Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2019 Sumarið er tíminn Það hefur verið rjómablíða í höfuðborginni undanfarna daga og þessar ungu stúlkur létu ekki bjóða sér tvisvar að fá að spóka sig á ylströndinni í Nauthólsvík. Eggert Þau segja það, fólkið í Hreppunum, að eng- inn maður sem þau höfðu kynnst í lífi sínu hafi verið jafn líkur Jesúm Kristi og herra Valdemar Briem, vígslubiskup og prest- ur þeirra í Hreppum. Það skal ósagt látið hvort hin rúmlega hálfa tylft Klausturpostula- bræðra og -systur hafi skilið til hlítar eðli samnings um Evrópskt efna- hagssvæði og eðli Krists í Hrepp- unum. Eðli hins sameiginlega mark- aðar er samræmt regluverk og að í löndunum sem aðild eiga að þessu efnahagssvæði sé starfrækt sam- ræmt eftirlit til að tryggja rétt neyt- enda á svæðinu. Skilningur þess er þetta ritar er sá að markmið samn- ingsins sé að tryggja rétt og lífskjör neytenda í hverju landi fyrir sig, án þess að forskoti eins lands sé fórnað fyrir hagsmuni annars lands. Þannig er lögmáli heimsviðskipta um hlutfallslega yfirburði og verka- skiptingu ekki varpað fyrir róða í framkvæmd samningsins. Miklu heldur ná hlutfallslegir yfirburðir að bæta lífskjör þeirra sem yfirburð- anna njóta, eins og þessi grunnstoð hagfræðinnar gerir ráð fyrir. Verka- skipting í stað sjálfsþurftarbúskapar hefur skapað þau lífskjör sem við bú- um við í dag. Verkaskiptingin er grundvöllur auðhyggjunnar. Alþjóðlegt samstarf í flugmálum Sá er þetta ritar hefur áður bent á þá framsýni ráðamanna þjóðarinnar að gerast aðili að Alþjóðaflugmála- stofnuninni, ICAO, í desember 1944 þegar gefin höfðu verið út um 30 flugskírteini á Íslandi. Með þeirri að- ild undirgangast íslensk yfirvöld og þar með íslenskir flugrekendur ekki aðeins stofnsáttmála ICAO, heldur einnig þá viðauka við stofnsáttmál- ann, sem gefnir hafa verið út. Mér er í fersku minni, þá er ég þurfti að læra flugreglur í „Annex II“ á ensku og beið ekki skaða af. Vissulega hafa flugmál þróast á þeim 75 árum sem liðin eru frá stofn- un ICAO. Þó fljúga enn flugvélar sem þá flugu, eins og þær rómuðu vélar DC 3. Hljóð slíkrar vélar eru sumarboði á Íslandi. Í Evrópu er starfandi European Aviation Safety Agency, EASA. Þessi stofnun er ein af stofnunum Evrópusambandsins. Aðildarlöndum EFTA, þar með Ís- landi, hefur verið veitt- ur aðgangur að þessari stofnun. Meðal starfs- sviða þessarar stofn- unar er að staðla og samræma flugstjórn, þ.e. „Air Taffic Contol“, í Evrópu og tegundar- viðurkenningar ein- stakra flugvélategunda. Framsal á valdi í flugmálum Í flugmálum er gagn- kvæm viðurkenning reglna nauðsyn- leg. Þannig er samstarf og gagn- kvæm viðurkenning reglna og réttinda mikilvæg milli Federal Av- iation Administration, FAA, í Banda- ríkjunum og EASA í Evrópu. Með aðild Íslands að þessu sam- starfi hefur Alþingi stofnað Sam- göngustofu til að annast samstarfið. Alþjóðlegt samstarf var áður í hönd- um Flugmálastjórnar. Ekki verður séð að löggjafinn eða framkvæmdavaldið hafi framselt er- lendum stofnunum vald. Hinar er- lendu stofnanir vinna umfangsmikla tæknivinnu, sem Samgöngustofa við- urkennir. Nú kann staðan að verða sú að reyna muni á hina gagnkvæmu við- urkenningu flugvélategunda vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flug- véla. Boeing-verksmiðjurnar munu þurfa að sannfæra bæði EASA og FAA um kerfisuppfærslur í hinum nýju flugvélum. Samgöngustofa hefur engar for- sendur til að vinna þá vinnu sem evr- ópskar og bandarískar stofnanir þurfa að vinna til að BOEING 737 MAX verði flughæfar að nýju. Kaupmáttarbreytingar Á meðfylgjandi mynd má sjá þró- un kaupmáttar á liðnum 25 árum og er kaupmáttur þá reiknaður sem hækkun launavísitölu umfram neysluverð. Á þessum tíma hefur Ís- land verið aðili að Evrópsku efna- hagssvæði. Vissulega hefur þróun kaupmáttar ekki verið jöfn yfir allt tímabilið. Frá upphafi til loka tímabilsins hefur aukning kaupmáttar verið 2,5% á ári að meðaltali. Á árunum eftir hrun fjármálakerfisins versnuðu lífskjör og þar með kaupmáttur launa. Þessa árlegu meðalaukningu kaupmáttar um 2,5% á ári í 25 