og Karl Emil Líndal, f. 1937, d. 1939. Fyrrverandi eiginmaður f. 1959, börn hans eru Ásdís, f. 1981, og Linda, f. 1992. 5) Guð- björg Líndal, f. 1961, maki Hall- grímur Atlason, f. 1959, börn Jón Árni, f. 1981, Gísli Már, f. 1985, Margret Thelma Líndal, f. 1993, og Einar Atli, f. 1996, 6) Grétar, f. 1963, maki Þórlaug Steingrímsdóttir, f. 1962, börn Grétars eru Jón Karl Líndal, f. 1989, Hinrik, f. 1992, og Grétar Örn, f. 2000. 7) Rúnar Har- aldur, f. 1971. Barnabörn Sigurlaugar eru 18 og lang- ömmubörn 23. Sigurlaug ólst upp i Reykja- vík og gekk í Miðbæjarskóla, lengst af bjuggu Sigurlaug og Jón á Holtsgötu 6 í Hafnarfirði, síðari árin bjó hún á Hring- braut 2b. Sigurlaug vann ýmis störf ásamt því að halda stórt heimili, vann hún t.d. við póst- burð og einnig vann hún við saumaskap á bólstrunarverk- stæði sem þau Jón ráku. Eftir að þau hættu með verkstæðið fór hún að vinna í Hafnarborg við þrif og annað og lét af störf- um 1994. Útför Sigurlaugar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. maí 2019, klukkan 13. Sigurlaugar var Hafsteinn Magn- ússon, f. 1931, d. 1987, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristinn Líndal, f. 1951, d. 2010, börn hans eru Sigurður, f. 1971, og Ragn- hildur Líndal, f. 1974, 2) Kristín Líndal, f. 1954, maki Hörður Odd- geirsson, f. 1951, börn þeirra eru Hrönn, f. 1975, Heiða Krist- ín Líndal, f. 1980, Harpa Rut, f. 1981, og Hrafnhildur, f. 1989. 3) Karlotta Líndal, f. 1957, maki Sigurður Friðfinnsson, f. 1954, börn þeirra eru Lilja Lín- dal, f. 1977, Íris Líndal, f. 1983, og Signý Líndal, f. 1990. Seinni eiginmaður Sigur- laugar var Jón Árni Haralds- son, f. 1923, d. 2012. Börn þeirra eru: 4) Guðmundur Örn, Elsku mamma mín, það er skrýtin tilfinning að hugsa til þess að þú sért farin, þetta gerð- ist svo snöggt og við náðum ekki að kveðja þig. Eftir sitja margar og góðar minningar um þig. Þú varst þessi klassíska húsmóðir með allan barnaskarann og þurftir að láta hlutina ganga upp á stóru heimili. Á hverju ári annan í jólum hittumst við öll heima hjá ykkur pabba í jólakaffi, þú varst búin að baka og búa til súkkulaði, það var harðbannað að kalla þennan drykk kakó, súkkulaði er það kallað. Punktur. Þið pabbi voruð einstaklega dugleg að ferðast með okkur þegar við vorum lítil og við sváf- um í tjaldi við vatn eða við ár- bakkann og fórum að veiða. Fór- um hringveginn 1974 þegar hann var opnaður og margar ferðirnar upp á Skaga og upp á Reyn. Á hverjum einasta sunnudegi var stórsteik á borðum kl. 12, þegar þú varst búin að hlusta á messuna í útvarpinu og við krakkarnir klædd í sparifötin. Ófáar voru ferðirnar upp í sumarbústað á Reyn þar sem þið pabbi byggðuð bústaðinn og var og er sannkallaður fjölskyldu- reitur. Öll komum við saman um verslunarmannahelgina á hverju einasta ári og héldum okkar fjöl- skylduhátíð, fórum í pílukeppni, ratleik, búningakeppni og fleiri leiki. Þín verður sárt saknað, elsku mamma mín, skilaðu kveðju til pabba. Elsku mamma, einnig viljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt, er hér við skiljum, hjörtun klökkna nú um sinn. Muna blíða bernsku kæra börnin þín og þakkir nú fyrir ást og allt það kæra okkur, sem að veittir þú. (Borgfjörð) Guðmundur, Grétar og Rúnar. Í dag kveð ég móður mína. Við andlát og útför hennar hellist yf- ir mann sár söknuður og ljúfar minningar og þakklæti fyrir að hafa átt hana að öll þessi ár. Mamma kom okkur sjö syst- kinum öllum á legg og gerði vel. Margar eru minningarnar sem hellast yfir mig, bæði frá góðri barnæsku minni og svo eft- ir að ég varð sjálf mamma, þá varst þú alltaf tilbúin til að hjálpa og gefa góð ráð, svona gæti ég haldið áfram en minn- ingar mínar geymi ég í hjarta mínu og með mínum börnum og ömmubörnum. Þú skilur eftir þig stórt tóm, elsku mamma mín, og mun ég sakna þess mikið að geta ekki kíkt til þín í kaffi, en nú ertu komin í draumalandið í faðm pabba og Kristins bróður. Takk fyrir allt, elsku mamma, þú verður ávallt mín fyrirmynd í lífinu. