Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  121. tölublað  107. árgangur  GRÆNIR FINGUR, GRILL OG KRYDDJURTARÆKT GARÐAR 40 SÍÐUR Snorri Másson snorrim@mbl.is Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunar- úrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notk- un í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. „Það fer að liggja á því að tekin sé ákvörðun um framhaldið,“ segir Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu. Fáist land á Kjalarnesi fyrir nýja urðunarstaði tekur að sögn Björns fimm til sjö ár að undirbúa það til urðunar. Í minnisblaði sem Björn hefur lagt fyrir stjórn Sorpu er farið yfir nokkra aðra kosti. Niðurstaðan er að urðunarstaðir á Vesturlandi og Suðurlandi komi ekki til greina, ekki séu tæknilegir möguleikar á að flytja úrgang til förgunar í útlöndum þótt það kunni að breytast með nýrri gas- og jarðgerðarstöð og ný brennslu- stöð sé mjög dýr kostur. Augljósa leiðin sé að óska eftir því við eig- endur Sorpu að lokun Álfsness verði frestað þar til viðunandi lausn til framtíðar verði fundin. Núverandi svæði gæti dugað fram til loka árs 2022. Björn segir að verið sé að byggja gas- og jarðgerðarstöð sem muni taka við hluta af úrgangi sem áður fór í Álfsnes, t.d. heimilisúrgangin- um. „Það er samt sem áður fullt af efni sem á eftir að finna lausn fyrir,“ segir Björn. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi var tekinn í notkun árið 1991 og í mars sl. höfðu 2,8 milljónir tonna af rusli verið urðaðar þar. Óljóst um arftaka Álfsness  Urðunarstaðurinn í Álfsnesi að fyllast  Óljóst hvar farga má ruslinu þegar svo verður  Samkomulag kveður á um að urðun á Álfsnesi skuli hætt í lok 2020 Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurflugvöllur Aðflug að vellinum úr norðurátt. Baldur Arnarson baldur@mbl.is Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlands- flugvöll, að sögn Dags B. Eggerts- sonar borgarstjóra. Athuganir hing- að til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Dagur gerði hátt hlutfall ferða með bílaleigubílum frá Keflavíkur- flugvelli, alls 55%, að umtalsefni á ráðstefnu í Osló um skipulagsmál borga. Verið er að skoða möguleika á fluglest til að efla almenningssam- göngur á þessari leið og draga um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Segist Dagur hafa verið opinn fyrir þeirri hugmynd frá upphafi. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir að uppbygging á fyrrverandi helgunarsvæðum við Reykjavíkur- flugvöll sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Telur hann engan vafa á því að flugvöllurinn muni fara úr Vatnsmýri og vonar að borgar- flugvöllur verði lagður í Hvassa- hrauni. Telur hann líklegt að völlur- inn verði farinn eða svo gott sem farinn um 2030. »10 Hvassahraun besti kostur  Reykjavíkurborg horfir til borgarflugvallar í Hvassahrauni  Bandaríski rit- höfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bók- menntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Hún hefur gefið út sex skáldsögur, ljóðabók og greinasöfn. Hustvedt dvaldist sumarlangt á Íslandi þegar hún var þrettán ára og faðir hennar var hér við rannsóknir á Íslend- ingasögunum. Hefur hún lýst því yfir að sumarið á Íslandi hafi verið eitt það yndislegasta sem hún hafi lifað. Siri Hustved var gestur Bók- menntahátíðar í Reykjavík árið 2005. »29 Íslandsvinur verð- launaður á Spáni Siri Hustvedt Átak til að stytta biðlista eftir lið- skiptaaðgerðum á hnjám og mjöðm- um bar ekki tilætlaðan árangur m.a. vegna þess að sífellt yngra fólk fer í slíkar aðgerðir og offita fer vaxandi. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi í gær þar sem niðurstöður skýrslu Embættis landlæknis um árangur af biðlistaátakinu, sem stóð yfir árin 2016-2018, voru kynntar. Að fjölga aðgerðum sem þessum dugar ekki eitt og sér til að stytta biðina, þörf er á samstilltu átaki þeirra sem koma að heilbrigðismál- um. Meðal þess sem litið er til er að fólk fái svokallaða forhæfingu þann- ig að það sé hraustara þegar það leggst undir hnífinn. Meðal þeirra ábendinga til heil- brigðisráðuneytisins sem landlæknir nefnir í skýrslunni er að þessum að- gerðum verði útvistað tímabundið til einkaaðila, takist ekki að fjölga þeim á þeim þremur sjúkrahúsum þar sem þær eru gerðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að nær væri að ein- faldari verkefnum væri útvistað þannig að rými skapaðist til að gera aðgerðirnar á sjúkrahúsunum. »6 Landlæknir vill skoða útvistun aðgerða  Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Þetta breyttist þegar leið á vet- urinn. Hlutfall þeirra sem fóru um Víkurskarð hækkaði á kostnað ganganna. Það sem af er maí- mánuði hafa um átta bílar af hverj- um tíu farið göngin. Heildarumferðin hefur aukist og þrátt fyrir að meiri umferð sé um Víkurskarð en reiknað var með er umferðin um göngin svipuð og bú- ist var við, að sögn Valgeirs Berg- mann, framkvæmdastjóra. Unnið er að lokafrágangi og snyrtingu ut- an við göngin. »8 Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vaðlaheiðargöng Göngin voru opnuð formlega við athöfn 12. janúar sl. Fleiri fara um Víkur- skarð en áætlað var Fjöldi göngufólks tók þátt í hátíðinni Úlfarsfell 1000 sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir á fjallinu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði samkomuna og tónlistarfólk skemmti fólki með söng og hljóðfæraleik. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Úlfarsfelli. Göngufólk sækir hátíð í veðurblíðu á Úlfarsfelli Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.