ár má túlka á nokkra vegu. Einn er sá að breytingu á kaupmætti megi rekja til framleiðnibreytingar. Það kann einn- ig að vera að kaupmáttarbreyting eigi uppruna sinn í breytingum á við- skiptakjörum. Viðskiptakjör geta verið markaðsaðild, viðskiptahindr- anir og tollar í viðskiptalöndum og ekki síður í heimalandinu. Frjáls við- skipti bæta lífskjör. Landsfram- leiðsla á mann hefur vaxið svipað á ári og kaupmáttarbreytingin. Það er hægt að reikna lífskjara- bata síðustu 25 ár á yfir 1.200 millj- arða. Það er álitamál hvað leiðir af hverju. Framleiðslufall Í meðfylgjandi línuriti hef ég teiknað ímyndað framleiðslufall fyrir ríki. Það er einfalt að sýna fram á að breytingar á viðskiptaumhverfi hafa áhrif á getu ríkja til að framleiða og þar með til framleiðnibreytinga. Það er einfaldast að fullyrða að framfarir og afnám einokunar í fjar- skiptum hafi dregið úr viðskipta- kostnaði. Það færir framleiðslufallið út. Það að með sömu aðföngum fást meiri afurðir, en það er framleiðni- aukning. Í stað samráðs framleiðenda kem- ur samkeppni. Framleiðendur koma aldrei saman til fundar án þess að sameinast gegn viðskiptavinum sín- um. Það kann að vera að framleið- endum þyki reglugerðarumhverfi íþyngjandi. Með sameiginlegum og samkynja markaði vita framleið- endur um þær kröfur sem gerðar eru. Það dregur úr viðskiptakostn- aði. Orð í upphafi aðildar að EFTA Aðild að alþjóðasamtökum er sam- fellt viðfangsefni Alþingis og oftast er slík aðild betur undirbúin en önn- ur mál sem fyrir Alþingi koma. Um aðild Íslands að EFTA sagði þáver- andi forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson, í þingræðu: „Sízt er orðum aukið að fá mál hafa komið betur undirbúin fyrir hið háa Alþingi en EFTA-málið. Á ár- unum milli 1955 og 1960 voru veru- legar athuganir gerðar á því, hvort Íslendingar ættu að gerast aðilar að EFTA eða um svipað leyti og þau samtök voru stofnuð.“ Forsætisráðherra sagði einnig í þingræðu sinni: „Ég er sannfærður um, að einmitt sú staðreynd, að á næstu misserum blasa við samningar við Efnahags- bandalagið eigi að verða okkur hvöt til þess að gerast aðili að EFTA. Svo varhugavert sem það er fyrir okkur að vera utan við EFTA og EBE, er það þeim mun hættulegra að vera ut- an við algjöra heild aðal viðskipta- þjóða okkar, sem í Efnahagsbanda- lagið fara. En jafnframt undirstrika ég greinilega, að ég tel það ekki koma til álita að ísland geti gerzt fullkominn aðili að Efnahagsbandalaginu. Hins vegar er ljóst, að ef þarna myndast ný og stór heild, þurfum við að ná einhverjum viðskiptatengslum við þá heild, því að þá eru þar saman komin ríki, sem við höfum a.m.k. helming og stundum 60% viðskipta okkar við. Og það yrði okkur stór- hættulegt ef við værum algjörlega utan tengsla við þann markað.“ Það var ekki talið að aðild að EFTA fæli í sér framsal á valdi. Eftir athugun tel ég að mál það sem kallað er „Orkupakki III“ feli ekki í sér valdaframsal til erlendrar stofnunar, sem Ísland á ekki aðild að. Það kann að vera að ACER fram- kvæmi svipaða vinnu í orkumálum og EASA þarf að framkvæma í flug- málum. En Orkustofnun og Eftir- litsstofnun EFTA munu hafa vald- heimildirnar. Samviskan Getur nokkur heiðarlegur maður, eða maður sem nokkurs metur fugl, varið fyrir samvisku sinni að mála fugl sitjandi á steini frá eilífð til ei- lífðar, hreyfingarlausan eins og dæmdan dela eða sveitamann sem situr fyrir hjá ljósmyndara á Krókn- um? Nú reynir á samvisku þing- manna. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Verkaskipting í stað sjálfsþurftarbúskap- ar hefur skapað þau lífs- kjör sem við búum við í dag. Verkaskiptingin er grundvöllur auðhyggjunnar. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Ávinningur aðildar að Evrópsku efnahagssvæði Kaupmáttarbreytingar 1994 1999 2004 2009 2014 2019 190 180 170 160 150 140 130 120 110 Kaupmáttur 1994 = 100 Ímynduð framleiðsluföll 1994 1997 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018 Afurðir Aðföng Framleiðslufall með aðild að EES Framleiðslufall án aðildar að EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.