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Ástarkveðja, Karlotta. Kveðjuorð til mömmu minnar. Þú ert gull og gersemi, góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami, eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín. Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. (Anna Þóra, af sol.heimsnet.is) Takk fyrir að eiga mig. Kristín Líndal. Elsku mamma og tengda- mamma. Þú komst okkur verulega á óvart hinn 15. maí, fórst upp á spítala um morguninn og varst látin kl. 14.30 öllum að óvörum og náðum við systkinin ekki til þín til að kveðja áður en þú kvaddir. Þú varst búin að standa þig ótrúlega vel undanfarin ár og standa oft upp úr erfiðum veik- indum. Þið pabbi hófuð sambúð ’58 og bjuggum við lengst af á Holts- götunni í Hafnarfirði og eigum við mjög góðar minningar þaðan. Um 1974 byggðuð þið pabbi sumarbústað á Vestri-Reyni hjá Bensa frænda. Þangað var farið um hverja helgi um sumartímann og á páskum og helst öll stórfjöl- skyldan saman. Á ég þaðan mjög góðar minn- ingar, sérstaklega með Jóni Árna og Gísla Má þegar þeir voru ungir, en þið voruð einstak- lega hjálpsöm við mig á þeim tíma. Í gegnum tíðina voruð þið pabbi alltaf boðin og búin að passa krakkana okkar og að- stoða á allan hátt. Eftir að pabbi féll frá 2012 var Rúnar bróðir þín stoð og stytta og aðstoðaði við allar útréttingar og höfðuð þið mikinn félagsskap hvort af öðru. Að leiðarlokum óskum við þér góðrar ferðar í Sumarlandið fagra. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Takk fyrir allt, elsku mamma, þín verður sárt saknað. Guðbjörg og Hallgrímur (Halli). Mikið líður tíminn hratt, elsku Gógó mín. Fyrir fjörutíu og sex árum fór ég á dansleik og kynnt- ist þar ungri stúlku sem náði að heilla mig upp úr skónum. Þessi stúlka reyndist vera dóttir þín og var ég fljótlega kynntur fyrir þér og eignaðist upp frá því þig sem sem tengdamömmu. Þú varðst síðar amma barnanna minna og seinna langamma. Það voru því nokkuð margir titlarnir sem þú nældir þér í, bara út af þessum eina dansleik. Kynni okkar urðu löng og góð og verð ég þér ávallt þakklátur fyrir að leyfa okkur Stínu og stelpunum að búa hjá ykkur Jóni á Holtsgötunni þegar við vorum að byggja Ljósabergið. Bestu samverustundirnar voru hins vegar þegar við vorum með ykkur Jóni uppi í sumarbú- staðnum Réttarási. Þar var oft fjölmennt, hvort sem það var inni í bústað, úti á palli eða inni í tjaldi sem var búið að setja upp svo allir gætu notið þess að vera saman á þessum góða stað. Það var oft mikið fjör og læti þegar allir voru komnir saman þarna í sveitinni sem þýddi að þú þurftir oft að brýna raustina við okkur skrílinn þegar lætin urðu sem mest. En við tengdasynirnir vor- um hins vegar yfirleitt í náðinni og einhvern veginn held ég að Jón hafi alltaf náð að leiða skark- alann og lætin hjá sér. Þú varðst hins vegar meyrari með árunum og í stað þess að standa og stjórna fólkinu í kring- um þig naustu þess að sitja til hliðar og dást að því sem þú varst búin að áorka yfir árin og maður fann að þú varst þakklát fyrir samveruna með fjölskyld- unni, þrátt fyrir öll lætin sem fylgdu okkur. En núna ertu farin í síðustu ferðina þína og eflaust tekur hann Jón þinn á móti þér og bið ég þig að skila kveðju til hans frá mér. Núna fer ég niður í kirkju og kveð þig í síðasta sinn og heiðra þig í þínu síðasta kökuboði. Ég þakka þér kærlega fyrir allar samverustundirnar, minning þín lifir áfram með hjartans þökk fyrir okkar góðu kynni. Saknaðarkveðja, þinn tengda- sonur, Hörður Ágúst. Sigurlaug R. Líndal Karlsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurlaugu R. Líndal Karlsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.