Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 32
Eftir óteljandi tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár mun hljóm- sveitin Mezzoforte snúa aftur á Græna hattinn á Akureyri og halda þar tónleika í kvöld kl. 22. Hljóm- sveitin mun þar flytja öll sín þekkt- ustu lög. Næst er förinni heitið til Þýskalands og Hollands en þangað heldur hljómsveitin í næstu viku í tónleikaferð. Fram undan eru 32 tónleikar í Evrópu og verða þeir ef- laust fleiri, að sögn Mezzoforte- manna. Miðasala er á tix.is. Mezzoforte leikur á Græna hattinum FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Í blaðinu í dag er rætt við hinn eitil- harða varnarmann Íslandsmeist- araliðs Selfoss í handknattleik, Sverri Pálsson. Sverrir er 25 ára gamall og menntaður tölvunarfræð- ingur en starfar á sumrin á kúabúi foreldra sinna í Stóru Sandvík. Sverrir sprakk út í hjarta varn- arinnar í úrslitakeppninni og vakti frammistaðan athygli. »24-25 Hátíðarstemning að sögn varnarjaxlsins ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Vorinu verður fagnað með tón- leikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 15. Þar verður flutt ítölsk bar- okktónlist en flytjendur eru Hólm- fríður Jóhannesdóttir mezzósópr- an, Victoria Tarevskaia sellóleikari og Julian Hewlett, orgel- og píanó- leikari. Stiginn verður fínlegur dans með meistaraverkum eftir Gluck, Pergolesi, Caldara, Torelli, Durante, Scarlatti og fleiri tón- skáld. Kaffihlaðborð verður til sölu eft- ir tónleika og miðar fást á tix- .is og við inn- gang en að- gangur er ókeypis fyr- ir börn. Ítalskt barokk leikið í Skálholtskirkju Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tek- ur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svart- fjallalandi 27. maí til 1. júní næstkom- andi. Dagbjartur Daði Jónsson, sonur hennar, keppir í spjótkasti á leikunum, en eiginmaður hennar og annar sonur þeirra hafa líka verið með á Smáþjóðaleikum. Martha keppti á sex Smáþjóðaleik- um og á enn leikjametið í 5.000 m hlaupi, setti það í Lúxemborg 1995. „Met eru til þess að slá þau og Andr- ea Kolbeinsdóttir, Elín Edda Sigurð- ardóttir og Aníta Hinriksdóttir hafa alla burði til þess að slá metið mitt í framtíðinni,“ segir hún. Hlaupadrottningin hefur ekki að- eins látið að sér kveða á hlaupabraut- inni heldur líka sem þjálfari hjá ÍR með hléum frá 2003. Hún hefur farið sem þjálfari með frjálsíþróttafólki á nokkur landsliðsmót en fer nú í fyrsta sinn sem slík á Smáþjóðaleika. „Þetta er allt svipað í eðli sínu en Smáþjóða- leikar eru öðruvísi því þar er keppt í mörgum greinum eins og á Ólympíu- leikum, þeir eru eins og smækkuð mynd af Ólympíuleikum,“ segir hún. Ein helsta hugmyndin með Smá- þjóðaleikunum var að búa til umgjörð sem væri í anda Ólympíuleikanna, ekki síst fyrir keppendur sem næðu aldrei að fara á stærsta sviðið. Martha segir að vel hafi tekist til. „Þetta er góður vettvangur fyrir þá sem komast ekki á stórmótin,“ segir hún, en Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sendir 120 keppendur, 35 liðsstjóra og þjálfara, níu sjúkraþjálf- ara og átta dómara á leikana. Keppti fyrst og æfði svo Martha tók fyrst þátt í opinberu móti 1984, þegar hún keppti í 800 og 1.500 m hlaupi í bikarkeppni Frjáls- íþróttasambandsins. Hún kom sá og sigraði í síðarnefnda hlaupinu. „Ég byrjaði á öfugum enda, keppti áður en ég byrjaði að æfa,“ rifjar hún upp og segir að árangurinn hafi kveikt í sér. „Sigurinn kom öllum á óvart enda var ég óþekkt á hlaupabrautinni en árangurinn mótaði lífið og hlaup hefur verið lífsstíll síðan, rétt eins og að bursta tennurnar.“ Með tímanum fór Martha hægt og sígandi að takast á við lengri vegalengdir og hún keppti í maraþoni á Ólympíuleikun- um í Sydney 2000, fyrst Íslendinga. „Ég var líka fyrsta íslenska móðirin til þess að keppa á Ólympíuleikum,“ bætir hún við. Smáþjóðaleikarnir hafa verið haldnir á tveggja ára fresti frá 1985 og Martha var fyrst með á Kýpur 1989. „Þegar við komum þangað var yfir 40 stiga hiti og þessi hitabylgja situr einna helst eftir í minningunni þaðan,“ segir hún. Annars segist hún almennt hafa góðar minningar frá Smáþjóðaleikum. Hún hafi kynnst fallegu umhverfi, til dæmis í An- dorra, Lúxemborg og Liechtenstein, og framundan sé mikil skemmtun. „Það er líka sérstakt að við erum nokkur í fjölskyldunni sem höfum farið á Smáþjóðaleika,“ heldur hún áfram. Jón Oddsson, eiginmaður hennar, hefur farið bæði sem kepp- andi og þjálfari, Darri, sonur þeirra, keppti í júdó 2007 og Dagbjartur Daði, annar sonur þeirra, keppir í spjótkasti í næstu viku. Aníta Hin- riksdóttir, systurdóttir Mörthu, keppir í 800 og 1.500 m hlaupi á leik- unum. „Við erum mikil íþrótta- fjölskylda og það er fjölskyldusport að fara á Smáþjóðaleika. En það sem situr eftir er menningin, stemningin og náttúran.“ Morgunblaðið/Eggert Smáþjóðaleikarnir í Svartfjallalandi Mæðginin Marta Ernstsdóttir og Dagbjartur Daði Jónsson eru komin í búningana og tilbúin í slaginn. Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika  Sonur hennar og systurdóttir á meðal keppenda Honda Civic Prestige Honda HR-V Comfort Honda CR-V Executive dísil Honda CR-V Lifestyle Plus 2WD Honda Civic Sedan 1.5 Turbo Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Nýskráður 3/2018, ekinn 1 þús.km., bensín, sjálfskiptur, leðurinnrétting, sóllúga, sýningarbíll frá umboðinu. Nýskráður 11/2016, ekinn 48 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Nýskráður 7/2018, ekinn 8 þús.km., dísel, 9 gíra sjálfskipting, leðurinnrétting, glerþak, dráttarkrókur. Nýskráður 5/2019, ekinn 1 þús.km., dísel, beinskiptur, leðurinnrétting, vindskeið. Nýskráður 10/2017, ekinn 14 þús.km., bensín, beinskiptur, 182 hestöfl. Ásett kr. 3.990.000 Tilboð kr. 3.490.000 Afborgun kr. 45.356 á mánuði Ásett kr. 5.190.000 Tilboð kr. 3.990.000 Afborgun kr. 51.831 á mánuði Verð kr. 3.190.000 Afborgun kr. 41.471 á mánuði Verð kr. 2.690.000 Afborgun kr. 34.996 á mánuði Verð kr. 5.790.000 Afborgun kr. 75.142 á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.