Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í nýbyggingu
• Sérinngangur í allar íbúðir
• Svalagangar vindvarðir með öryggisgleri
• Vönduð og viðhaldslétt bygging
• Lyftuhús
• Stórar svalir, minnst 15,5 m2
• Einfalt að setja upp svalalokun
• Nýr grunnskóli í göngufæri
Dalsbraut 4 - Reykjanesbæ
VERÐ FRÁ KR. 29.900.000
Sölu-
sýning
Laugardag
og sunnudag
frá kl.13-14
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnson
tobj@mbl.is
Síðasta ár var annað besta ár frá
upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar
á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltu-
fjár frá rekstri, sem var 1,5 millj-
arðar króna árið 2018, 88% meira
en 2017.
Friðrik Mar Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri segir í samtali við
Morgunblaðið að niðurstaðan sé vel
viðunandi. „Við vorum að vinna á
mjög sterku gengi krónunnar fyrstu
níu mánuði síðasta árs, en svo veikt-
ist gengið síðustu þrjá mánuðina.
Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekst-
urinn gefur raunverulega af sér, og
sé horft til þess var árið 2018 annað
besta árið í sögu fyrirtækisins.“
Hann segir að sé horft til síðustu
fimm ára í rekstrinum hafi fyrir-
tækinu gengið ágætlega, en hagn-
aður hefur á þessum árum verið
samtals 5,6 milljarðar króna og
veltufé frá rekstri sjö milljarðar.
Eigið féð hefur vaxið á sama tíma-
bili úr tæpum þremur milljörðum í
tæpa átta milljarða króna.
Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar
segir í frétt að hagnaður á síðasta
ári hafi verið 700 milljónir króna
eftir skatt, sem sé 135% hærra en
2017.
Tekjur LVF af frádregnum eigin
afla voru rúmir níu milljarðar króna
á síðasta ári, sem er 24% veltuaukn-
ing. Brúttótekjur félagsins voru 11
milljarðar, þegar eigin afli félagsins
er talinn með.
„Á síðasta ári tókum við við 93
þúsund tonnum af hráefni, þar af 48
þúsund tonnum að utan, aðallega
frá Noregi og Færeyjum. Þetta er
alvanalegt hjá okkur og fer aðallega
í bræðslu, hrogn og frystingu.“
Tekjur af loðnu 2,7 milljarðar
Í fyrra tók félagið á móti 30 þús-
und tonnum af loðnu, og tekjur af
loðnuvinnslu voru 2,7 milljarðar.
Engin loðnuveiði verður í ár og seg-
ir Friðrik að það sé mikill skellur
fyrir félagið, enda sé um 15% af
tekjum ársins að ræða. „En við er-
um vel sett. Við erum alltaf með
bolfiskvinnslu í gangi og því er nóg
fyrir starfsfólkið að gera. Þá má
segja að við séum heppin að því
leyti að við vorum búin að framleiða
svo mikið af hrognum síðustu ár að
við áttum birgðir sem hafa hækkað
verulega í verði. Það hjálpar okkur
á þessu ári.“
Íbúarnir vel settir með félagið
150 manns vinna hjá félaginu,
sem er umsvifamikið í sveitar-
félaginu, en á Fáskrúðsfirði búa 730
manns.
Stærsti eigandi félagsins er
Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar. „Þetta
þýðir að Loðnuvinnslan er sam-
félagslega uppbyggð og kvótinn fer
aldrei úr byggðarlaginu. Þegar okk-
ur gengur vel getum við byggt hratt
upp því við borgum lítinn arð út úr
byggðarlaginu. Íbúar á Fáskrúðs-
firði eru mjög vel settir að eiga
þetta félag.“
Friðrik segir að endingu að félag-
ið sé búið að byggja upp mjög
tæknivædda bolfiskvinnslu, og fjár-
festi til dæmis í tveimur vatns-
skurðarvélum og öðrum búnaði fyr-
ir tveimur árum sem hafa aukið
afköst um 70% með sama mann-
skap.
Annað besta ár í sögunni
Ljósmynd/Loðnuvinnslan
Vinnslusalur Stór hluti hráefnisins kemur frá Noregi og Færeyjum.
Loðnuvinnslan hefur hagnast um 5,6 milljarða á síðustu fimm árum
Loðnubresturinn í ár er skellur fyrir félagið Hátæknivædd bolfiskvinnsla
24. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.89 124.49 124.19
Sterlingspund 156.94 157.7 157.32
Kanadadalur 92.5 93.04 92.77
Dönsk króna 18.519 18.627 18.573
Norsk króna 14.169 14.253 14.211
Sænsk króna 12.854 12.93 12.892
Svissn. franki 122.62 123.3 122.96
Japanskt jen 1.1211 1.1277 1.1244
SDR 170.68 171.7 171.19
Evra 138.31 139.09 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8938
Hrávöruverð
Gull 1274.0 ($/únsa)
Ál 1765.5 ($/tonn) LME
Hráolía 71.91 ($/fatið) Brent
● Aðeins ein viðskipti áttu sér stað
með bréf leigufélagsins Heimavalla í
Kauphöll Íslands í gær. Námu viðskiptin
ríflega fimm milljónum króna og dró
það gengi félagsins niður um tæp 8%.
Er markaðsvirði félagsins nú 13,2
milljarðar króna. Í lok mars síðastliðins
nam bókfært eigið fé félagsins 18,9
milljörðum króna.
Ein viðskipti drógu
Heimavelli niður um 8%
STUTT